Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. GOLF OG SKEMMTUN Á EL PLANTIO WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS MEÐ ÁRNA FREYR HALLGRÍMSSYNI NÝTT Á UU.IS Skemmtiferð fyrir þá sem finnst skemmtilegt að golfa eða langar að læra golf í skemmtilegum stemmara, sama á hvaða reynslustigi þeir eru. Kennsla fyrir þá sem vilja læra og ótakmarkað golf fyrir alla. Fókusinn er fyrst og fremst að það sé skemmtilegt. Dvalið verður á El Plantio og allar unaðssemdir Alicante-borgar aðgengilegar eftir hentugleika undir leiðsögn fararstjóra. Árni Freyr hefur verið með golfkennslu í mörg ár. Hann er alinn upp á grafarholtsvelli frá 10 ára aldri. Hann var í afreksstarfi Golfklúbbs Reykjavíkur og uppáhalds áfangastaður hans fyrir golfið er alltaf Spánn. BEINT FLUG INNRITUÐ TASKA 20 KG. OG HANDFARANGUR GISTING Á EL PLANTIO Í 7 NÆTUR FLUTNINGUR Á GOLFSETTI AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI AF NOT AF GOLFBÍL VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN GOLF ALLA DAGA GOLFKENNSLA (3 X 30 MÍN.) 23. - 30. NÓVEMBER | 8 DAGA FERÐ VERÐ FRÁ 199.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA VERÐ FRÁ 209.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Árni Freyr Hallgrímsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Forystufólk ríkisstjórnarflokkanna mætti sporlétt og brosandi til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu í Reykjavík í gær, þar sem við- ræðum um áframhaldandi stjórnar- samstarf var haldið áfram. Þau vildu þó ekkert gefa upp hvaða mál yrði rædd né hvort á einhverju sérstöku steytti. Sögðu aðeins að gangur við- ræðna væri góður og að ný ríkis- stjórn verði væntanlega kynnt á allra næstu dögum. Hvenær ná- kvæmlega ráðist meðal annars af því hvenær mál viðvíkjandi talningu at- kvæða í Norðvesturkjördæmi verða leidd til lykta. Katrín kom fótgangandi „Mikið er veðrið fallegt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarfokksins, þegar hann mætti til fundarins, sposkur á svip. Hann kom á staðinn akandi með einkabílstjóra sínum, en Katrín Jak- obsdóttir, formaður VG og forsætis- ráðherra, kom fótgangandi til fundar frá heimili sínu í Vesturbænum. Katrín gerði raunar góðlátlega at- hugasemd við að jeppi samgöngu- ráðherra væri skilinn eftir í meng- andi lausagangi – og fyrir þau orð drap bílstjórinn snarlega á vélinni. „Ég er alltaf að skipta mér af,“ sagði forsætisráðherra og hló. Síðastur kom Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, akandi á sínum bíl. „Ég er bjartsýnn á að við ljúkum senn þessum viðræðum og flokkarn- ir starfi áfram,“ sagði Bjarni. Breytingar fylgi nýrri stjórn Í eðli stjórnarmyndunarviðræðna liggur að þær eru flóknar og vanda- samar. „Maður þarf að lesa alls kon- ar skýrslur, álitsgerðir, fá nýjar upp- lýsingar og skrifa niður minnispunkta. Í töskunni minni eru pappírar af ýmsum toga,“ sagði Sig- urður Ingi Jóhannsson. „Við höfum einnig talað við marga vegna áfram- haldandi samstarfs, en eftir fjögurra ára samstarf sem um margt hefur skilað góðum árangri er myndin ann- ars nokkuð skýr. Stóra áskorunin fram undan eru efnahagsmálin, en við sjáum alveg að þjóðin geti vaxið út úr Covid-kreppunni.“ Aðspurður segir Sigurður Ingi að hugsanleg ný skipan verkefna ráðu- neyta og skipting þeirra milli flokk- anna hafi verið rædd meðal forystu- manna að undanförnu. „Slíkt gerum við til að undirstrika þær breytingar sem við viljum gera með nýrri ríkistjórn.“ Bjarni hugsanlega áfram í fjármálaráðuneytinu Katrín Jakobsdóttir segir líkt og Sigurður Ingi að margt við myndun ríkisstjórnar kalli á yfirlegu og ítar- legar upplýsingar. „Þegar ákveðið er að halda samstarfi í ríkisstjórn áfram kallar slíkt jafnvel á að farið sé dýpra í hlutina en var í upphafi. Ríkisbúskapurinn og staða efna- hagsmála eru ramminn sem þarf að fylla í viðræðunum núna. Horfurnar á næstunni eru bjartar, en svo skipt- ir líka að máli að sjá fyrir hver stað- an kann að verða þegar komið er lengra inn í kjörtímabilið,“ segir Katrín sem bætir við að þegar skýrslulestri vegna stjórnarmynd- unar sleppi sé hún með glæpasögur í takinu. „Já, mér finnst ágætt að vera með þannig bækur í takinu, lesa þær til þess að geta séð út plott og fléttur úr langri fjarlægð,“ sagði Katrín og hló. Sem fyrr segir hefur skipting ráðuneyta milli stjórnarflokkanna aðeins verið rædd, en ekki ákveðin. „Það kemur vel til greina að ég verði áfram í fjármálaráðuneytinu. Ég þarf bara að hugsa slíkt mjög vand- lega,“ sagði Bjarni Benediktsson spurður um sína stöðu í væntanlegri nýrri stjórn. Glæpasögur lesnar og jeppi í lausagangi - Fundað er stíft - Efnahagsmál í brennidepli - Skýr mynd Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stjórnarmyndun Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir voru brosandi en ögn þreytuleg að sjá við upphaf viðræðna í gærdag. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu flugmanna Landhelgisgæslunn- ar sem hafa verið án samnings í tvö ár eða frá áramótum 2019-2020. Að sögn Sonju Bjarnadóttur, lög- fræðings FÍA, stranda samning- ar ekki á kaupum og kjörum heldur á flugöryggi; að samninganefnd ríkisins vilji af- nema starfsald- urslista – „sem er eitt rótgrónasta úrræði flugrek- enda og flugmanna til að tryggja flug- öryggi og er ein af burðarsúlum heil- brigðrar öryggismenningar,“ segir Sonja í samtali við Morgunblaðið. Starfsaldurslistar tryggja fram- gang flugmanna og starfsöryggi þeirra svo einungis öryggissjónarmið séu fyrir augum þegar teknar eru ákvarðanir um hvernig flugi skuli háttað. Máli sínu til stuðnings bendir ríkið á gerðardóm sem felldur var varðandi kjarasamninga flugvirkja. Sonja bendir á að stéttirnar séu með öllu óskyldar og að starfsaldurslistar flug- manna byggi á öðrum forsendum en annarra stétta, það er að þeir byggi á forsendum flugöryggis. „Með afnámi starfsaldurslista er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu. Fátt er mikilvægara í björgunarflugi en sterk öryggismenning og starfsald- urslistar tryggja að flugmenn treysti sér til að taka erfiðar ákvarðanir á ög- urstundum. Starfsaldurslisti ver flug- menn svo þeir geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir út frá flugöryggi. Við hljót- um öll að vera sammála um að flug- öryggi er aldrei mikilvægara en þegar kemur að flugmönnum Landhelgis- gæslunnar sem fljúga í aðstæðum sem enginn annar flýgur í, leggja líf sitt í hættu við björgunaraðgerðir á landi og sjó,“ segir Sonja. Þá segir hún að flugmenn og flug- félög um allan heim viðurkenni starfs- aldurslista sem eitt mikilvægasta at- riðið til að tryggja flugöryggi. Þeir halda utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðanir og tryggja að sanngirnis- menning (e. just culture) sé viðhöfð – en hún er fest í lögum hér á landi sem og víðar. Þannig er tryggt að flugmenn geti til dæmis tilkynnt um atvik, svo hægt sé að læra af þeim eða lagfæra, án ótta við refsingu. karitas@mbl.is Ágreiningur um starfsaldurslista - Ríkið bendir á gerðardóm flugvirkja Sonja Bjarnadóttir Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Skammtímaverð Landsvirkjunar á raforku á heildsölumarkaði hefur verið hækkað. Fram kemur í til- kynningu frá fyrirtækinu að hækk- uninni sé ætlað að stuðla að jafn- vægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir rafmagni. Tinna Traustadóttir, fram- kvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, segir í samtali við Morgunblaðið að um sé að ræða samspil markaðslögmálanna sem útskýri þessa hækkun. „Verðlagning raforku á hverjum tíma fer eftir stöðunni í kerfinu hjá okkur, þ.e. framboðs- og eftirspurn- arhliðin. Nú í heimsfaraldrinum var einfaldlega minni raforkunotkun og þar af leiðandi hagstæðara verð á raforku í heildsölu og skamm- tímasölu til stórnotenda. Svo erum við með framboðshliðina en þar sem við búum við lokað raforkukerfi sem treystir á endurnýjanlega orkugjafa þá er þetta einfaldlega þannig að við erum háð því hvernig staðan er í lónunum hjá okkur.“ Tinna segir gripið til þessarar hækkunar í ljósi þess að innrennsli á vatnasvæðum Landsvirkjunar hefur verið undir meðallagi í októ- ber. Á sama tíma hefur verið nánast full nýting á vinnslukerfi fyrir- tækisins. Tinna bendir á að Landsvirkjun hafi reiknað saman að áhrif hækk- unarinnar á raforkureikning heim- ilanna séu „óveruleg“, eða um 1-2%. Örar verðbreytingar Meirihluti þeirrar raforku sem Landsvirkjun framleiðir, eða um 80%, fer beint til stórnotenda, svo sem stóriðjufyrirtækja. Sú raforka sem síðan fer til fyrirtækja og heim- ila í landinu er selt frá Landsvirkjun til sölufyrirtækja, Orku náttúrunnar og HS orku svo dæmi séu tekin. Tinna bendir þó á að mikil framþróun sé í samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði hér á landi og Landsvirkjun sé í takt við þá þróun. „Við erum að reyna að vera í takt við það með næmari og örari verð- breytingum. Þessi hækkun er því ekki nýtt lögmál, þetta er bara til stöðugrar endurskoðunar.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sigalda Lítið vatn hefur verið í lónum Landsvirkjunar undanfarið. Verð hjá Lands- virkjun hækkar - Markaðslögmálin valda hækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.