Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021
HUNDAFÓÐUR
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Skólastarf á jafnan að fylgja og
svara aðstæðum og tíðaranda,“
segir Nanna Kristjana Traustadótt-
ir, nýr framkvæmdastjóri Keilis á
Ásbrú í Reykjanesbæ. „Ungt fólk í
dag hefur yfirleitt skýrt mótaða
sýn á menntun, kennsluaðferðir og
annað slíkt. Kynnir sér mál og vinn-
ur skipulega í að skapa sína framtíð
með gagnlegu námi. Að umgangast
þessa nemendur er dýrmætt og
eins að vinna í menntastofnun, þar
sem starfsfólkið hefur svigrúm til
að þróa nýjar námsleiðir.“
Um 1.000 nemendur eru við
Keili nú á haustönn og hafa aldrei
verið fleiri. Segja má að starfsemin
skiptist í fernt, það er Háskólabrú,
Heilsuakademíu, Flugakademíu Ís-
lands og menntaskóla með náms-
braut til stúdentsprófs í tölvu-
leikjagerð. Síðastnefnda
námsleiðin var sett á laggirnar fyr-
ir um tveimur árum og eru nem-
endur nú um 90 talsins. Fyrsti stúd-
entinn verður brautskráður um
áramótin. Við háskólabrú bjóðast
ýmar leiðir í fjar- og staðnámi, auk
þess sem í boði er fagháskólanám í
leikskólafræðum.
Heillaðist af starfsumhverfi
„Upphaflega kom ég til starfa
hér í Keili fyrir þremur árum til að
setja tölvuleikjabrautina á lagg-
irnar. Heillaðist þá strax af starfs-
umhverfinu hér, sem fyrir kennara
og aðra sem vinna að mennta-
málum er spennandi og afar nær-
andi. Það er sömuleiðis ómetanlegt
að sjá fólk sem jafnvel er komið á
miðjan aldur finna hugrekkið til að
hefja nám að nýju, finna sjálfs-
traustið og láta þannig drauma
sína rætast. Leiðir á háskólabrúnni
taka mið meðal annars af náms-
framboði við Háskóla Íslands, sem
Keilir er í góðu samstarfi við.
Reynslan hefur sýnt okkur að 85%
þeirra sem eru brautskráðir af há-
skólabrú halda áfram í námi, sem
er góður árangur,“ segir Nanna
Kristjana og heldur áfram:
„Stofnun Keilis árið 2007 var
meðal annars viðbragð við bágu at-
vinnuástandi hér á Suðurnesjum í
kjölfar þess að Varnarliðið hætti
starfsemi sinni hér. Þá var bent á
að menntunarstig meðal íbúa hér
væri lægra en víða annars staðar á
landinu og fyrir vikið væri fjöldi
fólks í nánast læstri stöðu. Þessu
þyrfti að breyta sem hefur gengið
eftir. Raunar gildir þetta ekki bara
um Suðurnesin, því í dag koma 2/3
nemenda af höfuðborgarsvæðinu,
en hér eru leiðir til náms sem bjóð-
ast ekki annars staðar. Margir nýta
sér til dæmis fjarnámið, hvar við
vorum sterk fyrir áður en farald-
urinn skall á og enn frekar nú.
Vendinámið þar sem nemendurnir
sækja fyrirlestra kennara á netinu
og eru í gagnvirkum samskiptum
hefur líka gefið góða raun.“
Fjarnámshlaðborð á netinu og
nám í einka- og styrktarþjálfun,
leiðsögn í ævintýraferðamennsku,
fótaaðgerðafræði, vinnuvernd og
fleira slíkt sem Keilir býður er svar
við kalli tímans og aðstæðum, segir
Nanna Kristjana. Þá sé flug-
akademía Keilis eini staðurinn á
landinu sem býður upp á nám til at-
vinnuflugmanns.
Afskiptum hópum sinnt
„Til eru ýmsir hópar í sam-
félaginu sem þarf að koma betur til
móts við í skólamálum, til að mynda
fólk sem á uppruna sinn erlendis en
býr hér á Íslandi. Þessu viljum við
breyta, meðal annars í samstarfi
verksmiðjum sem á sinni hátt
skapa heimsmynd okkar og hug-
myndir.
Afeinangruð kennslustofa
„Ég er efnafræðingur að
mennt, leiddist nánast fyrir tilviljun
út í kennslu og heillaðist af þeim
starfsvettvangi. Í Tækniskólanum
tók ég þátt í því að setja upp K2,
námslínu til stúdentsprófs með
áherslu á tækni og vísindi. Þar
lagði ég mig eftir að afeinangra
kennslustofuna. Vera í samstarfi
við atvinnulífið svo námið væri sem
fjölbreyttast og kveikti neista í
nemendum. Á þessari vegferð er-
um við hér í Keili, hingað sem við
fáum oft heimsóknir kennara og
starfsfólks úr öðrum skólum sem
vill kynna sér aðferðir okkar,
áherslu og aðstöðu. Þá er líka alltaf
nokkuð um að hingað komi nem-
endur sem ekki hafa fundið sig í
öðrum framhaldsskólum, en finnst
nálgunin hér henta sér vel. Og ein-
mitt þar er galdurinn og ævintýrið;
þegar fólk kemur hingað inn og í
gegnum námið finnur öryggi og
trú á sjálft sig. Skapar sér framtíð
og möguleika með menntun og veit
sem er að til mikils er að vinna.“
við aðrar menntastofnanir á Suð-
urnesjum,“ segir Nanna Kristjana.
Hún tiltekur að stúdentsbraut
í tölvuleikjagerð sé ágætt dæmi um
hvernig hægt sé að koma til móts
við áhugasvið og þarfir einstakra
hópa, fólks sem hafi verið svo til af-
skipt í menntakerfinu. Ungt fólk
með áhuga á tölvuleikjum sé gjarn-
an hæfileikabúnt sem býðst nú nám
við hæfi, auk þess sem viðurkenn-
ing rafíþrótta sem alvörusports
hefur enn frekar ýtt undir. Í hag-
kerfi heimsins skapi tölvu-
leikjagerð nú orðið meiri verðmæti
en kvikmyndaiðnaðurinn með öll-
um sínum ómótstæðilegu drauma-
Nám þarf að kveikja neista í nemendum, segir Nanna Kristjana Traustadóttir, nýr framkvæmdastjóri Keilis á Ásbrú
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menntun Galdur og ævintýri þegar fólk kemur hingað inn og í gegnum námið finnur öryggi og trú á sjálft sig,
segir Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis um starfsemina; menntun og möguleika.
Skólastarf á að
svara aðstæðum
Skólastarf Sólrún Þórðardóttir og Alma Dögg Einarsdóttir, nemar í fót-
snyrtingu. Til hægri er Davíð Þór Adessa í fullkomnum flughermi Keilis.
- Nanna Kristjana Traustadótt-
ir er fædd 1981, menntuð í efna-
fræði með sálfræði sem auka-
grein við háskólann í Álaborg í
Danmörku. Hún er auk þess
með viðbótardiplómu í kennslu-
fræðum frá HÍ og kennslurétt-
indi.
- Frá 2019 var Nanna for-
stöðumaður stúdentsbrauta hjá
Keili og skólameistari Mennta-
skólans á Ásbrú. Var áður
kennsluráðgjafi við HR og verk-
efnisstjóri við Tækniskólann.
Hefur einnig starfað sem fag-
stjóri og kennari í náttúru-
fræðigreinum í grunnskóla.
Hver er hún?
„Staðan er góð og sum fyrirtæki hér
í bænum þurfa að bæta við sig fólki,“
segir Jakob Björgvin Jakobsson,
bæjarstjóri í Stykkishólmi, í samtali
við Morgunblaðið. Að undanförnu
hefur hann með sínu fólki í farið um
og tekið stöðuna á atvinnulífinu í
byggðarlaginu. Alls höfðu Jakob og
Halldór Árnason, formaður atvinnu-
og nýsköpunarnefndar, viðkomu í
þriðja tug fyrirtækja í sl. viku og
fara í fleiri bráðlega.
„Atvinnulífið er grundvöllur
byggðar á hverjum stað og lífæð
allra samfélaga. Hlutverk sveitarfé-
lagsins er meðal annars að tryggja
fyrirtækjunum hagstæð skilyrði,
vera hreyfiafl góðra verka og styðja
við rannsóknir og nýsköpun. Að vera
í góðum tengslum við atvinnulífið og
skilja þarfir þess er mikilvægt,“ til-
tekur Jakob. Hann segir mikið vera
umleikis hjá iðnaðar- og þjónustu-
fyrirtækjum í bænum. Ferðaþjón-
ustan hafi gengið vel á síðustu mán-
uðum, en er nú að fara í hægagang
skammdegisins.
Um þessar mundir vinnur starfs-
hópur á vegum Stykkishólmsbæjar
að því að greina tækifæri til eflingar
atvinnulífsins á grunni svæðisbund-
inna styrkleika sem mun nýtast við
stefnumörkun bæjarins í atvinnu-
málum. Starf þetta er unnið í sam-
starfi við Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi og Byggðastofnun. Sér-
staklega er horft til þess að byggja á
sjálfbærri nýtingu á auðlindum
Breiðafjarðar, sem hefur raunar alla
tíð verið hryggjarstykkið í atvinnu-
lífi á þessum slóðum.
Sjálfbærni og grænn iðnaður
„Sjálfbær nýting hafsins og auð-
linda þess, virkjun sjávarstrauma,
rannsóknir, nýsköpun, ferðaþjón-
usta og nýting heita vatnsins. Í
þessu felast tækifæri í Stykkishólmi
m.a. í tengslum við heilsutenda
ferðaþjónustu og jarðhitaböð. Þetta
eru meginatriðin og út frá þeim
verða næstu skref stigin. Þar horf-
um við til stækkunar atvinnusvæða
nærri flugvellinum hér suðvestan við
byggðina í Stykkishólmi. Sjáum þar
m.a. tækifæri í sambandi við upp-
setningu á grænum iðngarpi,“ segir
Jakob bæjarstjóri. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stykkishólmur Helgi Eiríksson eig-
andi Nesbrauðs og t.h. Jakob Björg-
vin Jakobsson bæjarstjóri.
Heimsótt í Hólminum
- Bæjarstjóri
tekur hús - Fer í
fjölda fyrirtækja