Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 27
síðar skoraði Stefan de Vrij. Íslend- ingaliðið Venezia sigraði Roma 3:2 nokkuð óvænt í ítölsku deildinni um helgina. Arnór Sigurðsson kom inn á í hálfleik hjá Venezia. Jose Mourinho stýrir Roma sem kunnugt er og hefur með skömmu millibili tapað fyrir tveimur Íslendingaliðum. Mikla at- hygli vakti á dögunum þegar Alfons Sampsted og liðsfélagar í Bodö/ Glimt burstuðu Roma 6:1. _ Mikael Neville Anderson var á skotskónum fyrir AGF þegar liðið vann topplið Midtjylland í dönsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Með sigr- inum fer AGF upp í 7. sæti deild- arinnar með 19 stig eftir 15 leiki. Midtjylland eru áfram á toppnum með sex stiga forskot á FCK sem er í 2. sætinu. Mikael og Jón Dagur Þorsteinsson voru í byrj- unarliðinu hjá AGF og hjá Midt- jylland var Elías Rafn Ólafsson í markinu. _ Slóveninn Luka Doncic skoraði sig- urkörfu Dallas Mavericks gegn Bost- on Celtics í 107:104 sigri í NBA- körfuboltanum. Doncic skoraði ekki einungis sigurkörfuna heldur átti hann frábæran leik á heildina litið. Skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Boston átti Jason Taytum einnig stórleik en hann gerði 32 stig og tók 11 fráköst. _ Stórstjörnurnar Kylian Mbappé og Neymar voru í miklu stuði þegar Par- ís Saint-Germain hafði betur gegn Bordeaux, 3:2, í frönsku knattspyrn- unni. Mbappé lagði upp tvö fyrstu mörkin á Neymar á 26. og 43. mín- útu. Mbappé bætti við þriðja markinu sjálfur á 63. mínútu og kom PSG í 3:0. Bordeaux gafst ekki upp því Al- berth Elis minnkaði muninn á 78. mínútu og M‘Baye Niang breytti stöðunni í 3:2 í uppbótartíma og þar við sat. PSG er í toppsæti deild- arinnar með 34 stig, tíu stigum meira en Lens sem er í öðru sæti. _ Erlingur Richardsson lék vin- áttulandsleiki um helgina en hann þjálfar karlalandslið Hollands í hand- knattleik eins og undanfarin ár. Liðið býr sig nú undir lokakeppni EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Lið Er- lings mætti feykilega sterk- um andstæð- ingum um helgina því liðið lék bæði gegn Danmörku og Noregi. Holland tapaði 33:19 fyrir Danmörku og 40:29 fyrir Noregi en bæði Danir og Norðmenn hafa burði til að spila um verðlaun á EM. Holland verður með Íslandi í riðli á EM í Búdapest í janúar. Gestgjafarnir Ungverjar verða einnig í riðlinum sem og Portúgal sem Ísland mætir nú á stórmóti þriðja árið í röð. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 ENGLAND Kristján Jónsson kris@mbl.is Englandsmeistararnir í Manchester City náðu sér aftur á strik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina eftir tapið óvænta gegn Crystal Palace viku áður. Manchest- er City vann sannfærandi sigur í grannaslagnum gegn Manchester United á Old Trafford á laugardag- inn. Sjálfsmark hjá Eric Bailly og mark frá Bernardo Silva komu City 2:0 yfir fyrir hlé og urðu það jafn- framt úrslitin. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, hældi sínum mönnum mjög fyrir frammistöðuna enda hafði City góða stjórn á leiknum. Flestum fjöl- miðlamönnum hjá ensku miðlunum ber saman um að sigur City hefði getað orðið stærri en 2:0. Guardiola sagði sína menn eiga mikið hrós skil- ið fyrir frammistöðuna því þeir hefðu spilað listilega vel. City er þremur stigum á eftir Chelsea en Guardiola notaði tæki- færið og beindi athyglinni að Chelsea. „Eins og er þá er Chelsea óstöðvandi. Við gerum okkur grein fyrir því að við megum ekki tapa mörgum stigum ef við ætlum að halda í við Chelsea en við stöndum okkur vel gegn sex efstu liðunum,“ sagði Guardiola. Óvænt stig hjá Burnley Grannaslagurinn í Manchester var snemma á laugardaginn. Skömmu eftir ummæli Guardiola um að Chelsea væri óstöðvandi hófst leikur Chelsea og Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrj- unarliði Burney og lék í 70 mínútur. Burnley tókst á undraverðan hátt að ná í stig þótt Chelsea kæmist 1:0 yfir með marki Kai Havertz á 33. mín- útu. Matej Vydra skoraði jöfn- unarmark Burnley á 79. mínútu. Frábær úrslit fyrir Burnley sem hefur aðeins unnið einn leik í deild- inni en hefur gert fimm jafntefli. Er liðið í fallsæti en ekki langt á eftir næstu liðum fyrir ofan. Fyrir viku voru úrslit helgarinnar vatn á myllu Chelsea þar sem hvorki Manchester City né Liverpool náðu þremur stigum. Þessa helgina voru úrslitin vatn á myllu Manchester City því West Ham United skellti Liverpool 3:2 í London í gær. All- isson markvörður Liverpool skoraði sjálfsmark strax í upphafi leiks en Trent Alexander-Arnold jafnaði með laglegu marki úr aukaspyrnu. Í síð- ari hálfleik komst West Ham í 3:1 með mörkum frá Pablo Fornals og Kurt Zouma en Divock Origi minnk- aði muninn á 83. mínútu. Nú er spurning hvort sparkspek- ingar fari að taka West Ham alvar- lega í toppbaráttunni en liðið er með jafn mörg stig og Manchester City. Meira að segja Arsenal, sem byrjaði tímabilið illa, er nú þrátt fyrir allt ekki nema sex stigum á eftir Chelsea. Þótt Guardiola og mörgum fleirum finnist mikið til Chelsea koma þá eiga mörg lið möguleika á að vera með í baráttunni. Toppliðin eru ekki óskeikul - Góð helgi fyrir meistarana - Þarf ekki að taka West Ham alvarlega? AFP Old Trafford Ole Gunnar Solskjær stjóri United og Pep Guardiola stjóri City á hliðarlínunni á laugardaginn. Staða þeirra er afar ólík. Pólverjinn Robert Lewandowski hefur skorað sextíu mörk á þessu ári fyrir Bayern München og pólska landsliðið. Mörkin sextíu hefur Lewandowski skoraði í fimmtíu leikjum. Hefur hann verið mark- varðahrellir um árabil og gefur ekkert eftir en Lewandowski er 33 ára gamall. Bayern sigraði Freiburg 2:1 um helgina með mörkum frá Leon Go- retzka og Lewandowski. Sextug- asta mark Lewandowski var um leið eitt hundraðasta mark Bayern í deildinni á þessu ári. Bayern er að- eins annað liðið í sögunni til að ná því að skora 100 mörk á einu ári í efstu deildinni í Þýskalandi. Köln á metið en liðið skoraði 101 mark ár- ið 1977 og því yfirgnæfandi líkur á að metið falli á næstu vikum. Þess má geta að þetta fræga lið Kölnar varð þýskur meistari og mætti árið eftir Íslandsmeisturum ÍA í Evrópukeppni meistaraliða. Bayern er nú með fjögurra stiga forskot á Borussia Dortmund í Bun- desligunni. kris@mbl.is AFP München Robert Lewandowski fagnar tímamótamarkinu. Bayern München gæti bætt met Kölnar Íslendingalið Kristianstad tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu þegar það vann góðan 2:1 útisigur á Piteå í lokaumferð sænsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna um helgina. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru á sínum stað í byrj- unarliði Kristianstad þar sem Sif lék allan leikinn og Sveindís Jane fyrstu 89 mínúturnar. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið sem kunnugt er og er þetta annað árið í röð sem Elísabet kemur liðinu í Meistaradeildina. Íslandstenging- arnar hjá Kristianstad munu breyt- ast á næsta tímabili. Sif er að flytja heim og Sveindís er í láni hjá félag- inu og gæti leikið með Wolfsburg á næsta tímabili. Hlín og Berglind meiddust Hlín Eiríksdóttir var í byrj- unarliði Piteå en fór meidd af velli strax á sjöttu mínútu leiksins. Svíþjóðarmeistarar Rosengård fengu þá bikarinn afhentan eftir að hafa unnið 2:0 útisigur á Djur- gården. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í vörn Rosengård gegn sínum gömlu félögum, en hún skipti frá Djurgården um mitt sum- ar. Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik þegar lið hennar Häcken tapaði 2:3 á útivelli gegn Eskilstuna. Häcken var fyrir löngu búið að tryggja sér annað sætið en bar- áttan um þriðja sætið var hörð, enda fer Kristianstad í Meist- aradeildina með 35 stig, jafnmörg og Eskilstuna en með betri marka- tölu. Örebro, lið Berglindar Rósar Ágústsdóttur og Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, steinlá 2:8, gegn Vittsjö. Berglind Rós fór meidd af velli eftir 14 mínútna leik og Cecilía Rán var varamarkvörður Örebro. Kristianstad fer aftur í Meistaradeild Evrópu Ljósmynd/@_OBOSDamallsv Svíþjóð Þjálfarinn Elísabet Gunn- arsdóttir hefur náð miklum árangri. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: MVA-höllin: Höttur – Skallagrímur... 19.15 Í KVÖLD! 1. deild kvenna Stjarnan – Tindastóll ........................... 84:63 Hamar/Þór – Aþena/UMFK ............... 69:77 ÍR – Ármann......................................... 73:71 KR – Vestri ........................................... 98:60 Fjölnir b – Þór Ak ................................ 43:76 Staðan: ÍR 4 4 0 327:226 8 Þór Ak. 5 4 1 383:311 8 Ármann 5 3 2 418:330 6 KR 4 3 1 328:269 6 Fjölnir b 4 2 2 241:279 4 Snæfell 4 2 2 307:310 4 Stjarnan 5 2 3 349:366 4 Tindastóll 5 2 3 362:392 4 Aþena/UMFK 5 2 3 318:358 4 Hamar/Þór 4 1 3 291:327 2 Vestri 5 0 5 275:431 0 Spánn Valencia – Joventut Badalona ........... 71:70 - Martin Hermannsson skoraði 8 stig og gaf 3 stoðsendingar fyrir Valencia. Zaragoza – Real Betis......................... 82:72 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig og tók 6 fráköst hjá Zaragoza. B-deild: Gipuzkoa – Mallorca Palma............... 92:65 - Ægir Már Steinarsson lék ekki með Gi- puzkoa vegna meiðsla. Belgía Antwerp Giants – Oostende............... 85:88 - Elvar Már Friðriksson skoraði 3 stig fyrir Antwerp og gaf sjö stoðsendingar. Ítalía Fortitudo Bologna – Treviso ............. 83:70 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 3 stig fyrir Bologna, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Rúmenía Phoenix Constanta – Targu Mures ... 62:58 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. >73G,&:=/D Olísdeild kvenna HK – Stjarnan ...................................... 34:28 Haukar – ÍBV ....................................... 24:31 KA/Þór – Afturelding .......................... 32:26 Fram – Valur ........................................ 24:25 Staðan: Valur 5 5 0 0 142:110 10 Fram 6 4 1 1 166:150 9 KA/Þór 6 4 1 1 170:155 9 Haukar 6 2 1 3 158:165 5 HK 6 2 1 3 140:149 5 Stjarnan 6 2 0 4 143:157 4 ÍBV 5 2 0 3 135:123 4 Afturelding 6 0 0 6 129:174 0 Grill 66-deild kvenna ÍBV U – Selfoss .................................... 23:27 Staðan: FH 6 4 1 1 159:120 9 Selfoss 5 4 0 1 142:129 8 ÍR 5 3 1 1 130:116 7 Víkingur 5 3 0 2 124:126 6 Fram U 5 3 0 2 142:143 6 Grótta 6 3 0 3 153:150 6 Stjarnan U 5 2 0 3 129:153 4 Valur U 3 1 1 1 71:75 3 HK U 5 1 1 3 120:128 3 ÍBV U 5 1 0 4 133:130 2 Fjölnir/Fylkir 6 1 0 5 125:158 2 Danmörk Aarhus United – Ringköbing............. 33:25 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 8 skot í marki Ringköbing. Horsens – Skanderborg...................... 30:22 - Steinunn Hansdóttir skoraði ekki fyrir Skanderborg. Svíþjóð Kristianstad – Önnered ...................... 18:27 - Andrea Jacobsen skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad. Lugi – Skövde ...................................... 21:21 - Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með Lugi vegna meiðsla. Noregur Oppsal – Flint Tönsberg..................... 21:22 - Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki fyrir Oppsal. Gulldeild karla Noregur – Holland .............................. 40:29 Danmörk – Holland............................. 33:19 - Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Vináttulandsleikur karla Króatía – Slóvenía ................................ 34:31 Undankeppni HM karla Finnland – Georgía .............................. 29:29 Eistland – Bretland.............................. 34:22 Bretland – Finnland............................. 22:38 Grikkland – Tyrkland .......................... 24:20 Eistland – Georgía ............................... 31:27 Kósóvó – Belgía .................................... 28:28 %$.62)0-#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.