Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Aníta Aðalsteinsdóttir og Nick Watkins, sem á ættir að rekja til Danmerkur og Englands, auk Fann- ars, bróður Anítu, eiga og reka lík- amsræktarstöðina Kraftvrk á Amag- er í Kaupmannahöfn og þangað mæta margir Íslendingar reglulega auk annarra. „Reksturinn hefur gengið mjög vel og þetta er skemmtileg vinna enda leggjum við mikið upp úr góðu andrúmslofti, persónulegum kynnum og eigum til dæmis góðar stundir saman með viðskiptavinum utan stöðvarinnar,“ segir Aníta. Foreldrar systkinanna fluttu með þau til Danmerkur árið 2000. Eldri bróðir Anítu og Fannars varð eftir heima og eldri systir þeirra bjó þegar í Kaupmannahöfn. Þá var Aníta 16 ára og Fannar 13 ára. Þau hófu rekst- urinn haustið 2011. Til að byrja með var stöðin útibú frá BootCamp á Ís- landi, en þau hafa verið með sjálf- stæðan rekstur undanfarin fimm ár. „Í heimsókn á Íslandi sáum við að í Kaupmannahöfn vantaði stöð með að- stöðu fyrir „crossfit“-æfingar, Nick er einkaþjálfari og í stað þess að nota sparnaðinn í kaup á nýjum bíl settum við peninginn í líkamsræktina og sjáum ekki eftir því.“ Aníta bætir við að Fannar útskrifist sem kírópraktor innan skamms og þau systkinin hafi farið á mörg námskeið til að geta veitt sem besta þjónustu. „Ég hef alltaf hreyft mig mikið og hef alger- lega fallið fyrir líkamsræktinni, sem við bjóðum upp á.“ Styrkur frá stjórnvöldum í faraldr- inum hefur gert þeim mögulegt að halda dampi. „Það hefur aldrei verið eins mikið að gera og eftir að slakað var á öllum takmörkunum vegna veirunnar í haust,“ heldur Aníta áfram. Ganga í öll störf Stunda má æfingar í Kraftvrk frá klukkan fimm á morgnana til klukkan 23 á kvöldin, en skipulagðir hóptímar eru frá klukkan 06:15 til klukkan 9 og frá kl. 15 til 20. Eigendurnir ganga í öll störf og eru að auki með fimm til sex starfsmenn og þar af þrjá í fullu starfi. „Fannar kennir mikið, en við hjónin erum meira í skrifstofuvinn- unni og því sem snýr að rekstrinum.“ Aníta segir mikilvægt að hafa ekki fleiri en 16 þátttakendur í hverjum tíma svo allir hafi sitt rými í annars góðum og samhentum hópi. „Ég æfi sjálf fjórum til fimm sinnum á viku og er þá í hóptímum, því okkur finnst mikilvægt að vera hluti af æf- ingahópnum, jafnt sem kennarar og iðkendur. Markmiðið með stöðinni hefur alltaf verið að bjóða upp á per- sónulegan stað, þar sem allir séu jafn- ir. Við eigendurnir viljum vera vel sjáanlegir á gólfinu og á bak við tölvuskjáina. Starfsmenn og iðkendur eru ein heild.“ Aníta segir að mikil samkeppni sé á milli líkamsræktarstöðva en líka samvinna hjá þeim minni. Stóru keðj- urnar hafi meiri peninga og geti í krafti auðsins haldið verðinu niðri en litlu æfingastöðvarnar vinni saman á ýmsum sviðum til þess að hagræða sem best og halda starfinu vel gang- andi. „Við styðjum hvert annað og hjálpumst að þar sem við getum.“ Hjá Kraftvrk sé aðalatriðið að allir finni að þeir séu velkomnir og hluti af hópnum. „Við erum sem ein fjöl- skylda, tökum vel á móti öllum, heils- umst og kveðjumst með bros á vör.“ Ræktin frekar en nýr bíll - Reka líkamsræktarstöð á Amager í Kaupmannahöfn Í Kaupmannahöfn Hjónin Aníta Aðalsteinsdóttir og Nick Watkins. Í Kraftvrk Fannar Aðalsteinsson sinnir kennslu í líkamsræktarstöðinni. Anna Sigríður Helgadóttir söng- kona kemur í Borgarbókasafn- ið, Menningarhúsi Árbæjar, í dag, mánudag, kl. 17 og syngur hún eins og henni er einni lagið. Henni til fulltingis verð- ur Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. „Anna Sig- ríður er þekkt fyrir skemmtilega framkomu og það er aldrei nein lognmolla í kringum hana. Sungin verða kunnugleg lög og texta verður varpað á skjá svo allir geta sungið með. Verið velkomin á safnið og takið þátt í að syngja skemmtileg lög í góðum hópi. Allir geta tekið þátt, ungir og gamlir og hver syngur með sínu nefi,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að að sjálfsögðu verða sóttvarnareglur í heiðri hafðar. Einnig kemur fram að söngstundin taki um 45 mínútur. Ekki er nauð- synlegt að skrá sig fyrir fram. Syngjum saman með Önnu Siggu Töfrar eldhússins byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Hvort sem þú leitar að innbyggðum heimilistækjum gæddum nýjustu tækni, rómantískri eldavél í sumar- bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið einstakur! Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mán.-fös. kl. 10-17.30, lau. kl. 11-15 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Morgan Marie Þorkelsdóttir var markahæst í liði Vals sem vann 25:24-útisigur á Fram í Olísdeildinni í hand- bolta á laugardag. Morgan lék ekki í handbolta í tvö ár vegna meiðsla, en það var ekki að sjá í Safamýrinni þar sem hún fór á kostum í toppslagnum. Valskonur eru með fullt hús stiga eftir fimm leiki. „Ég spilaði síðasta tímabilið mitt meidd í mjóbakinu. Ég var komin með ógeð af því að vera alltaf verkjuð, svo ég fór að einbeita mér að skólanum og öðrum hlutum,“ sagði Morgan m.a. í samtali við Morgunblaðið. »26 Mætt aftur á völlinn eftir tveggja ára fjarveru ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.