Morgunblaðið - 08.11.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Leikskólabörn
frá Vesturborg kíkja til okkar kl. 10. Félagsvist kl. 13. Útskurður kl. 13.
Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í sima 411-2702. Velkomin.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Spænskukennsla kl. 11. Handa-
vinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Glervinnustofa kl. 13–16. Hádegis-
matur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir
velkomnir. Sími. 411-2600.
Boðinn Leikfimi qigong kl. 10.30. Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13. Sund-
laugin er opin frá kl. 13.30.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl.
12.40. Brids og tvímenningur í Jónshúsi kl. 12.30–15.30. Stólajóga kl.
11 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15 / 15.40 og 16.20, Zumba
Gold kl. 16.30.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa. Kl. 9-10.30 botsía í
hreyfisal. Kl. 9-11.30 postulínsmálun á verkstæði. Kl. 10.50 til ca 12.15
JÓGA í hreyfisal. Kl. 13-6 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl.
13.15 til ca 15 kanasta í aðalsal. Kl. 16.30-18.30 kóræfing hjá Söng-
vinum í aðalsal.
Grafarvogskirkja Á morgun, þriðjudaginn 9. nóvember, verður opið
hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15.
Margt er til gamans gert. Boðið er upp á kaffi og meðlæti að opna
húsinu loknu. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst
kl. 12. Að henni lokinni er léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi.
Allir velkomnir!
Gullsmári 13 Handavinna kl. 9. Qigong heilsueflandi æfingar kl. 10.
Handavinna kl. 13. Brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
kl. 9-11. Jóga með Sirrí kl. 10-11. Sögustund kl. 12.10–13.30. Sam-
söngur kl. 13.30, allir velkomnir, sönghefti á staðnum, veitingar seldar
eftir á.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla-jóga kl. 10.
Félagsvist kl. 13. Gaflarakórinn kl. 11.
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheiði Ýr kl.
12.20. Zumba með Carynu kl. 13.10.Tálgun, opinn hópur kl. 13-16.
Bridd kl. 13. Gönguhópur, lengri ganga kl. 14. Botsía kl. 14.15.
Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu í Borgum kl. 9.
Ganga kl. 10, gengið frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll,
þrír styrkleikar. Dansleikfimi í Borgum kl. 11. Prjónað til góðs, postu-
línsmálun og skartgripagerð kl. 13 í Borgum. Félagsvist í Borgum kl.
13 og tréútskurður í umsjón Gylfa kl. 13 á Korpúlfsstöðum, línudans
með Guðrúnu kl. 15 í Borgum. Kóræfing kl. 16 í Borgum, allir vel-
komnir.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Sifursmíði í Valhúsa-
skóla kl. 9. Syngjum saman á Skólabraut kl. 13. Allir velkomnir. Kaffi á
eftir, 500 kr. Í dag, mánudaginn 8. nóvember kl. 13-16 verður sölu-
sýning á ullar- og silkisjölum frá Kashmir og Amritsar á Indlandi. Allir
velkomnir. Hvetjum fólk til að fjölmenna á bingóið í golfskálanum nk.
fimmtudag 11. nóvember kl. 14.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
með
morgun-
!$#"nu
Vantar þig
hjólbarða?
FINNA.is
✝
Már Bjarna-
son, fæddist
12. september
1933. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Ási í Hvera-
gerði þann 26.
október 2021. For-
eldrar hans voru
Bjarni Bjarnason
og Elín Guð-
mundsdóttir.
Alsystkini Más
voru Bjarni Guð-
brandur, f. 1921, d. 1982, Pál-
ína, f. 1925, d. 1997, Guð-
mundur, f. 1927, d. 2017,
Steinvör, f. 1930, d. 2020 og
Þórir, f. 1931, d. 2009. Sam-
mæðra systir Klara, f. 1918, d.
1997.
1980 og Árni Heiðar, f. 1987.
Árið 1958 kvæntist Már
Láru Kolbrúnu Þorsteins-
dóttur, f. 12. september. 1933.
Börn þeirra eru 1) Anna Jón-
ína, f. 1957. Maður hennar er
Sveinn Sigmundsson, f. 1956.
Börn þeirra eru Elísabet
Lára, f. 1976, Sveinn, f. 1979,
og Rúnar, f. 1987. 2) Guðrún
Stefanía, f. 1960. Maður henn-
ar var Tore Fjeldstad, f. 1956,
þau skildu. Börn þeirra eru
Atli Már, f. 1983, og Stefanía,
f. 1988. 3) Brynhildur Pálína,
f. 1965. Maður hennar er
Richard Moltzau, f. 1962.
Börn þeirra eru Snorre Aleks-
ander, f. 1991. Tryggve
Benjamín, f. 1992, og Sturla
Týr, f. 1997. Fjöldi afkomenda
er kominn yfir 20.
Útför Más fór fram í kyrr-
þey frá Hveragerðiskirkju
þann 4. nóvember 2021.
Árið 1954
kvæntist Már Rut
Holbergsdóttur
frá Vestmanna-
eyjum, f. 30. ágúst
1935, d. 10. mars
1956. Barn þeirra
er Holberg, f.
1954, kvæntur
Guðlaugu Björns-
dóttir. Börn
þeirra eru Heiðar
Ludwig, f. 1985,
Guðni Már, f.
1989 og Magnús Veigar, f.
2001.
Már eignaðist Júlíönu, f.
1957, síðar ættleidd (Árna-
dóttir). Maður hennar er Guð-
mundur Árnason f. 1957. Börn
þeirra eru Guðbjörg Heiða, f.
Faðir minn Már Bjarnason
lést þann 26. október síðastliðinn
að Hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði.
Pabbi var fæddur og uppalinn
við Bergþórugötuna. Hann hefur
sagt mér margar skemmtilegar
sögur frá æskuárum sínum á
Skólavörðuholtinu, frá Austur-
bæjarskóla, Sundhöllinni og
stríðsárunum. Pabbi lærði tré-
smíði, enda ekki langt að fara í
Iðnskólann frá Bergþórugöt-
unni.
Pabbi kynntist móður minni í
Vestmannaeyjum en þangað fór
hann til að vinna við húsasmíðar.
Verkstæðið sem hann vann hjá
var handan götunnar þar sem
mamma bjó. Þau giftu sig þann
20. apríl 1954 og fæddist ég um
haustið. Mamma vann um vet-
urinn 1954-1955 í Vestmannaeyj-
um og allt fram á haustið 1955
þegar hún flutti til Kópavogs þar
sem ungu hjónin hófu búskap.
Pabbi hafði farið til Reykjavíkur
til að halda áfram námi við tré-
smíðar, sveinssamning og próf,
og svo útskrifaðist hann sem
meistari í húsasmíðum.
Sambúð Más og Rutar var
stutt þar sem mamma dó þann
10. mars 1956. Fyrst um sinn var
ég hjá ömmusystur minni sem
einnig bjó í Kópavogi en svo tóku
móðurafi og –amma mig að sér
og bjó ég hjá þeim næstu árin,
fyrst í Vestmannaeyjum og svo í
Reykjavík og Grindavík.
Ég á nokkrar minningar frá
heimsóknum til ömmu á Berg-
þórugötunni svo og til pabba og
fjölskyldu hans. Það að pabbi
hafði tekið þátt í að byggja
Menntaskólann í Hamrahlíð varð
til þess að ég sótti um skólavist
þar.
Samskipti við pabba voru
stopul þar til ég var kominn yfir
þrítugt en þá kynntist ég honum
betur ásamt þremur hálfsystrum
mínum.
Eftir aldamótin minnkuðu
samskipti okkar pabba og systr-
anna. Ég hitti pabba sjaldan þar
til að hann flutti á Hjúkrunar-
heimilið Ás í Hveragerði fyrr á
árinu. Þegar við fórum til hans
var hann hrókur alls fagnaðar og
var erfitt að fara frá honum þar
sem hann vildi að við stoppuðum
lengur en til stóð.
Mín síðasta stund með pabba
var nú síðsumars þegar ég sótti
hann og fór með hann til að fá ný
heyrnartæki. Var gaman að sjá
hvað hann lifnaði við, við það að
heyra vel það sem sagt var. Þeg-
ar heyrnartækin voru komin á
sinn stað fórum við á kaffihús og
fengum okkur kaffi, svo við lok
ferðar splæstum við á okkur ís
áður en við fórum aftur á Ás.
Þegar ég kvaddi hann sagði
hann að þetta hefði verið besti
dagur sumarsins sem gladdi mig
mjög.
Vel var hugsað um pabba á
Ási og sendi ég starfsmönnum
heimilisins þakkir okkar fyrir
umönnun hans. Fráfall pabba
kom mér mjög á óvart þar sem
hann var við þokkalega heilsu.
Andlátsdeginum hafði hann eytt
víð ýmsar útréttingar með dætr-
um sínum sem hann hafði ekki
hitt um langan tíma vegna Co-
vid, en þær búa í Noregi og voru
komnar til Íslands til að hitta
foreldra sína.
Kæru ástvinir allir, ég sendi
ykkur öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Megi pabbi hvíla í guðs friði.
Holberg.
Mig langar að minnast
tengdaföður míns Más Bjarna-
sonar sem lést þann 26. október
sl.
Már sleit barnsskónum við
Bergþórugötuna í Reykjavík,
yngstur sjö systkina sem öll eru
látin.
Ég kynnist tengdaföður mín-
um fyrst eftir að elsti sonur okk-
ar hjóna fæddist. Áttum við þá í
nokkrum samskiptum en fljót-
lega flutti Már til Noregs og
vann þar í nokkur ár. Eftir að
hann flutti heim voru samveru-
stundirnar fleiri, bæði heima og í
sumarbústöðum okkar sem við
komum okkur upp nánast hlið
við hlið.
Við eigum margar góðar
minningar frá stundum við
kvöldmatarborðið þegar bæði
foreldrar mínir og tengdafor-
eldrar voru í mat hjá okkur.
Már var fagurkeri, alltaf flott-
ur í tauinu og lagði metnað sinn í
að hafa fallegt í kringum sig sem
heimili hans hefur ætíð borið
vitni um, enda var hann tré-
smíðameistari. Þá átti hann
gjarnan ameríska kagga og
hugsaði sérstaklega vel um þá. Í
gegnum árin hafa þau hjónin
ferðast víða um heim og oft dval-
ið vetrarlangt á suðlægum slóð-
um, svo sem á Kýpur.
Már var hrókur alls fagnaðar
þar sem hann kom, hafði gaman
af að segja sögur og fyrr á árum
hafði hann yndi af söng og var
um tíma fyrsti tenór í þremur
kórum samtímis.
Þegar við heimsóttum Má á
Hjúkrunarheimilið Ás, þar sem
hann dvaldi síðustu mánuðina,
var mikið spjallað um söng og
sagðar sögur frá fyrri tíð.
Nú við fráfall Más rifjast upp
minning frá því einn af sonum
mínum var í Ísaksskóla en þá var
í uppáhaldi hjá stráknum að
syngja „Ég kveiki á kertum mín-
um…“ og var ekki verra að
syngja það fyrir afa sinn.
Elsku ástvinir allir, ég sendi
ykkur öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Megi Már hvíla í guðs friði og
munum við fjölskyldan kveikja á
kertum okkar fyrir hann.
Guðlaug.
Með fráfalli Más Bjarnasonar,
föðurbróður míns, eru öll systk-
inin úr stóra barnahópnum á
Bergþórugötu 12 fallin frá, sjö
talsins. Már sem var yngstur
systkinanna er nú látinn eftir
langvarandi veikindi, 88 ára
gamall. Það mun oft hafa verið
líflegt í litla húsinu enda barna-
hópurinn stór og ekki hljóðlátur.
Þarna ólst Már upp við gott at-
læti móður sinnar enda var Ella
amma einstök kona, alltaf róleg,
brosandi og einstaklega hlý
manneskja. Þegar ég var í Iðn-
skólanum fannst mér gott að
kíkja til hennar og setjast hjá
henni við eldhúsgluggann en þar
sat hún löngum með spilastokk í
hendi. Már varð fyrir óhappi
þegar hann var ungur og missti
við það annað augað. Hann átti
það til að gera okkur krökkunum
bylt við með því að taka gler-
augað úr augnatóftinni. Ég man
að hann hreifst af tónlist og hafði
sjálfur fallega söngrödd og var
lengi félagi í karlakórnum Fóst-
bræðrum. Már var handlaginn
eins og öll systkini hans og lauk
námi í húsasmíðum sem varð
hans ævistarf. Þegar gaus í
Vestmanneyjum reisti hann fjöl-
mörg Viðlagasjóðshús sem flutt
voru inn frá Noregi. Már og
Kolla reistu sér fallegan sum-
arbústað við Gíslholtsvatn
skammt frá bústað foreldra
minna. Þegar þau fluttu á Klapp-
arstíginn fylgdu Már og Kolla í
kjölfarið og keyptu sér íbúð á
hæðinni fyrir neðan. Þau tóku
foreldra mína með til Noregs til
að heimsækja dætur sínar og
bjuggu þar sjálf um árabil. Sam-
an fóru þau til Kanaríeyja og
einnig til Kýpur þannig að sam-
gangur bræðranna, mömmu og
Kollu var mikill á þessum árum.
Már var mjög skrafhreifinn og
snérist umræðan gjarnan um
fjárfestingar og peninga. Eins og
oft er raunin minnkar samgang-
ur fólks með aldrinum, ekki síst
þegar börnin eldast, en dætur
Más og Kollu hafa allar flutt til
Noregs. Síðustu árin bjuggu þau
í Hveragerði. Ég vil votta fjöl-
skyldu og aðstandendum Más
samúð mína á þessum tímamót-
um en get því miður ekki fylgt
frænda mínum síðustu skrefin
þar sem við Eyrún erum stödd á
Spáni.
Sturla Rafn Guðmundsson.
Már Bjarnason
Elsku Rósin-
krans Már Kon-
ráðsson var sannur
vinur vina sinna og
var alltaf til staðar sama hvað.
Ég er búinn að þekkja þennan
meistara í mörg mörg ár og átt-
um við margt sameiginlegt, það
var alltaf stutt í hlátur og bros í
kringum hann enda fjörugur og
skemmtilegur. Hann var mikill
græjukarl og alltaf með fullt af
allskonar tækjum og dóti sem
hann braskaði með.
Svo eignaðist hann Bón í
Mjódd þar sem við áttum marg-
ar góðar minningar og þar
kynntist ég systkinum Rósa. Það
Rósinkrans Már
Konráðsson
✝
Rósinkrans
Már fæddist 27.
desember 1979.
Hann lést 25. sept-
ember 2021.
Útför Rósin-
krans fór fram 5.
nóvember 2021.
sem við brösuðum
þar sólarhringunum
saman. Það var
mikið djammað og
skemmt sér enda
Rósi mikill gleði-
gjafi.
Svo í janúar 2015
var ég á mjög
slæmum stað í líf-
inu en þá segir
Rósi: „Hey, komdu
með mér á Patró.“
Þegar við erum komnir vel á leið
hringir hann í sína heittelskuðu
Hrefnu og tilkynnir henni að ég
sé að koma með og ætli að vera
hjá þeim um tíma.
Þar sem Hrefna er jafn ynd-
isleg og hann tók hún vel á móti
mér og þarna á sófanum hjá
þeim á Patró breyttist líf mitt og
hann hjálpaði mér að verða edrú
og hef ég verið edrú síðan þá.
Þarna sýndi hann hverskonar
vinur hann var í raun og veru,
ég veit að það voru margir sem
hann tók á sófann til að hjálpa
með misjöfnum árangri. Hann
var klettur í lífi vina sinna og
alltaf til staðar sama hvað gekk
á.
Ég er ævinlega þakklátur
honum og Hrefnu að umbera
mig allan þennan tíma.
Eftir þetta hefur líf mitt bara
verið upp á við og svo fór ég í
heimsókn til þeirra í fyrra til
Svíþjóðar og þar græjaði hann
Austin Martin DB12 bíl eins og
007 var á handa mér að prufa og
svo lét hann mér líða eins og
kóngi sem dekrað var við alla
ferðina, þessi ferð gleymist aldr-
ei enda setti hann tattú á sköfl-
unginn á mér.
Svo kynntist ég stelpu sem
heitir Katrín sem var víst vin-
kona hans, ég var að reyna við
hana og hringi í hann og spyr
hann um hana, hann segir mér
það og ég fer að hitta hana, eftir
það hringir hún í hann að spyrja
hverskonar gaur ég væri o.fl.
Eftir það hringir hann í mig
til að segja mér hvernig væri
best fyrir mig að „höstla“ hana
og okkur fannst sniðugt að ég
byði henni í sumarbústað og ég
geri það en þá þorði hún ekki og
hringir í Rósa og segir honum að
ég hafi boðið henni í bústað en
hann nær ekki að tala hana til í
það skiptið, en svo seinna geri
ég aðra tilraun og hún hringir í
Rósa og spyr hvort hún eigi að
fara með mér því hún sé nú ekki
að leita að kærasta en þá var
hann fljótur segja að ég ætli
bara að vera „vinur“ hennar og
að hún hafi gott af því að komast
úr bænum í slökun. Strax og þau
leggja á hvort annað þá hringir
hann í mig og segir að hún sé að
koma.
Þá var það í mínum höndum
að höstla hana og eftir fyrstu
nóttina segir hún við mig: Þú
sefur ALDREI annars staðar en
hjá mér framvegis og höfum við
verið saman síðan og eigum litla
dömu saman, svo það er honum
að þakka/kenna eftir því hvað á
við.
Hugur og hjarta mitt er hjá
fjölskyldu hans og hans er sárt
saknað af vinum þar sem betri
vin er ekki hægt að eiga.
Það er svo margt annað sem
mig langar að segja um þennan
meistara en ég á helling af góð-
um minningum um okkur.
Guð geymi þig, minn kæri.
Björn Loftsson, Katrín
og fjölskylda.