Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Hágæslurýmin ljós í myrkri
- Mikið álag á gjörgæslu Landspítala - Keðjuverkun - Umgangspestir og að-
gerðum er frestað - Þumalputtareglur vegna Covid - Létt verður á toppunum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Nú er mikið um umgangspest-
ir og álagið því töluvert,“ segir
Theódór Skúli Sigurðsson, sér-
fræðingur á svæfinga- og gjör-
gæsludeild Landspítalans.
„Mikið mæðir á starfsfólki og
vegna álags verða áhrifin á
sjúkrahúsinu keðjuverkandi.
Daglega er stærri aðgerðum á
borð við hjartaaðgerðir frestað
þar sem slíkar aðgerðir krefj-
ast gjörgæsluvistunar um
stund. Allt helst í hendur. Þá er stór áskorun hjá
okkur að missa ekki starfsfólk í veikindi eða
sóttkví vegna Covid.“
Á næsta misserinu verða sex hágæslupláss tek-
in í notkun á Landspítala. Tvö verða á sjúkrahús-
inu við Hringbraut og opnuð í desember. Önnur
tvö verða í Fossvogi og komast í gagnið í janúar.
Viðbótin kemur svo með vorinu. Hágæslan verður
rekin í tengslum við eða af gjörgæsludeildunum og
verður, að sögn Theódórs Skúla, viðbót við starf-
semi þeirra. Mun meðal annars létta á álagstopp-
um sem fylgja bylgjum Covid.
Kórónuveirufaraldurinn mallar nú sem aldrei
fyrr. Alls 90 smit greindust á landinu síðastliðinn
laugardag, en 167 smit á fimmtudag. Þá greindust
144 smit á miðvikudag. Þetta er með hæstu tölum
sem sést hafa, en á móti kemur að bólusetning
mildar yfirleitt veikindi fólks. Eigi að síður gildir
sú þumaputtaregla að af þeim sem veikjast þurfi
2% að leggjast inn á sjúkrahús og hluti þeirra end-
ar á gjörgæsludeild.
„Hágæslurýmin eru ljós í myrkrinu. Það sem
heldur okkur gangandi er loforðið um fjármagn til
að ráða inn fólk og þjálfa. Á Landspítalanum þarf
að minnsta kosti 16 gjörgæslupláss að staðaldri,
en sex hágæslurými fara langt í að létta af okkur
þessu stöðuga álagi, þannig að ekki þurfi að sífellt
að fresta skurðaðgerðum sem hafa verið komnar á
dagskrá.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fossvogur Mikið álag lengi á sjúkrahúsinu og
farnar hafa verið hjáleiðir svo allt gangi upp.
Theódór Skúli
Sigurðsson
Heimsþing kvenleiðtoga mun fara
fram í fjórða skipti í Hörpu í vikunni.
Þingið hefst á morgun, þriðjudag og
stendur yfir í tvo daga.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
stjórnarformaður heimsþings kven-
leiðtoga, segir fagnaðarefni að hægt
verði að hittast í persónu í ár en í
fyrra var þingið alfarið rafrænt. „Við
erum með rúmlega tvö hundruð kon-
ur hér og í kringum þrjú til fjögur
hundruð sem verða rafrænt,“ segir
Hanna Birna. Yfirskrift þingsins er
„Power Together for Progress“ og
segir Hanna Birna að áhersla verði
lögð á framfarir vegna stöðunnar
sem myndaðist vegna heimsfarald-
ursins og áhrifa hans á kvenleiðtoga
heimsins og fjölda kvenna í leiðtoga-
stöðum. Þá verða meðal annars
kynntar niðurstöður víðtækrar
rannsóknar á viðhorfum almennings
til kynjanna í stjórnunarstöðum, að
nafni Reykjavík Index, en þetta er í
fyrsta sinn sem sú mæling tekur
einnig til Íslands. Auk Katrínar Jak-
obsdóttur forsætisráðherra munu
meðal annars þau Amina J. Moham-
med, aðstoðarframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, og Pedro
Sánches, forsætisráðherra Spánar,
taka þátt í þinginu.
Gætt verður að sóttvörnum í ljósi
stöðunnar en krafist verður nei-
kvæðrar sýnatöku báða dagana. „Við
höfum átt gott samstarf við heil-
brigðisyfirvöld og Hörpu og
ákváðum snemma að sóttvarnaregl-
ur þingsins yrðu mjög skýrar, enda
endurspeglar það ekki bara stöðuna
alþjóðlega heldur líka vilja þeirra
gesta sem geta sótt okkur heim þetta
árið.“ ari@mbl.is
Kvenleiðtogar í Hörpu
- Heimsþing kvenleiðtoga í fjórða skipti - Rafrænt í fyrra
en blandað í ár - Reykjavík Index - Leiðtogar koma saman
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Streymi Þingið var alfarið rafrænt í
fyrra en verður blandað í ár.
Gert er ráð fyrir 990 milljóna króna
halla – tæpum milljarði – í rekstri
bæjarsjóðs Reykjanesbæjar á næsta
ári. Þetta kom
fram í bæj-
arstjórn í sl. viku
þegar drög að
áætlun voru
kynnt og rædd.
Tekjur A-hluta
bæjarsjóðs eru
áætlaðar tæpir 18
milljarðar á
næsta ári og
gjöld 17,5 millj-
arðar kr. Að
teknu tilliti til afskrifta og fjár-
magnsgjalda er áætluð niðurstaða
990 milljóna króna halli. Þegar B-
hluti rekstrar bæjarins, hvar eru HS
Veitur, Reykjaneshöfn og fleira, fer
hallinn í 300 millj. kr.
„Áætlunin á líklega eftir að breyt-
ast. Við fylgjum þeirri stefnu að
áætla tekjur varlega og útgjöld ríf-
lega. Tökum mið af tekjuþróun
fyrstu 9 mánuði ársins en fyrir aðra
umræðu höfum við skýrari mynd af
þróuninni, til dæmis á Keflavík-
urflugvelli,“ sagði Kjartan Már
Kjartansson bæjarstjóri.
Þrátt fyrir áætlaðan taprekstur
bæjarsjóðs Reykjanesbæjar á næsta
ári er gert ráð fyrir viðsnúningi.
Gert er ráð fyrir að strax 2023 verði
staðan í plús. Kjartan bæjarstjóri
gat þess á bæjarstjórnarfundi í sl.
viku að gangur mála í Reykjanesbæ
hafi sveiflast mjög á síðustu árum.
Búið væri að vinda ofan af skulda-
vanda með samningum við lánveit-
endur. Staðan hefði verið góð fram
að bakslagi í ferðaþjónustu og kór-
ónuveiru. Nú sé vindur aftur að
komast í segl. sbs@mbl.is
Milljarður
kr. í mínus
Kjartan Már
Kjartansson
- Reiknað er með
bata í Reykjanesbæ
Skólar og stofnanir á frístundasviði
Akranesbæjar verða opnuð aftur í
dag, en þeim var lokað frá hádegi
síðastliðinn fimmtudag og út föstu-
daginn eftir að fjöldi kórónuveiru-
smita hafði greinst í bænum á mið-
vikudaginn.
Á laugardaginn voru starfsmenn
í skólastarfi á Akranesi skimaðir
fyrir veirunni. Enginn af þeim 250
sem mættu voru með smit. Því er
hægt að hefja skólastarf á Skag-
anum að nýju sem mun þó, segir
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri,
verða skert í þeim tilfellum þar sem
starfsmenn eða börn eru í ein-
angrun eða sóttkví. Að öðru leyti
telur bæjarstjórinn veiruna í bæn-
um að ganga til baka, enda hafi inn-
grip síðustu daga verið snöggt og
því virkað vel.
Aftur opnað á Akra-
nesi eftir inngrip
Erlend herskip sem koma til hafnar á Íslandi
vekja alltaf forvitni fólks, að ekki sést talað er
um ef þeim er lagt við Miðbakka Reykjavík-
urhafnar, sem er nánast inni í miðri morg. Á
laugardag kom inn til hafnar hollenska freigáta
Van Amstel, en hún er hluta af fastaflota NATO.
Alltaf eru nokkur skipa í þeirri útgerð á norður-
höfum og sinna þau fjölþættu eftirliti. Skipið
verður í höfn í Reykjavík fram á miðvikudag.
Þyrla fylgir, sem í gær mátti sjá á flugi yfir borg-
inni, en áður hafði hún verið fyllt eldsneyti sem
Hollendingarnir sjálfir komu með að utan. Þá má
geta þess að í Sundahöfn er nú bresk freigáta,
Westminster, nefnd eftir þinghúsinu í Lund-
únum. Sú er 4.900 tonn og er einnig í útgerð
tengdri við NATO. Yfirleitt eru um 70-90 manna
í áhöfum herskipa sem þessara og er þá að sjálf-
sögu valinn maður í hverju rúmi. sbs@mbl.is
Freigáturnar vekja alltaf forvitni fólks
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bresk og hollensk herskip liggja við bryggju í höfuðborginni