Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 50 ÁRA Haraldur Örn Ólafsson er Reykvíkingur, ólst upp í Vestur- bænum og býr í Reykjavík. Hann er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og vann lengi í fjármála- geiranum, m.a. hjá Íslandsbanka og síðar sem framkvæmdastjóri Íslands- sjóða. Í fyrra ákvað Haraldur að ein- beita sér alfarið að Fjallafélaginu sem hann stofnaði árið 2009. „Það hefur lengi verið draumur hjá mér að fara í þetta af fullum krafti. Við erum með ferðir bæði innanlands og erlendis. Við höfum verið með ferðir í Evrópu undanfarið og svo er ferð á Kilimanjaro í febrúar og síðan ferð til Nepals. Hér innanlands erum við mik- ið með ferðir á hálendið, skíðaferðir og erum líka með námskeið.“ Haraldur hefur gengið bæði á Suð- urpólinn og Norðurpólinn og gengið á hæstu tinda í hverri heimsálfu. „Ég gekk með pabba og Ingþóri Bjarnasyni yfir Grænlandsjökul 1993 og á Suðurpólinn 1997 og gekk einn á Norðurpólinn 2000. Síðan kleif ég alla tindana sjö á innan við 12 mánuðum, m.a. aftur á Suðurskautslandinu 2001 og endaði á Mount Everest 2002.“ Hann segir að erfiðasta ferðin hafi verið á Norðurpólinn. „Ég hef sagt að ferðin á Everest hafi verið erfið ferð í einn dag en á Norðurpólinn erfið í 60 daga. Maður gengur á hafís en ekki á föstu landi og hann er allur á hreyfingu og brotnar upp.“ Áhugamál Haraldar tengjast öll útivist. „Ég þarf alltaf að prófa eitthvað nýtt og útivist er svo fjölþætt sport. Ég hef verið í siglingum og undanfarið verið í svifvængjaflugi, og er á alls konar skíðum og snjóbrettum.“ FJÖLSKYLDA Börn Haraldar eru Sólveig Kristín, f. 2008, og Ólafur Örn, f. 2010. Foreldrar hans eru Ólafur Örn Haraldsson, f. 1947, fv. alþingismaður og forseti Ferðafélags Íslands, og Sigrún Richter, f. 1948, fv. þjónustu- fulltrúi. Þau eru búsett í Reykjavík. Haraldur Örn Ólafsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ert í skapi til að láta ljós þitt skína. Gefðu þér tíma til að njóta náttúr- unnar með þínum nánustu. 20. apríl - 20. maí + Naut Lífið líkist kappleik í dag og þú nýt- ur þín engan veginn á varamannabekkn- um. Taktu með hógværð við því hrósi, sem þú ert ausin/n. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Ekki er allt sem sýnist og hafðu það í huga ef þú ætlar að velja auðveld- ustu leiðina til að vinna þér tíma. Ná- grannaerjur draga úr þér allan mátt. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er hætt við að tölvu- og tæknibilanir slái þig út af laginu í vinnunni í dag. Skoðaðu hvaða fjárfest- ingamöguleikar eru í boði. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ást, rómantík og flótti frá hinu dag- lega amstri einkenna komandi daga. Vertu örlát/ur og þú munt uppskera ríku- lega. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Sígandi lukka er best. Eitthvert daður er í gangi og aldrei að vita nema lífið breytist hratt næstu vikur. 23. sept. - 22. okt. k Vog Láttu ekki misvísandi fréttir trufla þig. Haltu þínu striki sama hvað. Þú færð góðar fréttir af vini. Stundum er best að fljóta með straumnum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú kemst ekkert áleiðis ein/n og óstudd/ur. Það er í lagi að biðja um hjálp. Aflaðu þér meiri þekkingar, farðu á námskeið. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Af hverju ættir þú að flýta þér þegar þú veist ekki hvert þú ert að fara? Hægðu á þér, slappaðu af – þér liggur ekki lífið á. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ekki er allt sem sýnist og það er þitt verk að komast að hinu sanna. Gættu þess að hlusta á það sem aðrir segja og reyndu að tileinka þér ráð þeirra sem eldri eru. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú munt hugsanlega kaupa eitthvað í dag sem á eftir að létta þér líf- ið. Þakkaðu fyrir litlu hlutina í lífinu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Tilfinningarnar eru eitthvað að hlaupa með þig í gönur núna, staldraðu við og finndu út hvað veldur. Fjölskyldan stendur þétt við bakið á þér. ishólmi í tvö ár hjá Sigurði. „Þá kom mislukkuð tilraun til að læra íslensku og dönsku í Háskóla Íslands og fór ég á sjóinn einn vetur. Gafst þó ekki upp á að læra heldur ákvað að venda kvæði mínu í kross og læra lögfræði þessum árum urðu til vinatengsl sem aldrei hafa rofnað. Á sumrum var unnið í línuflokkum á Vestfjörðum og böllin sótt stíft. Mikil gleði.“ Eftir stúdentspróf 1973 úr mála- deild frá MR tók við kennsla í Stykk- S igurður Guðni Guðjónsson fæddist 8. nóvember 1951 á Þingeyri við Dýrafjörð og bjó að Brekkugötu 2 allt til 1982 og á enn lög- heimili í því húsi sem foreldrar hans byggðu strax eftir síðari heimsstyrj- öld 20 aldar. „Svo eigum við okkar heilsárshús í Selásnum í Reykjavík.“ Sigurður segist ekki hafa verið mikið fyrir bókina fyrstu árin í barnaskólanum á Þingeyri. „Ég var eini strákurinn í þorpinu fæddur árið 1951 en stelpurnar voru átta þegar þær voru flestar í bekk með mér. Ég kaus meiri útiveru og var foreldrum mínum, einkum móður ekki alltaf auðveldur, enda sótti ég mikið á bryggjuna og í fjöruna.“ Sjö ára fór Sigurður fyrst í sveit til Sigurjóns frænda síns að Lokin- hömrum í Arnarfiði og var þar næstu fjögur sumur. „Það var mjög góður tími hjá frændfólki mínu þar, þó að þægindi væru lítil, ekkert rennandi vatn í bænum og því lítið um bað og þvotta, nema þá í ánni.“ Þegar svei- tadvölinni sleppti tók við daglauna- vinna ýmiss konar í frystihúsinu eða hjá saltfiskverkanda. Árið eftir ferm- ingu var hann ráðinn á Valdís, bát frá Þingeyri. „Fyrsta sjóferðin rennur mér aldrei úr minni. Gunnar Bjarna- son skipstjóri vakti mig um miðja nótt 17. maí og úr höfn var haldið og við hásetarnir tveir fórum í koju. Þegar skipstjórinn vakti okkur kveikti hann á talstöðinni sem var líka útvarp. Jón Múli í útsendingu og segir að nú verði spiluð norsk lög í til- efni þjóðhátíðardags Norðmanna. Ég drullusjóveikur og reyndar svo illa haldinn að ég átti þá ósk heitasta allan þann dag að dallurinn færi nið- ur. Ég hélt sjómennskuna út í liðlega mánuð og varð aldrei afur sjóveikur.“ Eftir barnaskólann á Þingeyri fór Sigurður í Héraðsskólann að Núpi þaðan sem hann lauk landsprófi 1969. Sama haust lá leiðin í Mennta- skólann á Akureyri. „Mennta- skólaárin voru dásamlegur tími en umrótasamur þar sem hippamenning hins vestræna heims var að brjótast út á Íslandi, aðallega í klæðnaði og tónlist og stöku hassreykingum hjá þeim sem lengst voru komnir. Á við Háskóla Íslands og kláraði það nám 1981. Var svo heppinn að með mér í deildinni var Þórunn Guð- mundsdóttir sem reddaði mér vinnu á stofu sem faðir hennar Guðmundur Ingvi Sigurðsson, Jónas A. Aðal- steinsson og Sveinn Snorrason ráku. Menn sem kunnu til verka í hinni praktísku lögfræði. Eftir þrjú ár með þeim fór ég að vinna sjálfstætt og geri enn. Hef þó þurft að taka hliðar- spor svo sem að stýra daglegum rekstri Íslenska útvarpsfélagsins hf. um tveggja ára skeið og í raun hafði það fylgt mér allt frá 1990 til 2004. Á vissan hátt er ég vanafastur ein- fari og því hef ég ekki sóst eftir því að eiga aðild að félögum eða miklum ferðalögum. Sést best á því að ég hef stundað skíði í 20 ár á Ítalíu og slapp- að af í sólinni á Mallorca álíka ef ekki fleiri sumur. Eina félagið sem ég er í er Lögmannafélag Íslands, enda skylduaðild að því. Sat þar í stjórn undir forsæti Gests Jónssonar og Ragnars Aðalsteinssonar.“ Áhugamál Sigurðar hafa ávallt tengst útiveru og hæfilegri líkam- legri áreynslu, að eigin sögn. „Ég stunda hlaup, skíði, hjólreiðar og fjallgöngur, sem hafa m.a. leitt mig á Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður – 70 ára Morgunblaðið/Eggert Lögmaðurinn Sigurður í dómhúsinu á leiðinni í Hæstarétt. Hjólaði hringveginn í sumar Á Mallorca Sigurður ásamt barnabörnunum. Hjólareiðakappinn Sigurður að hefja hringferðina kringum landið. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.