Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið STUTT « Icelandair Group hefur ráðið Jens Bjarnason sem framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Jafnframt hefur Heiða Njóla Guðbrandsdóttir verið ráðin að- stoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Jens var áður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair frá 2015 til 2018 og hefur hann auk þess sinnt ýmsum verkefnum hjá Icelandair Group. Jens hóf störf hjá verkfræðideild Ice- landair árið 1985 og var um skeið fram- kvæmdastjóri loftferðaeftirlits Flug- málastjórnar. Frá 1996 til 2005 var hann flugrekstrarstjóri Icelandair, en frá 2005 til 2011 framkvæmdastjóri tækniþjónustu Icelandair. Loks var hann forstöðumaður flugrekstrar- og tæknimála hjá IATA í Montreal frá 2011 til 2015. Jens er með doktorsgráðu í verkfræði frá Northwestern University. Heiða Njóla hefur starfað hjá Ice- landair Group frá 2016, sem verk- efnastjóri og síðar deildarstjóri verk- efnastofu rekstrarsviðs. Hún starfaði áður hjá Marorku og Rio Tinto Alcan. Hún er með MSc-gráðu í fjármálaverk- fræði frá Háskólanum í Reykjavík. ai@mbl.is Jens Bjarnason gerður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Jens Bjarnason Heiða Njóla Guðbrandsdóttir Frumkvöðullinn og milljarðamær- ingurinn Elon Musk vakti mikla at- hygli í netheimum um helgina þegar hann spurði notendur Twitter hvort hann ætti að selja 10% af eignarhlut sínum í rafbílaframleiðandanum Tesla. Musk setti spurninguna fram í formi atkvæðagreiðslu og síðdegis á sunnudag höfðu meira en 3,5 millj- ónir manna tekið þátt. Lét Musk það fylgja með að hann hygðist fylgja niðurstöðum atkvæðagreiðsl- unnar. Lauk kosningu á sunnudagskvöld með því að 57,9% sögðu Musk að selja, á meðan 42,1% ráðlagði hon- um frá því. Samkvæmt útreikningum Reu- ters eru 10% af hlut Musks í Tesla um 21 milljarðs dala virði, miðað við gengi hlutabréfa fyrirtækisins við lokun markaða á föstudag. Samtals á Musk nærri því fjórðungshlut í bílaframleiðandanum ef kaupréttar- samningar eru taldir með. Tilefnið fyrir útspili Musks er m.a. að þingmenn Demókrata- flokksins vilja breyta lögum í þá veru að hægt verði að skattleggja óinnleystan hagnað af verðbréfa- eign. Hafa kjörnir fulltrúar líkt því við skattaundanskot að auðmenn greiði ekki skatta af verðmætum verðbréfasöfnum sínum fyrr en þau eru seld. Þá telja talsmenn laga- breytingarinnar að hækka þurfi skattbyrði bandarískra auðmanna til að standa straum af kostnaðinum af stefnumálum Joe Biden á sviði samfélags- og loftslagsmála. Tísti Musk að þar sem hann þigg- ur hvorki laun né bónusa frá fyr- irtækjum sínum geti hann ekki greitt skatta af óinnleystum hagn- aði öðruvísi en með því að selja hluta af hlutabréfum sínum. Reuters hefur eftir markaðs- greinendum að Musk muni hvort eð er þurfa að selja eitthvað af hluta- bréfum sínum í Tesla til að borga skatta af hagnaði sem gefa þarf upp skv. núverandi skattareglum vegna kaupréttarsamninga sem hann á enn eftir að nýta og renna út á næsta ári. ai@mbl.is Fól netverjum að ákveða sölu á stórum hlut í Tesla - Rösklega 3,5 milljónir manns kusu um meiri háttar viðskiptaákvörðun Musks - Útspil ríkasta manns heims beinir kastljósinu að mögulegum skattabreytingum AFP Teningakast Rétt rúmlega helmingur þátttakenda í netkosningunni ráð- lagði hinum uppátækjasama Musk að selja hluta af verðbréfaeign sinni. Helstu hlutabréfavísitölur Banda- ríkjanna slógu ný met við lokun markaða á föstudag. Bæði S&P 500-, Nasdaq- og Dow Jones-vísitölurnar hafa núna hækkað í fimm vikur sam- fleytt og aldrei mælst hærri. Á föstudag hækkuðu vísitölurnar um 0,2 til 0,56%. Endaði Dow Jones í 36.327,95 stigum, S&P 500 í 4.697,53 stigum og Nasdaq í 15.971,59 stig- um. Yfir vikuna hækkaði Dow Jones um 1,42%, Nasdaq um 3,05% og S&P 500 um 2%, að því er Reuters greinir frá. Er bjartsýnin á mörkuðum eink- um rakin til þess að vinnumarkaðs- tölur voru umfram væntingar og fjölgaði um 531.000 manns á banda- rískum vinnumarkaði í október, ef störf í landbúnaði eru undanskilin. Atvinnuleysi fór úr 4,8% niður í 4,6% og tímakaup launþega hækkaði að jafnaði um 0,4% á milli mánaða en mældist 4,9% hærra en á sama tíma í fyrra. Það hjálpaði líka til að gera fjár- festa bratta að lyfjaframleiðandinn Pfizer kynnti niðurstöður rannsókna sem sýna að nýtt veirulyf fyrirtækis- ins minnkar líkurnar á sjúkrahúsvist og andláti vegna kórónuveirusmits um 89%. Urðu tíðindin til þess að hlutabréfaverð Pfizer hækkaði um 11%. Vega þessar góðu fréttir á móti þeirri ákvörðun bandaríska seðla- bankans fyrr í síðustu viku að draga smám saman úr örvunaraðgerðum sínum á skuldabréfamarkaði. Ætti ekki að koma á óvart að hlutafélög fyrirtækja í ferðaþjón- ustugeira hækkuðu töluvert vegna frétta af árangri Pfizer. Flugfélaga- vísitala S&P 1500 styrktist um 7% og skemmtiferðaskipaútgerðirnar Ro- yal Carribbean og Norwegian hækk- uðu um á bilinu 8 til 9%. ai@mbl.is Kórónuveirulyf og vinnumarkaðstölur ýttu vísitölum upp í hæstu hæðir Grænt Mikil bjartsýni virðist hafa gripið um sig í bandarískum kauphöllum. AFP - Ferðaþjónustu- fyrirtæki nutu góðs af8. nóvember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.39 Sterlingspund 175.59 Kanadadalur 104.73 Dönsk króna 20.195 Norsk króna 15.189 Sænsk króna 15.167 Svissn. franki 142.24 Japanskt jen 1.1468 SDR 183.49 Evra 150.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.4955 Samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru á sunnudag varð veruleg- ur samdráttur í innflutningi Kín- verja á hráolíu í október. Kína, sem er heimsins stærsti ol- íukaupandi, flutti að jafnaði inn 8,9 milljónir fata af hráolíu á dag í októ- ber en mánuðinn á undan nam inn- flutningurinn að jafnaði 9,99 milljón- um fata á dag. Til samanburðar flutti Kína inn 10,09 föt af olíu daglega í október á síðasta ári og á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur Kína dregið úr olíuinnflutningi um 7,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Er samdrátturinn rakinn til þess að olíuhreinsunarstöðvar í eigu hins opinbera héldu að sér höndum vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs en ol- íufatið kostar í dag 62% meira en í ársbyrjun. Á meðan innflutningur á hráolíu hefur dregist saman jókst innflutningur Kína á fljótandi jarð- gasi um 24,6% miðað við október í fyrra. Í byrjun nóvember tilkynntu stjórnvöld í Kína að gengið yrði á ol- íuforða landsins og framleiðsla olíu- hreinsunarstöðva aukin til að tryggja að ekki yrði skortur á dísel- olíu í landinu en greina mátti merki um röskun á eldsneytisframboði víða í Kína og greindu fréttir frá löngum biðröðum við bensínstöðvar. Að sögn Reuters hefur framleiðsla kín- verskra olíuhreinsunarstöðva dreg- ist saman á þriðja ársfjórðungi, m.a. vegna smitvarnaaðgerða og flóða svo framboð af díselolíu hélt ekki í við óvæntan kipp í eftirspurn. ai@mbl.is Kína ekki flutt inn minna magn af hráolíu í þrjú ár AFP Uppskera Bóndi að störfum. Í októ- ber voru merki um díselolíuskort. - Ákváðu að ganga á olíuforðann vegna skorts á díselolíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.