Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021
Sigurður Már Jónsson blaðamað-
ur skrifaði fyrir nokkrum dög-
um um loftslagssýninguna sem
haldin er í Glasgow þessa dagana
og segir að hún sé „að breytast í
einhverskonar Wo-
odstock umhverf-
issinna, miklu frek-
ar en skynsamlegan
samráðsvettvang
þar sem reynt er að
stilla saman strengi,
vinna að stefnumót-
un og skapa vett-
vang fyrir vís-
indalega ákvarðanatöku. Allt sem
ætti að stuðla að upplýstum ákvörð-
unum.
- - -
Koma ýmissa ráðamanna og fjöl-
miðlafígúra minnir á rauða
dregilinn í Cannes eins og mynd-
skeið af því þegar leikarinn Leon-
ardo DiCaprio og auðmaðurinn Jeff
Bezos komu á COP26 í gær. Þeir
sem eru ferðafærir úr bresku kon-
ungsfjölskyldunni eru þarna og
fjölmiðlar halda úti listum um
frægðarfólk í Glasgow. Það sást
jafnvel enn betur þegar loftslags-
barnið Greta Thunberg mætti um-
vafin lögreglu og „aðdáendum“.
Undir þessu dynja trumbur heims-
endaspámanna þar sem hver étur
upp eftir öðrum og stjórnmálamenn
gera sig að viðundrum með lítinn
vísindalegan bakgrunn.“
- - -
Sigurður Már bendir líka á að í
Glasgow vanti ýmsa vís-
indamenn sem gætu haft eitthvað
til málanna að leggja, væri mál-
efnaleg umræða tilgangurinn.
Hann nefnir Judith A. Curry, lofts-
lagsfræðing sem náð hefur í
fremstu röð þeirra fræða.
- - -
Curry efast hins vegar um sumt
af því sem fram kemur í
skýrslum IPCC og hefur haft uppi
málefnalega gagnrýni, segir Sig-
urður Már, og bætir við að hún
„fylgist með Glagow úr fjarlægð“.
Sigurður Már
Jónsson
Woodstock
í Glasgow?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Umferðin í október á höfuðborgar-
svæðinu jókst um nærri 20 prósent
miðað við sama mánuð í fyrra, að
sögn Vegagerðarinnar. Umferðin
var eigi að síður töluvert minni en
hún var árið 2019 og einnig minni en
hún var 2018. Á höfuðborgarsvæð-
inu var því ekki slegið umferðarmet
líkt og á hringveginum.
Vegagerðin bendir á að umferð í
október í fyrra hafði dregist mikið
saman frá fyrra ári og verið svipuð
þá og árið 2014. Umferðin í nýliðn-
um október var 4% minni en met-
árið 2019 og rúmlega 2% minni en
2018.
Mest jókst umferðin um mælisnið
á Hafnarfjarðarvegi, eða um 34%,
en minnst á Vesturlandsvegi eða um
9% af þeim mælisniðum þar sem
umferð var mæld.
Mælingarnar í október 2021
sýndu að mest var ekið á föstudög-
um, af virkum dögum, en minnst á
þriðjudögum. Umferðin jókst hlut-
fallslega mest á sunnudögum en
minnst á föstudögum, miðað við
sama mánuð á síðasta ári.
Umferðin hefur nú aukist um
7,5% frá áramótum, sé miðað við
sama tímabil í fyrra. Umferðin á
þessu ári hefur aðeins tvisvar verið
meiri en hún var 2019. Það var í júní
(1,8%) og september (1,2%). Horfur
eru á að umferð á höfuðborgar-
svæðinu geti aukist um tæp 9% á
þessu ári frá fyrra ári. gudni@mbl.is
Aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu
- Nærri 20% meiri umferð í október en
í sama mánuði 2020 - Lítið ekið í fyrra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umferð Meira var ekið í október nú.
„Prestar um land allt hjálpast að
með afleysingar,“ segir sr. Kristján
Björnsson, víglsubiskup í Skálholti.
Í fjárþröng hefur
ráðningastopp
gilt á vettvangi
þjóðkirkjunnar
síðustu mánuði
og ekki hefur ver-
ið ráðið þegar
störf presta hafa
losnað. Þetta
gildir fram til
áramóta, en gera
má ráð fyrir að
strax í janúar og
síðar verði sex störf auglýst laus;
það er í Laugardalsprestakalli og
Grafarholti í Reykjavík, á Blönudósi,
Akureyri, Egilsstöðum, Vík í Mýrdal
og Skálholti.
Skálholtsprestakalli tilheyra alls
tólf kirkjur í átta sóknum í Blá-
skógabyggð og Grímsnes- og Grafn-
ingshreppi. Íbúarnir eru um 1.400 og
þorri þeirra er þjóðkirkjufólk.
„Þjónustuna verður að tryggja,“
segir sr. Kristján Björnsson sem um
þessar mundir sinnir störfum Skál-
holtsprests, jafnhliða starfi vígslu-
biskups. Hefur með höndum þjón-
ustu í Skálholts-, Torfastaða-
Bræðratungu-, Haukadals-, Út-
hlíðar- Miðdals- og Þingvallakirkju í
Bláskógabyggð. Í Grímsnes- og
Grafningshreppi er þjónustan við
Úlfljótsvatns-, Búrfells-, Stóruborg-
ar-, Sólheima- og Mosfellskirkjur.
Samningur við ríkið um fjár-
framlög miðast við að störf leikra
sem lærðra á vegum þjóðkirkjunnar
séu um 160 talsins. Að undanförnu
hefur verið nokkur hreyfing í presta-
stéttinni og nokkrir látið af störfum.
Þannig hefur staðan að undanförnu
verið að jafnast út svo fjárheimildir
og starfsmannafjöldi standi á pari –
og því verður ráðningastoppinu senn
aflétt. Í Skálholtsprestakalli væntir
sr. Kristján Björnsson þess að
ganga megi frá ráðningu nýs sókn-
arprests strax í febrúar, sbr. að
ráðningarferli hefur verið einfaldað
og ýmsir frestir styttir. sbs@mbl.is
Þjónar tólf kirkjum
- Skálholtsbiskup
sveitaprestur - Ráð
í ráðningastoppinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Haukadalur Einn þeirra staða þar
sem Skálholtsbiskup þjónar nú.
Kristján
Björnsson