Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir standa yfir við víkk- un og dýpkun flóðrásarinnar við snjóflóðavarnargarðana ofan við byggðina á Flateyri. Því verki á að ljúka fyrir áramót. Enn er unnið að rannsóknum og undirbúningi ann- arra aðgerða, meðal annars stað- setningu leiðigarðs til þess að verja höfnina og hafnarsvæðið. Snjóflóð sem féllu á Flateyri í byrjun síðasta árs fóru að hluta yfir Innri-Bæjargilsgarð og skemmdu nokkur hús sem standa næst garð- inum. Ekki urðu alvarleg slys á fólki sem þar bjó. Mesta tjónið varð í höfninni vegna þess að garðarnir beindu flóðinu þangað. Fjöldi báta og mannvirkja eyðilagðist eða skemmdist. Síðan þá hefur verið unnið að endurskoðun hættumats og athugun á því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að styrkja varnir þorps- ins. Varnir byggðar í forgangi Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að forgangs- röðunin sé að verja fyrst byggð og íbúa og síðan höfnina og veginn að þorpinu. Víkkun flóðrásarinnar er fyrsti liðurinn í aðgerðum. Samið var við Suðurverk og er kostnaður um 112 milljónir. Næsta sumar mun Köf- unarþjónustan setja upp snjófelli- girðingar uppi á Eyrarfjalli, fyrir of- an Flateyri, til að draga úr líkum á snjósöfnum í hengjur við fjalls- brúnina. Jafnframt stendur til að styrkja hús sem standa undir varn- argarðinum, einkum glugga og hurðir sem snúa að hlíðinni. Spurður um öryggi þessara að- gerða segir Birgir að ekki sé til nein lausn sem komi algerlega í veg fyrir alla hættu. Reynt verði að gera varnirnar sem bestar og síðan þurfi að hafa gott eftirlit með fjallinu. Ef grunur komi upp um hættu á snjó- flóðum verði að rýma þau hús og svæði sem talin eru í hættu. Unnið er að undirbúningi bygg- ingar leiðigarðs til að taka við flóð- um sem koma meðfram núverandi varnargörðum og beini þeim frá höfninni. Garðurinn getur einnig varið ákveðin hús á hættusvæði. Jarðvegur rannsakaður Birgir segir enn unnið að rann- sóknum á jarðvegi undir vænt- anlegum garði og staðsetningu hans. Hann segir mikilvægt að sú fram- kvæmd komi í beinu framhaldi af þeim aðgerðum sem þegar hafi verið undirbúnar. Fjórða aðgerðin er að verja veg- inn að Flateyri. Hann lokast stund- um á vetrum vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Vegagerðin hefur undirbúið úrbætur þar, meðal ann- ars með því að koma upp stálþiljum á verstu stöðunum og auka eftirlit. Vonast Birgir til þess að ráðist verði í það verk á næsta ári. Reynt að auka virkni varnargarða - Verktaki er að víkka og dýpka flóðrásina við snjóflóðavarnargarðana á Flateyri - Unnið að und- irbúningi leiðigarðs við höfnina - Bæjarstjóri vonast eftir áframhaldandi aðgerðum á næsta ári Ljósmynd/Ívar Kristjánsson Flateyri Starfsmenn Suðurverks vinna að dýpkun og hreinsun efnis úr flóð- rásinni við Innri-Bæjargilsgarð. Verkinu á að ljúka fyrir áramót. Hugmynd Ætlunin er að leiðigarður taki við snjóflóðum sem falla meðfram stóra garðinum og verji höfnina og hafnarsvæðið. Staðsetning er óákveðin. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Brim hf. er, eins og áður, með flest heildarþorskígildi á fiskveiðiárinu, en næst á listanum eru Ísfélag Vest- mannaeyja, Síldarvinnslan, Samherji, Vinnslustöðin, Skinney-Þinganes, Eskja og FISK-Seafood. Eftir til- kynningu um loðnukvóta upp á um 630 þúsund tonn til uppsjávarflotans um miðjan október hefur orðið breyt- ing á listanum og fyrirtæki sem eru með mikla hlutdeild í loðnu raðað sér í efstu sætin. Fyrirtæki eins og FISK Seafood og Þorbjörn hafa færst neðar á listanum. Hár þorskígildisstuðull er nú á loðnu og gerði það að verkum að Brim fór upp úr kvótaþakinu eins og greint var frá í Morgunblaðinu í síðustu viku. Leyfilegt heildarverðmæti afla- hlutdeildar allra tegunda er 12%, en Brim hf. er nú með 13,2% í heildina. Fyrirtækið hefur sex mánuði til að bregðast við þessari stöðu. Eftir sem áður er Brim með 18% í loðnu, en þar er hámarkið 20%. Útgerðum með aflahlutdeild fækk- aði árlega frá fiskveiðiárinu 2005/2006 eins og sýnt er á meðfylgjandi stöpla- riti Fiskistofu. Á fiskveiðiárinu 2019/ 2020 fjölgaði þeim á ný úr 442 í 711. Fjölgunin skýrist af hlutdeildarsetn- ingu á hlýra og makríl, að því er fram kemur í frétt á vef Fiskistofu. Síðustu tvö fiskveiðiár hefur þeim fækkað á ný og við síðustu fiskiveiðiáramót voru 664 útgerðir með aflahlutdeild. Mörg þessara fyrirtækja eru með mjög litla aflahlutdeild og fengu ekki úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiði- ársins þegar aflamarki var úthlutað á 423 skip í eigu 308 aðila. Skipum í aflamarkskerfinu hafði fjölgað um fimm á milli ára og eru nú 181. Bátar með krókaaflamark voru 242 í upphafi fiskveiðiársins og fækk- ar um þrjá. Með mesta heildarhlut- deild í þorskígildum í krókaaflamarki eru Grunnur, Jakob Valgeir, Háaöxl, Stakkavík og Nesver. Loðnuútgerðir eru nú í efstu sætunum - Skipum með aflahlutdeild hefur fækkað á nýjan leik Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Á loðnuvertíð Álsey, skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, að veiðum í Faxaflóa í byrjun mars síðastliðins. Fjöldi útgerða með aflahlutdeild Fiskveiðiárin 2005/2006 til 2021/2022 1.000 800 600 400 200 0 700 560 420 280 140 0 '05 '06 '06 '07 '07 '08 '08 '09 '09 '10 '10 '11 '11 '12 '12 '13 '13 '14 '14 '15 '15 '16 '16 '17 '17 '18 '18 '19 '19 '20 '20 '21 '21 '22 Heimild: Fiskistofa Fjöldi útgerða Þorskígildi 946 818 676 603 580 548 528 508 515 492 438 407 382 442 711 691 664 Fjöldi útgerðarfyrirtækja Heildarúthlutun aflamarks 1. sept. ár hvert, (þorskígildi, þús. tonn)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.