Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 29
Fuglasöngur fyrir alla fjölskylduna Fagurt galaði fuglinn sá! bbbbb Texti: Helgi Jónsson og Anna Margrét Mar- inósdóttir. Myndir: Jón Baldur Hlíðberg. Sögur 2021, 111 bls Fagurt galaði fuglinn sá! er bókin sem þú vissir ekki að þig vantaði og getur ekki hætt að fletta, lesa, söngla, kvaka og tísta með eftir að þú færð hana í hend- urnar. Um er að ræða frábærlega vel heppnaða og fræðandi bók um fuglategundir sem fyrirfinnast á Íslandi. Rúsínan í pylsu- endanum er að sjálfsögðu fuglasöngurinn sem nauðsynlegt er að spila undir við lestur bókarinnar. Um er að ræða hljóð frá 44 fuglategundum og hljóðupptökurnar eru svo vel heppnaðar að lesandanum líður nánast eins og hann liggi úti í náttúrunni og fylgist með fuglunum í sínu náttúrulega umhverfi. Bókin er uppfull af fróðleik sem settur er fram á hnyttinn og grípandi hátt fyrir unga lesendur, en textinn er auðlesinn fyrir eldri börn og unglinga. Hverjum fugli er lýst út- litslega og gerð grein fyrir atferli hans á ein- faldan og sniðugan hátt þannig börn skilja vel og skella jafnvel upp úr. Þá er eru hljóðin sem fuglarnir gefa frá sér einnig rituð í bók- ina og lesandinn getur spreytt sig á þeim, eins og: Tjikk-tjakk-tjikk-tjakk. Sem getur orðið hinn skemmtilegasti samkvæmisleikur. Dásamlega fallegar teikningar af fugl- unum prýða bókina og leika ekki minna hlut- verk en textinn sjálfur. Jóni Baldri Hlíðberg tekst að gera smæstu smáatriðum hverrar tegundar svo vel skil í teikningum sínum, að þær eru nánast eins og ljósmyndir. Fagurt galaði fuglinn sá! er frábær bók fyrir alla fjölskylduna og tilvalin að grípa með í ferðalagið innanlands næsta sumar. Svaðilför á tveimur tungumálum Holupotvoríur alls staðar! bbbbm Texti: Hilmar Örn Óskarsson. Myndir: Blær Guðmundsdóttir. Bókabeitan 2021, 72 bls. Holupotvoríur alls staðar! er ný bók í bókaflokknum Ljósa- serían, en um er að ræða bækur sem sér- staklega eru sniðnar að þörfum yngstu lesendanna sem eru að æfa sig í lestri. Sagan fjallar um þá Maríus og Háv- arð sem báðir eru átta ára og vantar eitthvað skemmtilegt að gera. Þegar þeir slá upp tombólu til að safna peningum kynnast þeir Bartek sem er nýfluttur til Ís- lands frá Póllandi og talar enga íslensku. Allt það sem hann segir í bókinni í skrifað á pólsku, án frekari útskýringa í textanum, en aftast má finna þýðingar. Félögunum gengur erfiðlega að tala sam- an í fyrstu en þeir láta það ekki stöðva sig og tekst að gera sig skiljanlega með lát- bragði og teikningum. Þeir uppgötva að Bartek er á leið í stórhættulegan leiðangur inn í steypurör troðfullt af skrímslum og ákveða að slást í för með honum því þá þyrstir í ævintýri. Það hvernig pólskan er notuð í bókinni án útskýringa gefur henni öðruvísi og ferskan blæ og jafnframt nokkuð sanna mynd af veruleikanum, enda yfir 20 þúsund Pólverj- ar búsettir á Íslandi og stór hluti þeirra börn. Höfundurinn nær að sýna fram á það á einlægan og áreynslulausan hátt hve börn eru fljót að aðlagast og mynda vinasamband þrátt fyrir að þau tali ekki sama tungumálið. Þar fyrir utan er bókin hnyttin og skemmtileg og ritmálið hittir í mark hjá börnum á svipuðum aldri og sögupersón- urnar. Orðanotkunin, pælingarnar og brasið er eitthvað sem börnin bæði tengja við og skilja. Þá lífga mynd- irnar í bókinni enn frekar upp á söguna og gefa lesandanum gleggri mynd af því sem er að gerast hverju sinni. Slíkt hentar börnum á þessum aldri mjög vel. Dularfull skrímsli Skrímslaleikur bbbbn Texti: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal. Myndir: Áslaug Jónsdóttir. Mál og menn- ing 2021, 30 bls. Skrímslaleikur er tí- unda bókin um litla og stóra skrímslið, en loðna skrímslið fær nú enn meira pláss en áður og er sagan sögð frá sjónar- horni þess. Það er aðeins útundan í upphafi því litla og stóra skrímslið eru að bralla eitthvað óg- urlega dularfullt. Í ljós kemur að þau hafa æft leikrit og klætt sig upp í svolítið skelfilega búninga, en loðna skrímslið er ekki hrifið af því og verður hrætt. Eins og oft áður ríkir ekki fullkomin sátt á milli skrímsl- anna í fyrstu, en fegurðin í bókunum felst einmitt í því að fylgjast með þeim gera mála- miðlanir og sættast, þannig að allir verði glaðir. Líkt og fyrri bækur um skrímslin er Skrímslaleikur skemmtilega myndlýst af Áslaugu Jónsdóttur. Mynd- irnar fanga vel augu yngstu lesendanna sem sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi í hvert skipti sem bókin er lesin. Benda, spyrja og túlka með sín- um eigin orðum. Skrímslaleikur sló strax í gegn hjá yngstu fjöl- skyldumeðlimunum á mínu heim- ili og gerð krafa um að hún sé les- in aftur og aftur. Og aftur. Það er sannarlega auðsótt mál því hér um að ræða bæði hugljúfa og skemmtilega barnabók með fal- legan boðskap, sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af. Skrímsli og aftur skrímsli Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Skrímslaleikur Bókin er skemmtilega myndlýst af Áslaugu Jónsdóttur. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ NÝJASTA MARVEL STÓRMYNDIN ER KOMIN Í BÍÓ GEMMA CHAN RICHARD MADDEN KUMAIL NANJIANI LIA McHUGH BRIAN TYREE HENRY LAUREN RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.