Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Súdanskar öryggissveitir beittu tára- gasi í fjölmennum mótmælum víðs vegar um landið í gær. Mótmælendurnir kölluðu eftir því að íbúar landsins sýndu borgaralega óhlýðni í minnst tvo daga, til þess að mótmæla valdaráni hersins í síðasta mánuði. Hundruð mótmælenda komu sam- an í Kartoum, höfuðborg landsins. Einnig voru mótmæli í Omdurman, Wad Madni og Atbara. Mótmælendur krefjast lýðræðis- legra kosninga og segja valdið til- heyra fólkinu en ekki hernum. Mikið hefur verið um mótmæli í landinu síð- an herinn framdi valdarán 25. októ- ber og hefur þeim verið mætt með mikilli hörku af hálfu hersins. Að minnsta kosti fjórtán mótmælendur hafa látist og þrjú hundruð hafa slas- ast. Félag súdanskra fagmanna (e. Sudanese Professionals Association) sem samstendur af fjölmörgum verkalýðsfélögum skipulagði mót- mælin og segir fólkið í landinu hafa hafnað herstjórninni og hafa heitið því að semja ekki við nýju herstjórn- ina. Félagið skipulagði einnig mót- mæli í apríl 2019 sem leiddu til af- sagnar þáverandi forseta landsins, Omar al-Bashir, sem komst til valda eftir valdaráni hersins á níunda ára- tuginum. Mótmælendur í Khartoum hafa gripið til þess að búa til vega- tálma úr brennandi dekkjum til þess að gera öryggissveitum erfiðra fyrir. Einn mótmælendanna sagði við fréttastofu AFP að fólkið ætli ekki að hætta að mótmæla og berjast gegn hernum fyrr en valdinu er skilað til fólksins. Kennarar skipulögðu einnig mót- mæli fyrir utan menntamálaráðu- neytið í landinu eftir að herinn skipti út menntamálaráðherra landsins, ör- yggissveitir beittu táragasi og hand- tóku 87 kennara. Nám í tveimur stærstu háskólum landsins hefur verið lagt niður í óákveðinn tíma, en ráðist var á nem- endur 25. október þegar valdaránið átti sér stað. Valdarán hersins hefur verið for- dæmt á alþjóðavettvangi og hafa fjöl- mörg lönd beitt viðskiptaþvingunu- mog krafist þess að herinn skili völdunum. Burhan, herforingi súdanska hers- ins, segir valdarán hersins í raun og veru ekki vera valdarán heldur hafi herinn tekið völdin til þess að leið- rétta stefnu landsins. logis@mbl.is Enn ríkir skálmöld í Súdan - Tvær vikur frá valdaráni hersins - Fjölmennt var á mótmæli vegna valdatöku hersins víðs vegar um landið - Að minnsta kosti 14 látnir - Kennarar handteknir AFP Valdarán Öryggissveitir hersins beittu táragasi á kennara í friðsælum mót- mælum fyrir utan menntamálaráðuneyti landsins í gær og handtóku 87. Fjöldi fólks kemur saman í Glasgow á hverjum degi á meðan loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur yfir. Tilgangur samkomanna er að krefjast þess að leiðtogar heims taki lofts- lagsbreytingum alvarlega. Yfir tvö hundruð sambærilegir hliðarvið- burðir eru skipulagðir um heim allan, frá París í Frakklandi til Sydney í Ástralíu. Frá Naíróbí í Kenía til Seúl í Suður-Kóreu. AFP Ákaft mótmælt í Glasgow og um heim allan Að minnsta kosti 8 eru látnir og fleiri hundruð slasaðir eftir troðning sem myndaðist á tónleikahátíð í Houston á laugardaginn. Lögreglan í borginni rannsakar nú frásagnir viðstaddra en telja sumir að troðningurinn hafi byrj- að vegna þess að tónleikaáhorfandi hafi farið að sprauta fólk með ólyfjan eða einhvers konar eiturlyfjum. Þegar troðningur byrjaði að valda áhorfendum meiðslum, jókst ring- ulreiðin hratt og fleiri og fleiri slös- uðust. Teymi lögreglunnar er einnig að rannsaka myndbönd frá tónleikahá- tíðinni, til þess að komast að því hvað olli því að ekki var hægt að komast undan mannþrönginni. Nokkrir gestir tónlistarhátíð- arinnar þurftu endurlífgun með lyfi sem bjargar fólki eftir ofskömmtun af eiturlyfjum. Lögreglan hefur fengið frásögn frá öryggisverði á hátíðinni þar sem hann lýsir því hvernig hann hafi fundið fyr- ir nálarstungu aftan á hálsinum og fljótt hafi liðið yfir hann. logis@mbl.is HARMLEIKUR Á TÓNLEIKAHÁTÍÐ AFP Lögreglan greindi frá nöfnum þeirra sem létust á tónleikahátíð á laugardag. 8 látnir eftir troðn- ing á tónlistarhátíð Bandaríkin opnuðu landamæri sín fyrir bólusettum ferðamönnum í nótt eftir 20 mánaða ferðabann. Ferðabanninu var komið á af þá- verandi Bandaríkjaforseta Donald Trump vegna kórónuveirunnar. Bannið náði til yfir 30 ríkja, m.a. Bretlands og ríkja Evrópusam- bandsins. Samkvæmt nýjum reglum munu erlendir ferðamenn þurfa að sýna fram á bólusetningu við Co- vid-19 áður en þeir ferðast, sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og veita persónuupplýs- ingar fyrir smitrakningu. Ferða- menn munu ekki þurfa að fara í sóttkví. Evrópusambandið opnaði á ferðalög bólusettra Bandaríkja- manna í júní. Bretland gerði slíkt hið sama í lok júlí. liljahrund@mbl.is BÓLUSETTIR FÁ AÐGANG Bandaríkin opna landamæri sín Ferðamenn sleppa við sóttkví.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.