Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 Elsku amma okk- ar er dáin. Það er svo erfitt að sætta sig við það, en margs konar minningar koma upp í hugann. Þótt við séum öll orðin fullorðin þá eru það bernskuminningar sem eru sterkastar. Við munum mest eftir ömmu einni, vorum ung þegar afi dó, en amma og Gummi bjuggu áfram saman í Birtingakvísl, eða Birtó eins og við kölluðum það. Hjá ömmu í Birtó vorum við oft sem krakkar. Lékum okkur með dótið í kassanum sem geymdur var undir stiga, horfðum á Heilsu- bælið eða Skara skrípó af vídeó- spólum og spiluðum tölvuleiki í tölvunni hennar. Ýmiss konar góðgæti tengjum við beint við hana ömmu. Bláa Maryland-kex- ið (Ömmukex), frjálslega skorinn súkkulaðisnúður, fílakaramellur, frostpinnar og kandís kemur upp í hugann. Uppi í bústað sem amma og afi byggðu eigum við einnig góðar minningar. Spila fótbolta, raka heyið og spila á spil á kvöldin undir ljósinu frá olíulömpunum. Stundum vorum við samferða ömmu upp í bústað á litla bláa bílnum hennar, „Lilla“, hlustuð- um á „Elsku bíllinn minn blái“ á Kristín Jósteinsdóttir ✝ Kristín Jó- steinsdóttir fæddist 21. desem- ber 1932. Hún lést 9. október 2021. Útför Kristínar fór fram 6. nóv- ember 2021. kassettu og sungum hástöfum með. Ýmis orðatiltæki sem amma notaði fundust okkur ótrú- lega furðuleg og fyndin og komu okkur alltaf til að hlæja. „Jæja, sagð́- ann þegar hann vaknaði og svo sagð́- ann ekki meira þann daginn,“ eða „bíddu þangað til ég býð þér það næst“. Við vorum heppin að eiga svona fyndna og skemmtilega ömmu, sem alltaf hugsaði svo vel um okkur. Amma var annað hvert ár hjá okkur á aðfangadagskvöld og það voru alltaf bestu jólin. Svo hefur stórfjölskyldan alltaf safnast saman á því heimili sem amma var hverju sinni og á boðstólnum var heitt súkkulaði, sem amma sá um. Að minnsta kosti varð amma að hafa yfirumsjón með fram- kvæmdinni, svo súkkulaðið stæð- ist nú örugglega væntingar. Síðari árin þegar Kristín og Þórunn komu með tilbúinn mat eða bakkelsi til hennar í Núpa- lind og allar þrjár voru svo í hlát- urskasti megnið af tímanum. Einhver smá misskilningur eða mismæli gat komið öllu af stað. Og á ísskápnum voru myndir af barnabörnum og barnabarna- börnum, en svo líka barnabarna- börnum Bretadrottningar. Amma fylgdist alltaf vel með okkur og því sem við vorum að gera og var mjög umhugað um öll barnabörnin sín og ekki síður langömmubörnin eftir að þau komu til. Hún hafði mikla ánægju af að fá reglulega „snöpp“ af þeim yngstu. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma okkar, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur og verið okkur. Þvílík forréttindi það eru að hafa átt svona skemmtilega og yndislega ömmu. Hvíldu í friði elsku amma. Blessuð sé minning þín. Óskar, Björgvin og Kristín. Óskar Örn Vilbergsson, Björgvin Vilbergsson, Kristín Vilbergsdóttir Elsku yndislega amma mín, það er svo óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningarorð um þig. Ekki datt mér í hug þegar þú komst síðast í mat að það yrði í síðasta sinn sem ég hitti þig. Þú varst ekki bara amma mín heldur vorum við líka góðar vinkonur frá fyrsta degi. Þú hafðir svo góða nærveru og alltaf var stutt í hlát- urinn með þér. Öll skringilegu orðatiltækin sem þú sagðir komu manni alltaf til að hlæja. Við eig- um ótal frábærar minningar saman en þær helstu eru hlátur- sköstin yfir einhverju bulli í okk- ur. Ég kom oft með þegar mamma var að græja eitthvað hjá þér og á meðan sátum við bara í stofunni að horfa á Dr. Phil saman og töl- uðum um hvað þetta fólk væri nú ruglað. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég sé blátt Maryland-kex, sem var hið eina sanna ömmukex, sem maður vissi alltaf að væri til uppi í skáp þegar maður kom í heimsókn. Þú varst alltaf mikill íþrótta- aðdáandi og máttir ekki missa af leik, sérstaklega ef Ísland var að keppa. Ég man að á afmælinu mínu fyrr á þessu ári bauð ég þér í kaffi og þú sagðir að þú myndir koma ef ég passaði að þú gætir verið komin heim áður en leik- urinn byrjaði, því það væri nú ómögulegt að missa af honum. Þú sagðir oft við mig, þú veist að þú ert ástin hennar ömmu og þessi orð mun ég geyma með mér að eilífu. Ég mun sakna þín meira en orð fá lýst en ég hlýja mér við all- ar góðu minningarnar sem við áttum saman, en ég vildi óska þess að þær gætu orðið fleiri. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín Þórunn. Það er erfitt að hugsa til þess að amma Dídí sé farin frá okkur, yndislega, góðhjartaða, hlýja amma Dídí. Við hugsum til baka um allar minningarnar og oftast förum að hlæja, hvort sem það var Björg- vin að bæta 20 árum við aldurinn þinn þegar þú áttir afmæli, Haf- þór að fara í fýlu yfir einhverri reglu og vilja ekki gista aftur hjá þér þó að þú „býðir“ honum það eða Portúgalferðin og þegar þú ætlaðir að stoppa „fólkið“ sem ætlaði að taka bekkina okkar. En þú hafðir alltaf húmor fyrir sjálfri þér og við gátum mikið hlegið að þessu saman. Við munum sakna þín elsku amma okkar og varðveita þær stundir sem við áttum að eilífu. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elskum þig. Björgvin og Hafþór. Það var þungbært að heyra af andláti Dídíar, frænku okkar. Hún var hress fram á síðasta dag og virtist ekki eldast neitt, stál- minnug og skýr í hugsun. Alltaf var stutt í hláturinn og góða skapið þegar við heyrðum í henni og hún var hrókur alls fagnaðar í frænkuboðum. Dídí var litla systir pabba okk- ar. Hún var alltaf í miklu uppá- haldi hjá honum og seinna meir hjá allri fjölskyldunni, enda var hún einstaklega glaðvær og skemmtileg, með stórt hjarta. Hún var fædd og uppalin á Stokkseyri og bjó þar lengi vel ásamt sínum góða manni, Björg- vini, og börnunum fjórum. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fjölskyldan fórum austur á Stokkseyri að heimsækja Dídí og fjölskyldu í Heiðargerði. Alltaf var tekið á móti okkur með gleði og höfðingsskap. Stundum feng- um við systurnar að gista og þá urðum við áreynslulaust hluti af barnahópnum og Dídí eins og mamma okkar. Þessar heimsóknir eru í minn- ingunni sveipaðar ævintýra- ljóma. Það var farið í fjöruna, keyrt út að Knarrarósvita og sungið alla leiðina og farið í úti- leiki (alltaf gott veður!). Systk- inin Dídí og pabbi í essinu sínu, smitandi hláturmild og kát. Dýrmætar minningar. Dídí var söngelsk og músík- ölsk og hafði yndi af að hlusta á okkur systurnar spila og það var alltaf gaman að spila fyrir hana. Um leið og við þökkum Dídí frænku samfylgdina sendum við elsku Ingu, Brynju, Svandísi og fjölskyldum þeirra okkar hjart- ans samúðarkveðjur. Dóra, Dagný og Bryndís Björgvinsdætur. Elsku amma Dídí hefur kvatt okkur en við brosum í gegnum tárin yfir yndislegum minningum sem koma fram núna meira en nokkurn tímann. Hreinskilin góðhjörtuð kona og alltaf stutt í hlátur. Að búa langt í burtu er erfitt á svona tímum en við erum mjög þakklát fyrir að hafa náð að knúsa ömmu Dídí í sumar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ókunnur) Hvíldu í friði elsku amma Dídí. Alda, Robert og Elma. Í dag kveðjum við fyrrverandi kennara og samstarfsmann okkar úr Grunn- skóla Siglufjarðar, Pál Helgason, en hann lést 28. október síðastliðinn. Páll hóf kennarastarf sitt við skólastofnunina 1964 og starfaði í 41 ár sem fastráðinn kennari en gerðist stundakennari um tíma eftir það. Hann lét af störfum rétt fyrir sameiningu byggðakjarn- anna, Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar, þannig að hann vann aldrei í sameinuðum skóla Grunnskóla Fjallabyggðar. Páll var afar far- sæll í starfi og óhætt að segja að hann hafi sett mark sitt á margan nemandann á þessum langa tíma, ásamt því að hafa verið samferða ótalmörgu samstarfsfólki á öllum þessum árum. Hann fór í gegnum margar byltingar í skólamálum á löngum starfsferli sínum og sagði gjarnan við sér yngri kennara að þeim nýjungum mætti stundum líkja við gamalt vín á nýjum belgj- um. Hann tókst á við allar þessar breytingar af stóískri ró eins og honum var einum lagið. Enn erum við nokkur innan skólans í dag sem unnum með Páli seinni árin hans í skólanum og enn fleiri sem voru nemendur hans á einhverju tímaskeiði. Páll var fyrst og fremst ís- lenskukennari og hagmæltur mjög. Hann var sérlegur húmor- isti, grallari mikill og forsprakki í ýmsum skemmtilegum uppátækj- um sem hann og félagar létu sér detta í hug á þessum árum. Hann átti það til að fylla vasa á yfirhöfn- um starfsmanna eða töskur þeirra af alls kyns dóti sem starfs- menn svo roguðust með heim og Páll Helgason ✝ Páll Helgason fæddist 23. júní 1941. Hann lést 28. október 2021. Útför Páls fór fram 6. nóvember 2021. skildu síst hvað væri eiginlega að þyngja töskuna eða hvað fælist í vösum þeirra. Það mátti tína ýmislegt upp þegar heim var kom- ið eins og gatara, bækur, blöð, jafnvel inniskó og sykur- mola. Allt var þetta græskulausa gaman fyrirgefið þar sem allir vissu hver stóð að baki. Við minnumst Páls með hlýhug og þökkum honum samfylgdina og fyrir hans ómetanlega starf í þágu menntunar barna hér á Siglufirði. Fyrir hönd skólafólks. Erla Gunnlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Fyrir réttum 45 árum vígðist undirritaður til prestsþjónustu í Siglufjarðarprestakalli. Að vígslu lokinni lá því leið okkar Elínar til Siglufjarðar ásamt Árna Þór, ný- fæddum syni okkar. Þegar þangað kom tók á móti okkur öndvegisfólk, miklir kirkju- vinir. Einn þeirra var Páll Helga- son, kennari og þá organisti Siglu- fjarðarkirkju og kona hans Jóhanna Eiríksdóttir. Mikil vin- átta tókst strax með okkur hjón- unum. Palli og Hanna bjuggu skammt frá prestssetrinu Hvann- eyri og var því oft skotist á milli húsa og málin rædd yfir kaffi- bolla. Það var ómetanlegt fyrir unga prestinn að vera leiddur í gegnum líturgíu kirkjunnar af Páli og þá ekki síst í gegnum Hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar, fyrsta heiðursborgara Siglufjarð- ar. Sjálfur hafði Páll lagt leið sína suður til að nema orgelleik hjá Páli Ísólfssyni dómorganista. Var hann ákaflega ánægður með það nám. Reyndar hneigðist hugur hans snemma til starfsins í kirkjunni. Æskuheimili hans, Lindar- brekka, var staðsett skammt frá kirkjunni. Foreldrar hans, Helgi Ásgrímsson og Alfa Pálsdóttir, voru mikið kirkjunnar fólk. Við prestarnir á Siglufirði áttum í gegnum tíðina sérstakt skjól og griðastað í Lindarbrekku fyrir og eftir messu. Ekkert safnaðar- heimili var til staðar á þeim tíma. Það var síðan vígt á kirkjuloftinu á fimmtíu ára vígsluafmæli Siglu- fjarðarkirkju 1982. Á þeim tíma- mótum var gefið út sérstakt af- mælisrit, Siglufjarðarkirkja 1932 – 1982 og var ritstjórn í höndum Páls. Hin sterku tengsl við kirkjuna höfðu haft mikil áhrif á Pál. Hann var kjörinn félagsforingi, fyrsti formaður, Æskulýðsfélags Siglu- fjarðarkirkju. Séra Ragnar Fjal- ar, þá sóknarprestur á Siglufirði, hafði eftirfarandi orð um kjör Páls sem fyrsta formanns félags- ins: „Hann þótti kjörinn til þessa starfs sökum hæfileika sinna og trausts, sem hann naut á meðal jafnaldra sinna. Ljúfmennska hans og árvekni eru mér jafnan hugstæð.“ Eftir að Páll ákvað að gera hlé á störfum sínum sem organisti og kórstjóri kirkjunnar, en þeim störfum hafði hann gegnt afar vel, var hann kjörinn formaður sókn- arnefndar Siglufjarðarkirkju og gegndi því starfi einnig af mikilli samviskusemi. Aðalstarf Páls var kennsla við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og síðar í efri bekkjum grunnskól- ans. Þar kenndi hann íslensku, enda mikill íslenskumaður svo ekki sé meira sagt. Við Elín kynntumst nýrri hlið á Palla á kennarastofu gagnfræða- skólans. Þar lék hann oft á als oddi og gat verið mikill prakkari í sér. Hann var mikill sögumaður og skáldmæltur og lét því ýmis- legt vaða, okkur samkennurum hans til mikillar ánægju. Palli var mjög yfirvegaður í öllu lífi. Eins og svo oft áður sýndi hann í tali sínu mikið æðruleysi er ég ræddi við hann símleiðis fyrir stuttu. Gerði hann ekki mikið úr veik- indum sínum en ræddi því meira um hvað læknarnir á Akureyri væru færir fagmenn á sínu sviði. Við Elín kveðjum Palla vin okkar með miklum söknuði og þakklæti fyrir liðnar stundir og biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Hönnu, eftirlifandi eigin- konu hans og fjölskylduna alla. Blessuð sé minning Páls Helgasonar. Vigfús Þór Árnason. Það var á fimmtudagskvöldi 28. október að ég fékk fréttir af því að Páll væri dáinn. Ég var staddur á aðalfundi Siglfirðinga- félagsins, sem var táknrænt, báð- ir vorum við miklir Siglfirðingar en báðir fluttir þaðan. Hann á þessu ári svo að dvöl hans annars staðar var stutt. Það eru tvö orð sem lýsa Páli vel: Traustur og heiðarlegur. Og svo afburða-ís- lenskumaður, ljóðlist og skemmtilegur. Ég kynntist Páli vel, við unn- um saman í 35 ár bæði í skólanum og víðar. Hann var góður sam- starfsmaður sem létti lundina og starfsandann. Hann var líka ótrú- lega gamansamur og hrekkjóttur og var þá enginn óhultur og á ég margar góðar minningar frá því. Páll var mikill náttúruunnandi og útivistarmaður og var gott að fara með honum í göngutúra með nemendur og njóta hans þekk- ingar. Páll var góður kennari, dáður af nemendum og starfs- fólki, hann var líka mikill kirkj- unnar maður, orgelleikari og söngmaður. Það er margs að minnast, allir kaffibollarnir sem við vorum búnir að drekka saman og ræða málin bæði heimspeki- lega og á léttum nótum. En kannski hittumst við aftur og tök- um upp spjallið. Ég kveð góðan mann með söknuði, en mestur er söknuður- inn hjá Jóhönnu og börnum og votta ég innilega samúð. Skarphéðinn Guðmundsson. ✝ Rakel Sverr- isdóttir grunn- skólakennari var fædd þann 29. júní 1973. Hún lést 28. september 2021. Eftirlifandi for- eldrar Rakelar eru Guðný Ásgeirs- dóttir og Sverrir Þorsteinsson. Systkini Rakelar eru 1) Ásgeir Sverr- isson, fæddur 1960, 2) Kristján Sverrisson, fæddur 1961 en Kristján lést fyrir aldurfram ár- ið 2007, og 3) Anna Karen Sverrisdóttir, fædd 1962. Þá átti Rakel einnig tvo hálf- bræður: Ríkarð Sverrisson fæddan 1957 og Árna Árna- son fæddan 1958. Rakel var í Lækj- arskóla í barna- og grunnskóla. Stund- aði nám í listaaka- demíunni í Flórens og vann sem grunn- skólakennari í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku fallega Rakel okkar er fallin frá alltof snemma en minn- ing hennar lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Rakel fæddist á fallegum sumardegi sem ein- kenndi hennar persónuleika gegn- um hennar líf, alltaf med fallegt bros og létt í lundu, með einstak- lega hjartahlýju og umhyggju fyr- ir sínu fólki. Hún var yngst og fékk mikla at- hygli frá sínum systkinum sem sáu ekki sólina fyrir henni enda var hún svo falleg með rauðu lokkana sína og einstakur persónuleiki. Hún var góður vinur vina sinna sem hún hélt tryggð við alla sína tíð sem kom bersýnilega í ljós eftir fráfall hennar, þá var gott að gera verið í nálægð þeirra finna styrk og hlýju. Rakel var sannur heimsborgari og byrjaði snemma að ferðast með okkur foreldrunum og svo þegar hún var orðin aðeins meira en ung- lingur fór hún með vinkonum sín- um í margar skemmtilegar ferðir þar sem mynduðust tengsl við fólk frá hinum ýmsum löndum. Rakel var margt til lista lagt hún var flink að laga mat og taka á móti gestum. Hún var líka mjög andlega sinnuð stundaði jóga ásamt því að vera úti í náttúrunni og sundferðirnar voru partur af hennar daglegu rútínu með föður sínum. Hún var dugleg í flestu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var til vinnu eða að vera til staðar fyrir okkur foreldrana. Á uppvaxtarárum hennar voru hundar á heimilinu og þegar Rakel var á ferðalögum hlúði hún af dýr- um sem á vegi hennar urðu, í Flór- ens tók hún að sér tvo ketti sem hún svo flutti með heim til Íslands og ekki leið á löngu eftir að hún flutti heim að hún fékk sér hund, hann Gretti, sem var hennar lífs- förunautur í níu ár og þegar hann lést skrifaði hún svo fallega til hans. „30.3. 2020 Grettir fór í sumar- landið, ég elskaði hann meira en allt, hann var svo fallegur, blíður og góður. Ég mun elska hann um eilífð. Ég bið þig að vernda hann og að hann sé ekki hræddur og einn á nýjum stað.“ Hennar stærsta ástríða var list- in, hún hélt fjölmargar sýningar bæði hér á Íslandi og erlendis. Hún var að mála alveg fram á síð- asta dag sem eflaust hefur hjálpað henni mikið í hennar veikindum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring Sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Mamma og pabbi. Rakel Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.