Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 60+ g 6. janúar í 20 nætur Tenerife Verð frá kr. 279.900 Varðskipið Freyja kom til landsins um helgina eftir um fjögurra sólar- hringa siglingu frá Rotterdam í Hol- landi. Varðskipið Týr fylgdi Freyju til heimahafnar á Siglufirði á laugardag en Týr er nú í sinni síðustu ferð við gæslustörf eftir 46 farsæl ár og leysir Freyja Tý af hólmi. Líkt og sjá má hafði málningin flagnað af framanverðu skipinu á leið frá Rotterdam. „Flagn er fararheill,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í ræðu sinni við athöfnina og nefndi þar dæmi um varðskipin Óðin og Ægi, sem bæði flögnuðu á leið sinni fyrst til landsins og reyndust þjóðinni vel. Auk forsetans héldu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra og Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, ávarp við höfnina og var þremur fallbyssuskotum hleypt af til heiðurs hinu nýja varðskipi. Á myndinni má sjá Georg Kr. Lár- usson, forstjóra Landhelgisgæsl- unnar, ásamt Guðna Th. Jóhann- essyni forseta Íslands standa í snjókomunni með Freyju í bak- grunni. ari@mbl.is „Að flagna er fararheill“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við athöfnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Freyja komin til landsins Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Jón Magnús Hannesson, hagfræð- ingur hjá Seðlabanka Íslands, greindi útlán til byggingargeirans í nýju tölublaði Vísbendingar sem gefið er út af Kjarnanum nú á föstudag. Í þeirri greiningu hans kemur fram ný útlán til fasteigna- uppbyggingar jukust ef eitthvað er á síðustu árum eða stóðu að minnsta kosti í stað. Borið hefur á því í umræðu um uppbyggingu fasteigna í Reykjavík undanfarið að bankarnir hafi hreinlega skrúfað fyrir lántöku til byggingargeirans. Í tölublaði Vísbendingar fyrir rúm- um tveimur vikum var þessu haldið fram af ritstjóra blaðsins og hefur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísað til þeirrar fullyrðingar síðan þá. Meðal annars hefur hann þá sagt: „Allir bankarnir skrúfuðu bara fyrir.“ Ritstjóri Vísbendingar dregur þó þessa fullyrðingu sína til baka í síð- asta tölublaði og segir þar: „Með nýjum upplýsingum á að endur- meta fyrri ályktanir, jafnvel þó það sé óþægilegt. Samkvæmt tölunum eru bankarnir líklega ekki megin- ástæða þess að nýjar framkvæmdir drógust saman fyrir tveimur árum síðan, ekki frekar en lóðaskortur.“ Tölurnar gefi skýra mynd Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir „allt útlit fyrir“ að Dagur B. Eggertsson þurfi að draga til baka orð sín þess efnis að það sé fjár- málakerfinu um að kenna að framkvæmdir hafi dregist sam- an. „Þetta hefur bara verið al- gjörlega hrakið. Það þýðir heldur ekki að kenna verktökunum um, þeir vilja bara byggja íbúðir sem mæta eftirspurn og selj- ast,“ segir Sigurður. Hann bendir þá máli sínu til stuðnings á könnun sem samtökin létu framkvæma fyrir ári meðal sinna félagsmanna í byggingariðn- aði. „Þar kom skýrt fram að í þeirra huga stæði framboð á lóðum uppbyggingu á húsnæðismarkaði fyrir þrifum. Við höfum ekki enn séð neinn hrekja það.“ Skýr mynd úr greiningu Jóns Hann segir greiningu Jóns Magnúsar Hannessonar sýna það svart á hvítu að „fjármálakerfið dró ekki úr nýjum útlánum til bygg- ingaverkefna og því þarf að leita annarra skýringa á samdrættinum. Böndin beinast að ráðhúsinu.“ Þá bendir hann einnig á að málið snúi vissulega að fleiri sveitarfélögum en bara Reykjavíkurborg. Hins vegar sé um að ræða stærsta sveit- arfélag landsins og bendir hann á ruðningsáhrifin. „Auðvitað hefur það áhrif á fasteignamarkaðinn alls staðar á landinu að lítið sé byggt í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins.“ Ekki við bankana að sakast - Hagfræðingur Seðlabanka hrekur fullyrðingu borgarstjóra - Borgarstjóri þurfi að draga orð sín til baka - Áhrifa gætir um allt land vegna skorts á íbúðum í Reykjavík - Endurskoða fyrri ályktanir Sigurður Hannesson „Martraðir okkar eru að verða að veruleika,“ sagði Wiola Ujazdowska sem stóð fyrir þöglum mótmælum gegn þungunarrofslöggjöf Póllands fyrir utan pólska sendiráðið í gær- kvöldi þar sem um fimmtíu manns komu saman. Ástæða mótmælanna í gær vorufréttir undanfarna daga af konum sem hafa látið lífið í Póllandi þar sem læknar neituðu að fram- kvæma þungunarrof. „Þessi róttæku og virkilega ströngu lög setja líf kvenna í hættu og munu valda miklum sársauka og dauða þar sem læknar eru hræddir við að framkvæma þungunarrof,“ segir Wiola. Æðsti dómstóll Póllands komst að þeirri niðurstöðu fyrir rúmu ári að þungunarrof, sem eru framkvæmd vegna þess að fóstur eru með alvar- legan og óafturkræfan fæðingargalla, væru brot á stjórnarskrá landsins. Þungunarrof er aðeins heimilt í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða ef þungunin er afleiðing nauðgunar eða sifjaspells. „Fólk er virkilega reitt og í dag höf- um við ákveðið að safnast saman fyrir framan pólska sendiráðið, því þar eru fulltrúar pólsku ríkisstjórnarinnar á Íslandi, til minningar um þessar kon- ur og í rauninni fyrir fólkið sem er að deyja og er í hættu vegna ákvörðunar ríkisstjórnar okkar,“ sagði Wiola. gunnhildursig@mbl.is Mótmælt við pólska sendiráðið - Konur sem neit- að var um þung- unarrof hafa látist Morgunblaðið/Óttar Kertaljós Lífa kvenna, sem látið hafa lífið vegna þungunar í Póllandi, minnst. Í leiðara Vísbendingar þar sem Jónas Atli Gunnarsson er titl- aður ritstjóri er gagnrýni rit- stjóra á fullyrðingu Sigurðar Hannessonar, frá því fyrir tveimur vikum síðan, dregin til baka. Vitnað er í hagfræðinginn John Maynard Keynes í leið- aranum og segir: „Þegar stað- reyndirnar breytast, þá breyti ég um skoðun. Hvað gerir þú?“ Breyttar upplýsingar RANGAR FULLYRÐINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.