Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 ✝ Jóna Birna Harðardóttir fæddist 15. mars 1955 á Ísafirði. Hún lést 26. októ- ber 2021 á heimili sínu í Hafnarfirði. Faðir Jónu Birnu er Hörður Líndal Árnason, f. 2.mars 1934, og móðir hennar var Sigríð- ur Guðmunda Ágústsdóttir, f. 19. desember 1934, d. 26. desember 2016. Systkini Jónu Birnu eru Júl- íana Harðardóttir og Ágúst Harðarson. Jóna Birna giftist Þorláki Oddssyni leigubílstjóra, f. 9. ágúst 1955, þann 7. október 1978. Börn Jónu Birnu og Þorláks eru 1) Hörður Svanlaugsson, f. 9. ágúst 1976, sonur Harðar er Daníel Þór. 2) Oddný Svana Þorláks- dóttir, f. 30. maí 1979, maki hennar er Jökull Snær Gísla- son, f. 18. október 1979. Börn Oddnýjar Svönu og Jökuls Snæs eru Magnea Dís, Smári Þór, Alexander Snær, Aron Leó og Birnir Snær. Anna Lovísa Þorláksdóttir, f. 11. janúar 1990, dóttir Önnu Lovísu er Katla Lovísa. Jóna Birna var fædd og uppalin á Ísafirði, nánar til- tekið á Hlíðarveg- inum, en flutti suð- ur um 19 ára aldur. Þar kynntist hún eiginmanni sínum árið 1977 og hófu þau sambúð í Hafnarfirði en þar bjuggu þau með börnum sín- um. Jóna Birna lauk gagnfræða- prófi á Ísafirði og sótti sér við- bótarmenntun frá Skrifstofu- skólanum. Jóna Birna starfaði sem bókari og í símsvörun hjá Bifreiðastöð Hafnarfjarðar sem síðar varð að A-stöðinni í 42 ár eða allt til dánardags. Jóna Birna undi sér vel við saum og hannyrðir framan af en í seinni tíð tók matseldin og bakstur meira yfir. Hennar helsta áhugamál voru samt ferðalög innanlands og erlend- is en þau hjónin fóru í ófáar borgar- og sólarlandaferðirnar ýmist með vinum eða fjöl- skyldu. Jóna Birna verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. nóvember 2021, kl. 15. Það var bara núna í júní síð- astliðnum sem við sátum saman og fengum þær gleðifréttir að baráttan og þrautseigjan þín elsku mamma hafði yfirhöndina. Við föðmuðumst og önduðum léttar saman í takt. Ég man að ég hugsaði og gladdist yfir því að þurfa ekki að ímynda mér lífið án þín og að fallega Katla mín þessi ótrúlega ömmustelpa fengi að alast upp með þér. Því miður stóð sú gleði stutt yfir. Meinin fóru að láta á sér kræla aftur og í þetta skiptið var þrautin þyngri og þrátt fyrir ótrúlega seiglu og vilja til að berjast eins og þér einni var lagið þá voru veikindin óyfirstíganleg í þetta skiptið. Mamma var þessi alíslenska kona, sterk, vinnusöm, traust og fólkið hennar leitaði til hennar eftir styrk eða ráðum. Mamma hafði þann einstaka hæfileika að búa til góðan mat og höfðu marg- ir mikla matarást á henni og það eru miklu fleiri en við systkinin sem kölluðu hana mömmu því mamma bjó yfir svo mikilli hlýju, þótt hún sýndi hana á sinn hátt, að það var nóg fyrir alla. Mamma hafði ótrúlega einstakan og skemmtilegan hlátur sem var mjög svo smitandi en við systur erfðum þennan skessuhlátur og talar pabbi alltaf um að það færi ekki á milli mála hvar við værum ef við værum þrjár saman og fyr- ir þessi hlátursköst og fíflaskap er ég þakklát og held fast í þá minningu. Ég er langyngsta barn for- eldra minna og var mikið í tóm- stundum sem barn og unglingur. Þar var mamma minn helsti liðs- félagi og fór með mér landshorn- anna á milli að spila fótbolta en mér þótti alltaf voðalega vænt um að mamma væri með í för, mér fannst ég alltaf spila betur ef ég vissi af henni á hliðarlínunni. Mamma hefur ávallt verið minn helsti stuðningsmaður, klettur og vinkona og missirinn er ofboðslega mikill. Mamma var ekki bara mín allra besta kona heldur var hún það besta sem Katla mín á en þegar hún hefur verið spurð „hver á þig?“ eða „hver er besta vinkona þín?“ þá svarar mín kona „amma!“. Það er tómleiki í húsinu okkar mamma og það er tómleiki í hjartanu mínu sem ég ætla að reyna að fylla af sögum og minn- ingum um þig. Ég mun passa upp á að litla Lovísa okkar viti alltaf hvað þú elskaðir hana mikið og ég veit að þú stendur á hliðarlín- unni áfram og hvetur og stýrir okkur í gegnum lífið. Ég elska þig af öllu hjarta fallega mamma mín. Sjáumstum. Þín Anna Lovísa. Sumir dagar eru erfiðari en aðrir og það að syrgja er erfitt. Að syrgja mömmu, bestu vin- konu og klettinn í mínu lífi er það erfiðasta og sárasta sem ég hef upplifað. Mamma var bara 66 ára og ég held að það sé bara um það bil 1-2 mánuðir síðan hún sættist við það að hún yrði ekki gömul kona. Myndi ekki sjá barnabörn- in sín vaxa og dafna og verða ungar og fallegar fullorðnar manneskjur. Ég held og vona að hún sé sátt með sinn tíma. Mamma var mjög þrjósk kona, dugleg kona, enda frá Ísafirði. Alltaf vinnandi. Ég man að fyrir ekki svo löngu þá sagði hún við mig „Oddný, þú verður að slaka á og minnka við þig. Þú vinnur of mikið.“ Svo heimsótti ég hana viku síðar á virkum degi fyrir klukkan 18 og þá heyrist í mömmu „Hva! Ertu í fríi? Er ekkert að gera? Átt þú ekki að vera í vinnu?“ Mamma var yndisleg kona og sýndi ástúð á sinn hátt en með árunum varð hún mýkri og fór að kyssa og knúsa fólkið sitt meira og segja „love you“. Þegar ég var krakki var alltaf sagt við mig að það sæist langar leiðir að ég væri dóttir Láka. En með tímanum breyttist það þar sem ég er nákvæmlega eins og mamma í lund, hugarfari og út- liti. Hjá okkur mömmu er það eins, númer 1, 2 og 3 er fólkið okkar, heimilið og það sé til nóg að borða. Við deildum sömu áhugamálunum, að ferðast! Helst þar sem var sól. Baka og elda þar sem uppskriftum var breytt eftir okkar huga eða eftir því sem til er í skápunum er eitt- hvað sem við mamma gerðum. Nú er kominn nóvember og ég sit hér ein inn í eldhúsi og spyr mig „ Á ég virkilega að baka lagkökuna ein þetta árið?“ Við mamma er- um búnar að baka lagköku sam- an í nóvember öll þau ár sem ég man eftir mér fyrir utan árið sem Jökull gerði það með mömmu í minn stað. Ég hef engar sögur af mömmu. Jú, ég hef þær en hugs- unin er svo sár að það koma eng- ar fram. Nema tilsögn. Meira er betra. Betra að vera með of mikið en of lítið. Því, jú, okkur fannst gaman að bardúsa fyrir allskonar tilefni og veislur. Ég fermdi yngsta afritið mitt fyrr á árinu og mamma átti ekki að koma nálægt því þar sem hún var að klára seinustu lyfja- meðferðina sína en hún gat ekki setið á sér og bakaði og græjaði því henni fannst ég vera með of lítið af veitingum. Ég hefði getað haldið þrjár veislur með afgang- inum. Elsku mamma. Ég sakna þín svo sárt og ég veit að það kemur sá tími það ég geti lifað við þá staðreynd að þú sért ekki hér lengur með okkur. Það síðasta sem þú sagðir við mig og Jökul var: „Svona, drífið ykkur, hafið ekki áhyggjur af mér, ég sé ykk- ur á mánudaginn. Ég verð með partí og vesen á meðan.“ Á þriðjudag varstu farin. Mamma, ég ætla að halda partí fyrir þig. Elska þig. Þín Oddný. Það var bara núna í júní síð- astliðnum sem við sátum saman og fengum gleðifréttir að barátt- an og þrautseigjan þín, elsku mamma, hafði yfirhöndina. Við föðmuðumst og önduðum léttar saman í takt. Ég man ég hugsaði og gladdist yfir því að þurfa ekki að ímynda mér lífið án þín og að fallega Katla mín, þessi ótrúlega ömmustelpa, fengi að alast upp með þér. Því miður stóð sú gleði stutt yfir. Meinin fóru að láta á sér kræla aftur og í þetta skiptið var þrautin þyngri og þrátt fyrir ótrúlega seiglu og vilja til að berjast eins og þér einni var lagið þá voru veikindin óyfirstíganleg í þetta skiptið. Mamma var þessi alíslenska kona, sterk, vinnusöm, traust og fólkið hennar leitaði til hennar eftir styrk eða ráðum. Mamma hafði þann einstaka hæfileika að búa til góðan mat og höfðu marg- ir mikla matarást á henni og það eru miklu fleiri en við systkinin sem kölluðu hana mömmu því mamma bjó yfir svo mikilli hlýju, þó hún sýndi hana á sinn hátt, að það var nóg fyrir alla. Mamma hafði ótrúlega einstakan og skemmtilegan hlátur sem var mjög svo smitandi en við systur erfðum þennan skessuhlátur og talar pabbi alltaf um að það færi ekki á milli mála hvar við værum ef við værum þrjár saman og fyr- ir þessi hlátursköst og fíflaskap er ég þakklát og held fast í þá minningu. Ég er langyngsta barn for- eldra minna og var mikið í tóm- stundum sem barn og unglingur. Þar var mamma minn helsti liðs- félagi og fór með mér landshorn- anna á milli að spila fótbolta en mér þótti alltaf voðalega vænt um að mamma væri með í för, mér fannst ég alltaf spila betur ef ég vissi af henni á hliðarlínunni. Mamma hefur ávallt verið minn helsti stuðningsmaður, klettur og vinkona og missirinn er ofboðslega mikill. Mamma var ekki bara mín allra besta kona heldur var hún það besta sem Katla mín á en þegar hún hefur verið spurð „hver á þig?“ eða „hver er besta vinkona þín?“ þá svarar mín kona „amma!“. Það er tómleiki í húsinu okkar, mamma, og það er tómleiki í hjartanu mínu sem ég ætla að reyna fylla af sögum og minning- um um þig. Ég mun passa upp á að litla Lovísa okkar viti alltaf hvað þú elskaðir hana mikið og ég veit að þú stendur á hliðarlín- unni áfram og hvetur og stýrir okkur í gegnum lífið. Ég elska þig af öllu hjarta, fallega mamma mín. Sjáumst. Þín Anna Lovísa. Elsku systir, með trega og söknuði sest ég niður og hugsa til þín. Við áttum svo margar ánægjustundir, en við héldum báðar að við ættum margar eftir. Þú sem varst alla tíð svo dugleg til vinnu sást fram á að fara á eft- irlaun, njóta lífsins á Spáni, enda elskaðir þú sól og hita, taka því rólega og njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum. Þú varst stóra systir mín, sú sem ég leit upp til, alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd þegar þurfti. Ófáar veislur hristir þú fram úr erminni, fermingarveisl- ur, brúðkaup og afmæli, alltaf svo fallega framreitt og bragð- gott. Veikindum þínum síðustu ár tókst þú með miklu æðruleysi og án kvartana. Þú ætlaðir einfald- lega að sigrast á þessu og þegar við hittumst í sumar horfði betur við. En því miður áttir þú styttri tíma eftir en við vonuðum. Ég er þakklát fyrir að þú ákvaðst að vera með mér í sóttkví þegar ég kom til Íslands í sumar, og þær minningar eru mér mikils virði. Ég er einnig glöð að hafa náð að hitta þig um daginn, en þá varst þú orðin mikið veik. Í gegnum árin höfum við átt margar gleðistundir. Það var alltaf gaman að vera með þér, á ferðum innanlands sem utan, í bústaðaferðum og í heimsóknum þínum til mín í Noregi. Nýlega nefndir þú að þú þyrftir að drífa þig til Noregs, enda væri loksins að verða hægt að ferðast á ný. En síðustu ár höfum við hist á Kan- arí og átt góða tíma með pabba og eiginmönnum okkar, og minn- ingarnar verma á þessari stundu. Missir pabba er mikill, enda hefur þú verið hans stoð og stytta síðan mamma lést. Sjálf á ég erfitt með að skilja að þú verð- ir ekki hér þegar ég kem heim, að ég geti ekki hringt í þig og skrafað um allt og ekkert. Ég sakna þín. Elsku Láki, Hörður, Oddný og Anna Lovísa, hugur minn er hjá ykkur. Söknuðurinn er mikill, en minningin lifir. Þín systir, Júlíana Harðardóttir. Nú er komið að kveðjustund elsku Jóna Birna. Okkur æskuvinkonur þínar, Erlu, Dídí og Ingu, langar að kveðja þig með minningarbrot- um frá uppvexti okkar á Ísafirði. Í þá daga var lífið leikur einn og gleði, allir erfiðleikar og sorgir víðsfjarri. Við vorum ósnertan- legar. Heimaslóðirnar voru heimurinn okkar. Við vorum um- vafðar fjöllum, fjöru og sjó sem var leikvöllurinn okkar ásamt Hlíðarveginum sem batt okkur kærleiksböndum alla tíð. Þær voru ófáar ferðirnar heim til þín bæði til að hoppa í parís á stétt- inni fyrir framan heimilið þitt og fá miðdegiskaffi hjá mömmu þinni sem alltaf átti kræsingar fyrir okkur og tók okkur fagn- andi. Ekki má gleyma þegar við tókum okkur til og söfnuðum tómum boxum, kössum og hyrn- um utan af heimilisvörum og settum upp verslun í geymslunni niðri í kjallara. Þetta fannst okk- ur flottasta búðin í bænum. Við lékum okkur í hlíðinni fyrir ofan Hlíðarveginn, fjörunni í Krókn- um og klifruðum á bryggjupoll- unum undir Bæjarbryggjunni. Allt varð að leik hjá okkur. Á sunnudögum fórum við saman á samkomur hjá Hjálpræðishern- um og í bíó á eftir. Við höfðum alltaf nóg að gera. Við vorum leikfélagar, skólasystur, skáta- vinir, og umfram allt vinkonur. Árin liðu og við eignuðumst fjölskyldur. Þú, elsku Jóna Birna, eignaðist þrjú glæsileg börn og það lifir í minningunni þegar Láki þinn hringdi stoltur, hvort sem það var um hánótt eða á björtum degi, til að tilkynna okkur um fæðingu barna ykkar. Þú varst kraftmikil dugleg og traust, og dillandi hláturinn þinn fylgdi þér hvert sem þú fórst. Við minnumst líka með þakklæti þegar við hittumst ásamt mökum okkar á 50 ára fermingarafmæli okkar á Ísafirði fyrir tveimur ár- um. Það varð síðasta samveru- stundin okkar allra saman. Við biðjum góðan Guð um að umvefja þig elsku vinkona og gefa Láka, börnunum þínum, barnabörnum og ástvinum styrk og stuðning á þessum erfiða tíma. Þínar vinkonur, Erla, Dýrfinna (Dídí) og Ingibjörg (Inga). Það var árið 2006 sem flest okkar sem nú eru í forsvari fyrir A-Stöðina, leigubifreiðastöðvar, kynntumst Jónu Birnu. Það ár hófu Bifreiðastöð Hafnarfjarðar (BSH) og Aðalbílar, sem þá var starfrækt á Suðurnesjum, sam- starf og var Jóna þá starfsmaður BSH. Strax við fyrstu kynni kom Jóna fyrir sem röggsöm, örugg og með mikla þekkingu á því sem hún var að gera. Árið eftir varð svo til ný leigu- bifreiðastöð sem enn í dag heitir A-Stöðin og allt frá byrjun var Jóna eitt af hryggjarstykkjum stöðvarinnar og er það einmitt þá sem þekking Jónu á þessu fagi kom svo berlega í ljós og átti hún vægast sagt stóran þátt í stofnun hennar. Öll hennar þekking og vinna þar að lútandi létti svo mikið á öllu ferlinu og strax í upphafi tók hún við öllu er varð- aði fjármál stöðvarinnar, síma- vörslu ásamt því að sinna öðru sem til féll. Oft er sagt að ráða eigi hæf- asta fólkið í hverja stöðu og þarna duttum við svo sannarlega í lukkupottinn, því í þessu tilfelli unnum við eftir þeirri reglu og var sá starfsmaður sem þótti hæfastur og bestur án nokkurs vafa fenginn til að sinna þessum þætti starfseminnar. Jafnaðargeð Jónu var ótrúlegt og gerði hún aldrei mannamun, hvað það varðar. Vandamál voru vart til og þegar við í stjórn eða bílstjórar stöðvarinnar gerðum einhverja vitleysu sem þurfti að leiðrétta skammaði hún okkur aldrei og ekki urðu nein leiðindi. Þess vegna eigum við alltaf eftir að minnast þess sem hún sagði oftast í svona tilfellum – Þetta er allt í lagi, ég geri/get – og svo kom lausnin. Svona var Jóna, lausnir voru hennar sérgrein þar sem aðrir fundu oftast lítið annað en vandamál. Því miður voru stundirnar sem við nutum með Jónu færri en við öll hefðum viljað, því á síð- asta ári bankaði óvægin óværa upp á hjá henni. Við sem þekkt- um Jónu vorum viss um að hún myndi vinna þá baráttu sem þá var hefjast. Þrátt fyrir veikindi og sam- hliða þeim erfiðar meðferðir, vann Jóna óaðfinnanlega nánast allt til loka. Fráfall hennar var okkur öll- um mikið áfall og viljum við votta hennar nánustu okkar dýpstu samúð. Láki, Hörður, Oddný Svana og Anna Lovísa, Jóna mun vera í okkar liði um ókomna framtíð. Hún mun áfram leið- beina og leiðrétta okkur. F/h stjórnar og framkvæmda- stjóra A-Stöðvarinnar, Kjartan Valdimarsson. Jóna Birna Harðardóttir ✝ Einar Emil Finnbogason fæddist 24. febr- úar 1934. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 21. október 2021. Foreldrar hans voru Finnbogi Hallsson húsa- smíðameistari, f. 25. nóvember 1902, d. 17. nóv- ember 1988 og Ástveig Sús- anna Einarsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1908, d. 5. apríl 1959. Einar Emil giftist 27. febr- úar 1954 Sesselju Guðrúnu Þorsteinsdóttur, f. 15. janúar 1936, d. 28. desember 2011. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Ásta Einarsdóttir, f. 1954, f. 1967, maki Sólveig Ragn- arsdóttir, f. 1972. Dætur hans eru Hanna Margrét, f. 1993 og María Ósk, f. 1998 og dótt- ir Sólveigar er Bryndís, f. 1992. Barnabarnabörnin eru orðin 16. Einar ólst upp í Hafnarfirði hjá foreldrum sínum og 5 systkinum. Hann nam blikk- smíði í blikksmiðjunni Dvergasteini í Hafnarfirði á árunum 1950-1954 auk þess sem hann stundaði nám við Iðnskóla Hafnarfjarðar og lauk þaðan sveinsprófi árið 1955. Meistaraprófi lauk hann árið 1963. Hann hóf störf hjá Blikksmiðjunni Vogi í Kópa- vogi árið 1955 og var þar allt fram til ársins 1984 er hann stofnaði Blikksmiðju Einars ásamt sonum sínum. Í Blikk- smiðju Einars starfaði hann með hléum allt fram til ára- mótanna 2020/2021. Útförin fer fram frá Linda- kirkju 8. nóvember 2021 klukkan 13. maki Gísli Sverr- isson, f. 1951. Dætur hennar eru Bryndís Björk, f. 1977, Eyrún Ösp, f. 1983 og Hildur, f. 1986 og sonur Gísla er Hjálmar, f. 1976. 2) Ómar Einarsson, f. 1958, maki Svan- laug Rósa Finn- bogadóttir, f. 1958. Börn þeirra eru Helga, f. 1982, Finnbogi, f. 1990 og Ómar Svan, f. 1994. 3) Viðar Ein- arsson, f. 1959, maki Auður Ásdís Markúsdóttir, f. 1962. Börn þeirra eru Einar Rafn, f. 1982, Tinna, f. 1986 og Stefán Örn, f. 1990. 4) Örn Einarsson, Vinur okkar, nágranni, blikk- smíðameistarinn og höfðinginn Einar Finnbogason er nú fallinn frá. Einar mætti í smiðjuna sína nánast daglega meðan heilsan leyfði, fór í sloppinn sinn og að vinna. Í 25 ár höfum við verið ná- grannar hér á Smiðjuveginum og hefur allur samgangur og sam- vinna verið með besta móti, aldr- ei fallið skuggi þar á. Einar kom reglulega til okkar í Hagblikk og var gott að spjalla við hann um daginn og veginn. Hann var mik- ill mannvinur og hafði góða nær- veru. Einar hafði líka frá mörgu að segja enda upplifað margt á langri ævi, m.a. ótrúlegar sam- félagsbreytingar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Minningin lifir um góðan mann. Ástu, Ómari, Viðari, Erni og fjölskyldum, sendum við kær- leiks- og samúðarkveðjur. F.h. Hagblikks, Sævar Kristjánsson og Sigurbjörg Vilmundardóttir. Einar Emil Finnbogason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.