Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BRJÓSTKASSINN ER 172 SENTIMETRAR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa hann í huga sínum og hjarta. ÞIÐ RÖTUÐUÐ Á RÉTTAN STAÐ, VINIR JEBBS… ÞAÐ ER HÉR SEM MORGUN- STUND GEFUR GULL Í MUND HUNANG, HEFUR ÞÚ ÍHUGAÐ AÐ NÆLA ÞÉR Í RÍKAN PRINS? HÚN VAR MEÐ KRÓKA FYRIR HENDUR. ALDREI! ÉG GET SJÁLF KRÆKT MÉR Í ÞAÐ SEM ÉG ÞARF. GOTT HJÁ ÞÉR! AMMA ÞÍN YRÐI SVO STOLT AF ÞÉR! „ÞRÁTT FYRIR ÞETTA ÆTTUM VIÐ AÐ VERA Í ÁGÆTUM MÁLUM EF VIÐ FÖRUM EKKI Á TAUGUM.“ Kilimanjaro og tvívegis hef ég reynt að komast á Mont Blanc en orðið frá að hverfa. Á afmælisárinu setti ég mér það markmið að hjóla 7.000 km úti og kláraði það í september, þar af var þjóðvegur 1, liðlega 1.300 kíló- metrar, tekinn á 10 dögum. Hreint magnað. Þegar ég varð 60 ára hafði ég Vestfirði með í hringnum og þá tók túrinn 16 daga. Nú er ég upptekinn af því að kenna barnabörnum mínum á skíði og að hjóla og brýna fyrir þeim að njóta útiveru sem mest og best. Fátt skemmtilegra en að fylgjast með framförum þeirra núna og endurlifa það sem gert var þegar dætrunum var kennt á skíði og að hjóla.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Lára Lúð- vígsóttir, f. 12.6. 1958, húsmóðir. Foreldrar Láru voru hjónin Guðrún Ragna Kristjánsdóttir, f. 17.2. 1937, d. 2.10. 2021, bankamaður og Lúðvíg A. Halldórsson, f. 7.12 1932, d. 19.9. 2018, skólastjóri í Stykkishólmi. Dætur þeirra eru 1) Edda Sif, f. 19.10. 1985, starfar í fjármáladeild Arctic Adventures, býr í Reykjavík; sonur hennar er Sigurður Páll, f. 2016; 2) Sandra Rún, f. 22.5. 1989, tannlæknanemi, býr í Reykjavík. Maki: Einar Baldur Einarsson, f. 6.8. 1987, pípulagningameistari. Dætur þeirra eru Matthildur, f. 2013, og Theódóra, f. 2015. Systir Sigurðar er Margrét Guð- jónsdóttir, f. 19.4. 1950, húsmóðir á Þingeyri. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Guðjón Jónsson, f. 27.6. 1917, d. 26.1. 1999, vélstjóri og rafvirki á Þingeyri, og Kristjana Guðrún Guðsteins- dóttir, f. 31.7. 1918, d. 7.4. 1999, húsmóðir á Þingeyri. Sigurður G. Guðjónsson Guðrún Elín Jóhannesdóttir vinnukona í Bolungarvík Jón Jónsson kaupmaður og sjómaður í Bolungarvík Margrét Jóhanna Jónsdóttir verkakona í Bolungarvík Guðsteinn Einarsson sjómaður í Bolungarvík Kristjana Guðrún Guðsteinsdóttir húsmóðir á Þingeyri Guðríður Halldórsdóttir húsfreyja á Skálabrekku Einar Jónsson bóndi á Skálabrekku í Þingvallasveit Jóhanna Guðfinna Egilsdóttir húsmóðir á Þingeyri Guðjón Jónsson verkamaður á Þingeyri Guðrún Sigríður Guðjónsdóttir verkakona á Sveinseyri, síðar húsfreyja að Dynjanda í Arnarfirði og á Bíldudal Jón Sigurðsson sjómaður á Sveinseyri í Dýrafirði Þuríður Bjarnadóttir húsfreyja á Lokinhömrum Sigurður Guðni Guðmundsson bátsformaður á Lokinhömrum í Arnarfirði Ætt Sigurðar G. Guðjónssonar Guðjón Jónsson vélstjóri og rafvirki á Þingeyri Limra eftir Kristján Karlsson: Þetta er auðvitað alltsaman lygi en á æðra tilverustigi. Enda er skáldskaparmál (sem er mestmegnis tál) eitt mannsandans sterkasta vígi. Ingólfur Ómar sendi mér póst fyrir viku rúmri: „Það er óhætt að segja að veðrið leiki við okkur hér syðra á þessum laugardagsmorgni. Ég vaknaði eldsnemma í morgun og skrapp í göngutúr, þar varð þessi vísa til“: Grundir krýnir geisladís glæstar sýnir skarta. Geðið hlýnar gleðin rís glatt í mínu hjarta. Pétur Stefánsson skrifaði mér á mánudag: Um daginn er hvassir vindar gengu yfir varð þessi til: Hvassir vindar úti eru, alla tinda hefur fennt. Nú er yndi af inniveru, yrkja í skyndi ljóðin pent. Ferskeytlan er dásamlegt tján- ingaform: Mögnuð listin hróss og hnjóðs hljómar vel í munni. Geymist snilli orðs og óðs oft í ferskeytlunni. Ég rakst á þessa vísu á lausu blaði, höfundar var ekki getið en þessi skýring fylgdi: „Ásmundur þessi var bróðir Þórðar gamla á Leirá og ömmubróðir Þorsteins á Arnbjargarlæk.“ Þótt ýtar leiti út um haug og ofan í sorp til vonar enginn rekst á ærutaug Ásmunds Þorsteinssonar. Páll Árnason orti: Reynir oft í rökkrunum rétt að gamni sínu ástar gjóta augunum Ólafur til Línu. Lausavísur eftir Guðmund E. Geirdal: Lætur ekkert á sig fá ytri blekkinguna hreinn og flekklaus andi er á innri þekkinguna. Einn ég vaki og orna mér, eldar braka í hnyðjum, fæðist staka, en úti er allt í klaka viðjum. Hendi einhvern ólánið, ekki er spurt að sökum. Hrýs mér jafnan hugur við heimsins þrælatökum. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Af lygi, lausavísum og veðrinu Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.