Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 England Chelsea – Burnley ................................... 1:1 - Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 70 mínúturnar með Burnley. Manchester Utd – Manchester City....... 0:2 Brentford – Norwich................................ 1:2 Crystal Palace – Wolves .......................... 2:0 Brighton – Newcastle .............................. 1:1 Arsenal – Watford.................................... 1:0 Everton – Tottenham............................... 0:0 Leeds – Leicester..................................... 1:1 West Ham – Liverpool............................. 3:2 Staðan: Chelsea 11 8 2 1 27:4 26 Manch. City 11 7 2 2 22:6 23 West Ham 11 7 2 2 23:13 23 Liverpool 11 6 4 1 31:11 22 Arsenal 11 6 2 3 13:13 20 Manch. Utd 11 5 2 4 19:17 17 Brighton 11 4 5 2 12:12 17 Wolves 11 5 1 5 11:12 16 Tottenham 11 5 1 5 9:16 16 Crystal Palace 11 3 6 2 15:14 15 Everton 11 4 3 4 16:16 15 Leicester 11 4 3 4 16:18 15 Southampton 11 3 5 3 10:12 14 Brentford 11 3 3 5 13:14 12 Leeds 11 2 5 4 11:18 11 Aston Villa 11 3 1 7 14:20 10 Watford 11 3 1 7 12:19 10 Burnley 11 1 5 5 11:17 8 Newcastle 11 0 5 6 12:24 5 Norwich City 11 1 2 8 5:26 5 Arsenal – West Ham................................ 4:0 - Dagný Brynjarsdóttir lék fyrstu 66 mín- úturnar með West Ham. Þýskaland Wolfsburg – Augsburg ........................... 1:0 - Alfreð Finnbogason lék fyrri hálfleikinn með Augsburg. Essen – Bayern München ....................... 1:2 - Glódís Perla Viggósdóttir lék fyrri hálf- leikinn með Bayern en Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir var ekki í hópnum. Holland Feyenoord – AZ Alkmaar....................... 1:0 - Albert Guðmundsson lék fyrstu 70 mín- úturnar með AZ. Tyrkland Adana Demirspor – Hatayspor.............. 1:0 - Birkir Bjarnason kom inn á hjá Adana á 90. mínútu. Portúgal Benfica – Torreense................................ 2:1 - Cloé Lacasse lék 90 mín. með Benfica. Skotland Celtic – Rangers ...................................... 0:1 - María Ólafsdóttir Gros kom inn á hjá Celtic eftir 83 mínútur. Danmörk Bröndby – OB........................................... 2:1 - Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn með OB. Vejle – SönderjyskE................................ 3:1 - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á hjá SönderjyskE á 75. mínútu. Silkeborg – Köbenhavn .......................... 0:0 - Stefán Teitur Þórðarson kom inn á hjá Silkeborg eftir 64 mínútur. - Hákon Arnar Haraldsson lék fyrstu 71 mínútuna með Köbenhvan. Ísak B. Jóhann- esson kom inn á eftir 85. en Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður. Bandaríkin New England – Inter Miami ...................0:1 - Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá New England á 60. mínútu. Svíþjóð Kalmar – Norrköping ............................. 1:0 - Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 62 mín- úturnar með Norrköping en Jóhannes Kristinn Bjarnason var ekki með. Elfsborg – Varberg ................................. 0:0 - Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn hjá Elfsborg á 72. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson var varamarkvörður. Linköping – AIK ...................................... 2:0 - Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK. Växjö – Hammarby ................................. 0:2 - Andrea Mist Pálsdóttir kom inn á hjá Väzjö á 81. mínútu. - Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi Hammarby. Eskilstuna – Häcken ............................... 3:2 - Diljá Ýr Zomers kom inn á hjá Häcken á 60. mínútu. Noregur Haugesund – Bodö/Glimt....................... 2:2 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Odd – Kristiansund ................................. 2:4 - Brynjólfur Willumsson kom inn á hjá Kristiansund í uppbótartíma. Lilleström – Vålerenga........................... 0:0 - Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 81 mínútuna með Vålerenga. Mjöndalen – Viking ................................. 0:1 - Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leikinn með Viking og Samúel Kári Frið- jónsson lék fyrstu 88 mínúturnar. Vålerenga – Stabæk................................ 0:1 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga og Amanda Andradóttir lék fyrri hálfleikinn. 50$99(/:+0$ leikinn en Fram fékk nokkur tæki- færi til að jafna í blálokin. „Það hefði ekki orðið neitt smá svekkj- andi og í rauninni mjög týpískt að fara í Framheimilið og klúðra svona stöðu. Við höfum gert það áður, en það var mjög ljúft að vinna svona leik á laugardegi.“ Skiptir mjög miklu máli Morgan var sammála undirrit- uðum að um skemmtilegan leik tveggja góðra liða hefði verið að ræða. „Þetta var hraður og skemmtilegur leikur og það er mjög gaman að spila á móti Fram. Það voru einhverjir tæknifeilar, en við lærum af því. Heilt yfir var þetta góður liðssigur,“ sagði hún. Morgan segir sigurinn mikilvægan, þrátt fyrir að stutt sé liðið á tímabilið. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum að reyna að byggja upp liðið. Auðvitað er gott að vinna en við erum að einbeita okkur að því að verða betri. Þetta var mjög já- kvætt skref svona snemma á tíma- bilinu.“ Morgan lék mjög vel í leiknum og skoraði mikilvæg og ekki síður fal- leg mörk. Hún er rétt að snúa til baka eftir að hafa tekið sér tveggja ára frí frá handbolta, meðal annars vegna meiðsla. „Ég spilaði síðasta tímabilið mitt meidd í mjóbakinu. Ég var komin með ógeð af því að vera alltaf verkj- uð, svo ég fór að einbeita mér að skólanum og öðrum hlutum. Ég hef alltaf æft á fullu og svo kom löng- unin aftur. Ég hætti vorið 2019, svo það eru komin rúm tvö ár,“ sagði hún. Morgan viðurkennir að það hafi verið erfitt að komast í leikform á nýjan leik, en að sama skapi mjög skemmtilegt. „Undirbúnings- tímabilið var rosalega erfitt lík- amlega. Það er eitt að æfa og það er annað að æfa handbolta, en þetta hefur gengið vel. Það er rosalega skemmtilegt að vera mætt aftur að spila svona leiki,“ sagði Morgan Marie. Eftir frekar erfiða byrjun á leik- tíðinni vann ÍBV sinn annan leik í gær er liðið lagði Hauka á útivelli, 31:24. Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu nýliða Aftureldingar á heima- velli, 32:26, og HK vann sterkan 34:28-sigur á Stjörnunni. Raðar inn mörkum eftir tveggja ára frí - Valur vann toppslaginn á útivelli - Morgan spilaði ekki í tvö ár Morgunblaðið/Óttar Geirsson Átök Morgan Marie Þorkelsdóttir í hörðum slag gegn Fram í Framhúsinu. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst í sínu liði í toppslagnum. HANDBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valur er enn með fullt hús stiga í toppsæti Olísdeildar kvenna í hand- bolta eftir 25:24-útisigur á Fram á laugardag. Leikurinn var æsispenn- andi, stórskemmtilegur og góð aug- lýsing fyrir íslenskan handbolta. Morgan Marie Þorkelsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val og var markahæst ásamt Mariam Eradze. Morgan sat á bekknum á lokamín- útunum vegna meiðsla sem hún varð fyrir undir lokin og við- urkenndi hún í samtali við Morg- unblaðið að það hafi verið stress- andi að fylgjast með á bekknum. „Ég var mjög stressuð. Það er erfitt að horfa á þetta þegar maður er ekki inni á vellinum en ég hafði alltaf trú á að þær myndu klára þetta miðað við hvernig þær voru að spila leikinn,“ sagði Morgan en meiðslin sem hún varð fyrir í leikn- um eru ekki alvarleg. „Ég er hálf- föst, ég fékk högg á hálsinn en ég er samt alveg góð.“ Valskonur voru yfir nánast allan Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafn- aði í 12. sæti í 200 metra bringu- sundi í 25 metra laug í Kazan í Rússlandi. Snæfríður Sól synti á 1:58,11 mínútum og var það sem sagt tólfti besti tíminn í undanúrslitum. Áður hafði Snæfríður komist áfram úr undanrásunum en þá synti hún hraðar eða á 1:57,47 mínútum, en Íslandsmet Snæfríðar í greininni er 1:56,51 mínúta. Um er að ræða besta árangur Snæfríðar til þessa á stórmóti. Snæ- fríður á eftir að keppa á tveimur mótum í Danmörku á árinu. Ljósmynd/SSÍ Rússland Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í 12. sæti á EM í Kazan. Besti árangurinn til þessa hjá Snæfríði Zaragoza sigraði Real Betis 82:72 í spænsku ACB-deildinni í körfu- knattleik í gær. Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik fyrir Zaragoza en hann skoraði 11 stig og tók 6 fráköst á einungis 13 mín- útum. Var hann á meðal stigahæstu manna liðsins en tveir leikmenn skoruðu 12 stig. Þess má geta að 5 af 6 fráköstum Tryggva voru sókn- arfráköst. Zaragoza er í 10. sæti deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Valencia vann Joventut Badalona 71:70 eftir mikla spennu en Val- encia var lengi vel undir í leiknum. Martin Hermannsson skoraði 8 stig og gaf 3 stoðsendingar hjá Valencia en hann er í stóru hlutverki hjá lið- inu eins og fyrri daginn. Valencia er í 8. sæti deildarinnar með fimm sigra í fyrstu níu leikj- unum. Liðið hefur ekki verið jafn sterkt í upphafi tímabilsins og síð- ustu árin en meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Liðið gæti því átt eftir að sækja í sig veðrið síðar í vetur. Spænska deildin þykir sú sterk- asta í Evrópu þar sem fáir auðveld- ir leikir eru í boði fyrir bestu liðin. Átta efstu komast í úrslitakeppnina líkt og í deildakeppninni hér heima. Tryggvi nýtti tímann á parketinu vel Ljósmynd/FIBA Troðsla Tryggvi Snær Hlinason er illviðráðanlegur nærri körfunni. _ Mikið gekk á um helgina í mann- auðsdeildunum hjá félögum sem halda úti liðum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Norwich rak á laugardag- inn hinn þýska Daniel Farke úr starfi knattspyrnustjóra en honum hafði þá fyrr um daginn orðið það á að stýra liðinu til sigurs gegn Brentford á úti- velli. Norwich er reyndar í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir ellefu leiki og Farke yfirgefur liðið eftir fjög- urra ára starf. Daginn eftir var Dean Smith einnig sagt upp störfum sem knatt- spyrnustjóri Aston Villa. Smith tók við liðinu í B-deildinni í október 2018 og kom því aftur upp í ensku úrvalsdeil- ina. Liðið hafnaði í 11. sæti deild- arinnar á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil jafn vel. Villa situr í 15. sætinu eftir fimm tapleiki í röð. _ Á laugardag var formlega staðfest að Xavi Hernández hafi tekið við stjórnartaumunum hjá knattspyrnuliði Barcelona en ráðningin hafði legið í loftinu fyrir helgina. Einn dáðasti son- ur félagsins snýr því heim frá Katar eftir sex ára dvöl. Önnur gömul hetja, Andriy Shevchenko frá Úkraínu, er kominn til Ítalíu og mun stýra Genoa sem er í fallhættu í efstu deildinni á Ítalíu. _ Landsliðskonan Sara Rún Hinriks- dóttir átti góðan leik þegar lið hennar Phoenix Constanta vann Targu Mures, 62:58, eftir framlengdan leik í rúm- ensku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Sara Rún skoraði 11 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á þeim rúmu 36 mínútum sem hún lék. _ Knattspyrnukonurnar Þórdís Elva Ágústsdóttir og Bryndís Arna Níels- dóttir eru gengnar til liðs við Íslands- meistara Vals. Koma þær báðar frá Fylki, sem féll úr efstu deild á síðasta tímabili. Þórdís er 21 árs miðjumaður sem hóf ferilinn með Haukum en hefur spilað fyrir Fylki síðan 2019. Bryndís Arna er 18 ára framherji og er uppalin í Fylki. _ Ávallt er mikið umstang þegar Míl- anóliðin í knattspyrnu mætast í ítölsku deildinni enda búa bæði yfir mikilli sögu. Liðin mættust í gærkvöldi og gerðu 1:1 jafntefli á San Siro- leikvanginum. Tyrkneski landsliðs- maðurinn Hakan Calhanoglu kom Int- er Mílanó yfir á 11. mínútu með marki úr víti en hann kom einmitt frá AC Mil- an fyrir þessa leiktíð. Sex mínútum Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.