Morgunblaðið - 08.11.2021, Side 20

Morgunblaðið - 08.11.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 Rigningarsumar- ið mikla 1955 er enn í minnum haft, erfitt og leiðinlegt. Tvítug- ur bóndasonur frá Nesi, Bjarni Guðráðsson var þetta ár að hefja áralöng farsæl bústörf með henni Rúnu sinni frá Kletti, og byrjunar- reiturinn Gróf í Reykholtsdal. Þar bjuggu þau í tvö ár, en eftir það í Nesi. Engin óskabyrjun ungbóndans að hefja sjálfstæðan búskap á rigningarsumri, hann einn að basla, en hamingjan hossaði þó hjónaefnunum ungu, frumburður- inn leit dagsins ljós þetta sumar. Bjarni hefur líklega haft spurn- ir af því að Sturla nágranni hans, hreppstjóri á Sturlureykjum, hafi eitthvað getað notað 12 ára gaml- an læknisson frá Kleppjárns- reykjum til áburðardreifingar o.fl. um vorið, og úr varð að strákpjakkurinn varð liðléttingur hjá Bjarna í erfiðri heyskapartíð. Þarna hófust því samskipti okkar Bjarna. Ég reyndi að standa mig í þessari fyrstu „vinnu“ og plataði m.a.s. yngri bróður minn, Odd, með mér til starfans nokkru síðar, þannig að Bjarni fékk þarna tvo fyrir einn, þótt það orðalag hafi verið óþekkt þá. Bjarni Guðráðsson ✝ Bjarni Guð- ráðsson fædd- ist 13. janúar 1935. Hann lést 31. októ- ber 2021. Útför Bjarna fór fram 6. nóvember 2021. Samskipti okkar Bjarna urðu talsverð á næstu árum, og leiddu til vináttu okkar á milli. Sem dæmi um fjölhæfni hans þá botnhreins- aði hann fyrsta bíl- inn minn, Fiat 1100, sem engan veginn var smíðaður fyrir malarvegaakstur, og sauð í hann nýjan traustan botn, og bíllinn entist okkur áfram í nokkur ár. Minn- isstæð er mér för okkar félaga á sambandsþing UMFÍ, líklega haustið 1961. Einhver vandamál voru með bensíngeyminn á bíl Bjarna og bensínlyktin mér dálítið erfið, en á þinginu sjálfu naut ég reynslu hans og þekkingar, og fannst mikið til um. Við þinglok var hópnum boðið til Ásgeirs for- seta á Bessastöðum, og var það mér stráknum hreint ævintýri. Samskipti okkar Bjarna urðu eðlilega minni eftir að við Þurý fluttumst til Reykjavíkur, en alltaf var jafn ánægjulegt að hitta hann. Ég leitaði oft til hans um tónlistar- málefni, m.a vegna söngtexta- skráningar minnar, og kom þar sjaldnast að tómum kofa, enda Bjarni fjölfróður tónlistarmaður, organisti með ágætum og verðug- ur sporgöngumaður afa síns Bjarna Bjarnasonar, söngstjóra og organista á Skáney. En á síð- ustu áratugum hittumst við því miður aðallega við útfarir burt- kallaðra Borgfirðinga, m.a. þegar Sigrún kona hans var jörðuð haustið 2017. Síðasta samtalið átt- um við í kirkjugarðinum í Reyk- holti, sl. vor, þegar hann var að moka yfir, og ganga frá leiði Erlu frænku minnar, Hannesdóttur. Margt bar á góma hjá okkur þennan góðviðrisdag, og man ég þau orð hans sérstaklega að aldrei væri að vita hvaða grafarþjónusta yrði hans síðasta. Við brotthvarf héraðshöfðingj- ans, Bjarna Guðráðssonar verður Reykholtsdalur ekki samur, svo víða kom hann farsællega að mál- um. Genginn er mætur og góður drengur, sem ég sakna mjög. Við Þurý sendum börnum þeirra Rúnu, og fjölskyldunni allri ein- lægar samhryggðarkveðjur. Óli H. Þórðarson Við nafni mættumst fyrst á förnum vegi á hæðinni innan við Grímarsstaði. Milli mála á stækk- andi kúabúi hafði hann skotist í orgeltíma út á Skaga. Nokkrum árum síðar kom hann okkur í kór Hvanneyrarkirkju til hjálpar þeg- ar við höfðum misst ástsælan stjórnanda. Leið ekki á löngu áður en í höndum hans tók að mótast farsælt samstarf kirkjusöngvara við Reykholt og Hvanneyri; Reyk- holtskórinn varð til. Nafna hafði þá með fleirum komið til hugar að byggja kirkju í Reykholti. Kórinn söng við alla byggingaráfanga hennar, allt frá fyrstu pálsstungu til fullnaðarvígslu. Frá búverkum heima í Nesi skaust nafni fram í Reykholt, hlóð þar, hamraði eða greip í hvert annað verk sem vinna þurfti í kirkjusmíðinni; öll unnin af þrótti, hagleik og dirfsku þess sem vissi nákvæmlega hvert hann vildi ná. Í einni af Reykjavíkurferðum sín- um hafði hann svo dottið ofan á pípuorgel, sem hann festi kaup á, og sá til þess að því var komið fyrir í Reykholtskirkju hinni nýju – Dómkirkjuorgelinu úr Reykjavík. Minnisstæð verða kvöldin und- ir kirkjuvígsluna 1996: Að smíð- aryki sestu og hljóðnuðum dags- klið ötulla iðnaðarmanna, sem nafni lagði jafnan fullt lið, æfði hann vígslukórinn. Vissulega þótti okkur verkefnavalið í strembnari kantinum, en ódeigur og þolin- móður, væddur þráaskotnum metnaði tókst nafna að fá bæri- legan hljóm í kórinn; hann lét okk- ur líða sem sigurvegurum. Ógleymanlegar stundir. Næstu árin urðu þær margar: í Reyk- holtskirkju, fyrir austan haf og vestan, á hljómdiskum, fyrir háa og lága, þjóðhöfðingja og alþýðu- fólk. Reykholtskórinn varð gildur þáttur í héraðsmenningu Borgar- fjarðar. Illskiljanlegt er hvernig nafna tókst að komast yfir hin mörgu viðfangsefni. Vitanlega stóð hann ekki einn. Verkadrjúga samstarfs- menn hafði hann. Engan þó sem eiginkonuna Sigrúnu, er var klett- urinn í heimilis- og búrekstrinum í Nesi. Það var raunar lærdómur að sjá hversu nafna nýttist tíminn; með starfsgleði, skapandi hugsun og ekki síst járnvilja urðu hug- myndir hans að veruleika: Hann brá sér máske til Reykjavíkur eft- ir morgunmjaltir til fundar við ráðamann, rak músíkerindi við Hauk söngmálastjóra eða rækt- unarmála- við karlana í Búnaðar- félaginu, kom við í prentsmiðjunni þar sem unnið var að Byggðum Borgarfjarðar, bókverki Búnaðar- sambandsins, og hlóð svo sérstæð- an jeppapelling sinn háfarmi stóla í nýju kirkjuna til þess að nýta ferðina. Nafni var enn í miðri önn þegar kallið kom, búinn að breyta kúatúni sínu í golfvöll, auk margs annars. Héraðshöfðingi er fallinn, „svo nú gráta hrímgar hlíðar og holt um Borgarfjörð“. Eftir stendur fágætt æviverk eljumanns, sem ekki verður lýst í fáeinum minn- ingarorðum. Við hjónin þökkum löng kynni, vináttu og samstarf, sem færði okkur mikla gleði, lær- dóm og þroska sem seint mun gleymast. Allt það þökkum við af alhug og sendum fjölskyldu Bjarna Guðráðssonar frá Nesi einlægar samúðarkveðjur. Bjarni Guðmundsson. Einhvern tímann sagði maður að hann kviði fyrir því að verða gamalmenni. Það má segja um Bjarna í Nesi að þótt hann hafi orðið gamall varð hann aldrei gamalmenni. Andagiftin, eljan og vinnusemin var ótrúleg allt hans líf fram til síðasta dags. Ég kem úr tveimur áttum þeg- ar ég minnist Bjarna, annars veg- ar fæddur og uppalinn í Reyk- holtsdalnum og hins vegar sem formaður Golfklúbbsins Skriflu nú hin síðari ár. Bjarni var mikill athafnamað- ur. Hann var bóndi í yfir 40 ár og þau Sigrún kona hans byggðu upp mikið kúabú í Nesi, voru meðal frumkvöðla í því að hverfa frá hefðbundnu básafjósi í lausagön- gufjós, fyrirkomulag sem nú er nær algilt. Hann vann ötullega að félagsstörfum, bæði í hreppnum og í héraði. Hann var mikilvirkur í menningarlífi í Reykholtsdalnum, organisti í Reykholtskirkju í ára- tugi og fetaði þar í fótspor afa síns, Bjarna Bjarnasonar frá Skáney. Á mínum uppvaxtarárum bjuggu einnig í Nesi foreldrar Bjarna, þau Guðráður og Dísa. Við systkinin frá Vilmundarstöð- um minnumst þess með hlýju að hafa oft dvalið hjá þeim í Nesi, þetta heimili var okkur opið sem öðrum sem dvöldu þar sumar- langt. Nú er vinsælt að tala um sam- félagslega ábyrgð, það var sann- arlega hugsjón Bjarna alla tíð. Hann var vakinn og sofinn yfir því að gera Reykholtsdalinn að betra samfélagi, tónlist og menningar- líf, Ungmennafélag Reykdæla, leiklistarstarf og kirkjan, já kirkj- an. Reykholtskirkja og Snorra- stofa eru þrekvirki, glæsilegar byggingar og starfsemi sem tryggir að Reykholt heldur sínum sessi sem kirkjustaður og menn- ingarsetur. Margir komu að því verki en það er á engan hallað að nefna þar fremsta Bjarna í Nesi og Geir Waage fyrrverandi sókn- arprest í Reykholti. Þegar Bjarni og Sigrún brugðu búi upp úr síðustu aldamótum fóru þau að byggja upp bænda- gistingu og ferðaþjónustu í Nesi. Hluti af þeirri uppbyggingu var gerð 9 holu golfvallar sem var haganlega fyrir komið á hluta tún- anna. Golfvelli fylgir golfklúbbur og auðvitað stofnaði Bjarni Golf- klúbbinn Skriflu. Bjarni rak alltaf völlinn, Reykholtsdalsvöll, sjálfur en verkefni Skriflu er að halda ut- an um félaga klúbbsins og halda 2-3 golfmót á hverju sumri. Golf- mót hjá Skriflu eru gleðistundir, Bjarni lagði mikla áherslu á að völlurinn væri í góðu standi og að- stoðaði við að útvega verðlaun og t.d. hafa allir þátttakendur verið leystir út með poka af grænmeti frá framleiðendum í dalnum. Það hefur verið heiður og ánægja að starfa með Bjarna þessi ár. Ég votta börnum Bjarna og Sigrúnar og öðrum aðstandend- um samúð mína. Og fyrir hönd Golfklúbbsins Skriflu vil ég þakka Bjarna ómetanleg störf í þágu fé- lagsins. Magnús Sigurðsson. Bjarna Guðráðssyni var átt- ræðum svo lýst að hann væri sér- lega unglegur öldungur. Lengst- um mátti ekki sjá á honum nein ellimerki. Hann var þeirrar gerð- ar að endurnýja sig og líf sitt eftir því hvernig reis og hneig í fé- lagslegu umhverfi. Oft tók hann að sér forystu í framfaramálum og framkvæmdum. Honum brást aldrei löngun til starfa og athafna. Fram á hinsta dag var hann síið- jandi. Hætti aldrei að hugsa framávið. Samt þurfti hann að takast á við áföll og heyja tilveru sem ekkill einn á báti síðustu árin. Aðrir munu minnast ýmissa stórvirkja hans í héraði. Öll þau hamingjuverk halda á lofti hans nafni um framtíð. En mér er nú á kveðjustundu hugstæð samvinna á fróðleiksakri undanfarin ár og áratugi reyndar – tengd Snorra- stofu og héraðsfræðum. Hann var fróðleiksbóndi að eðli og upplagi, glaðbeittur og staðfastur eftir að miðið var tekið. Stundum fannst manni meira en nóg um staðfestu hans, honum varð þá ekki hnikað. Þó munaði hann ekki um að gegna ótal og ólíkum störfum í lífinu með fjölþættum tómstundum: íþrótta- maður, beljubóndi, skrifstofu- stjóri Snorrastofu, bókaútgefandi, ritstjóri, tónskáld, stofnandi og framkvæmdastjóri golfvallar, kór- stjóri og organisti. Allt gat Bjarni og vílaði ekkert fyrir sér. Mér eru líka minnisstæðar messuferðir í nágrannasóknum Reykhyltinga, að Stóraási og Gils- bakka. Það háttaði stundum þann- ig til að veður og vinna hindruðu mikla kirkjusókn nágranna- byggða, en ég af félagslegri for- vitni og í samstöðuskyni við klerk og organista fór með Geir og Bjarna til messuhalds í þessum útkirkjum. Mér er einskær hátíð í hjarta er ég minnist þessara stunda, aldrei mæltist síra Geir jafnvel og í þessu fámenni, aldrei lék Bjarni jafn guðdómlega og á organskriflið í Gilsbakkakirkju – og einu sinni vorum við bara tveir, Magnús heitinn Sigurðsson á Gils- bakka og undirteiknaður, og sung- um eins og englar í messuhaldi klerks og kórstjóra – allir breysk- ir bræður í guði. Upphafin stund. Ógleymanlegast er spjall og skemmtilegheit í kirkjukaffinu á eftir. Bjarni Guðráðsson var löngum í því hlutverki að skapa stemningu fyrir menningarlegri reisn í héraði. Hafi hann lof að lyktum. Óskar Guðmundsson í Véum. ✝ Guðbjörn Sig- mundur Jó- hannesson fæddist 11. janúar 1966 í Keflavík. Hann lést 18. október 2021. Foreldrar hans eru Guðrún Júlíana Jóhanns- dóttir og Jóhannes Kristinn Stef- ánsson sem lést árið 2002. Bróðir honum eldri er Jóhannes Kristinn, maki Þórey Ása Hilmarsdóttir. Dætur Gubjörns eru Byndís Inga, fædd 1993. Börn hennar og Marinós Odds Bjarnasonar eru Aþena Embla og Elmar Sölvi. Yngri er Tinna, fædd 1995, synir hennar og Elíasar Más Ómarssonar eru Leon Elí og Gabríel Már. Sambýliskona Guðbjörns er Steinunn Björk Árnadóttir, börn hennar eru; Steinar Davíð, Birna og Björk. Guðbjörn ólst upp fyrstu ár æv- innar í Sandgerði. Árið 1973 fluttu foreldrar hans til Njarðvíkur og gekk hann þar í skóla. Stúdents- prófi á viðskipta- og hagfræðibraut lauk hann frá Fjölbrautskóla Suðurnesja. Guðbjörn lék knattspyrnu og handbolta með Ungmennafélagi Njarðvíkur. Guðbjörn hóf ungur störf hjá Skipasmíðastöð Njarðvík- ur við járnsmíðar en í rúm 30 ár starfaði hann hjá í Malbik- urnar- og steypustöð sem rek- in var af Einari Sædal og son- um hans. Útförin fór fram 29. októ- ber 2021. Það er með sorg í hjarta sem við í árgangi 1966 í Njarðvík- urskóla kveðjum góðan bekkj- arbróður okkar, Guðbjörn S. Jóhannesson eða Gubba eins og við kölluðum hann alltaf. Bekkurinn okkar var ein- staklega góður, samsettur af ólíkum einstaklingum en jafn- vægi, virðing og vinátta ríkti á milli okkar. Vorum við eins og önnur börn áður fyrr alltaf úti að leika okkur, saman stelpur og strákar í hinum ýmsu leikj- um eða að keppa í íþróttum. Sem ungur maður hafði Gubbi allt með sér, var mynd- arlegur, yfirburðamaður í öll- um boltaíþróttum, góður náms- maður sem hafði ekkert fyrir náminu og var vinmargur. Hann kom vel fram við alla og aldrei leit hann stórt á sig þó að allt gengi upp hjá honum. Hann var einn af góðu strákun- um. Mikill íþróttaáhugi ein- kenndi strákana í árganginum og snerist allt um íþróttir og bolta og voru þær ansi margar stundirnar sem strákarnir eyddu á malbikinu fyrir utan Njarðvíkurskóla í körfubolta eða fótbolta. Yfir vetrartímann voru þeir síðan öllum stundum í íþróttahúsinu (Ljónagryfj- unni) sem var eins og þeirra annað heimili. Árið 1980 fóru þeir til Dan- merkur og kepptu í handbolta og var Gubbi þar fremstur meðal jafningja og leiddi liðið sitt til sigurs. Fengu þeir bikar og mynd af þeim birtist í blöð- unum. Þetta var mikil frægð- arför og upplifun á sínum tíma fyrir hópinn en þá voru ferða- lög barna í íþróttum ekki jafn sjálfsögð og í dag. Reyndar fóru þeir tvisvar sinnum til Danmerkur og unnu í bæði skiptin. Auk þess vann þessi hópur Íslandsmótið í handbolta árið 1981 og var Gubbi einn af þeirra bestu mönnum og þótti einn af efnilegustu leikmönnum í 4. flokki á Íslandi. Þegar grunnskóla lauk fór- um við eins og gengur í ólíkar áttir, sumir menntuðu sig en önnur fóru beint á vinnumark- aðinn. Flest okkar stofnuðu sína eigin fjölskyldu og vorum við upptekin af dagsins önn. Á þessum tímamótum minnkaði sambandið við Gubba, hann var lítið sýnilegur og kom sjaldan í fermingarpartí. Við söknuðum hans mikið því hann hafði alltaf verið einn af þessari sterku heild sem bekkurinn einkennd- ist af. Við reyndum mikið til að fá hann til þess að koma en hann gaf lítið færi á sér en við fréttum þó alltaf reglulega af honum. Hann hafði eignast tvær dætur og slitið sambúð við barnsmæður sínar og fyrir 17 árum lenti hann í vinnuslysi sem hafði mikil áhrif á heilsu hans í framhaldinu. Það var svo fyrir nokkrum árum sem Gubbi kom í fermingarpartí til okkar og glöddumst við mikið að sjá hann. Það var gott að sjá aftur gamla góða Gubba. Við sendum Steinunni sam- býliskonu Guðbjörns, dætrum og allri fjölskyldunni hans okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi þig elsku vinur og minningin um góðan bekkjar- bróður lifir í hjarta okkar allra. F.h. árgangs 1966 í Njarðvík, Ólafur Thordersen, Guðrún Guðmundsdóttir. Guðbjörn Sigmund- ur Jóhannesson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI G. BJÖRNSSON Smyrlaheiði 38 Hveragerði lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 3. nóvember. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 16. nóvember klukkan 13. Gísli Þór Helgason Hulda Guðbjörg Helgadóttir Þorsteinn Hreggviðsson Ásgerður Kristín Gylfadóttir Friðrik Jónas Friðriksson Aron Martin, Helgi Hjörtur, Jana Mekkín, Friðrik Björn, Arnar Logi og Hjörtur Logi. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, SVAVAR ÞÓR SVAVARSSON Austurvegi 16 Grindavík lést miðvikudaginn 3. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Pathumrattana Svavarsson Ísabella Ósk Svavarsdóttir Svavar Svavarsson Sæbjörg M. Vilmundsdóttir Lárus Svavarsson Kristín Þorsteinsdóttir Við þökkum hjartanlega öllum þeim sem studdu okkur og sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför GUNNBJÖRNS JENSSONAR, Ránargötu 27, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslu- og lyfjadeildar SAk og Jóni Erni lækni, heimahjúkrunar, sérstaklega til Ragnheiðar Valdimarsdóttur. Einnig þökkum við Gunnari Þór hjartalækni alla hjálp og stuðning gegnum árin. Borghildur Rún Baldursdóttir Jens S. Esra Gunnbjörnsson Friðrik Baldur Gunnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.