Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Efling- ar, stillir sér upp sem fórnarlambi eftir að hafa sagt af sér emb- ætti. Hún stillir sér raunar upp sem einu mesta fórn- arlambi síðari tíma, því að hún segist telja að fáar mann- eskjur hafi á undanförnum ár- um þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni. Trúnaðarmenn starfs- manna Eflingar, og starfs- mennirnir hafa staðfest þá frásögn, lýstu því í ályktun í júní síðastliðnum hvernig starfsmenn félagsins hefðu leitað til þeirra „og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta“. Þessu fylgja óskemmtilegar lýsingar á ástandinu innan Eflingar og meðal annars sagt að „fólk þori ekki að tjá sig vegna ótta við að lenda í óvinahópnum eða á aftökulist- anum“. Þá er því lýst að þetta séu ekki nýjar áhyggjur „heldur hafa þær verið að þróast og dýpka með árunum. Á síðustu þremur árum hafa 22 starfs- menn af liðlega 50 manna starfsmannahópi hætt eða verið sagt upp.“ Sólveig Anna gerði ekkert með þessa ályktun, reyndi að stinga henni undir stól og endaði það með því að hún hrökklaðist úr starfi ásamt helsta samverkamanni sínum. En það er ekki aðeins að Sólveig Anna telji, þvert á augljósar staðreyndir, að starfsmenn félagsins hafi of- sótt hana, þeir skildu ekki heldur baráttuna, auk þess að vera hysknir, ólíkt Sólveigu Önnu sjálfri og samverka- manninum. Sólveig Anna seg- ir starfsfólkið ekki hafa sett sig inn í baráttuna „af þeirri dýpt sem þarf til að skilja hana. Á endanum held ég að það sé vegna þess að þau viðurkenna ekki og skilja ekki þær aðstæður sem verka- og láglaunafólk innan Eflingar býr við.“ Þetta er töluverður áfellis- dómur um starfsmennina, sem formaðurinn fyrrverandi fellir í samtali við Kjarnann, en hún lætur ekki þar við sitja og segir líka að hún og sam- verkamaðurinn séu „mjög kappsöm og markmiðasett,“ þau séu „með mikið starfs- þrek og mikla orku“. Þetta, ásamt „róttækri orðræðu“, hafi ef til vill orðið til þess að hún hafi orðið „jaðarsett inn- an vinnustaðarins“. Ólíkt kappsamri Sólveigu Önnu var starfsfólkið, að hennar sögn, með afar góð kjör ofan á hóflega vinnu- skyldu og frjálslegan vinnu- tíma. Sósíalismanum hefur alla tíð fylgt mannfyrirlitning. Einstaklingurinn skiptir engu máli, aðeins óskilgreindur fjöldinn. Sólveig Anna er hefðbundinn og sanntrúaður sósíalisti. Aðrir skilja ekki baráttuna, jafnvel þeir sem eru nærri henni í skoðunum. Það dugar ekki til, sósíalistar hafa alltaf gengið út frá því að aðeins ein leið sé fær, þeir sem aðhyllast aðrar leiðir sæta hreinsunum. Þetta hefur ítrekað sýnt sig í þeim ríkjum þar sem sósíalisminn er gerð- ur að stjórnarstefnu. Að þetta stjórnarfar hafi náð tökum á verkalýðsfélagi á Íslandi nú á tímum er með miklum ólík- indum. Verkalýðshreyfingin íslenska þarf ekki á öfgafólki að halda} Sósíalisminn í Eflingu Í Venesúela kúg- ar og sveltir sósíalistinn Mad- uro landa sína úr forsetahöllinni. Nágranni hans og pólitískur samherji, Daniel Ortega, leitaði í gær endur- kjörs til forseta í Níkaragúa. Að tala um endurkjör eða kosningar í þessu sósíal- istaríki er vitaskuld fjar- stæðukennt enda lá nið- urstaðan fyrir áður en kjörstaðir opnuðu til að 4,3 milljónir kjósenda gætu nýtt sér kosningaréttinn. Allir vita að um gervikosn- ingar er að ræða enda hefur Ortega barið niður mótmæli með harðri hendi og hundruð hafa látið lífið. Sjö stjórn- málamenn sem taldir voru eiga möguleika á að ná kjöri eru á meðal þeirra 39 stjórn- arandstæðinga sem handteknir hafa verið frá því í júní síðastliðnum þegar stjórnvöld hertu tökin gegn stjórnarandstöðunni. Og til að tryggja að umfjöllun fjölmiðla yrði ekki til að trufla Ortega og sósíalistana hans var stjórnandi síðasta dagblaðs stjórnarandstöðunnar settur á bak við lás og slá í ágúst. Ortega býr sig nú undir að fagna sigri. Hann gæti gert það strax en bíður líklega gervitalnanna. Um leið bíða landsmenn þess að bera hlekk- ina allmörg ár enn. Sósíalistinn Ortega hyggst kúga landa sína lengi enn} Gervikosningar í Níkaragúa S amfélagsumræðan hefur fjallað eilítið um öfgar undanfarna daga. Nánar tiltekið hvernig viðbrögð við ýmsum atburðum eru öfgafull, dómstóll götunnar hafi tekið til starfa og sé allt í senn – lögregla, dómari og böðull. Það eru mörg dæmi í mannkynssög- unni sem ættu að kenna okkur hversu slæm hugmynd dómstóll götunnar er. En. Og þetta er risastórt en. Dómstóll göt- unnar glímir við mál sem við ættum líka að hafna. Af því að ef við gerum það ekki, ef við hunsum vandann þá verður slíkur dómstóll óhjákvæmilega til. Þetta er einfaldur sann- leikur sem við verðum að skilja, hvar orsök og afleiðing liggur. Dómstóll götunnar er heldur ekkert mikið meira en almenningsálitið. Það verður alltaf til staðar. #metoo-byltingin snerist um að rjúfa þögnina. Að segja frá því ofbeldi sem ætti sér stað allt of oft. Að kenna fólki hvað væri óboðlegt og yrði að ljúka. Það þýð- ir líka að ef einhver brýtur af sér þá hljóti því að fylgja einhver refsing. Réttlætiskennd okkar býður ekki upp á annað. En hvað er viðeigandi refsing? Réttlætið sættir sig heldur ekki við of harða refsingu. Það þarf nefnilega að vera pláss fyrir bót og betrun. Hér liggur vandinn sem við glímum við þessa dagana. Við vitum ekki hvað er viðeigandi refsing eða hvernig á að afsaka eða fyrirgefa í þessum málum. Sumir benda á að þetta sé verkefni dómstóla – en hunsa á sama tíma hvernig réttarkerfið hefur gersamlega brugðist þolendum í þessu málaflokki. Aðrir garga á dómstól götunnar og ásaka þau sem standa að baki honum um öfgar og aftökur og taka þannig stöðu með gerendum í klassískri meðvirkni þar sem það er verra að benda á brotið en að fremja það. Enn aðrir segja bara að þetta sé allt í plati, sem er örugglega versta afstaðan sem hægt er að taka í þessum málum. Því þótt við eigum að trúa þolendum þá þýðir það ekki sjálfkrafa að við dæmum gerendur. Oft þarf ekkert meira en stuðning og skilning. Vandinn sem #metoo benti á er ekki nýr. Hann er jafn gamall og samfélag manna. Nú mætir kynferðislegt ofbeldi hins vegar sam- félagsmiðlum þar sem þöggun er einfaldlega ekki til, sama hvað fólk reynir – og stað- reyndin er að sem samfélag vitum við ekki hvernig á að bregðast við því. Mig langar því að beina samfélags- umræðunni þangað og spyrja hvernig viðbrögðin eiga að vera? Hvað uppfyllir réttlætiskennd okkar í svona mál- um á tímum samfélagsmiðla? Við vitum alveg að það verður aldrei réttarkerfið, það hefur aldrei staðið undir væntingum í kynferðisbrotamálum, af ýmsum ástæðum. Hvað þá? Því þetta er ekkert að fara að hverfa. Því þarf að svara þessari spurningu, fyrr en síðar. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Öfgar í nýju samfélagi Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Hulda Hrund Sigmundsdóttir, Ninna Karla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Tanja M. Ís- fjörð Magnúsdóttir. Aðrir í hópnum eru Hjalti Kristjánsson, Klara Rakel, Sindri Þór Hilmars-Sigríðarson og ein manneskja sem vill halda nafn- vernd. Nafngreina ekki gerendur „Við höfum verið umdeild fyr- ir það að við höfum zero tolerance fyrir gerendameðvirkni. Einnig fyrir að gefa þolendum rödd undir nafnvernd,“ segir Tanja og bætir við að það sé algengur misskiln- ingur að hópurinn ákveði að slaufa eigi ákveðnum gerendum. „Við fáum oft spurningar á borð við „hver er næstur?“ en við höfum aldrei verið að nafngreina ger- endur.“ Hún segir það ekki innan stefnu hópsins að veita einhvers konar þjónustu við að vekja at- hygli á einstaka gerendum heldur á rótgrónum vanda sem kynbund- ið ofbeldi er. „Hversu mikil þörf er á því að laga réttarkerfið og gera það þol- endavænna ásamt því að berjast gegn gerendameðvirkni og nauðg- unarmenningu. Við hlustum, trú- um og styðjum þolendur, alltaf.“ Nafnið passi við áformin „Þegar kom að því að finna nafn á hópinn vildum við að það myndi passa við áformin. Við töl- um oft um að vera róttækir femín- istar. Við notum róttækar aðferðir til að breyta ýmiss konar rót- grónum vanda í samfélaginu. Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir þá erum við ekki hér til að vera þægileg. Við viljum sjá breytingar og erum ekki hrædd við að rugga bátnum. Nafnið Öfgar er því ádeila. Það er oft sagt að róttækir femínistar séu öfgafemínistar og við ákváðum því bara að taka það og eigna okkur. Við kennum okkur ekki við öfga eða beitum öfgum. Við beitum vissulega oft og tíðum róttækum aðferðum en það er að virka, við sjáum það,“ segir Tanja um tildrög nafnsins Öfgar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mótmæli Öfgar stóðu fyrir samstöðumótmælum, ásamt bleika fílnum fyrir utan Laugardalshöll þegar kynferðisbrot innan KSÍ komust í hámæli. Nafnið Öfgar er ádeila Aðgerðahópurinn Öfgar » Var stofnaður í sumar. Upphaflega var hópurinn til þess að svara hatursorðræðu á samfélagsmiðlinum TikTok. » Stendur saman af innri og ytri kjarna. Megintilgangur hópsins er að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og nauðg- unarmenningu. SVIÐSLJÓS Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is H ópur að nafni Öfgar hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum und- anfarið og verið virkur og haft áhrif á umræðu um kyn- bundið áreiti og ofbeldi, ofbeldis- mál innan KSÍ og umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um „hreinsunareld Þóris Sæ- mundssonar“ svo dæmi séu tekin. En hvað er þessi hópur? Hverjir tilheyra og honum og hvað vilja þeir upp á dekk? Tanja M. Ísfjörð Magn- úsdóttir, sem er í stjórn hópsins útskýrir að Öfgar séu fjölbreyttur hópur af feminískum aðgerðas- innum sem stofnaður var í sumar. Tilgangur og eðli hópsins hefur tekið stakkaskiptum síðan þá. „Þetta byrjaði þannig að það var ákveðin þörf á feminískum aktívisma á samfélagsmiðlum. Það var mikil þörf á að vega á móti ljótum athugasemdum þarna á TikTok. Þar voru aðallega ungir strákar með rasisma, transfóbíu, fitufordóma og kvenfyrirlitningu. Þá spratt upp hugmynd að fem- inískum TikTok-hópi,“ segir Tanja. Ætluðu að vera fyndnar „Þannig að það má segja að í fyrstu ætluðum við okkur að vera fyndnar á TikTok með smá ádeilu og fræðslu. Þetta átti ekkert að vera grafalvarlegt,“ segir Tanja. Hún segir að þau sem að hópnum standi hafi aldrei búist við því að hann yrði það sem hann er í dag. „Við höfum áorkað miklu eft- ir að stefnan breyttist hjá okkur á einni nóttu,“ segir Tanja og bætir við: „Núna erum við að- gerðahópur, við erum aktívistar og opinberar persónur. Sum okk- ar voru kannski aðeins þekkt fyr- ir aktívisma áður en TikTok- hópurinn var stofnaður en aðrar voru að stíga sín fyrstu stóru skref þannig þetta var mikil breyting á stuttum tíma.“ Hún segir hópinn beina sjón- um sínum að aðstæðunum sem kynbundið ofbeldi fær að þrífast í og gefa þolendum kynbundins of- beldis stuðning. Hópurinn stendur saman af innri og ytri kjarna. Innri kjarn- inn er stjórn hópsins en ytri kjarninn eru aðrir félagar. Stjórn skipa: Helga Ben,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.