Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 1
Grunnskólabörn í Hveragerði nutu veðursins á fullveldisdeginum í gær. Röð myndaðist við Bungubrekku þar sem þyngdaraflið nýttist þeim til að renna sér niður frosna jörðina. Líða fer að jólum og um leið byrja börnin mörg hver að hlakka til hátíðarinnar. Þá er ekki úr vegi að skella jólasveinahúfu á kollinn, þótt sveinarnir sjálfir séu ekki enn komnir til byggða. Hætt er við að fönn taki að bráðna í dag, en bú- ist er við skúrum eða éljum eftir hádegi, á sama tíma og stytta mun upp á Norðausturlandi. Hiti mun vera um og yfir frostmarki. Morgunblaðið/Eggert Kátir krakkar renndu sér niður Bungubrekku F I M M T U D A G U R 2. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 283. tölublað . 109. árgangur . UPPSKRIFTIR GERÐAR FYRIR GRÆNKERA HOLLENSK TYRKJARÁN SÖNGLEIKJA- SKÁLDSINS MINNST GJÖRBREYTT MYND AF ATBURÐUNUM 28 STEPHEN SONDHEIM 64HÁTÍÐARMATUR 8 SÍÐUR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Starfsfólki hjá hinu opinbera hefur fjölgað um níu þúsund frá september 2017 en starfsmönnum á einkamark- aði fækkað um átta þúsund. Hefur hið opinbera því staðið undir fjölgun starfa síðustu ár en störfum í einka- geiranum fækkaði sem kunnugt er í kórónuveirukreppunni. Samtök atvinnulífsins vekja at- hygli á þessari þróun en niðurstaðan grundvallast á úrvinnslu Hagstof- unnar á skattskrám. Með ríkisstarfs- mönnum er átt við starfsfólk í opin- berri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og í heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Þessi öfugþróun þarfnast skýr- inga frá hinu opinbera,“ segir Hall- dór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri SA. Kostnaðurinn mun meiri Fjallað var um launaþróun hjá ríkisstarfsmönnum í Viðskipta- Mogganum í gær. Þar kom fram að heildarlaun ríkisstarfsmanna nálgist að vera að meðaltali milljón. Jafn- framt að hver ráðning kosti að jafn- aði á aðra milljón, að meðtöldum launatengdum gjöldum. Halldór Benjamín segir þetta van- mat. Að teknu tilliti til launatengdra gjalda og annars kostnaðar megi reikna 55-60% ofan á laun fyrir virkan vinnutíma. Samkvæmt því kostar hver ráðn- ing ríkið hálfa aðra milljón króna. „Mælingar Hagstofunnar hafa staðfest að útfærsla Lífskjarasamn- ingsins hjá hinu opinbera hafi leitt til meiri launahækkana en sem nemur launabreytingum á almennum vinnumarkaði,“ segir Halldór en þróunin sé uppskrift að launaskriði. Fjölgað um níu þúsund MHækkanir uppskrift … »38 - Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað frá árinu 2017 - SA telur kostnað við hverja ráðningu vel á aðra milljón Landnáma er öðrum þræði hagsaga og felur í sér mikilvægar heimildir um fólkið, sem settist að á Íslandi í upp- hafi. Það er mikil og merk fjöl- skyldusaga, ekki síst Ingólfs Arn- arsonar; enda var hér ekkert ríkisvald og völd og áhrif urðu til í kringum fjölskyldurnar, sem hér helguðu sér land. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali við dr. Ásgeir Jóns- son seðlabankastjóra í Dagmálum í dag, netstreymi Morgunblaðsins, sem opið er öllum áskrifendum. Eft- ir hann er nýútkomin bókin Eyjan hans Ingólfs, þar sem sú saga er rakin, en auk Landnámu Ara fróða Þorgilssonar er stuðst við sæg ann- ara heimilda, sem dr. Ásgeir hefur viðað að sér. Hann segir heimilda- gildi Landnámu mikið, þótt sumt sé fært í stílinn. Útdráttur úr viðtalinu er í Morgunblaðinu í dag. »10 Ingólfur skapaði Ísland - Ásgeir Jónsson í viðtali Dagmála Ásgeir Jónsson Bæonne-skinka 979KR/KG ÁÐUR: 1.999 KR/KG Grísapurusteik 1.499KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG Lúxushryggur Rauð epli 284KR/KG ÁÐUR: 379 KR/KG VERÐ- SPRENGJA! VERÐ- SPRENGJA! 51% AFSLÁTTUR 40% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR '+)&($ !+)%- #,*", DESEMBER FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ 22 dagar til jóla Búðu til jólakort á jolamjolk.is _ Grunur leikur á um að fyrsta til- felli nýs afbrigðis kórónuveirunnar, Ómíkron, sé komið upp hér á landi. Það hefur þó ekki fengist staðfest með óyggjandi hætti. Upplýsingafulltrúi almanna- varna tjáði Morgunblaðinu í gær- kvöldi að unnið væri að því að rað- greina sýnið sem um er að ræða. Ekki fengust upplýsingar um hvar sýnið hefði verið tekið eða þá af hvaða tilefni. Hversu vel bóluefni duga gegn Ómíkron-afbrigðinu er enn á huldu. Búast má við niðurstöðum rann- sókna um það á næstu dögum. Afbrigðið var fyrst uppgötvað í Suður-Afríku en þarf þó ekki endi- lega að hafa orðið til þar. Suðurafr- ískir læknar hafa sagt að svo virðist sem veikindi af völdum afbrigðisins séu vægari en af öðrum afbrigðum. Grunur um Ómíkron- tilfelli á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.