Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 ÁRMÚLI 28-30 DOMUSNOVA - SÍMI 527 1717 - WWW.DOMUSNOVA.IS LÁTTU FAGFÓLK SELJA ÞÍNA EIGN Leigist í heilu lagi eða hlutum. Jarðhæð hússins hentar vel sem verslun og/eða skrifstofur. Allar skrifstofur í húsinu eru með léttum glerveggjum sem auðvelt að breyta og aðlaga að starfsemi viðkomandi. Mjög góð hljóðvist í öllu húsinu. Mötuneyti á jarðhæð með nýlegum tækjum. Bílastæði við húsið samtals 72. Fasteignin er öll endurnýjuð að utan.Að innan er hún vel búin hvað varðar kerfis- loft, loftræstikerfi, lýsingu, rafkerfi þar á meðal aðgangsstýringarkerfi og sérstök ljósavél til að fyrirbyggja rafmagnsleysi. Ný lyfta er í húsinu og sameiginleg rými þar á meðal stigagangar og salerni hin glæsilegustu. Alls 2.802 m2 Leigist í heilu lagi eða hlutum til leigu Agnar Agnarsson öggiltur Fasteignasali gnar@domusnova.is ími: 820 1002 L a S Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Snjótittlingur sem var litmerktur hér á landi fannst nýlega í Þýska- landi og mun þetta vera í fyrsta skipti sem það gerist. Um var að ræða kvenfugl sem merktur var við Víkingavatn 5. apríl í vor með auðkennisnúmerinu A39. Ekkert hafði spurst til A39 frá merkingu fyrr en tilkynning kom frá þýsk- um fuglaáhugamanni sem sá hann á eyjunni Amrum í Norðursjó, við strönd Þýskalands. Frá þessu er greint á heimasíðu Náttúrustofu Norðausturlands og þar segir að rannsóknasetur Há- skóla Íslands á Suðurlandi hafi hafið litmerkingar á snjótittlingum veturinn 2019-2020. Tveir starfs- menn Náttúrustofu Norðaust- urlands tóku þátt í verkefninu og hafa frá fyrri hluta árs 2021 merkt snjótittlinga við Víkingavatn, á Húsavík og í Grímsey. 350 snjótittlingar litmerktir Snjótittlingarnir voru veiddir í gildru þar sem þeir komu í fóður- gjafir að vetrarlagi. Merki voru sett á báða fætur, hefðbundið ál- merki á þann vinstri en á hægri fótinn var settur rauður plast- hringur með hvítri áletrun. Áletr- unin samanstóð af einum bókstaf og tveimur tölustöfum. Á góðu færi má svo lesa áletrunina með sjónauka eða með því að ljós- mynda fuglana. Búið er að merkja um 350 snjó- tittlinga með þessum litmerkjum og eru álestrar á þá orðnir eitt- hvað á fimmta hundrað. Lang- algengast er að merktir snjótitt- lingar sjáist aftur á merkingarstað en nokkrir hafa lagt land undir væng og fundist misfjarri merk- ingarstað. Þannig hafa snjótitt- lingar merktir á Húsavík fundist við Víkingavatn, á Kópaskeri og í Jökuldal. Snjótittlingar merktir við Víkingavatn hafa fundist á Ak- ureyri, Húsavík, Kópaskeri og í Jökuldal. Áður en A39 skaut upp kollinum í Þýskalandi, höfðu fuglar merktir hér fundist í öðrum löndum á þessum slóðum, s.s. Danmörku og Hollandi, segir á heimasíðu NNA. Að nokkru farfugl Snjótittlingurinn er af ættbálki spörfugla og er norðlægasti spör- fuglinn á jörðinni, að því er segir á fuglavefnum. Þar segir að snjó- tittlingurinn, eða sóskríkjan, sé að nokkru farfugl og að hluti stofns- ins hafi vetursetu í Skotlandi og grænlenskir fuglar séu far- og vetrargestir hér. Snjótittlingurinn er 16–17 sentimetrar að lengd, 30– 40 grömm að þyngd og með 32–38 sm vænghaf. Í nýrri bók Sigurðar Ægissonar, sóknarprests á Siglufirði, Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar: Fugladagbókin 2022, er fjallað um snjótittlinginn og ferðalög hans. Þar segir meðal annars: „Lengst- um var talið að snjótittlingurinn væri algjör staðfugl hér á landi, en eftir að farið var að stunda merkingar að einhverju ráði hefur komið í ljós, að hluti stofnsins leggst í flakk til annarra landa á haustin og fyrri part vetrar, að- allega til Skotlands. Eru það eink- um kven- og ungfuglar. Erfiðir vetur á Fróni geta haft þar nokk- uð um að segja. Einnig hafa náðst á Íslandi snjótittlingar merktir erlendis, nánar tiltekið í Bandaríkjunum (1), Bretlandseyjum (35), Dan- mörku (1), Finnmörku í Noregi (1), Grænlandi (1) og Hollandi (3),“ segir í bók Sigurðar um fuglana. Þar segir enn fremur að íslensk þjóðtrú geymi fátt um snjótittling- inn. Þó er mælt að af honum megi læra um ókomin veðrabrigði. Snjótittlingur á ferð og flugi - Var litmerktur á Víkingavatni í vor - A39 skaut upp kollinum á eyju undan ströndum Þýskalands - Hluti stofnsins leggst í flakk til annarra landa á haustin A39 sást 28. nóvember á eyjunni Amrum við strönd Þýskalands Merktur við Víkingavatn í Kelduhverfi 5. apríl 2021 með auðkennisnúmerinu A39 Ferðalag snjótittlings til Þýskalands ÍSLAND ENGLAND NOREGUR ÞÝSKALAND A39 á þýskri grund 1.850 km er stysta leið frá Víkingavatni að Amrum Ljósmynd/Náttúrustofa Norðausturlands Flakkari Snjótittlingurinn víðförli við merkingu 5. apríl síðasta vor. Miðstjórn ASÍ segir það valda sérstaklega von- brigðum í stjórn- arsáttmála nýrr- ar ríkisstjórnar „að loforð sem gefin voru í tengslum við kjara- samningana 2019 eru endurunnin og útþynnt í sáttmálanum,“ eins og segir í ályktun fundar miðstjórn- arinnar í gær. Þar beri hæst loforð um húsnæðismarkaðinn og þann kostnað sem heimilin beri, hvort sem fólk er á leigumarkaði eða eignamarkaði. „Stuðningur stjórn- valda við húsnæðisöryggi og til- færslukerfin mun ráða úrslitum í kröfum verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga 2022 og 2023,“ segir í yfirlýsingunni. Hvergi sé í sáttmálanum minnst á að styrkja atvinnuleysistrygg- ingakerfið, setja bremsu á leigu- markað og styrkja vaxtabótakerfið. „Endur- unnin og útþynnt“ - ASÍ gagnrýnir stjórnarsáttmálann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í tilkynningu í gær að hlut- urinn sem fannst í fyrradag í rusla- gámi við Mánatún reyndist vera heimatilbúin sprengja. „Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og sá hún um að tryggja vettvang og eyða sprengjunni. Ekk- ert hefur komið fram við rannsókn málsins sem bendir til þess að málið tengist sendiráði erlends ríkis. Tveir af mönnunum þremur sem handteknir voru í tengslum við málið hafa hafið afplánun vegna fyrri refsidóma en þriðja mann- inum hefur verið sleppt,“ segir í til- kynningu lögreglunnar. Er rannsókn sögð miða vel en ekki verði veittar frekari upplýs- ingar um málið að svo stöddu. Heimatilbúin sprengja í ruslagámi Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er mikil óánægja með þetta og við munum sannarlega gera athuga- semdir,“ segir Orri Huginn Ágústs- son, formaður stjórnar Bandalags sjálfstæðra leik- húsa. Framlag ríkisins til sjálf- stæðu leikhús- anna nemur um 94 milljónum króna á næsta ári samkvæmt ný- birtu fjárlaga- frumvarpi. Það er um 30% niður- skurður frá fjár- málaáætlun og engan veginn viðunandi að mati Orra. „Ég vona að fólk sjái í hendi sér að þetta er glapræði,“ segir Orri sem kveðst telja að ástæðu niðurskurðar- ins megi rekja til þess að í fyrra hafi framlag verið hækkað vegna áhrifa kórónuveirunnar. Staðreyndin sé hins vegar sú að áhrifa hennar gæti enn hjá sjálfstæðu leikhúsunum. „Þau eru enn í mjög slæmri stöðu og þó nokkrir hópar sitja enn óbættir,“ seg- ir hann og vísar til þess að fjölmargir sviðslistamenn hafi ekki átt rétt á úr- ræðum stjórnvalda vegna samkomu- takmarkana. „Þetta svíður líka af því að við erum búin að vera í mörg ár að berjast fyrir því að þessir verkefnastyrkir verði auknir og það gert myndarlega. Framlagið núna er lægra en það var fyrir Covid svo við erum komin fimm ár aftur í tímann. Staðreyndin er eftir sem áður sú að sjálfstætt sviðslista- fólk stendur fyrir yfir helmingi af þeim uppfærslum sem færðar eru á svið á hverju ári en fær ekki nema um 8% af þeim opinberu fjármunum sem veittir eru til sviðslista.“ „Glapræði“ að skerða framlög - Sjálfstæð leikhús ósátt við skerðingu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjálfstæð Leikhópurinn Lotta glímir við afleiðingar kórónuveiru. Orri Huginn Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.