Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 10
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
kallar eftir því að Íslendingar hefji
nýtt samtal um landnám Íslands.
Það gerir hann með útgáfu nýrrar
bókar sem ber titilinn Landið hans
Ingólfs. Segir hann bókina í raun
vera einskonar drög og hún sé
hugsuð sem framlag til umræðu um
þetta efni.
Ásgeir er gestur minn í Dag-
málum í dag þar sem við ræðum
bókina og þær niðurstöður sem Ás-
geir hefur komist að við síendurtek-
inn lestur Landnámu Ara fróða
Þorgilssonar auk annarra heimilda
sem hann hefur viðað að sér, ekki
aðeins um landnám Íslands heldur
sem varða samtíma þess fólks sem
byggði landið fyrst. Það eru heim-
ildir sem teygja sig m.a. til Noregs,
Danmerkur, Írlands og Suðureyja.
Segir Ásgeir að skort hafi á við
sögurannsóknir hér á landi að líta
til þessara heimilda til þess að skilja
betur tilurðarsögu landnámsins og
það fólk sem hingað fluttist yfir
beljandi úthafið.
Kom til að stunda veiðar
Þegar ég spyr Ásgeir út í hvað
reki seðlabankastjóra í miklum önn-
um út í það að gefa frá sér rit sem
þetta, fáum misserum eftir að hann
gaf út aðra bók um sögulegt efni,
Uppreisn Jóns Arasonar, bendir
hann á að doktorsritgerð hans hafi
verið á sviði hagsögu. Landnám Ís-
lands sé einnig hagsaga og þar komi
margt forvitnilegt í ljós, m.a. hvern-
ig verslun og viðskipti ýta mönnum
út í landafundi en einnig hvernig
þjóðskipulag varð til hér á landi á
fyrstu áratugunum eftir landnámið.
„Ég nefni bókina þessu nafni því
miðpunktur sögunnar er landnáms-
maðurinn Ingólfur Arnarson og fjöl-
skylda hans. Hún var ráðandi á
þessum tíma og Ísland þess tíma
var búið til af þessari fjölskyldu,“
útskýrir Ásgeir og bendir á að teng-
ingarnar liggi víða. Auður djúp-
úðga, sem hafði sterk tengsl inn í
háaðalinn á Írlandi, var frænka Ing-
ólfs og það sama gilti um Skalla-
Grím. Þá er ljóst af heimildum að
Hrafna-Flóki sem fann Ísland á
undan Ingólfi var frændi Hjörleifs
sem hingað kom ásamt landnáms-
manninum fræga.
„Þeir hafa án efa komið hingað til
lands fyrir orð Hrafna-Flóka. Hann
hefur sagt þeim hvernig þeir gætu
komist hingað. Mér finnst einnig
augljóst af heimildunum að Hrafna-
Flóki hafi ekki hrökklast frá Íslandi
vegna þess að bústofn hans hafi
drepist. Hann kom hingað til þess
að stunda veiðar, sennilega á rost-
ungum.“
Skiljanleg mynd af landnáminu
Segist Ásgeir með bókinni reyna
að draga upp einfalda og skiljanlega
mynd af landnáminu og þessum
miklu fjölskyldutengslum. Mikil-
vægt hafi verið að gera það með
áhugaverðum og jafnvel skemmti-
legum hætti. Og hann segir söguna
mikilvæga því landnámið sé öðrum
þræði fjölskyldusaga. Hér var ekk-
ert ríkisvald og völd og áhrif urðu
til í kringum fjölskyldurnar.
Segir Ásgeir að flest bendi til
þess að þetta fólk hafi verið kristið.
Um það vitni heimildir af Kjalarnesi
t.d. Hins vegar hafi þetta fólk tekið
upp heiðinn sið og lagað skipan
hans að þekkingu sinni á kristinni
kirkju sunnar í álfu. Ákvörðun þar
um hafi verið af pólitískum toga.
Fjölskylda Ingólfs hafi áttað sig á
að hinn gamli siður var lykillinn að
völdum.
„Þetta gerðu þau til að tryggja að
það væri enginn að fara að skara
fram úr þeim í blótum því þá var
orðið ljóst að blótveislur voru
grundvöllur að goðorði sem var síð-
an grundvöllur að pólitísku valdi.“
Þegar ég spyr Ásgeir hvort hann
telji að þar með hafi Ísland verið
mótað af tækifærissinnum, stendur
ekki á svari: „Þau voru stjórn-
málamenn.“
Spurður út í heimildirnar sem
hann vinni með og hafi rýnt segir
Ásgeir mikilvægt að gera greinar-
mun á því sem satt er og hins sem
fært er í stílinn. Hins vegar sé ekki
eðlilegt að afskrifa allar heimildir
um landnámið sem hugarfóstur síð-
ari tíma höfunda. Í frásögnunum sé
að finna sanna lýsingu á rás atburð-
anna og hún eigi erindi við okkur í
dag. Það geri okkur kleift að skilja
hvernig Ísland og íslenskt sam-
félagið mótaðist á fyrstu áratug-
unum og öldunum eftir landnám.
Fleiri bækur væntanlegar
Í viðtalinu, sem áskrifendur
Morgunblaðsins geta nálgast á
mbl.is, spyr ég Ásgeir hvort hann
láti staðar numið við útgáfu þess-
arar bókar. Hann telur það ósenni-
legt. Fleira brenni á honum varð-
andi endurskoðun á sögu Íslands.
Hann fullyrðir ekki að ný bók sé
væntanleg en að hann gangi með
það í maganum að fjalla um sögu
frumkirkjunnar hér á landi. Telur
hann að of lítið hafi verið gert úr
hlut erlendra biskupa sem hingað
komu og mótuðu siðinn. Ástæða sé
til að fara betur yfir það tímabil og
draga úr þeirri áherslu að kristin
kirkja hafi átt sér einhverskonar
upphaf með stofnun Skálholts-
staðar. Þar áttu einmitt í hlut af-
komendur Ingólfs Arnarsonar,
Mosfellingarnir.
Kallar eftir nýju samtali
um landnám Íslands
- Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendir frá sér bók um
landnám Íslands - Hagsaga í aðra röndina
Umræða Ásgeir Jónsson vill hefja nýtt samtal um landnám Íslands.
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
Kíktu í heimsókn
og prófaðu!
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Vinsælu Hvíldarsófarnir
væntanlegir aftur í byrjun desember
Sjá nánar
á patti.is
Tryggðu
þér
eintak
2 sæta sófi
3 sæta sófi
Hægindastóll
Vandaðir sófar með
rafstillanlegum sætum.
SX 80532
FULLKOMIN
BLANDA
fyrir notalegasta tíma ársins
14.995.- / St. 21-30
Vnr.: E-73359152132
14.995.- / St. 21-30
Vnr.: E-73359151052
ECCO BARNASKÓR
VANDAÐIR OG HLÝIR GORE-TEX KULDASKÓR
12.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-75431160138
12.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-75431160139
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
Allt um sjávarútveg