Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 18

Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Rafmagnsgítar Rafmagnsbassi Klassískur gítar KassabassiKassagítar Gítarbanjó Fiðla 26.900 Heyrnartól Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn Gítarinn ehf Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Hljómborð í úrvali Ukulele Kajun tromma í úrvali Jólagjafir Gítarmagnari fyrir rafmagnsgítara Magnari fyrir kassagítar og míkrafón Kassagítarar á tilboði Hljómborð á tilboði Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Orkuskipti eru mikilvæg fyrir um- hverfið, en almenningur sættir sig þó ekki við þær breytingar sem boðaðar eru nema þær feli í sér vöxt og betri lífsskilyrði. Því er uppstokkun og ný nálgun mikilvæg,“ segir Sigurður Hannesson fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins. Margt í stefnu nýrrar ríkis- stjórnar snýr að hagsmunum at- vinnulífs. Má þar nefna að sett hef- ur verið á laggirn- ar sérstakt ráðuneyti vísinda, ný- sköpunar og iðnaðar, sem Sigurður telur vera góða ráðstöfun. Nýsköpun sé drifkraftur í iðnstarfsemi, sem aft- ur byggist á þekkingu. „Ánægjulegt er að sjá skýr skila- boð í stjórnarsáttmálanum um að iðn- aður í víðum skilningi muni standa undir velmegun í framtíðinni,“ segir Sigurður og heldur áfram: „Viðbrögð í efnahagsmálum nú eru allt önnur en við bankahrunið árið 2008, þegar farið var í víðtækan nið- urskurð sem hefur reynst dýrkeypt- ur, til dæmis hvað varðar innviði landsins. Viðhorfin hafa breyst þann- ig að ríki heims halda hagkerfum gangandi á tímabundnum yfirdrætti. Hagstjórnartækjunum er beitt til að verja heimili og fyrirtæki fyrir nið- ursveiflu og til að efla samkeppnis- hæfni fyrirtækja og stoðir hagvaxtar litið til lengri tíma.“ Hugvitsgreinar vaxa endalaust Um 44 þúsund manns starfa í dag hjá íslenskum iðnfyrirtækjum, sem standa undir 21% landsframleiðslu og sköpuðu á síðasta ári upp undir 41% útflutningstekna. Þar eru í aðalhlut- verki stóriðja og annar orkusækinn iðnaður og svo hugverkaiðnaður, til dæmis tölvuleikjagerð, upplýsinga- tækni, líf- og heilbrigðistækni og há- tækni. „Helstu vaxtarbroddar atvinnulífs- ins í dag byggja á hugviti og geta því vaxið endalaust. Þetta kallar á eflda háskólakennslu í raungreinum, því í dag er takmarkað framboð af fólki með tæknimenntun hamlandi þáttur. Að háskólarnir séu vistaðir í ráðu- neyti iðnaðar er því spennandi,“ segir Sigurður. „Ég tel Íslendinga líka geta líka tekið forystu með þróun ýmissa grænna lausna í tengslum við fyrir- huguð orkuskipti. Á sínum tíma færðu Íslendingar sig úr notkun olíu til húshitunar yfir í hitaveitu og raf- magn. Því er hér til staðar þekking og reynsla í orkumálum, reyndar mun meiri en áður, sem við getum miðlað á svo marga vegu. Hjálpað öðrum þjóð- um að ná sínum markmiðum í lofts- lagsmálum.“ Meðal breytinga sem fylgja nýrri ríkisstjórn er að skipulagsmál færast nú í innviðaráðuneyti, sem jafnframt fer með samgöngu- og sveitarstjórn- armál. Sigurður Hannesson segir SI fagna þessari breytingu, því með þessu séu allar forsendur fyrir því að bygging allra mannvirkja verði skil- virkari en verið hafi. Oft hafi seina- gangur einkennt afgreiðslu mála og tafið framkvæmdir. Það slái góðan tón að ríkið skuli sameina skipulags-, byggingar- og samgöngumál í innvið- aráðuneyti sem ætti að greiða úr flækjum. Eina svarið að byggja meira „Að afgreiðsla verkefna í skipu- lagsmálum taki mörg ár er ekki eðli- legur framgangur. Þarna er svigrúm til þess að gera betur,“ segir Sigurð- ur. Þetta setur hann í samhengi við ríkjandi aðstæður á fasteignamark- aði, þar sem tilfinnanlega vantar meira íbúðahúsnæði. Eina svarið við því sé að byggja meira, og þá sé til bóta að Húsnæðis- og mannvirkj- astofnun haldi í dag vel utan um fjölda húsa í byggingu, geri húsnæðisáætl- anir og fleira. Átak hafi verið gert til að koma slíkri upplýsingaöflun og -miðlun í betra horf. „Þörf er á miklum framkvæmdum víða um land, hvort sem slíkt er upp- bygging íbúðarhúsnæðis, vegagerð, opinberar byggingar eða aðrir innvið- ir. Svo þarf líka að virkja meira, svo endurnýjanleg orka geti að öllu leyti komið í stað jarðefnaeldsneytis,“ seg- ir framkvæmdastjóri SI og að lokum „Endurbætur á flutningskerfi raf- orku eru líka aðkallandi. Ýmsar fyr- irhugaðar framkvæmdir styðja við spár um kröftugan hagvöxt á næsta ári – en svo eitthvað hægari vöxt 2023 og 2024. Þegar ég les stjórnarsátt- málana og önnur gögn sýnist mér að næstu ár ætti hér að verða jafn stíg- andi í efnahagsmálum. Þar hefur mik- ið að segja að í stjórnarstefnunni verða atvinnulífi og iðnaði á marga lund sköpuð bætt starfsskilyrði og vonandi ná þær fyrirætlanir fram að ganga.“ Mikilvægar breytingar slá góðan tón - Uppstokkun í Stjórnarráði góð ráðstöfun, að mati SI - Orkuskiptum fylgi vöxtur - Iðnaður undir- staða velmegunar - Breytt viðhorf í efnahagsmálum - Þörf á miklum framkvæmdum víða um land Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Grafið í jörðu og lagnir tengdar. Mikilvægir innviðir. Sigurður Hannesson „Tíminn líður hratt,“ segir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Eim- skips. „Árið er senn á enda og komið að þeim árstíma þar sem dagatalið kemur út en við finnum og vitum að dagatalið okkar er ómissandi meðal margra. Hefðin er sterk og formið sí- gilt; fallegar landslagsmyndir sem hafa skapað sér sess á fjölmörgum heimilum innanlands sem utan.“ Nú í vikunni var byrjað að afhenda dagatal Eimskips, sem prentuð eru í um 20 þúsund eintökum, en mikill fjöldi fólks gerir sér leið á starfs- stöðvar félagsins til að næla sér í ein- tak og einhver eru send á starfs- stöðvar félagins víða um heim. Fyrsta dagatal Eimskipafélags Ís- lands var gefið út árið 1928 og hefur komið út óslitið síðan, að frátöldum árunum 1944 og 1965. Í fyrra skiptið var pappírsskortur á stríðsárunum þessa valdandi og í síðara sinnið sparnaðaraðgerðir. Öllum dagatöl- unum hefur verið haldið til haga, nema hvað árið 1958 vantar í safnið. „Við vitum að dagatölin okkar eiga frátekinn stað á eldhúsveggnum á fjölda heimila og margir hafa safnað þeim í gegnum árin Við eigum þau öll hjá okkur nema árið 1958 og það væri gaman ef einhver ætti það til og væri til í að gefa í safnið. Annars höfum lagt okkur fram um að innleiða papp- írslaust umhverfi, en varðandi daga- tölin hefur gamli tíminn trompað þann nýja, í bili að minnsta kosti. Við höfum þó stigið mikilvæg skref og kolefnisjöfnum útgáfuna nú í þriðja sinn,“ segir Edda. Einstakt ár að líða Dagtalið góða prýða nú, eins og síðastliðin tvö ár, ljósmyndir sem hjónin Arnar Kristjánsson og Simona Buratti tóku. Myndefnin eru frá land- inu öllu, til að mynda tvær af eldgos- inu í Geldingadölum. Slíkt má teljast vel við hæfi, því umbrotin á Reykja- nesskaganum voru tvímælalaust einn stærsti viðburður ársins sem er að líða. Tugir þúsunda fólks fóru að eld- gosinu, sem var myndrænt að öllu leyti. Slíkt sést vel á myndum mars- og októbermánaða 2022 á dagatali Eimskipa. „Það verður spennandi að sjá hvað 2022 ber í skauti sér. Árið sem er að líða hefur verið einstakt á margan hátt og staðan á alþjóðlegum flutn- ingamörkuðum áhugaverð. Flutn- ingageirinn er spennandi starfsum- hverfi og í stöðugri þróun, með endurnýjun skipa og fleiru,“ segir Edda. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Almanak Gamli tíminn hefur trompað þann nýja, í bili að minnsta kosti, segir Edda um útgáfu dagatalanna sem nær allt aftur til ársins 1928. Frátekinn staður á eldhúsveggnum - Dagatal Eimskips 2022 er komið út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.