Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 22
Atvinna
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
ALVÖRU
VERKFÆRI
190
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Í söngleiknum um Bubba, Níu líf,
sem sýndur er á Stóra sviði Borgar-
leikhússins, hefur innkoma trúba-
dors á miðja sýningu vakið athygli
og menn velt fyrir sér hvort um leik-
ara væri að ræða eða raunverulega
íslenska trúbadora. Þegar blaða-
maður fór að kanna málið kom í ljós
að Borgarleikhúsið hafði auglýst eft-
ir fólki á öllum aldri til þess að taka
þátt í sýningunni. Eina skilyrðið var
að kunna að syngja lagið Stál og
hnífur við eigin gítarundirleik.
Haldnar voru prufur og þangað
mættu um hundrað manns. Að lok-
um urðu tíu manns fyrir valinu sem
skiptast á um að stíga á svið. Áhorf-
endur vita því aldrei hvað bíður
þeirra; hvort á svið kemur ellefu ára
stúlka að stíga sín fyrstu skref eða
fimmtugur reynslubolti. Í vor fjölgar
að öllum líkindum í hópi trúbadora
og ef til vill gæti einhverjum þekkt-
um andlitum brugðið fyrir en leik-
húsið vill ekki gefa of mikið upp um
það. Það verður að fá að koma áhorf-
endum á óvart.
Barnið í herbergi baksviðs
Þórdís Imsland er ein þeirra sem
urðu fyrir valinu. Hún eignaðist sitt
fyrsta barn fyrir fjórum vikum og
hefur því bæði stigið á svið langt
gengin með barnið og örfáum vikum
eftir barnsburð. Barnið fær að halda
til í herbergi baksviðs ásamt föður
sínum á meðan móðirin tekur lagið.
Þórdís segir að sér þyki Bubbi
frábær tónlistarmaður og textasmið-
ur. „Það er líka heiður að fá að vera
hluti af svona flottu teymi.“
Allir eru kynntir sem trúbadorar
og Þórdís segist kannski ekki vera
mikill trúbador í raun og veru heldur
sé hún söngkona. Það sama á við um
Sylvíu Rún Guðnýjardóttur frá
Grundarfirði sem einnig stígur á
svið. Þær lærðu báðar að spila Stál
og hnífur fyrir prufurnar. Sylvía hef-
ur þó talsverða reynslu af því að
syngja lög Bubba, sérstaklega ást-
arlögin.
„Ég hefði ekki flokkað mig sem
Bubba-aðdáanda fyrir þetta en eftir
að hafa tekið þátt í sýningunni,
kynnst lögunum og sögunni hans er
ég orðin aðdáandi. Að fá þetta tæki-
færi er draumi líkast.“
Bubbi hafði mikil áhrif
Ólíkt söngkonunum tveimur hefur
Bjarni Ómar Haraldsson mikla
reynslu af því að starfa sem trúba-
dor og af því að flytja lög Bubba.
Hann fylgdist með Utangarðs-
mönnum frá byrjun, enda frá Rauf-
arhöfn eins og tveir liðsmenn hljóm-
sveitarinnar, og fór að tileinka sér
tónlist Bubba í kjölfarið. „Við getum
sagt að hann sé áhrifavaldur, hann
hafði mikil áhrif á mína tónlist.“
Hann kynntist Bubba ofurlítið
persónulega þegar hann var að stíga
sín fyrstu skref 13 eða 14 ára og
minnist þess hvað Bubbi tók honum
opnum örmum. Amma Bjarna var
mikill aðdáandi Bubba og var keyrð
með sjúkrabíl á tónleika hjá honum
þegar það var eina leiðin til þess að
flytja hana milli staða. Þegar hún
hætti að geta gert það lagði Bubbi
leið sína til hennar og spilaði fyrir
hana nokkur lög.
„Það er þessi hlið á Bubba sem
hefur haft hvað mest áhrif á mig,
hann er miklu mýkri maður en sum-
ir halda.“
Tækifæri
sem er
draumi líkast
- Fjölbreyttur hópur söngvara skiptir
með sér hlutverki trúbadors í Níu lífum
Með gítarinn Þórdís Imsland í hljóðprufu á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrir sýningu á söngleiknum Níu líf.
Söngkona Sylvía Rún er ein þeirra sem stíga á svið. Trúbador Bjarni Ómar þekkir lög Bubba vel.