Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 33
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Opið alla daga til jóla
Frábært úrval af
fallegum
sloppum
í Jólapakkann
Vefverslun
selena.is
Frí
heimsending
um land allt
inn. Þessir minni hópar eru líka
duglegir í snafsinum,“ segir Jakob
og hlær við.
Framleiða eigin snafsa
Þeim sem vilja koma sér í góðan
jólagír er ekki í kot vísað hjá Jak-
obi og Guðmundi. Á aðventuseðli
Matkrárinnar má finna jólasmá-
rétti, smurbrauð og heita rétti auk
eftirrétta. Vinsælast er þó að panta
sér jóladiskinn svokallaða. „Á hon-
um er „allt upp á einn disk“ eins og
segir í jólakvæðinu, fimm réttir og
eftirréttur,“ segir Jakob sem byrj-
aði að reiða fram svokallaðan jóla-
platta á Jómfrúnni árið 1996.
„Þetta er þekkt hugtak í veitinga-
mennskunni í dag en það kemur frá
stríðsárunum í Danmörku. Þar var
reynt að sporna við því að yfirstétt-
in gæti verið í allsnægtum meðan
lýðurinn þjáðist. Það átti að gæta
hófs og því mátti bara vera einn
skammtur á mann. Þá bjuggu þeir
einfaldlega til platta með nokkrum
réttum á.“
Rétt eins og á Jómfrúnni mæla
veitingamennirnir með því að fólk
fái sér öl og snafs með matnum.
Álaborgar jólasnafsinn nýtur vin-
sælda að sögn Jakobs en vertarnir
bjóða einnig upp á eigin fram-
leiðslu. „Við gerum okkar eigin
snafsa og notum til þess krydd-
jurtir úr stórum garði sem við er-
um með. Við erum með mjög góðan
jólasnafs.“
Athvarf fyrir borgarbúa
Jakob segir að heimamenn í
Hveragerði og fólk af Suðurlandi
öllu sæki staðinn. Stór hluti gest-
anna er þó fólk af höfuðborg-
arsvæðinu sem kemur þangað til að
gera sér glaðan dag. „Hveragerði
er orðið eins konar athvarf fyrir
Reykvíkinga og við njótum góðs af
því. Þeir koma gjarnan í stuttar
heimsóknir og gista á hótelunum
hér. Það er svo margt í boði hérna;
göngustígar, Reykjadalur og sund-
laugin fræga.“
Dönsk jóla-
stemning í
Hveragerði
- Reykvíkingar sækja Matkrána heim
Morgunblaðið/Eggert
Skál Veitingamennirnir Guðmundur Guðjónsson og Jakob Jakobsson skála í eigin framleiðslu, jólasnafsinum góða.
Vinsælt Jóladiskur Matkrárinnar er vinsæll, fimm réttir auk eftirréttar.
Þar er meðal annars að finna síld, reykta önd, jólapaté hússins og purusteik.
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Matkráin er dekurverkefni okkar
hér. Við höfum lagt ástríðu í stað-
inn og það er gaman að taka á móti
fólki í jólastemningu,“ segir Jakob
Jakobsson, veitingamaður á Mat-
kránni í Hveragerði.
Jakob og maður hans, Guð-
mundur Guðjónsson, ráku sem
kunnugt er Jómfrúna í Reykjavík
um langt árabil. Eftir að þeir seldu
staðinn fyrir nokkrum árum tóku
þeir sér frí frá störfum en sneru
svo endurnærðir aftur og opnuðu
Matkrána árið 2019. Staðurinn hef-
ur notið mikilla vinsælda en sam-
komutakmarkanir hafa vitaskuld
sett strik í reikninginn eins og hjá
öðrum stöðum. Margir vilja gera
vel við sig í aðdraganda jóla og
kíkja því við á Matkránni.
„Það hrúgast inn pantanir frá
hjónum og minni hópum en stærri
hópar og fjölskyldur hafa á móti af-
pantað. Jólamánuðurinn markast
því eitthvað af þessu ástandi en
okkur hefur gengið vel að fylla sal-