Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 34
34 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA,
hefur stofnað nýja landsbyggðar-
deild fyrir athafnakonur á Suður-
nesjum. Yfir 80 konur tóku nýverið
þátt í stofnfundi en markmiðið með
stofnun deildarinnar er að kort-
leggja tækifæri til atvinnusköpunar
kvenna á Suðurnesjum. Eliza Reid
forsetafrú var viðstödd stofnfund-
inn.
Í forsvari fyrir stofnun deild-
arinnar á Suðurnesjum voru Fida
Abu Libdeh, frumkvöðull og stofn-
andi nýsköpunarfyrirtækisins
Geosilica, og Guðný Birna Guð-
mundsdóttir, bæjarfulltrúi og
stjórnarformaður HS Veitna. Báðar
eru þær félagar í FKA. Við stofnun
deildarinnar nutu þær Abu stuðn-
ings stjórnar FKA og fram-
kvæmdastjóra félagsins, Andreu
Róbertsdóttur.
Tilgangur landsbyggðardeildar
Suðurnesja er að sameina konur á
svæðinu í því skyni að auka þátt
kvenna í störfum og stjórnum auk
þess að leggja áherslu á nýsköpun
og eflingu atvinnutækifæra.
FKA stofnar deild
á Suðurnesjum
Ljósmynd/FKA
Athafnakonur Forsprakkar stofnunar deildar FKA á Suðurnesjum, Guðný
Birna Guðmundsdóttir og Fida Abu Libdeh, ásamt Elizu Reid forsetafrú.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nýlega var hafist handa við að rífa Óðins-
bryggjuna, gamla trébryggju sem er milli
Sjóminjasafnsins og Kaffivagnsins. Bryggj-
an var dæmd ónýt og verður sams konar
bryggja byggð í hennar stað.
Faxaflóahafnir buðu fyrr á árinu út end-
urbyggingu Óðinsbryggju. Tvö tilboð bárust
og voru bæði yfir kostnaðaráætlun, sem
hljóðaði upp á 82 milljónir króna. Töng ehf.
bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 156
milljónir og Aðalvík fyrir tæpar 117 millj-
ónir. Samið var við Aðalvík á grundvelli til-
boðsins. Verklok eru sett 31. mars 2022.
Reynt er að haga verktímanum þannig að
sem minnst röskun verði yfir sumartímann
þegar aðsókn er meiri í Sjóminjasafnið og í
Óðin, samkvæmt upplýsingum Magnúsar
Þórs Ásmundssonar hafnarstjóra.
Harðviður verður notaður í nýju bryggj-
una og voru kaupin einnig boðin út. Sex til-
boð bárust og var það lægsta 270 þúund
evrur, eða nálægt 40 milljónum íslenskra
króna.
Við verkið er notaður öflugur prammi í
eigu Faxaflóahafna en hann hefur reynst
drjúgur við ýmsar framkvæmdir á höfn-
unum undanfarna áratugi. Þetta var upp-
haflega ekjubrú fyrir farþegaskipið Eddu
og síðar var hún líka notuð fyrir ekjuskipin
Álafoss, Eyrarfoss og enn síðar Laxfoss og
Brúarfoss.
Sumarið 1983 hófu Eimskip og Hafskip
rekstur bílaferjunnar Eddu sem sigldi milli
Reykjavíkur, Newcastle í Bretlandi og
Bremerhaven í Þýskalandi. Skipafélögin
stofnuðu sameiginlega dótturfyrirtækið
Farskip gagngert til þess. Edda gat tekið
900 farþega og 160 bíla. Hún kom í fyrsta
skipti til Reykjavíkur 1. júní en rekstri var
hætt 15. október, enda varð nokkurt tap af
rekstrinum.
Fjórar trébryggjur í Vesturhöfninni
Í Vesturhöfn Gömlu hafnarinnar í
Reykjavík eru fjórar timburbryggjur. Sú
nyrsta, Síldarbryggjan við Marshallhúsið,
hefur verið breikkuð og endurbætt á síð-
ustu áratugum og telst í þokkalegu ástandi.
Innri bryggjurnar þrjár, við Kaffivagninn,
kallast einu nafni Verbúðabryggjur. Ytri
bryggjurnar tvær voru endurnýjaðar upp
úr 1990. Innsta bryggjan við Sjóminjasafnið
hefur lítið viðhald fengið síðustu áratugi.
Hún var dæmd ónýt árið 2018 og ákvað
stjórn Faxaflóahafna að láta vinna að hönn-
un nýrrar bryggju og nú er komið að fram-
kvæmdum. Bryggjan verður 60 metra löng
og sjö metra breið timburbryggja á timbur-
staurum.
Við gömlu bryggjuna hafa legið varð-
skipið Óðinn og dráttarbáturinn Magni und-
anfarin ár, en bæði þessi skip hafa verið
tekin úr notkun. Hefur bryggjan oft verið
nefnd Óðinsbryggja, enda er skipið nú eins
konar sjóminjasafn. Meðan á niðurrifi
stendur liggur Óðinn við Síldarbryggjuna
en gamli Magni við Ægisgarð.
Tók þátt í þremur þorskastríðum
Varðskipið Óðinn kom til landsins 27. jan-
úar 1960 en hann var smíðaður í Álaborg í
Danmörku árið 1959. Óðinn tók þátt í öllum
þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Síð-
asta siglingin á vegum Landhelgisgæsl-
unnar var farin í júní 2006 og nú er Óðinn
hluti af Sjóminjasafninu Grandagarði.
Dráttarbáturinn Magni var smíðaður í
Stálsmiðjunni í Reykjavík 1954 og hannaður
af Hjálmari R. Bárðarsyni skipaverkfræð-
ingi (1918-2009) fyrir Reykjavíkurhöfn.
Hann var í notkun til 1986. Magni var
fyrsta stálskipið sem Íslendingar smíðuðu.
Morgunblaðið/sisi
Bryggjan rifin Stórvirkri gröfu hefur verið komið fyrir á prammanum og rífur hún Óðinsbryggjuna, fjöl fyrir fjöl. Ný bryggja verður síðan byggð og á hún að vera tilbúin í mars á næsta ári.
Óðinsbryggjan gamla er að hverfa
- Var dæmd ónýt en sams konar bryggja verður byggð í hennar stað - Óðinn og Magni færðir
Morgunblaðið/sisi
Nýr staður Meðan á framkvæmdum stendur
er Óðinn við Síldarbryggjuna, nálægt Brimi.
ÚRVAL AF LJÓSUM
FRÁ BELID
www.rafkaup.is