Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 40
40 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
HUNDAFÓÐUR
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Réttarhöldum yfir Ghislaine Max-
well, fyrrum kærustu og samstarfs-
konu barnaníðingsins Jeffrey Ep-
stein, var fram haldið í New York í
gær. Hún er m.a. sökuð um mansal
og þátttöku í illvirkjum Epsteins
gegn ólögráða stúlkum. Saksóknari
heldur því fram að Maxwell hafi séð
um að útvega Epstein margar stúlkn-
anna sem hann braut síðan á kynferð-
islega.
Á þriðjudaginn mætti fyrir réttinn
kona sem aðeins var nefnd „Jane“ í
verndarskyni og vitnaði um hvernig
Epstein hefði brotið á sér þegar hún
var á barnsaldri, 14 ára gömul, árið
1994 og síðan á næstu árum. Hún
sagði að Maxwell hefði oft verið við-
stödd brotin og komið kynnum þeirra
á upphaflega. Maxwell hefði einnig
tekið þátt í kynlífinu með sér og Ep-
stein. Jane sagði einnig frá marg-
víslegu öðru kynsvalli í bústöðum Ep-
steins.
Einnig kom fyrir réttinn þennan
dag einkaflugmaður Epsteins, Law-
rence Paul Visoski, og staðfesti hann
að Maxwell hefði verið nr. 2 í hinu
mikla veldi Epsteins, en kvaðst þá
ekki eiga við viðskipti hans og fjármál
heldur allt sem varðaði einkahagi
hans og húsnæði. Sjálfur sagðist
hann aldrei hafa orðið vitni að neinum
kynferðislegum athöfnum Epsteins.
Maxwell, sem er 59 ára gömul,
neitar sök og verjendur hennar halda
því fram að verið sé að nota hana sem
blóraböggul fyrir glæpi sem Epstein
framdi, en hann stytti sér aldur í
fangelsi 2019. Maxwell hefur verið í
strangri öryggisgæslu og einangrun
frá því hún var handtekin í fyrra. Tólf
manna kviðdómur tekur afstöðu til
sektar eða sakleysis.
AFP
Réttarhöld Epstein og Maxwell
þegar allt lék í lyndi.
Sökuð um að hafa
brotið gegn barni
- Réttað yfir Ghislaine Maxwell
Ursula von der
Leyen, forseti
framkvæmda-
stjórnar Evrópu-
sambandsins,
sagði í gær að
tímabært væri
fyrir aðildarríki
sambandsins að
íhuga að skylda
fólk til þess að
bólusetja sig
gegn kórónuveirunni. Sagði von
der Leyen þó ljóst að endanleg
ákvörðun þess efnis yrði í höndum
hvers og eins aðildarríkis.
Von der Leyen sagði þörf á þess-
ari umræðu nú í ljósi þess að enn er
um þriðjungur af þeim 450 millj-
ónum manns sem búa í aðildaríkj-
unum óbólusettur gegn veirunni.
Austurríki hefur þegar fyr-
irskipað slíkt skref, og mikil um-
ræða er nú í Þýskalandi um hvort
rétt sé að gera slíkt hið sama. Þá
ákváðu stjórnvöld í Grikklandi að
skylda alla yfir sextugu til að bólu-
setja sig.
Þá sagði von der Leyen að bólu-
efni handa börnum í Evrópu yrði
líklega tilbúið í kringum 13. desem-
ber næstkomandi.
EVRÓPUSAMBANDIÐ
Aðildarríkin íhugi
skyldubólusetningu
Ursula
von der Leyen
Fjórir særðust, þar af einn alvar-
lega, þegar sprengja frá tímum síð-
ari heimsstyrjaldar sprakk við járn-
brautarlagningu í München. Voru
starfsmenn að bora í grennd við
Donnersberger-brúna, rétt hjá
aðallestarstöð borgarinnar, þegar
sprengjan sprakk. Stöðvuðust lest-
arsamgöngur um nær alla München
í kjölfarið.
Ósprungnar sprengjur frá tímum
styrjaldarinnar finnast enn í Þýska-
landi, og hafa stór borgarhverfi
verið rýmd vegna hættunnar af
þeim. Oftast nær tekst þó að af-
tengja þær án skaða.
Sprengjusérfræðingar sem skoð-
uðu leifar hennar sögðu að þessi
sprengja hefði vegið 250 kíló, en
óvíst er hvers vegna enginn tók eft-
ir henni áður.
ÞÝSKALAND
Sprengja úr seinna
stríði særir fjóra
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Antony Blinken, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
bandarísk stjórnvöld hefðu séð sönn-
unargögn fyrir því að Rússar gætu
mögulega verið að leggja á ráðin um
innrás í Úkraínu. Hótaði Blinken því
að Bandaríkin myndu setja harðar
viðskiptaþvinganir á Rússa ef til inn-
rásar kæmi.
„Við höfum miklar áhyggjur af
sönnunargögnum um að Rússland
hafi áætlanir um mjög árásargjarna
hegðun gagnvart Úkraínu, áætlanir
sem innihalda tilraunir til að grafa
undan úkraínskum stjórnvöldum
innan frá, sem og stórar hernaðar-
aðgerðir,“ sagði Blinken eftir fund
utanríkisráðherra ríkja Atlantshafs-
bandalagsins, sem haldinn var í
Ríga, höfuðborg Lettlands.
Sagði Blinken rússnesk stjórnvöld
hafa staðsett tugþúsundir hermanna
við landamæri sín að Úkraínu. „Við
vitum ekki hvort Pútín Rússlands-
forseti hefur ákveðið að hefja innrás.
Við vitum hins vegar að hann hefur
komið sér upp getunni til þess að
framkvæma hana með stuttum fyrir-
vara, ákveði hann svo,“ sagði
Blinken.
Alvarlegar afleiðingar
Blinken varaði enn fremur við því
að rússnesk stjórnvöld myndu verða
fyrir „víðtækum og alvarlegum af-
leiðingum“ ef þau létu til skarar
skríða gegn Úkraínu. „Við höfum
sagt stjórnvöldum í Kreml á skýran
hátt að við munum svara á staðfast-
an hátt, þar á meðal með röð mjög
áhrifaríkra viðskiptaþvingana sem
við höfum forðast að grípa til í fortíð-
inni,“ sagði Blinken.
Þá sagði hann að bandalagsríkin
væru að tryggja að Úkraínumenn
gætu varið sig sjálfir og að Atlants-
hafsbandalagið myndi skoða hvað
þyrfti að gera til að auka varnir
bandalagsins ef Rússar gripu til að-
gerða gegn Úkraínumönnum.
Erindrekum vísað úr landi
Sendinefndir Bandaríkjanna og
Rússlands eiga að funda í dag í Sví-
þjóð um stirð samskipti ríkjanna, en
gert er ráð fyrir að Blinken fundi þar
með Sergei Lavrov, utanríkisráð-
herra Rússlands.
Rússar ákváðu hins vegar í gær að
senda heim um fimmtíu bandaríska
erindreka frá Moskvu, en Banda-
ríkjamenn höfðu áður vísað rúss-
neskum sendiráðsstarfsmönnum úr
landi til að refsa fyrir meint afskipti
þeirra af kosningum í Bandaríkjun-
um á síðustu árum.
Varar við innrás Rússa
- Blinken segir Rússa hafa gert áætlanir um innrás í Úkraínu - Segir mjög harð-
ar viðskiptaþvinganir á borðinu - Blinken og Lavrov ræða í dag stirð samskipti
AFP
Spenna Úkraínskur hermaður skoð-
ar víglínuna í austurhluta landsins.
Nokkrar af fríðustu ungu konum í
heimi eru nú staddar í Ísrael til að
taka þátt í hinni árlegu alþjóðlegu
fegurðarsamkeppni Miss Universe.
Þær mættu í gær til myndatöku í
safninu merka sem kennt er við
Davíð konung í gamla borgarhlut-
anum í Jerúsalem, en andlit þeirra
voru hulin grímum vegna takmark-
ana sem settar hafa verið í landinu
til að stemma stigu við frekari út-
breiðslu faraldurs kórónuveir-
unnar.
Í hópnum er íslensk stúlka, Elísa
Gróa Steinþórsdóttir. Eftir henni
var haft á dögunum að þátttaka í
keppninni væri eins og að komast á
Ólympíuleikana. Keppnin hefur
verið haldin frá árinu 1926. Krýn-
ing nýrrar fegurðardrottningar
verður 13. desember.
Keppnin um Miss Universe 2021 fer fram í Ísrael
Grímu-
klæddar feg-
urðardísir
AFP