Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjárlög
næsta árs
voru
kynnt í fyrradag
og í stórum drátt-
um blæs þar
nokkuð byrlega
miðað við þær
hremmingar, sem
kórónuveirufaraldurinn hef-
ur haft í för með sér og veld-
ur enn. Hallinn á ríkissjóði
er minni en gert var ráð fyr-
ir í fjármálaáætlun í vor og
tekjur meiri en þar var spáð.
Gangi áætlanir eftir á næstu
árum lofar það góðu um þau
fyrirheit ríkisstjórnarinnar
þegar stjórnarsáttmálinn
var kynntur um helgina að
koma lagi á ríkisfjármálin
án þess að skera niður, held-
ur þvert á móti að auka
framlög til almannaþjón-
ustu.
Þar munar kannski mest
um aukin framlög til heil-
brigðismála. Útgjöld til
þeirra hafa aukist verulega
að undanförnu og á næsta
ári verður bætt í það. Koma
2,6 milljarðar til viðbótar til
Landspítalans og 4,6 millj-
arða aukning verður á til-
færslum til sjúkratrygginga.
Settur forstjóri Landspít-
alans sagði að það væri ekki
nóg. Það kemur ekki á óvart,
en þá vaknar spurningin
hvað sé nóg. Ljóst er að
rekstur Landspítalans snýst
ekki bara um hversu miklir
fjármunir fara til hans, held-
ur hvernig þeim er varið.
Ástandið á Landspítalanum
er þannig að nú ríður á að
rýna gaumgæfilega í það
hvernig hver króna verði
nýst sem best.
Stefnt er að því að hækka
bætur örorku- og endurhæf-
ingarlífeyrisþega um 1% til
viðbótar við almennar pró-
sentuhækkanir almanna-
trygginga. Þá á að tvöfalda
frítekjumark vegna atvinnu-
tekna ellilífeyrisþega úr 100
þúsund krónum á mánuði í
200 þúsund krónur.
Í fjárlagafrumvarpinu er
gert ráð fyrir að ríkissjóður
verði rekinn með 168,5 millj-
arða króna halla á næsta ári.
Í vor var gert ráð fyrir 55
milljörðum króna meiri
halla. Gangi þetta eftir verð-
ur hallinn 120 milljörðum
króna lægri en á þessu ári,
en gert er ráð fyrir 288
milljarða króna halla 2021.
Þarna hefur sitt að segja
að það stefnir í að tekjur
ríkissjóðs verði 66 millj-
örðum króna meiri en gert
var ráð fyrir í vor
og 182 millj-
örðum króna
hærri en á þessu
ári.
Þessi tekju-
aukning sýnir
vitaskuld að at-
vinnulífið hefur
tekið betur við sér en búist
var við og er þróttmikið þótt
enn hafi ferðaþjónustan ekki
náð sér á strik.
Aðgerðir stjórnvalda
hjálpuðu mörgum fyrir-
tækjum að halda rekstrinum
gangandi þegar allt skall í
lás vegna veirunnar. Veiran
hefur ekki sungið sitt síð-
asta, en staðan er nú orðin
þannig að mikið má ganga á
eigi að hverfa aftur til jafn
afgerandi takmarkana hér á
landi og gripið var til þegar
mest lét.
Í fjárlagafrumvarpinu er
gert ráð fyrir að kaupa bólu-
efni fyrir 1,4 milljarða króna
á næsta ári. Það gæti orðið
sú fjárfesting, sem skilaði
mestu fyrir atvinnulífið og
þar með til baka í ríkissjóð.
Við getum litlu ráðið um
þær sendingar sem berast
að utan, hvort sem þær eru í
formi verðhækkana eða tak-
markana á ferðalögum og
öðru vegna veirunnar, en að-
gerðir heima fyrir þurfa að
miða að því að setja atvinnu-
lífinu sem minnstar skorður.
Atvinnulífið þurfti hjálp
þegar faraldurinn brast á,
en það var nógu heilsu-
hraust til að taka við sér af
krafti þegar hjólin fóru að
snúast á ný. Atvinnulífið er
undirstaða ríkisrekstrarins.
Til að ríkisreksturinn dafni
þarf atvinnulífið að gera það
sömuleiðis og það verður
helst tryggt með því að ríkið
haldi sig til hlés frekar en
með handstýringu og af-
skiptum.
Þegar Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra kynnti
fjárlagafrumvarpið á
fimmtudag fór hann ofan í
það hvernig ætti að laga
skuldastöðu ríkissjóðs á
komandi árum. Grundvall-
aratriði er að missa ekki
sjónar á því markmiði. Mik-
ilvægi þess að hafa ríkisfjár-
málin í lagi sýndi sig bæði
þegar bankarnir hrundu
2008 og þegar kórónuveiru-
faraldurinn brast á upphafi
árs í fyrra. Í báðum tilfellum
stóð ríkissjóður vel og ríkið
var í stöðu til að standa af
sér mestu áföllin. Það skipti
sköpum.
Uppgangur í
atvinnulífinu hefur
verið meiri en ráð
var fyrir gert og það
skilar sér í fjárlaga-
frumvarpinu}
Góðar horfur
F
lokkur fólksins er tilbúinn fyrir
þingstörfin. Strax á fyrsta degi
þingsins skráði flokkurinn 50 þing-
mannamál. Þetta er bara upphafið
af því sem koma skal á kjör-
tímabilinu. Flokkur fólksins mun berjast af öllu
afli fyrir þá sem eiga bágt í samfélaginu, hvort
heldur það eru menn eða málleysingjar. Eitt af
forgangsmálum okkar nú í upphafi þings er að
berjast gegn dýraníðinu sem felst í blóðmera-
haldi. Þetta er í annað sinn sem Flokkur fólksins
leggur fram frumvarp sem felur í sér bann við
þessum illræmda búskap.
Ýmsar umsagnir bárust um málið síðasta vor
þar sem allir þeir sem hafa sérstakra hagsmuna
að gæta börðust hatrammlega gegn frumvarp-
inu og létu í veðri vaka að alþingismennirnir að baki því
vissu ekkert um hvað þeir væru að tala. Enda ekkert sem
benti til þess að blóðmerahald ógnaði velferð dýra. Ísteka,
sem framleiðir vörur úr blóði fylfullra mera, sagði í umsögn
sinni að ýmsar ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja
velferð þeirra við blóðtöku. Þeir væru með sérstaka dýra-
verndarsamninga við hvern og einn bónda og sérstakan
dýravelferðar- og gæðafulltrúa. Sér er nú hver dýra-
velferðin og hvert gæðaeftirlitið. Græðgin ein ræður hér
ríkjum. Ekki velferð dýra. Í heimildarmynd Svissnesku
dýravelferðarsamtakanna AWS um blóðmerahald á íslandi
kemur berlega í ljós sú óafsakanlega og illa meðferð sem
hryssurnar mega þola við blóðtökuna.
Ísteka nægir ekki að blóðsjúga 5.300 fylfullar merar, og
tæma þær af vaxtarhormóninu sem eru folöld-
unum nauðsynleg. Þær eiga nú að vera 15.000
samkvæmt beiðni um nýtt starsleyfi Ísteka, en
samkvæmt því á að taka 600.000 lítra af blóði ár-
lega úr fylfullum merum, 5 lítrar úr hverri meri
vikulega 8 vikur í röð.
Íslandsstofa hefur síðastliðin sex ár staðið að
sérstöku markaðsátaki til að kynna íslenska
hestinn á erlendri grundu. Markmiðið með
átakinu er að auka verðmætasköpun sem bygg-
ir á íslenska hestinum, styrkja ímynd hans í vit-
und fólks um heim allan og markaðssetja vöru-
merkið Horses of Iceland. Það felst í því, að
íslenski hesturinn verði þekktur á heimsvísu
sem reiðhesturinn með góða geðslagið, sá sem
færir fólk nær náttúrunni. Góður árangur hefur
náðst og síðastliðin þrjú ár hefur hvert íslandsmetið í út-
flutningi á íslenska hestinum verið slegið á fætur öðru.
Ísland eyðir á ári hverju miklum fjármunum í að draga
fram jákvæða ímynd landsins á erlendri grund. Blóðmera-
hald stórskaðar þessa ímynd og hefur verið fordæmt um
heim allan. Ef ekki verður gripið til aðgerða gegn blóðmera-
haldi tafarlaust mun orðspor og ímynd Íslands verða fyrir
óafturkræfu tjóni.
Ljóst er að gildandi réttur er langt frá því að vernda fyl-
fullar merar gegn því ofbeldi og þeirri illu meðferð sem felst
í blóðmerahaldi. Löggjafinn verður að grípa til aðgerða
strax og banna með öllu blóðmerahald á Íslandi.
Inga Sæland
Pistill
Bönnum blóðmerahald
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
B
yggðastofnun stendur við
það álit sitt að gjaldskrá
Íslandspósts fyrir pakka
uppfylli skilyrði laga um
póstþjónustu um að vera viðráð-
anleg og að hún taki mið af raun-
kostnaði að viðbættum hæfilegum
hagnaði. Kemur þetta fram í svari
við fyrirspurn Morgunblaðsins þar
sem bent er á að fyrri gjaldskrá
pakka leiddi af sér mikið tap hjá Ís-
landspósti um árabil og bent á þann
möguleika að nýja gjaldskráin fæli í
sér undirverðlagningu og væri því
ólögmæt.
Byggðastofnun hefur tekið við
eftirliti með viðskiptaskilmálum og
gjaldskrám fyrir alþjónustu í póst-
þjónustu. Birti stofnunin á dögunum
ákvörðun um gjaldskrá Íslandspósts
fyrir allt að 10 kg pakka í alþjónustu
en ný gjaldskrá fyrirtækisins fyrir
þessa þjónustu tók gildi 1. nóv-
ember. Gjaldskráin tekur mið af
lagabreytingu þar sem afnumin var
skylda fyrirtækisins til að hafa sama
verð um allt land. Kallaði þetta á
verulegar verðhækkanir á gjaldskrá
fyrir pakka á landsbyggðinni, sér-
staklega í dreifðustu byggðum.
Hvað er viðráðanlegt verð?
Niðurstaða Byggðastofnunar
var, eftir rannsókn á gögnum frá Ís-
landspósti og hækkun raunkostn-
aðar við að veita þjónustuna, að
gjaldskráin uppfyllti skilyrði laga
um póstþjónustu um að vera viðráð-
anleg og að hún tæki mið af raun-
kostnaði að viðbættum hæfilegum
hagnaði. Byggðastofnun ber nýju
gjaldskrána saman við gjaldskrá
fyrirtækisins frá árinu 2019, áður en
gert var að skyldu að hafa sama verð
um allt land, og leiddi það í ljós að
hækkanir væru í stórum dráttum í
samræmi við vísitöluhækkanir.
Fram hefur komið að fyrri
gjaldskrá pakka leiddi af sér mikið
tap hjá Íslandspósti um árabil og
erfitt að sjá að nýja gjaldskráin dugi
til. Byggðastofnun var spurð hvort
hún fæli í sér undirverðlagningu og
væri því ólögmæt. Í svari stofnunar-
innar kemur fram að samkvæmt lög-
um sé Íslandspósti í raun óheimilt að
„vinna upp“ tap fyrri ára með hækk-
unum á gjaldskrá, að minnsta kosti
innan alþjónustu. Ítrekuð er niður-
staðan sem greint er frá hér að
framan að gjaldskráin uppfylli skil-
yrði laga. Þar kemur annars vegar
fram að hún skuli vera viðráðanleg
og hins vegar taki hún mið af raun-
kostnaði að viðbættum hæfilegum
hagnaði.
Ákvæðin um viðráðanlegt verð
og raunkostnað með hagnaði geta
augljóslega stangast á. Í ákvörð-
uninni kemur fram að rökin fyrir því
að Pósturinn fái raunkostnað eru
fyrst og fremst samanburður við
gamlar gjaldskrár. Meira vefst fyrir
Byggðastofnun að meta hvort gjald-
skráin feli í sér viðráðanlegt verð,
enda hugtakið ekki skýrt nákvæm-
lega í lögunum. Af samanburði við
gjaldskrár sambærilegrar þjónustu
og þeirri staðreynd að fólk notar
þjónustuna í auknum mæli megi þó
draga þá ályktun að gjaldskráin sé
viðráðanleg.
Ósjálfbær verðlagning
Enn er kveðið á um að gjald-
skrá fyrir bréf allt að 50 grömm að
þyngd í alþjónustu skuli vera sú
sama um allt land. Sú gjaldskrá var
ekki hækkuð 1. nóvember þrátt fyrir
að fram hafi komið að verðlagningin
væri sjálfbær. Byggðastofnun segir
að áhrif þessa ákvæðis hafi ekki ver-
ið metin að fullu en vitað að mikil
fækkun bréfa hafi valdið tapi og lík-
ur standi til að lagaákvæði um sama
verð um allt land muni ekki minnka
það tap. Hins vegar hafi Alþingi sagt
að tapinu yrði mætt með framlagi úr
ríkissjóði.
Telja að gjaldskrá
Póstsins standist lög
Byggðastofnun taldi í ákvörðun sinni að Íslandspóstur þyrfti að skýra
nánar ákveðin atriði um svæðaskiptingu í gjaldskrá fyrirtækisins með
hliðsjón af skiptingu landsins í virk og óvirk markaðssvæði. Jafnframt
taldi stofnunin framsetningu gjaldskrárinnar ekki fyllilega uppfylla
ákvæði laga um að gjaldskrár skuli vera auðskiljanlegar og gæta skuli
jafnræðis og tryggja gagnsæi. Pósturinn svaraði innan tilskilins frests.
Byggðastofnun er nú að fara yfir skilgreiningu á virkum og óvirkum
markaðssvæðum, að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í
því skyni hefur stofnunin birt samráðsskjal á vef sínum og óskar eftir
svörum hagsmunaaðila við nokkrum spurningum í því efni.
Tryggja þarf gagnsæi
BYGGÐASTOFNUN ÓSKAÐI EFTIR SKÝRINGUM
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólapakkaflóðið Mikill annatími er fram undan hjá starfsfólki póst-
miðstöðvar Íslandspósts. Vertíðin er raunar hafin fyrir nokkru.