Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Útför í kirkju
Allt um
útfarir
utforikirkju.is
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
✝
Gunnbjörn
Ólafsson fædd-
ist 18. mars 1938 á
Patreksfirði. Hann
lést 25. nóvember
2021 á hjúkrunar-
heimilinu Eir.
Foreldrar hans
voru Guðrún Guð-
björg Einarsdóttir,
f. 5.1. 1917, d. 16.4.
1996, og Ólafur H.
Finnbogason, f.
31.1. 1910, d. 24.6. 1939.
Fyrri kona Gunnbjörns var
Guðný Gestsdóttir,
sem lést árið 1983.
Börn þeirra eru:
Gestur, María, d.
1.5. 1989, og Ólafur.
Gunnbjörn
kvæntist 1996
Björgu Þórhalls-
dóttur, f. 1. júní
1949. Þeirra barn
er Drífa. Maki
hennar er Guðjón
Örn Þorsteinsson.
Þeirra barn er Árni Páll.
Börn Bjargar og Gunnars
Garðarssonar eru a) Ásgeir.
Hans kona er María Jensdóttir.
Þeirra börn eru Kristín Heiða,
Viktor og María Björg. b) Kristín
Sif. Hennar maki er Ólafur Páll
Rafnsson. Þeirra börn eru
Styrmir Rafn, Sara Dís og Ey-
þór.
Gunnbjörn bjó lengst af á
Tálknafirði og fékkst þar við
ýmis störf tengd sjómennsku og
útgerð.
Þau Björg fluttu síðan til
Reykjavíkur og bjuggu síðustu
árin í Grafarholti. Síðasta hálfa
árið dvaldi Gunnbjörn á hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Útför fer fram frá Guðríð-
arkirkju í dag, 2. desember 2021,
klukkan 13. Vegna aðstæðna
verða aðeins nánustu aðstand-
endur viðstaddir.
Gunnbjörn Ólafsson varð
hluti af fjölskyldu okkar fyrir
rúmum 40 árum þegar hann og
Björg systir rugluðu saman
reytum á áttunda áratugnum.
Gunnbjörn er sprottinn úr
jarðvegi þess fólks sem á allt
sitt undir sól og vindi, alinn
upp í sveit við sjó á Tálkna-
firði.
Hann var hæglátur maður
og oftast brosmildur en alls
ekki skoðanalaus. Í þessari há-
væru og málgefnu fjölskyldu
kvaddi hann sér sjaldan hljóðs
en návist hans var hlý og góð.
Gunnbjörn sótti sjó nánast
alla sína ævi og kunni margt
fyrir sér í verkun sjávarafla
eftir gömlum hefðum. Hnoð-
mör, kæst skata, góður salt-
fiskur og siginn fiskur. Allt
þetta, vandlega heimaverkað,
var á borðum þegar fjölskyld-
an kom saman i árlegri skötu-
veislu á heimili hans og Bjarg-
ar um margra ára skeið.
Gunnbjörn hefur nú kvatt
saddur lífdaga en minning um
góðan dreng lifir og við sem
þekktum hann minnumst hans
með hlýhug og söknuði.
Systkinin frá Þúfum;
Bryndís Þórhallsdóttir,
Gísli, Páll, Hrafney og
Þorbjörg Ásgeirsbörn.
Gunnbjörn
Ólafsson
✝
Þóra Sigrún
Guðmundsdótt-
ir var fædd 20.
febrúar 1939 í
Reykjavík. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
18. nóvember 2021.
Þóra var dóttir
hjónanna Guð-
mundar Gísla-
sonar, f. 1903, d.
1993, vörubílstjóra
og Hólmfríðar Magnúsdóttur, f.
1899, d. 1991, húsmóður.
Þóra var sjöunda í röð 10
systkina: Magnús, f. 1925, d.
2010, Gísli, f. 1926, d. 2014, Ax-
el Þórður, f. 1929, d. 1994,
f. 1956 og eiga þau þrjú börn:
1. Þóru Sigrúnu, f. 1977, gift
Árna Rúnari Kristmundssyni, f.
1979 og eiga þau börnin Hjalta
Örn, f. 2001 og Örnu Rún, f.
2003.
2. Hólmfríður María, f. 1978,
gift Gunnari Laxfoss Þorsteins-
syni, f. 1966 og hún á Ólöfu
Björgu Sigurðardóttur, f. 1999
og þau Kolfinnu Rán, f. 2011. 3.
Óli Þór Hjaltason, f. 1984, gift-
ur Láru Hrund Geirsdóttur, f.
1989 og eiga þau börnin Þor-
björgu Sigurrós, f. 2017 og
Kveldúlf Geir, f. 2021. Kristján
er barnlaus.
Þóra verður jarðsungin frá
Njarðvíkurkirkju í Innri-
Njarðvík í dag, 2. desember
2021, klukkan 13.
Streymt verður frá útför
(stytt slóð):
https://tinyurl.com/5apher5p
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Ingibjörg Ólafía, f.
1931, d. 2009, Ást-
þór, f. 1934, d.
2005, Fjóla, f.
1936, Skúli, f.
1941, d. 2020, Guð-
mundur, f. 1942, d.
1986, og Jens Guð-
jón, f. 1946. Fjóla
og Jens Guðjón lifa
systur sína.
Þóra Sigrún
giftist 1957 Gesti
Marinó Kristjánssyni, f. 1925,
d. 1983. Þau eignuðust tvö
börn Ólöfu Sigurrós Gests-
dóttur, f. 1957 og Kristján
Gestsson, f. 1962. Ólöf Sigurrós
er gift mér Hjalta Erni Ólasyni,
Elsku amma mín.
Nú kveð ég þig í síðasta sinn
með sorg í hjarta mínu. Það
fyrsta sem kemur upp í hugann
minn er þakklæti, hvað ég er
þakklát fyrir að hafa fengið þig
sem ömmu mína. Þú sýndir mér
alltaf hlýju og varst til staðar
fyrir mig og mína fjölskyldu ef
eitthvað þurfti. Öllum mínum
gleðistundum í lífinu hef ég
deilt með þér. Þú gafst mér
gælunafnið mitt og varst stolt
af því, það var bara um daginn
sem þú varst að rifja það upp
með mér þegar þú sagðir í
fyrsta skiptið Hófí við mig, ég
tók því nú ekki vel þá en síðan
hef ég notað þetta nafn mikið.
En ef það var eitthvað sérstakt
sem þú vildir ræða við mig eða
þér fannst ég vera einum of að
fíflast þá sagðir þú: Hólmfríður
María eða góða dinglaðu þér,
svo hlógum við saman.
Mín fyrsta minning tengd
þér var þegar þú áttir heima í
Fífumóanum og ég elskaði að
koma til þín til að máta alla há-
hæluðu skóna. Svo í gegnum
tíðina höfum við mikið rætt um
skó og ég var alveg dolfallin yf-
ir rauðu skónum þínum og fékk
oft að máta þá. Það endaði með
því að þú komst með þá til mín
fyrir nokkrum árum og gafst
mér þá enda voru þeir bara
notaðir í spari hjá þér.
Ég sit og hugsa til baka um
mín æskuár þegar við vorum
mikið á Þingvöllum hjá þér, það
var alltaf svo mikill gestagang-
ur og gleði. Þið systkinin voruð
mikið saman þar og þetta voru
virkilega skemmtilegir tímar.
Þingvellir hafa svo alltaf fylgt
þér því þar leið þér best og við
áttum margar góðar stundir
þar. Alltaf tilbúin með vöfflur ef
þú vissir að við værum að
koma.
Handavinnan var aldrei langt
frá þér og þú kenndir okkur
yngri kynslóðinni þína takta
þar. Byrjaðir að kenna mér að
prjóna og svo fórum við að
sauma saman. Eftir að ég varð
móðir tókum við langt tímabil
að sauma saman dúkkuföt. Ef
ég þurfti að búa til grímubún-
ing eða laga saumsprettu þá
kom ég til þín. Þú varst alltaf
með allt saumadót tilbúið og
alltaf viljug að hjálpa mér. Ólöf
Björg dóttir mín tók eftir því að
við fórum alltaf til þín ef það
þurfti að laga eitthvað. Svo einn
daginn missti hún tölu af föt-
unum sínum og kom til mín og
sagði: mamma, nú þurfum við
að fara til langömmu. Ég hló
inni í mér og hugsaði: já, hún
treystir ekki móður sinni til að
laga þessa tölu. Þú hlóst bara
að mér og sagðir að það væri
bara satt eða þá að ég myndi
ekki nenna því.
Seinni ár eftir að þú fékkst
gróðurhúsið hafði þú gaman af
því að rækta ber í því og svo
gulrætur og kartöflur. Svo
hringdi þú reglulega í mig og
sagðir: það eru komin ber og
baðst mig að koma með Kol-
finnu Rán til að tína þau og
borða. Þú hafðir svo gaman af
því að fá langömmubörnin til
þín. Kolfinna Rán segir ennþá
að bestu gulræturnar séu frá
þér enda er það alveg satt.
Elsku amma mín, þú lést mig
alltaf finna hvað þú elskaðir
mig mikið og dætur mínar. Ég
er svo þakklát að þú varst mín,
ég elska þig og geymi minn-
ingar um yndislega ömmu í
hjarta mínu. Nú geri ég eins og
þú sagðir mér um daginn að
það ætti að hugsa um unga
fólkið núna. Ég veit að afi tekur
á móti þér og móðir þín nafna
mín og faðir þinn. Takk fyrir
allt, amma mín.
Þín
Hólmfríður.
Elsku amma, það er miklum
trega sem ég kveð þig. Þú varst
mér svo miklu meira en bara
amma, vinur og fyrirmynd.
Samband okkar var mér svo
mikils virði, að geta alltaf leitað
til þín, að geta alltaf treyst á
þig. Ég er svo lánsöm að eiga
margar minningar um einstaka
ömmu. Þú fórst þínar eigin leið-
ir óhrædd og sjálfstæð, með op-
ið hjarta og faðm. Stóísk ró,
skilningur og hlýja einkenndu
þig umfram allt annað. Alveg
sama hvaða hugmyndir ég fékk,
alltaf varstu tilbúin til að taka
þátt. Minningar um öll okkar
lífsins ævintýri saman munu
ylja mér um hjartarætur um
ókomna tíð.
Við fjölskyldan eigum þér
mikið að þakka, börnin okkar
eru svo rík að hafa átt lang-
ömmu sem tók þeim alltaf fagn-
andi, passaði þegar þörf var á
og auðgaði líf þeirra. Lang-
ömmu sem tók á móti þeim í lok
skóladags, fór með þau í leik-
hús og var þeim vinur í raun.
Þú ert nú farin
og eftir ég verð
með sorgina í hjarta
held áfram minn veg.
Kveðja,
Þóra Sigrún Hjaltadóttir.
Ég kynnist Ólöfu Sigurrósu
(Lóu) konu minni 1973 og er að
rúnta með hana á Þorláksmessu
á Hafnargötunni þegar við rek-
umst á Þóru í jólainnkaupum og
keyrðum við hana heim í Græn-
ás og var mér boðið inn og tók
hún mér strax afar vel og átt-
um við ótal margar gleðistundir
á næstu áratugum. Þóra var
alla tíð í sterku sambandi við
afkomendur sína. Þóra er alin
upp í Kleppsholtinu og bjó í
foreldrahúsum í Efstasundi 16 í
stórum barnahóp og hjá ástrík-
um foreldrum, þeim Guðmundi
og Hólmfríði. Þóra fór 15 ára að
vinna á Geysi í Haukadal við
framreiðslustörf fyrir ferða-
menn og vann hún einnig við
fiskvinnslu. Þóra var húsmóðir
fyrstu árin í Grænás en vann
síðar lengst af hjá IAV við
hreingerningastörf. Þóra og
Gestur hófu búskap í Turner í
Keflavík og fluttu síðan í Græ-
nás 1 og bjuggu þar í um 20 ár
eða þar til þau fluttu í raðhús í
Fífumóa í Njarðvík. Hún og
Gestur áttu góð ár saman og
byggðu sér afdrep í landi Mið-
fells við Þingvallavatn um 1960
og má segja að það hafi verið
sumardvalarstaður fjölskyld-
unnar síðan. Gestur deyr 1983
og Þóra þá ekkja 44 ára gömul.
Þóra hefur haldið heimili með
Kristjáni syni sínum í Efstaleiti
í Keflavík í um þrjátíu ár.
Þóra kaupir sér nýtt sum-
arhús 1987 og setur niður á
Þingvöllum þar sem hún átti nú
spilduna í Veiðilundarhverfi.
Þegar á að fara að flytja bú-
staðinn frá Reykjavík þá fær
hún hringingu og fyrirspurn um
hvort hún vilji leigja bústaðinn í
einn dag, því það vanti skrúð-
hús fyrir Jóhannes Pál páfa II.
sem var að koma til Íslands, og
það varð úr og þetta hús var
notað af páfanum og hefur síð-
an verið kallað Páfagarður og
hafði Þóra mjög gaman af
þessu og geymdi alltaf styttu af
páfanum á hornhillu í bústaðn-
um. Þær eru margar stundirnar
sem fjöldskyldan hefur átt
þarna við veiðar og ræktun og
samveru. Þóra var alltaf til
staðar fyrir fjölskylduna. Börn-
um og barnabörnum fannst
gaman að koma til hennar og
naut hún þess að umgangast
þau og í mörg ár bauð hún í
súpu á fimmtudögum og komu
þá allir saman í Efstaleitinu.
Þóra ferðaðist nokkuð og fór
t.d. með systkinum sínum í
Eystrasaltið og í Vesturheim.
Við Lóa fórum með henni og
Kristjáni til Hollands, Kúbu og
Tenerife og áttum yndislegan
tíma saman.
Þóra hafði einnig gaman af
að fara á ættarmót enda áhuga-
manneskja um ættfræði og að
hitta fólkið sitt. Hún og Gestur
heitinn náðu vel saman með
foreldrum mínum og fóru þau
t.d. saman í veiðiferðir og þá
eina ógleymanlega veiðiferð í
Geirlandsá en Gestur hafði ver-
ið vinnumaður þar í sveit sem
unglingur.
Þóra var mikil saumakona og
leituðu barnabörn og barna-
barnabörn oft til hennar og fór
hún meðal annars á námskeið í
gerð 19. aldar búninga og gerði
á dóttur og dótturdætur sínar
og síðar á barnabörn og keypti
m.a. þjóðhátíðarbúning á son og
tengdason og á ömmusoninn en
þau voru ekki framleidd á svo
unga en það var hægt að fá þá
á leigu en hún neitaði að fara úr
búðinni nema að fá fötin keypt
og það endaði á því að hún fékk
vilja sínum framgengt.
Ég kom ungur í þessa fjöl-
skyldu og var t.d. í 35 ára af-
mæli hennar og fékk strax ynd-
islegar móttökur og er þakklát-
ur fyrir að hún Þóra Sigrún
skuli vera formóðir afkomenda
okkar Lóu.
Hvíl þú í friði, elsku tengda-
mamma. Þinn tengdasonur,
Hjalti Örn Ólason.
Elsku langamma, ég man eft-
ir að koma heim til þín úr skól-
anum, mér var kalt á hönd-
unum og þú hlýjaðir mér.
Amma létti oft undir með
mömmu og pabba þegar ég var
yngri, til dæmis skutlaði mér á
æfingar, passaði mig í veikind-
um og kenndi mér að reima
skóna mína. Amma var líka fé-
lagi og föndraði með mér og
spilaði við mig. Hún var alltaf
til staðar með útbreiddan faðm,
lagkökur og heitt súkkulaði.
Amma fór reglulega með okkur
langömtubörnin í leikhús og
þegar hún var hætt að hafa
heilsu í að koma með okkur, þá
gaf hún okkur miða á sýningar
og sá til þess að við færum
saman. Hún var alltaf hlý,
þekkti mann oft betur en mað-
ur sjálfur og stutt í hófleg fífla-
læti.
Kveðja,
Arna Rún Árnadóttir.
Ég hætti snemma að kalla
langömmu „langömmu“, okkur
fannst það báðum alltof langt
og hún ekki sérlega löng amma.
Amma kallaði mig alltaf „uppá-
haldslangömmustrákinn sinn“
og ég svaraði alltaf „enda er ég
sá eini“ og ranghvolfdi augun-
um, en ég og amma hlógum oft
yfir þessu og alltaf lét hún mér
líða eins og ég væri mjög sér-
stakur. Amma tók oft á móti
mér þegar ég var yngri, t.d. eft-
ir fótboltaæfingar á sumrin og
gaf mér að borða og voru vin-
irnir alltaf velkomnir líka.
Ömmu þótti alltaf svo skemmti-
legt hversu heimilislegur ég var
þegar ég kom til hennar. Amma
var alltaf með góðar sögur frá
lífi sínu í Reykjavík og ferða-
lögum sínum og maður gat allt-
af talað við hana um allt, því
hún vissi alltaf alveg hvað var í
gangi og var mjög nútímaleg,
ekki svona „out of touch“.
Amma mín
Hún amma mín var alltaf svo blíð.
Sá mig alltaf fyrir hvað í mér býr.
Tók á móti þegar á mig sótti.
Bar hönd við hjartað mitt.
Jólakökur með miklu kremi,
já amma, þú varst best í heimi.
Elskaðir okkur öll
og nú hér erum við stödd.
Kveðja til þín, amma mín,
saga þín gerði okkur öll.
Hjalti Örn Árnason.
Elsku langamma.
Takk fyrir allt sem þú gafst
okkur og allt sem þú gerðir fyr-
ir okkur, við erum svo þakk-
látar fyrir að hafa átt þig að og
söknum þín innilega.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þínar langömmustelpur,
Ólöf Björg Sigurð-
ardóttir og Kolfinna
Rán Gunnarsdóttir.
Þóra Sigrún
Guðmundsdóttir