Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 51

Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 ✝ Hellen Linda Drake rithöf- undur fæddist í Reykjavík 29. júní 1960. Hún lést á Landspítalanum Hringbraut 19. nóvember 2021. Foreldrar henn- ar eru Jóhannes Jónsson, áður nefndur George Drake, f. 25.4. 1942, og Kristjana Einarsdóttir, f. 27.3. 1943. Kristjana er gift Helga John Fortescue lögreglu- manni, f. 1942. Hellen Linda var elst af sínum systkinahópi en þau eru: Unnur Hreggviðsson, f. 1970. Börn þeirra eru Matthildur Ylfa, f. 1997, og Soffía Mist, f. 2005. Unnusti Kristjönu er Guð- mundur Ingi Jóhannsson, f. 1973. 2) Eyrún Ösp, f. 29.9. 1981, gift Brynjari Frey Steingríms- syni, f. 1980. Börn þeirra eru Birgir Máni, f. 2007, og Vignir Snær, f. 2010. Hellen Linda giftist Einari Þ. Einarssyni, f. 1957. Eignuðust þau saman tvo drengi, f. 1991 og 1993, sem létust báðir skömmu eftir fæðingu. Einar og Hellen Linda slitu samvistum árið 2015. Hellen Linda ólst upp í Reykjavík. Árið 2000 fluttist hún til Midhurst í Bretlandi og bjó þar alla tíð síðan. Sama ár gaf Hellen Linda út bókina Launhelgi lyganna undir dul- nefninu Baugalín. Hellen Linda verður jarð- sungin frá Grensáskirkju í dag, 2. desember 2021, klukkan 13. Milly Georgsdóttir, f. 16.9. 1961, Ólafur Jón Georgsson, f. 13.4. 1966, Jóhanna Guðleif Jóhann- esdóttir, f. 7.7. 1977, Ögmundur Þór Jóhannesson, f. 16.12. 1980, Oddný Inga Fortescue, f. 1.3. 1963, og Ingi- björg Helga Helga- dóttir, f. 11.11. 1966. Hellen Linda giftist Birgi Erni Gestssyni, f. 1957, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Krist- jana Ósk, f. 4.11. 1977. Barns- faðir hennar er Þorsteinn Móðir mín var engin venjuleg kona, fór engar hefðbundnar leið- ir og átti ekkert venjulegt líf. Allt- af hélt hún ótrauð áfram í sinni baráttu, alltaf gerði hún sitt besta og lagði sig alla fram, leitandi að lífshamingjunni og réttlætinu. Mig langar að minnast hennar með hennar eigin hugrenningum, en 24. október sl. birti hún færslu á facebook sem hljóðar eftirfar- andi: „How diamond is formed - a unique development - Reminds me of me … Ég hugsa stundum um þetta, að ég upplifi uppgjöf alla daga, en held samt áfram af því örlítið villuljós er alltaf í augsýn þarna í fjarskanum. Bara eitt skref í viðbót á hverj- um degi og svo fjölgar þeim hægt og rólega – þannig að þegar ég lít til baka hef ég gengið óravegu og litla villuljósið er enn fram undan. Það gefur mér von og tilgang þótt ég vaði áfram með storminn í fangið alla daga. Að eiga von er sterkasta afl í heimi. Og ég, litli ljóti kolamolinn, sendi á end- anum glitrandi ljós til allra átta eins og sólin við upphafs dags.“ (Hellen Linda Drake, Baugalín) Hvíldu í friði. Þín dóttir, Eyrún. Hér sit ég í sameiningu með vatninu, himninum og fuglunum sem svífa allt í kring og hugsa um þig: mína elsku systur sem ég frá barnsaldri óskaði að vera nær í líf- inu. Frá því að ég var lítil stúlka og hafði einhverjar hugmyndir um að það væru til eldri hálfsystur úti í veröldinni stóru, fór mig að dreyma um að kynnast þér, elsku Linda. Það kom svo til mín á unglings- aldri að við náðum að kynnast að- eins, ég þessi litla – og þú, stóra systir mín. Ég mun ávallt muna eftir æv- intýraferð minni til ykkar á Pat- reksfjörð, þar sem við lékum okk- ur saman eins og unglingar og þið mættuð mér svo vel á þeim aldri sem ég var á, þó að heil sautján ár væru á milli okkar. Þarna náðum við góðum systratengslum, sem síðar varð að dýrmætri minningu sem fylgir mér enn í dag. Tenging okkar fæddist í gegn- um náttúruna og einlæg samtöl sem spegluðust í stórfengleika sjávar og fjöru, fjalla og flögrandi fugla. Og er inn var stigið flétt- aðist tengingin í gegnum plönt- urnar þínar sem þú elskaðir og matinn góða sem þú eldaðir handa mér. Þú varst með kúlu á maganum –kúlu sem svo hvarf einn daginn – og ég skildi aldrei alveg almenni- lega, en vissi að það var mikill missir, þó ég væri á þeim tíma komin aftur heim í borg. Tilhlökkun okkar allra breytt- ist í sorg og brostnar vonir, sem erfitt var að koma orði á. Ég var bara 15 ára og óskaði þess heitast að kynnast þér betur. Með lága sjálfsmynd og leitandi að stöðugleika í lífinu dreymdi mig um að einn daginn gætum við búið nær hvor annari og leikið okkur meira saman. Það var svo gott að tengjast þér í gegnum töfra lífsins á þessum mótandi ár- um. Ég sá styrk þinn og hæfileika, fegurð þína og ljós skína skært í gegnum þig. Á sama tíma öðlaðist ég innsæi inn í heim hangandi sorgar, sem þú hafðir borið með þér frá blautu barnsbeini og mikið sem ég óskaði þess að geta verið framlag í þínu lífi, því innst inni vissi ég að við vorum „alvörusystur“ og langt í frá ósvipaðar. Systur sem aldrei náðu að kynnast almennilega, en urðu þess í stað fyrir stöðugri truflun af skuggum fortíðar, sem ég forð- aðist að tengja sem mína sögu. Mig langaði svo mest í heim- inum til að gleyma gömlum sög- um og fá að vera í núinu með þér; að heyra meira um náttúruævin- týrin þín og baða mig í ljósi lífsins með þér. Mikið sem ég þurfti að læra að sleppa tökunum aftur og aftur og aftur, og að treysta almættinu fyrir framtíð okkar beggja. Sem og ég gerði, þó ekki hafi alltaf reynst auðvelt. Það er svo sannarlega mikið og djúpt þroskaferli að læra að sleppa og að elska á sama tíma. Þetta kenndir þú mér. Alveg frá byrjun. Er þú sagðir mér frá þínum leiðum, sem ég tók svo hjartan- lega til mín og fann með tímanum mitt eigið æðruleysi og ró í gegn- um. Nú, hér sem ég sit við vatnið blíða og virði fyrir mér sveimandi fugla allt um kring; flögrandi pe- likana og syndandi æðarfugla, þá veit ég djúpt í hjarta mínu að allt er í lagi. Ég trúi því að þú sért á betri stað og hafir fundið frið hjá Guði alls sem er. Ég minnist þín hér með frið- arbæn heilags Frans af Assisi, elsku Linda. Bæn sem ég óska þess að við öll í kringum þig getum umvafið okk- ur, á meðan þú færð að upplifa þig sem þá skæru og lýsandi stjörnu sem þú ert, í eftirlífinu þínu eilífa … Takk fyrir að sýna mér syss! Þín litla systir, Jóhanna Guðleif (Jósa í Ameríku). Tjaldið er fallið Stoppið allar klukkur, takið símana úr sambandi. Hindrið hundinn í að gelta yfir gómsætu beini. Þaggið niður í píanóunum og berið kistuna út, við veikan trumbuslátt. Látið syrgjendurna koma. Látið flugvélarnar hnita hringi og krota skilaboð á himininn: „Hann er dáinn.“ Setjið svartar slaufur á hvítar dúfurnar. Látið umferðarlögregluna bera svarta hanska. Hann var suður mitt og norður, vestur mitt og austur. Ég hélt að slík vinátta entist að eilífu. Mér skjátlaðist. Stjarnanna er ekki þörf lengur. Slökkvið á þeim öllum. Pakkið tunglinu inn og hlutið sólina í sundur. Látið hafið fjara út og hreinsið skóginn því ekkert lætur lengur gott af sér leiða. Stop all the clocks Stop all the clocks, cut off the telep- hone, Prevent the dog from barking with a juicy bone, Silence the pianos and with muffled drum Bring out the coffin, let the mourners come. Let aeroplanes circle moaning over- head Scribbling on the sky the message He Is Dead, Put crepe bows round the white necks of the public doves, Let the traffic policemen wear black cotton gloves. He was my North, my South, my East and West, My working week and my Sunday rest, My noon, my midnight, my talk, my song; I thought that love would last for ever: I was wrong. The stars are not wanted now: put out every one; Pack up the moon and dismantle the sun; Pour away the ocean and sweep up the wood. For nothing now can ever come to any good. (W.H. Auden) Kossar og knús. Millý systir. Hellen Linda Drake - Fleiri minningargreinar um Hellen Linda Drake bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hjördís Arn- ardóttir lyfja- tæknir fæddist á Akureyri 5. sept- ember 1950. Hún lést á endurhæfing- ardeild Eirar 22. nóvember 2021 eftir snörp veikindi. For- eldrar hennar voru hjónin Örn Pét- ursson flutningabíl- stjóri, f. 23.12. 1923, d. 2.1. 1999 og Ólöf Þóra Ólafs- dóttir húsmóðir, f. 22.1. 1920, d. 19.1. 2000. Bróðir Hjördísar er Ólafur Haukur, f. 28.9. 1944. Uppeldissystir hennar er Aðal- björg Helgadóttir, f. 20.3. 1953, en þær eru systkinabörn. Eiginmaður Hjördísar er Jón Grétar Ingvason, lyfjafræðingur og framkvæmdastjóri Pharma ehf., f. 9.1. 1950. Þau giftu sig á Akureyri 18. júlí 1970. Foreldrar Jóns voru Ingvi Júlíusson sem starfaði lengst af hjá Vegagerð ríkisins, f. 6.10. 1923, d. 9.7. 1995 og Guðrún Jónsdóttir sauma- O’Donnell, MA-nemi í ensku, f. 24.11. 1988. Hjördís og Jón hófu sambúð á Akureyri. Þau voru búsett í Kaup- mannahöfn 1973-1978 vegna náms og síðar í Vesturbæ Reykja- víkur og loks á Seltjarnarnesi. Hjördís lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1967 og námi í stenógrafíu, latínu og læknaritun frá Frederiksberg Forberedelseskursus og Jahns Skole í Kaupmannahöfn 1978. Hún lauk námi frá Lyfjatækna- skóla Íslands 1986 og starfaði sem lyfjatæknir á Borgarspítalanum, Landspítalanum og hjá Lyfjaeft- irliti ríkisins. Starfsferli sínum sem lyfjatæknir lauk Hjördís í Hringbrautar apóteki í Reykjavík sem þau hjónin áttu og ráku fram til 2004. Hjördís verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju 2. desember 2021 og hefst athöfnin klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana geta aðeins nánustu ástvinir verið við- staddir útförina. Útför Hjördísar verður streymt: http://mbl.is/go/h7f9k Einnig er tengill á www.mbl.is/andlat kona, f. 26.4. 1923, d. 16.1. 2008. Börn Hjördísar og Jóns Grétars eru: 1) Örn Ingvi verkfræðingur, f. 21.10. 1968. Börn Arnar Ingva og eig- inkonu hans Aldísar Ingimarsdóttur verkfræðings, f. 11.2. 1969, eru Júl- ía, Snædís og Rúnar Örn. Barn Júlíu og eiginmanns hennar, Skúla Óskarssonar, er Emma Björk. 2) Guðrún lyfja- fræðingur, f. 12.12. 1970. Börn Guðrúnar og eiginmanns hennar Sævars Guðjónssonar verkfræð- ings, f. 1.2. 1972, eru Atli Ívar og Brynja. 3) Sandra Huld við- skiptafræðingur, f. 15.10. 1979. Barn Söndru Huldar og eig- inmanns hennar Ólafs Arnars Gunnarssonar orkutæknifræð- ings, f. 22.7. 1974, er Ingvar Atli. 4) Harpa Lind, doktor í klínískri sálfræði, f. 4.3. 1987. Eiginmaður Hörpu Lindar er Samuel Patrick Elsku fallega mamma mín, þú kvaddir okkur allt of snemma. Við fengum of lítinn tíma saman og ég sakna þín svo mikið. Þú varst búin að vera svo dugleg seinustu vikur og ná svo góðum árangri að ég trúi því varla að þetta hafi farið svona. Ég hélt við ættum eftir mörg ár saman til að bralla ým- islegt og því er erfitt að horfast í augu við að samverustundirnar verði ekki fleiri. Ég sakna þess að geta ekki litið til þín í kvöldkaffi og spjall og eiga ekki lengur til- kynningar og skilaboð frá þér á netinu en mest sakna ég samt faðmlaganna þinna og kossanna sem við sendum með miklum til- þrifum. Þú ert hjartahlý, kærleiksrík, skilningsrík og þolinmóð og, eins og við grínuðumst oft með, kannski líka pínu þrjósk, sem skýrir kannski hversu ákveðin þú varst í því að ná þér og koma aftur heim. Húmorinn þinn er líka á réttum stað og þér tókst að gera erfiða daga að góðum bara með brosi og fallegum orðum. Þú vild- ir alltaf allt fyrir mig gera og varst traustur bakhjarl. Ég get ekki þakkað þér nóg fyrir að hugsa svona vel um mig. Takk fyrir að skilja mig og takk fyrir að vera þú. Jafnvel þegar hlutirnir litu ekki svo vel út á seinustu vik- um og ég var að reyna að láta þér líða betur þá varst þú samt mamma og vildir hugsa um mig á þínum erfiðustu tímum. Heimur- inn væri betri ef það væru fleiri eins og þú. Þú hefur alltaf verið dugleg og gert hlutina almennilega og með stæl. Ásamt því að vinna og hugsa um okkur hélst þú líka gullfallegt heimili og glæsilegar veislur með mörgum kökum og heitum rétt- um og einhvern veginn virkaði það alltaf eins og þú hefðir bara galdrað þetta fram úr erminni. Þú braust föt líka óaðfinnanlega sam- an og seinasta skiptið sem við hittumst sýndirðu mér aftur hvernig maður brýtur peysur al- mennilega saman og það er minn- ing sem ég get haldið áfram að brosa yfir. Þegar ég hugsa um seinustu ár standa upp úr kósíkvöld þar sem við horfðum á sjónvarpið saman, spiluðum á spil, lögðum kapal og leystum krossgátur. Það var líka yndislegt að fá þig í heimsókn til mín í Bandaríkjunum. Upp úr stendur líka stelpuferðin okkar til Spánar, Krítarferðir og auðvitað allar ferðirnar okkar til Akureyr- ar. Sérstaklega eftirminnilegar eru rútuferðir til Akureyrar þar sem við héldum að við myndum missa af rútunni í Staðarskála og síðar ferðirnar okkur norður á Opelnum en á leiðinni var ævin- lega nartað í hjúplakkrís, hlustað á nýjustu popptónlistina á kass- ettum og mikið spjallað. Þú spurðir mig alltaf hvað miðpunkt- urinn á leiðinni heitir og því var ég stundum búin að afgreiða það um leið og við settumst upp í bíl- inn. Skemmtilegar samveru- stundir og allur kærleikurinn og ástin sem þú sýndir mér skilyrð- islaust verða með mér um alla tíð. Söknuðurinn er samt sár, eig- inlega óbærilegur og skarðið í hjartanu er stórt. Þetta verða erf- ið jól án þín. Ég elska þig svo mik- ið, elsku mamma, og ég hugsa til þín á hverjum degi. Vonandi held- urðu áfram að fylgjast með okkur og ég bið þess að þú hafir fundið ró og hvíld í faðmi afa og ömmu. Harpa Lind. Elsku mamma kvaddi mánu- daginn 22. nóvember. Mamma var mikil eðalkona og húmoristi, skemmtileg og hjartahlý, opin og nútímaleg í hugsun. Ég á eftir að sakna allra góðu samverustund- anna við eldhúsborðið á Víkur- strönd – þar var mikið rætt og hlegið. Þrátt fyrir margar góðar minn- ingar af ferðalögum innanlands sem utan eru mér einnig mjög dýrmætar hinar lágstemmdari gæðastundir okkar mömmu í gegn um tíðina þar sem við spil- uðum, púsluðum, horfðum á Dall- as og Derrick, skröfuðum og skeggræddum. Við gátum rætt allt milli himins og jarðar, og var fátt heilagt í þeim efnum og alltaf stutt í húmorinn. Við vorum afar nánar alla tíð, enda hún rétt 20 árum eldri en ég, og minnist ég þess til dæmis á barnaskólaárum þegar einhverjir héldu að hún væri eldri systir mín. Mig minnir að mér hafi þótt það minna sniðugt en henni. Bakkahöllin og Akureyrin fagra þar sem hún ólst upp og Kaup- mannahöfn þar sem við bjuggum í fimm ár áttu alltaf sérstakan sess í hjarta hennar. Mamma var fljót að aðlagast nýju samfélagi og tungumáli í Danmörku þrátt fyrir að Örn bróðir hafi dreift því vel og rækilega meðal krakkanna á koll- egíinu þar sem við bjuggum að mamma okkar og pabbi væru ter- roristar, en hann hafði heyrt því fleygt að þau væru túristar, en bætti óvart inn auka atkvæði. Eft- ir heimkomuna frá Danmörku bættust elsku systur mínar Sandra og Harpa í hópinn – mikið sem ég er þakklát fyrir þennan stóra og góða systkinahóp. Þá eru sérstaklega ánægjulegar stórfjöl- skylduferðirnar okkar til Grand Forks og Providence 2017 og 2018 og sjötugsafmæli mömmu og pabba í fyrra sem við héldum upp á með pomp og prakt, ásamt svo óteljandi fleiri minningum sem ylja. Mamma stóð sig alltaf mjög vel í vinnu og námi og kom iðulega heim með verðlaun fyrir góðan námsárangur. Hún var einnig mjög réttsýn og fór ekki í mann- greinarálit og endurspeglaðist það í skoðunum hennar á ýmsum þjóðfélagsmálum, ekki síst í seinni tíð. Hún elskaði ungana sína skilyrðislaust og hafði enda- lausan og einlægan áhuga á hvað barnabörnin væru að bralla og hugsa og ekki síður langömmu- barnið sem var henni mikill gleði- gjafi. Elsku mamma, þín verður sárt saknað og minningu þinni verður haldið á lofti um ókomna tíð. Elsku bestu afi og amma taka á móti þér í sumarlandinu. Bið að heilsa. Guðrún. Hjördís Arnardóttir - Fleiri minningargreinar um Hjördísi Arnardóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.