Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T 94% Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney sýnd með Íslensku og Ensku tali S öngleikja- og lagasmiður- inn og leikarinn Lin-Man- uel Miranda stígur nú fram sem kvikmyndaleik- stjóri með Tick, tick … Boom!, fyrstu kvikmynd sinni og eins og við mátti búast er sú söngleikja- mynd. Og ekki nóg með það heldur er hún söngleikjamynd um söng- leikjahöfund, Jonathan Larson, sem þekktastur er fyrir að hafa samið Rent og lést aðeins 35 að aldri. Fyrir þá sem ekki vita þá skaust Miranda upp á stjörnuhim- ininn með margverðlaunuðum söngleik sínum Hamilton og einnig söngleiknum In the Heights sem vinsæl kvikmynd var gerð eftir og sýnd við mikið lof nú í sumar. Að semja söngleik er auðvitað allt annað en að leikstýra kvikmynd um söngleikjahöfund, eða öllu heldur kvikmynd sem byggð er á söngleik um þann höfund, og út- koman er bæði góð og slæm. Í stuttu máli segir Tick, tick … Boom! af listrænni og persónulegri baráttu Larsons við að klára söng- leik og fá hann sýndan á Broad- way. Söngleikur þessi, Superbia, var aldrei settur á svið en Larson gerði hann og glímu sína við listina og lífið að umfjöllunarefni í einleik sem ber nafn kvikmyndarinnar. Einleikinn flutti hann á sviði árið 1990 en eftir að hann lést, árið 1996, var söngleiknum breytt í verk fyrir þrjá leikara. Það er ástæða fyrir þessum inngangi í gagnrýninni því án þessarar vitn- eskju gæti byrjun myndarinnar ruglað áhorfendur í ríminu, hætt við að þeir viti ekkert hvað er að gerast. Það er söngleikur í söng- leiknum í söngleiknum, skilurðu? Myndin hefst á flutningi Lars- ons (Garfield) á einleiknum á sviði. Segist hann heyra tif í höfði sér, líkt og þar sé tímasprengja og það- an kemur forvitnilegt nafn verks- ins. Larson er svo önnum kafinn að hann hefur lítinn sem engan tíma til að sinna kærustu sinni og besta vini. Á daginn vinnur hann á kaffiteríu og nýtir svo allar frí- stundir í að semja lög og texta og reyna að klára söngleikinn fyrr- nefnda, Superbia, sem hann vann að í átta ár. Fram undan er vinnu- smiðja með sjálfum Steven Sond- heim og þrýstingurinn því mikill á Larson. Ekki dregur úr þrýstingn- um þegar kærastan, sem er dans- ari, tilkynnir honum að henni hafi boðist starf úti á landi og að hún þurfi að flytja frá New York. Vinur Larsons, Freddy, liggur einnig á sjúkrahúsi, helsjúkur af alnæmi sem á eftir að koma oftar við sögu í myndinni. Í lok hennar er vikið að söngleiknum sem Larson er langþekktastur fyrir, Rent, en hann náði ekki að upplifa miklar vinsældir hans þar sem hann lést degi fyrir frumsýningu, ótrúlegt en satt. Rent sló í gegn og var sýndur á Broadway samfleytt í 12 ár sem og víða um lönd og þeirra á meðal Íslandi. Lærði að syngja Hinn geðþekki Andrew Garfield stendur sig afar vel í aðalhlutverk- inu og hefur greint frá því í við- tölum að hann hafi ekki kunnað að syngja áður en hann tók það að sér. Hann hafi ákveðið að slá til eftir að Miranda gaf honum heilt ár til að læra söng og stunda söng- æfingar. Ekki er annað að sjá og heyra en að Garfield sé fínasti söngvari og söngleikjaleikari og leikaraliðið á heildina litið er gott, leikurinn bæði einlægur í takt við efnið. Larson mun sjálfur hafa kallað þetta rokksöngleik eða rokksöng- einleik og ég ætla ekki að fetta fingur út í þá skilgreiningu, þótt heldur sé lítið rokk í tónlistinni. Líkt og í svo mörgum söngleikjum eru hér hæðir og lægðir, grípandi og hress lög sem hrífa mann með sér en á milli þeirra önnur sem eru svo leiðinleg og langdregin að tím- inn virðist hreinlega standa í stað. Ekki vantar heldur tilfinningasem- ina sem stundum leiðist út í full- mikla væmni og greinilegt að Mir- anda kýs heldur matskeið af sykri en teskeið. En það er auðvitað gott og blessað fyrir þá sem vilja hafa sína söngleiki dísæta. Gallinn við frásögnina er að þeg- ar sagan virðist ætla að ná flugi er manni snögglega kippt aftur niður á jörðina með söngatriðum sem virðast sum hver ekki þjóna nein- um tilgangi. En þá má um leið spyrja hvenær á að vera söngatriði og hvenær ekki í söngleikjamynd? Hvenær er tilefni til að bresta í söng? Er það á mikilvægustu tíma- punktum sögunnar/myndarinnar eða mega þau vera hvar sem er, um hvað sem er, af hvaða tilefni sem er? Lögin eiga væntanlega að undirstrika eða efla þær tilfinning- ar sem bærast innra með persón- um og gera það vissulega en ég verð að viðurkenna að ég andvarp- aði nokkrum sinnum yfir þeim og leit aðeins of oft á úrið. Tíminn er gegnumgangandi þema í verkinu og þá ekki bara í heitinu. Nefnt hefur verið að sum laganna hægi á tímanum og tíminn vann heldur ekki með Larson. Það tók hann óratíma að semja söng- leikinn Superbia! sem fór aldrei á svið. Áhorfendur vita líka að tími Larsons hér á jörð var stuttur og það eykur auðvitað tragíkina. Þótt Larson hafi ekki dáið úr alnæmi virkar sjúkdómurinn sem fyrirboði og atriði þar sem besti vinur Lars- ons, Michael (Robin de Jesus), segir honum að hann sé smitaður af HIV er afar átakanlegt og sannarlega við hæfi þá að þenja raddböndin, líkt og de Jesus gerir prýðilega. Miranda hefur flutt þennan ein- leik Larsons á sviði og mun vera mikill aðdáandi söngleikskáldsins. Það leynir sér ekki því myndin er augljóslega gerð af metnaði og ein- lægni. Því er nokkuð leitt hversu langdregin myndin er í einstaka atriðum og lögin misjöfn að gæð- um, þó ekkert sé að flutningnum. Unnendur söngleikja munu þó fá sitthvað fyrir sinn snúð og þá ekki síst aðdáendur Larsons og verka hans. Brokkgeng Garfield í Tick, tick … Boom! sem framleidd er af Netflix og sýnd á veitunni. Myndin á sínar hæðir og lægðir, að mati gagnrýnanda. Allt fram streymir ... eða ekki Netflix Tick, tick … Boom! bbbnn Leikstjórn: Lin-Manuel Miranda. Hand- rit: Steven Levenson, byggt á söngleik Jonathans Larsons. Aðalleikarar: Andr- ew Garfield, Alexandra Shipp, Robin de Jesus og Joshua Henry. Bandaríkin, 2021. 115 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Samsýningin Brenglað, bogið, bylgjað var opnuð í Skaftfelli á Seyðisfirði 27. nóvember og stend- ur hún yfir til 30. janúar. Á henni má sjá málverk eftir hina ensk- íslensku Söru Gillies og þrívíð gólf- verk eftir Ragnheiði Káradóttur. „Verkin vinna þær hvor í sínu lagi en eiga það sameiginlegt að sköp- unarferli beggja einkennist af leik- gleði auk þess sem þær vinna báðar út frá innsæi og í samtali við efni- viðinn sem leiðir þær áfram að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu. Verk Ragnheiðar gefi mynd af afmörkuðum, fjarstæðukenndum heimum og verk Söru búi bæði yfir persónulegum og landfræðilegum skírskotunum og í nýlegum verkum vinni hún við að endurupphugsa lík- amann, sérstaklega kvenlíkamann. Brenglað, bogið og bylgjað í Skaftfelli Fyrir austan Skaftfell á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Einar Falur Reykjavíkurborg stendur fyrir samkeppni um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022, í samstarfi við Miðstöð hönn- unar og arkitekt- úrs. Verkið felst í vörpun á staf- rænu verki á Hallgrímskirkju og verður það sýnt 3.-6. febrúar 2022. Skilafrestur í samkeppnina er 4. janúar. Sigurvegari hlýtur eina milljón króna. Dómnefnd skipa Ólöf Kristín Sigurðardóttir, for- stöðumaður Listasafns Reykjavík- ur, Rebekka Guðmundsdóttir, borg- arhönnuður og verkefnastjóri hjá Skipulags- og framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, og Marcos Zo- tes, arkitekt Basalt arkitekta AÍ. Samkeppni um ljóslistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.