Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 64

Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 64
Meistari Stephen Sondheim árið 2004, en hann lést 91 árs að aldri 26. nóv- ember sl. Hans er minnst sem risa í bandarísku menningarlífi í yfir 50 ár. AFP Allt gat orðið að söngleik hjá Sondheim AF LISTUM Þorgeir Tryggvason „Þetta er nú efni í góðan söngleik“ var fyrsta hugsunin þegar fréttir bárust af hópi fólks veðurtepptu á enskri fjallakrá með Oasis- ábreiðubandi um síðustu helgi. Á sama tíma og leiðirnar voru að teppast í Yorkshire lést á heimili sínu í Connecticut sá maður sem líklegastur mátti teljast til að finna söngleikjaflötinn á slíku efni: Stephen Sondheim. Það söngleikja- skáld sem gekk fremst og lengst af meginstraumshöfundum í að endurnýja formið og finna leiðir fyrir það til að fjalla um hvað sem vera skyldi af sálfræðilegri, pólitískri og listrænni dýpt. Alltaf samt með þeim leiftrandi glans í orðum og tónum sem hefðin kallar á og áhorfendur krefjast. Sondheim lærði til verka hjá ein- um af gömlu meisturum söngleiks- ins, sjálfum Oscar Hammerstein, og hóf feril sinn líkt og lærifaðirinn sem textahöfundur. West Side Story slær í gegn 1957 og Gypsy tveimur árum síðar en fljótlega eft- ir það fer hann að fást jöfnum höndum við tónlist og söngtexta og vinnur með ýmsum leiktextahöf- undum; James Lapine, Hugh Wheeler, John Weidman, George Furth og James Goldman þeir helstu. Tvö af höfuðeinkennum Sond- heims sem söngleikjahöfundar mætti nefna. Frumlegt efnisval sem ögrar viðteknum hugmyndum um hvað sé tækt viðfangsefni þessa mjög svo „afþreyingarmiðaða“ leik- húsforms, og síðan hve þétt tónlist, framvinda og persónusköpun er ofin saman í verkum hans. Oftar en ekki taka síðan verkin og efn- istökin mið af efniviðnum: súrsætir valsarnir í A Little Night Music, japanskur blærinn á tónlistinni í Pacific Overtures, sem að Kabuki- sið er aðeins flutt af körlum. Það ómótstæðilega verk er líka öfga- fyllsta dæmið um viðfangsefni utan alfaraleiðar: hvernig Vesturlönd þröngvuðu japönskum herstjórum til að opna landið fyrir vestrænum viðskiptum og áhrifum um miðja nítjándu öldina. Við verðum líka að minnnast á Assassins: hálfgerða revíu sem rekur sögu banatilræða við Banda- ríkjaforseta frá Lincoln til Reag- ans. Öll tónlistin í viðeigandi stíl, frá þjóðlagaballöðunni um John Wilkes Booth til poppaða ástar- dúettsins milli Squeaky Fromme og Johns Hinckleys með viðkomu í Sousamarsinum þar sem sjónar- vottar segja frá tilræði Giuseppes Zangara við Franklin Roosevelt. Umræddur ástardúett er gott dæmi um hversu samþætt leik- húsið og tónlistin er í verkum Sondheims. Við hlustun á Spotify virkar „Unworthy of your Love“ eins of hugljúfur samsöngur tveggja elskenda. En það sem við vitum ekki nema við sjáum þau Hinckley og Fromme á sviði að hann er að syngja um ást sína á Jodie Foster, sem fékk hann til að reyna að ráða Ronald Reagan af dögum, en hún beinir orðum sínum að Charles Manson, sem var inn- blástur hennar við atlöguna að Gerald Ford. Hvergi er þessi samþjöppun jafn augljós og í stórum númerum á borð við „A Weekend in The Country“, þar sem nánast allar persónur A Little Night Music koma við sögu og leggja línurnar fyrir flækjurnar sem bera uppi atburðarás seinni hluta verksins. Sem byggist á gamalli Ingmar Bergman-bíómynd. Allt gat orðið að söngleik hjá Sondheim. Fleiri dæmi mætti nefna um þéttan vangadans forms og efnis. Hvað t.d. með „The Worst Pies in London“, glansnúmerið úr Sweeney Todd, þar sem tilþrif Mrs. Lovett með kökukefli og önn- ur amboð við að hnoða deig og drepa mýs er partur af laginu? Eða þegar hundurinn í meistara- verki George Seurats, sem er efni Sondheims í Sunday in the Park with George, fær orðið og orðið er „rough“ og önnur orð sem geta hljómað eins og gelt og urr? Það hefur ekki farið mikið fyrir Stephen Sondheim á efnisskrám íslenskra leikhúsa. Íslenska óperan setti Sweeney Todd upp árið 2004 og fyrir nokkrum árum réðst Leik- félag Menntaskólans á Akureyri í það stórvirki að flytja ævintýra- söngleikinn Into the Woods. Þetta eru krefjandi verk tónlistarlega og ekki heiglum hent að þýða snilldar- lega söngtexta þessa orðheppna meistara svo vel sé. Það er samt óskandi að við fáum að sjá fleiri íslenska listamenn glíma við vel valin verk úr einstöku framlagi Stephens Sondheims til listar leik- sviðsins. - Frumlegt efnisval var eitt af höfuð- einkennum Sondheims sem höfundar Blóðug Johnny Depp og Helena Bonham Carter í hlutverkum sínum sem Sweeney Todd og Mrs. Lovett í kvikmyndinni Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street frá árinu 2007. Dama Judi Dench sem Desiree í A Little Night Music árið 1995. »… ekki heiglum hent að þýða snilld- arlega söngtexta þessa orðheppna meistara svo vel sé. Það er samt óskandi að við fáum að sjá fleiri íslenska listamenn glíma við vel valin verk úr einstöku framlagi Stephens Sondheims til listar leiksviðsins. Ástarsaga Rita Moreno (fyrir miðri mynd ) í hlutverki sínu sem Anita í kvikmyndinni West Side Story sem frumsýnd var 1961. Sondheim samdi söngtextana við tónlist Leonards Bernsteins. Banaskot Leikhópur söngleiksins Assasins sem er hálfgerð revía sem rekur sögu banatilræða við Bandaríkjaforseta frá Lincoln til Reagans. Ljósmynd/National Theatre 64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heilsa &útivist –– Meira fyrir lesendur Nú er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir fimmtudaginn 23. desember. fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. janúar SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.