Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Sjö systur Höf. Lucinda Riley Les. Margrét Örnólfsdóttir Dansarinn Höf. Óskar Guðmundsson Les. Daníel Ágúst Haraldsson Fjölskylda fyrir byrjendur Höf. Sarah Morgan Les. Sólveig Guðmundsdóttir Vetrarfrí í Hálöndunum Höf. Sarah Morgan Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir Nemesis Höf. Jo Nesbø Les. Orri Huginn Ágústsson Farangur Höf. Ragnheiður Gestsdóttir Les. Aníta Briem Fjórar systur Höf. Helen Rappaport Les. Vera Illugadóttir Frostrós - 1. hluti Höf. Lotte & Søren Hammer Les. Hilmir Snær Guðnason vi ka 47 Kastaníumaðurinn Höf. Søren Sveistrup Les. Þuríður Blær Jóhannsdóttir Fíkn Höf. Rannveig Borg Sigurðardóttir Les. Birna Pétursdóttir, Haraldur Ari Stefánsson TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dagur íslenskrar tónlistar var hald- inn hátíðlegur í gær, 1. desember, með ýmsum viðburðum og þeirra á meðal afhendingu heiðursverð- launanna Lítill fugl sem veitt eru þeim sem þykja hafa unnið fram- úrskarandi starf í þágu íslenskrar tónlistar. Að þessu sinni hlaut fugl- inn dr. Arnar Eggert Thoroddsen sem skrifað hefur um og gagnrýnt tónlist í Morgunblaðinu allt frá árinu 1999 og á Rás 2 til fjölda ára. Dreymdi um að skrifa gagnrýni „Ég er þakklátur,“ segir Arnar um þessa viðurkenningu og að hon- um þyki mjög vænt um hana. Hann er spurður að því hvenær hann hafi áttað sig á því að hann vildi starfa við þetta, að fjalla um tónlist og brjóta hana til mergjar og segir hann eitt hafa leitt af öðru. „Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta ofsa- lega mikið á músík og hún heltók mig algjörlega. Ég las mikið af tónlistarblöðum og fór þá að dreyma um að skrifa tónlistargagnrýni, mér fannst það eitthvað svo spennandi,“ segir Arnar kíminn. „Síðan leiðist ég inn í að fara að skrifa plötudóma í Morgunblaðið og þá undir hand- leiðslu annars handhafa verð- launanna sem þá hétu Bjarkar- laufið,“ segir Arnar og á þar við Árna Matthíasson. Arnar segist hafa verið með marga hatta tengda íslenskri tónlist í gegnum tíðina, m.a. hatt kennara í Háskóla Íslands, hina ýmsu dóm- nefndahatta og hatt leiðsögumanns. „Það sem gerist árið 1999 er að ég fer að skrifa íslenska plötudóma og fer í framhaldinu að átta mig á því, smátt og smátt, hversu mikilvægt slíkt er fyrir framgang og viðhald ís- lenskrar tónlistarmenningar, eitt- hvað sem þessi Litli fugl er alger- lega að tengja inn í,“ segir Arnar. Hann segir tónlistarrýni ekki vettvang fyrir rithöfundaæfingar, stæla eða háðsglósur. „Það sem skiptir svo miklu máli er að sýna tónlistarmanninum virðingu, reyna að nálgast hann einhvern veginn og draga fram alla þá kosti sem þú heyrir en líka hitt sem er auðvitað vandmeðfarnara,“ segir Arnar. Hann bætir því svo við að honum þyki afar mikilvægt að fjallað sé um íslenska tónlist með öðrum hætti en viðtölum og fréttatilkynningum. „Að rýnt sé í verkið sem slíkt, það í raun viðurkennt, og þá fer um leið fram nokkurs konar skrásetning á ís- lenskri menningu.“ Tönn í tannhjóli Arnar segist líta þannig á að hann sé bara ein tönnin í tannhjóli sem haldi sköpun og einhvers konar tónlistarsenu gangandi. Hann telji mikilvægt að tónlistarmenn finni fyrir því að þeir séu ekki að skapa í tómarúmi og fái einhvers konar vit- ræna endurgjöf á verk sín. „Ég er jafn mikill egóisti og næsta mann- eskja, ef ekki meiri, en hvað þetta varðar sé ég þetta mjög heildrænt og það er það sem drífur mig áfram. Að þetta framlag sé að skipta ein- hverju raunverulegu máli fyrir okk- ur öll. Að þetta séu örlitlir bensín- dropar í bland við alla þá sem koma frá öðrum hlutaðeigandi, t.d. þér sem ert að skrifa þetta viðtal.“ Arnar segir þetta í raun lýðheilsu- mál. „Á meðan verið er að búa til músík eru aðeins meiri líkur á að manni líði vel,“ segir Arnar kankvís kveður við það blaðamann með kurt. Unnur, Græni hatturinn og Stelpur rokka! líka verðlaunuð Fleiri verðlaun voru veitt í gær við sama tilefni og Lítill fugl. Nýsköpunarverðlaun ársins hlaut Unnur Sara Eldjárn sem hefur m.a. haldið vinsæl námskeið um að ná ár- angri á spilunarlistum á Spotify. Útflutningsverðlaunin hlaut Re- cord in Iceland, kynningarátak sem felst í því að hvetja tónlistarfólk um allan heim til hljóðritunar á Íslandi. Gluggann fékk tónleikastaðurinn Græni hatturinn á Akureyri en Glugginn er veittur þeim verkefnum sem þykja sýna íslenskri tónlist sér- staka atfylgi. Hvatningarverðlaunin 2021 hlaut svo verkefnið Stelpur rokka!, rokkbúðir fyrir ungar stelp- ur sem settar voru á laggirnar árið 2012 til að leiðrétta kynjahalla í ís- lensku tónlistarlífi. Hafa þær verið öflugur stökkpallur fyrir fjölmargar tónlistarkonur og aukið fjölbreytni, eins og fram kemur í tilkynningu. Samtök tónlistarrétthafa, Sam- tónn, standa að Degi íslenskrar tón- listar og er framkvæmdin í höndum Íslensku tónlistarverðlaunanna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlaut fugl Arnar Eggert Thoroddsen, sem hefur árum saman skrifað gagnrýni um tónlist fyrir lesendur Morgun- blaðsins, þakkar hér fyrir viðurkenninguna sem hann hlaut, fyrir framúrskarandi starf í þágu íslenskrar tónlistar. „Ég er þakklátur“ - Arnar Eggert Thoroddssen hlaut Litla fuglinn - Virðing fyrir tónlistarmönnum og verkum þeirra er lykilatriði 22 verkefni hafa verið styrkt af lista- og menningarráði Kópavogs af þeim 77 sem sótt var um að fengju styrk. Sjóðnum er ætlað að efla lista- og menningarlíf Kópa- vogsbæjar og er úthlutað úr honum árlega. Að þessu sinni var við styrkúthlutun meðal annars horft til við- burða sem gætu farið fram víðs vegar um Kópavog, segir í tilkynningu, og nefndar sem dæmi sirkussýn- ingar, söngskemmtanir, vegglistaverk, ljóðamálþing, brúðuleikhússmiðjur og þátttökutónleikar. Hæsta styrkinn, þrjár milljónir króna, hlaut Menningarfélagið Rebel sem hefur í þrjú ár staðið fyrir sýningahaldi í listrýminu Midpunkt við Hamraborg og mun á næsta ári standa öðru sinni fyrir listahátíðinni Hamraborg Festival í Hamraborginni. Listahátíðin List án landa- mæra hlaut eina og hálfa milljón króna í styrk vegna fyrirhugaðra viðburða hátíðarinnar í Kópavogi á næsta ári. „Sjóður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar styður einnig við fjölmargar hátíðir og menningar- tengda viðburði og verkefni í Kópavogsbæ á borð við Ljóðstaf Jóns úr Vör, Barnamenningarhátíð, Vetrar- hátíð, 17. júní, Tíbrá tónleikaröð í Salnum, tónverka- samkeppni Salarins, Gerðarverðlaun og stendur árlega fyrir vali á bæjarlistamanni Kópavogsbæjar,“ segir í tilkynningu og má finna yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrk á vef bæjarins, kopavogur.is. Hamraborg Festival hlaut hæsta styrk Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hátíðarsvæði Listahátíðin Hamraborg Festival verður aftur haldin á þessu svæði í Kópavogi á næsta ári. Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.