Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD
Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hvað varðar slys á fólki hefur
árið verið án stóráfalla í íslenska
fiskiskipaflotanum. Til þessa hefur
ekkert banaslys orðið á sjó, en
nokkrir dagar eru eftir af árinu.
Ævinlega róa einhverjir bátar í
kringum hátíðar og slysin gera
ekki boð á undan sér.
Árið 2008 varð ekkert banaslys á
sjó við landið og hefur verið haft á
orði að það hafi verið fyrsta árið
síðan um landnám að slíkt slys hafi
ekki orðið. Mörg ár síðustu aldar
fórust tugir og jafnvel hundruð sjó-
manna. Árin 2011 og 2014 voru
einnig án banaslysa og sömuleiðis
fjögur ár í röð 2017 til 2020, sam-
kvæmt ársyfirliti siglingasviðs
rannsóknanefndar samgönguslysa.
Skuggar hvíla yfir
Sá skuggi hvílir þó yfir að 2018
lést maður í Sundahöfn sem hafði
unnið að viðgerðum um borð í báti
og er talið að hann hafa fallið út-
byrðis í prufusiglingu og banda-
rískur ferðamaður fórst við köfun
við Hjalteyri í september 2019. Í
maí 2020 var gerð umfangsmikil
leit í Vopnafirði að 18 ára sjó-
manni, en hann féll útbyrðis af
fiskiskipinu Erlingi KE-140. Leitin
bar ekki árangur, en líkamsleifar
hans fundust í Vopnafirði 1. apríl í
ár. Það mál kom ekki til kasta
RNSA.
Margir samverkandi þættir eru
að baki þeim árangri að fækka al-
varlegum slysum í íslenska flot-
anum. Nefna má vaktstöð siglinga,
Slysavarnaskóla sjómanna, hærri
starfsaldur til sjós, nákvæmari veð-
urspár en áður var og stærri og
betur útbúin skip með fullkomnara
öryggisstjórnunarkerfi. Rann-
sóknarnefnd samgönguslysa hefur
verið óspör á að koma með tillögur
í öryggisátt vegna mála sem ratað
hafa á borð þess.
Jón Árelíus Ingólfsson, rann-
sóknastjóri RNSA, nefndi einnig
kvótakerfið fyrir tveimur árum
þegar hann var beðinn að telja upp
nokkra þætti, sem hefðu leitt til
aukins öryggis á sjó:
„Það á örugglega sinn þátt í að
meiri skynsemi er í sókninni held-
ur en áður. Nú vita útgerðir og
skipstjórar hver þeirra hlutur er
og menn þurfa ekki að sperra sig
til að ná í fiskinn og vinnslan stýrir
oft sókninni,“ sagði Jón Árelíus
fyrir tveimur árum, en hann lætur
af störfum sem rannsóknastjóri um
áramót.
Atvik sem læra má af
Á árinu hafa 82 mál verið skráð
til rannsóknar hjá RNSA, en í
fyrra voru þau 93 og 106 árið 2019.
Nefndin hefur afgreitt 95 loka-
skýrslur í ár og var 46 þeirra lokið
með sérstöku nefndaráliti. Ekki
eru öll atvik á sjó skráð í sérstaka
rannsókn hjá nefndinni, heldur er
áhersla lögð á atvik sem draga má
lærdóm af.
Stærsti einstaki flokkurinn í ár
varðar slys á fólki um borð í skip-
um, en 41 slíkt mál hefur komið á
borð nefndarinnar og eru fallslys
áberandi í þeim flokki. Átta mál
eru skráð vegna strands eða að
skip hefur tekið niðri. Skráð hafa
verið 23 atvik þar sem skip voru
dregin til hafnar. Þrívegis varð eld-
ur um borð, m.a. í Vestmannaey í
lok október þar alsvert tjón varð.
Meðal annarra mála má nefna leka
og efnaslys og þegar Dala Rafn
sigldi á Elliðaey í janúar.
Ekkert banaslys á sjó það sem af er ári
- Fyrsta árið án banaslysa meðal sjómanna var 2008 - Oft fórust tugir og jafnvel hundruð sjómanna
á hverju ári - Margt verið gert til að auka öryggi sjómanna - 82 mál til rannsóknar hjá RNSA í ár
Ljósmynd/RNSA/Hilmar Snorrason
Tjón Skemmdir urðu á stefni Dala-Rafns VE eftir að skipið sigldi utan í Elliðaey í janúar. Við ásiglinguna kom mikið
högg á skipið og einn skipverji handleggsbrotnaði. Skipið strandaði ekki og var því siglt til hafnar í Eyjum.