Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3 0. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 306. tölublað . 109. árgangur .
TILBOÐ GILDA 30.–31. DESEMBER
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ
30%
AFSLÁTTUR
ÁÐUR: 459 KR/ASKJAN
Rauð vínber
321KR/ASKJAN
500 gKalkúnn
Heill – margar stærðir,
erlendur
1.399KR/KG
GOTT
VERÐ!
Peking önd
1,8 kg
1.264KR/KG
ÁÐUR: 1.944 KR/KG
35%
AFSLÁTTUR
SEMUR LAG
FYRIR VETRAR-
ÓLYMPÍULEIKA
DANIR OG NORÐ-
MENN DEILA
UM HANDRIT
NJÁLA Á HUNDA-
VAÐI GÓÐ
SKEMMTIVEISLA
FORN HANDRIT 22 LEIKSÝNINGAR ÁRSINS 44DOCTOR VICTOR 16
Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var í
gærkvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2021 af Sam-
tökum íþróttafréttamanna. Ómar Ingi átti frábært ár
með Magdeburg í sterkustu deild heims í Þýskalandi
þar sem hann varð markakóngur 2020-21, er meðal
markahæstu og bestu leikmanna á yfirstandandi tíma-
bili og vann bæði Evrópudeildina og heimsmeistaramót
félagsliða með liði sínu. »41
Ljósmynd/Mummi Lú
Ómar Ingi er íþróttamaður ársins
Maður sem varð fyrir verulegu tjóni
á bíl sínum þegar hann ók þjóðveg-
inn um Kjalarnes, þar sem unnið er
að tvöföldun vegarins, sættir sig
ekki við að bera tjónið sjálfur. Efni
sem verið var að vinna með fauk yfir
bíl hans svo nauðsynlegt er talið að
heilsprauta bílinn sem gæti kostað
tvær milljónir. Vegagerðin og trygg-
ingafélag verktakans hafna því að
bæta tjónið og hefur maðurinn
ákveðið að leggja það fyrir úrskurð-
arnefnd í vátryggingamálum.
Ólafur H. Knútsson býr á Akra-
nesi og vinnur í Reykjavík og ekur
daglega um Kjalarnes eins og tugir
eða hundruð annarra ökumanna.
Hann varð fyrir því í október að möl
sem starfsmenn verktaka við
breikkun vegarins voru að vinna
með fauk yfir bíl hans og fleiri bíla
sem þar voru á ferð. Fleiri hafa orðið
fyrir tjóni vegna framkvæmdanna.
Telur hann að verktakinn hafi sýnt
af sér vítavert gáleysi að vinna með
efnið á þessum tíma og á þann hátt
sem gert var og krefst bóta en
tryggingafélagið neitar. »2
Krefst bóta úr hendi
vegaverktakans
- Skemmdist við malarfok á Kjalarnesi
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Eignamarkaðir hafa verið á mikilli sigl-
ingu víða um heim nær allt þetta ár. Ís-
lenska hagkerfið er þar engin undan-
tekning. Flest bendir til að það hafi
verið íslenskum lífeyrissjóðum hagfellt
og nýjustu tölur Seðlabanka Íslands
sem birtir yfirlit yfir heildareignir
þeirra sýna að á fyrstu 10 mánuðum
ársins hafi þær aukist um rúma 860
milljarða króna. Jafngildir það 15%
aukningu í krónum talið.
Enginn lífeyrissjóður hefur birt yf-
irlit yfir heildarafkomu sína 2021, enda
lifa enn tæpir tveir dagar af árinu.
Hins vegar eru nokkrir sjóðir sem
birta því sem næst rauntímagögn um
stöðu fjárfestinga sinna. Það á við um
Almenna lífeyrissjóðinn og Frjálsa.
Morgunblaðið hefur tekið saman tölur
sem varpa ljósi á ávöxtun þessara
sjóða á tólf mánaða tímabili, frá Þor-
láksmessu í fyrra og til sama dags í lið-
inni viku.
Þar má sjá að nafnávöxtun
fjárfestingarleiðarinnar „Frjálsi
Áhætta“ nemur 21,9% á tímabilinu en
það jafngildir 16,4% raunávöxtun.
„Ævisafn I“ hjá Almenna lífeyrissjóðn-
um skilar að sama skapi 19,9% nafn-
ávöxtun yfir tímabilið eða 14,5% raun-
ávöxtun.
Gunnar Baldvinsson, framkvæmda-
stjóri Almenna, segir ávöxtun lífeyris-
sjóða hafa reynst afar hagfellda á árinu
sem er að líða, rétt eins og síðustu ár.
Því ráði ýmsar aðstæður í alþjóðahag-
kerfinu en ekki síst afar lágt vaxtastig.
„Ég er bjartsýnn á framhaldið en
vara þó við því að með þessari miklu
ávöxtun erum við að einhverju leyti að
ganga á ávöxtun framtíðarinnar. Það
er ekki ólíklegt að ávöxtun komandi
ára verði undir sögulegu meðaltali.“
Arnaldur Loftsson, framkvæmda-
stjóri Frjálsa, bendir á að hlutabréfa-
markaðir hafi sótt mjög í sig veðrið.
„Innlendi hlutabréfamarkaðurinn
var mjög kraftmikill og sá eignaflokk-
ur sem skilaði mestri ávöxtun. Úrvals-
vísitala hlutabréfa hækkaði um 36,9%
síðustu tólf mánuði.“
Ávöxtunin
nær tveggja
stafa tölu
- Hagfellt ár að baki hjá lífeyrissjóðum
- Lágir vextir þrýsta upp eignaverði