Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
Sautján ára gamall Úsbeki, Nodirbek
Abdusatorov, varð í vikunni heims-
meistari í atskák en hann tefldi til úr-
slita við Rússann Ian Nepomni-
achtchi sem nýlega tapaði
heimsmeistaraeinvígi í skák fyrir
Norðmanninum Magnus Carlsen.
Í aðalkeppninni í opnum flokki
vann Úsbekinn meðal annars Carl-
sen, sem átti einnig heimsmeistaratit-
ilinn í atskák að verja. Í lokin voru
fjórir skákmenn efstir og jafnir, þeir
Abdusatorov, Nepomniachtchi, Carl-
sen og Ítalinn Fabiano Caruana. Þeg-
ar stig voru reiknuð út voru Abdu-
satorov og Nepomniachtchi efstir og
tefldu þeir tveggja hraðskáka einvígi
um titilinn sem Úsbekinn vann.
Óvæntur sigur
Sigur Abdusatorovs var óvæntur
þar sem hann er mun stigalægri en
þeir skákmenn sem hann tefldi við.
Í kvennaflokki vann Alexandra
Kosteniuk frá Rússlandi öruggan sig-
ur og tapaði ekki skák.
Heimsmeistaramótið fer fram í
Varsjá í Póllandi. Í gær hófst þar
heimsmeistaramót í hraðskák sem
lýkur í dag.
Ljósmynd/Fide.com
Heimsmeistari Nodirbek Abdusatorov ræðir við blaðamenn eftir sigurinn.
Nýr heimsmeistari
krýndur í atskák
Kameldýrahátíð stendur nú yfir í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum, ellefta árið í röð.
Hátíðin er haldin víða í furstadæmunum og
þar eru til sýnis hreinræktuð arabísk kam-
eldýr og einnig er keppt í ýmsum greinum,
bæði kappreiðum og kynbótum. Kamel-
dýrahátíðin, sem lýkur í dag, er kennd við
Mohamed bin Zayed Al Nahyan, krónprins í
Abu Dhabi, og hann er verndari hátíðar-
innar. Á myndinni sjást keppendur í kamel-
dýrakapphlaupi stilla sér upp við rásmarkið í
furstadæminu Sharjah.
AFP
Hreinræktuð kameldýr keppa
Metfjöldi smita greindist í Frakk-
landi á þriðjudag, alls 208 þúsund.
Jókst fjöldi smita um 15% á milli
daga en fyrra metið var sett á mánu-
dag þegar tæplega 180 þúsund smit
greindust. Daglegur fjöldi smita
hafði þá tvöfaldast frá því á laugar-
dag.
„Ég myndi ekki kalla Ómíkron-
afbrigðið öldu lengur … ég myndi
kalla það flóðbylgju,“ sagði Olivier
Veran, heilbrigðisráðherra Frakk-
lands, í gær en Ómíkron er að ná yf-
irhöndinni gagnvart Delta-
afbrigðinu í landinu.
10% Frakka hafa verið í sam-
skiptum við smitaðan einstakling.
Veran sagði tölfræðina vera ótrú-
lega. Eftir ríkisstjórnarfund á mánu-
dag varaði ráðherrann við því að 250
þúsund smit gætu greinst daglega í
byrjun janúar. Því voru sóttvarna-
aðgerðir hertar í landinu en meðal
annars er skylt að hafa skemmtistaði
lokaða næstu þrjár vikur.
Um þúsund manns eru nú lagðir
inn á sjúkrahús daglega í Frakk-
landi, sem er þó mun færra en í
fyrstu bylgju faraldursins þegar
3.500 voru lagðir inn að jafnaði á
hverjum degi. Þá hafa um 90%
Frakka fengið að minnsta kosti einn
skammt af bóluefni, enn eru þó um
fimm milljónir manna óbólusettar.
Metfjöldi Covid-
smita í Frakklandi
- 208 þúsund smit á einum sólarhring
Í Alaska er nú varað við veðurfyrir-
bæri, sem veðurfróðir menn þar
nefna „Icemageddon“, eða helköld
ragnarök, en hitatölur hafa ýmist ver-
ið í ökkla eða eyra um jólin í þessu
kaldasta ríki Bandaríkjanna.
18 mínusgráður og 19,4 í plús
Þannig mældist mesti hiti í desem-
bermánuði annan í jólum, 19,4 gráður,
á Kodiak-eyju, sem nægði til að bæta
fyrra met um tæpar sjö gráður. Það
var svo í bænum Ketchikan, í suðaust-
urhluta ríkisins, á jóladag sem frost
mældist 18 gráður og fer í sögubæk-
urnar þar sem einn kaldasti jóladagur
síðustu 100 árin.
Þessar miklu veðuröfgar eru taldar
geta kallað fram fyrirbærið, sem
nefnt er hér að framan, þegar regn og
snjókoma hafa skipst á og þar með
myndað íshulu á akvegum, sem
breska ríkisútvarpið BBC kveður
nánast jafnast á við steypu að hörku.
Vegalokanir og rafmagnsleysi
Kveikjuna að þessu ástandi öllu
kveða fræðingar vera hlýtt loft, sem
streymi frá Havaí og geri hið hefð-
bundna þurra og kalda desemberloft
Alaska mun rakara en vant er, sem
svo orsaki örar hitabreytingar og
gangi þá regn og snjókoma yfir með
mjög skömmu millibili og hreinum
háska fyrir ökumenn, enda hefur
fjölda þjóðvega verið lokað á köflum
auk þess sem borið hefur á rafmagns-
truflunum og lokunum vinnustaða.
atlisteinn@mbl.is
Búast við ósköpum vegna
öfga í hitastigi um jólin
- Yfirvöld í Alaska vara við „Icemageddon“ á vegum úti
Wikipedia
Kodiak Svangur húnn á Kodiak-
eyju í Alaska bíður eftir fiski.