Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓ með og án rafmagns lyftibún Komið og skoðið úrvalið Óskum landsmönnum farsældar á nýju ári Eins og málfars- ráðunautarmanneskja RÚV glögglega veit – og fjölmargar aðrar manneskjur – er ís- lenskan afspyrnu karl- lægt tungumál. Karl- kynsmálfarið ræður þar öllum ríkjum þar sem hin sautján kynin koma varla við sögu. Slíkt tungumál ógnar öllum öðrum kynjum – og öllum öðrum kynverum sem ekki eiga samleið með karlkyninu. Það má glöggt sjá á þessu íslenska máli hvernig kynjunum er gróflega mismunað. Það á ekki bara við um manneskjurnar heldur aðrar dýra- tegundir – t.d. gripina (þeir grip- irnir). Lítum bara til þess hvernig karlkynsmálfarið hefur slegið orða- eign sinni á helstu nytjadýr sveita- búskaparins. Þar er talað um þá hestana, þá hundana, þá kettina, þá nautgripina, þá grísina. Að vísu hliðrað til fyrir henni rollunni. Þeg- ar kemur að lægra settum og fyrir- litlegum kvikindum dregur hið karllæga tungumál sig í hlé. Hún rottan, hún músin, hún flugan, hún kóngulóin. Þannig mismunar hið karllæga tungumál kynjunum – ekki bara kynjum manneskjanna heldur ekki síður kynjum dýranna. Allt þar líka upp á „karleskju“. Þeir göfugu Nákvæmlega sama viðhorf er svo uppi þegar kemur að manneskj- unum. Hátt settar og göfugar manneskjur eru allar auðkenndar með karllægum heitum. Allt frá honum Guði og svo eru það hann forsetinn, hann ráðherrann, hann þingmaðurinn, hann dómarinn, hann læknirinn, hann lögfræðing- urinn, hann verkfræðingurinn, hann iðnaðarmaðurinn. Á móti koma hún sjúkrahjálpin, hún vinnu- konan, hún þernan, hún gleðikonan, hún afturgangan, hún skepnan. Dylst nokkrum lesanda hversu karllægt þetta íslenska tungumál er? Hvernig það upphefur karl- kynið á kostnað allra hinna sextán kynja (eða eru þau sautján)? Besti kosturinn í stöðunni Ef fólk vill ekki hlýða á raddir þeirra sem vara við þessum karl- lægu meinsemdum ís- lensks tungumáls er enginn annar kostur eftir en að leita nýs tungumáls fyrir ís- lenska þjóð. Vissulega má reyna smávægileg- ar breytingar í ætt við þær sem þegar eru gengnar í gegn hjá RÚV. Nota t.d. orðið „manneskja“ miklu meira og oftar en gert er. Tala t.d. um guð- manneskju, þing- manneskju, biskupsmanneskju, forsetamanneskju, dómaramann- eskju o.s.frv. Vissulega myndi slík málfarsbreyting sitthvað laga en ómögulegt er að nota slíkt ein- kennisorð – hversu gott sem það er – um aðrar dýrategundir en mann- eskjudýrategundina. Enginn myndi t.d. taka sér orðið rottumanneskja í munn, músamanneskja eða kóngu- lóarmanneskja. Enda væri þá verið að ganga gegn manneskjutegund- inni sjálfri og þar á meðal öllum hennar sautján kynjum. Hún hjálpi til Málfarsráðunautarmanneskja RÚV, og allar þær sem berjast nú gegn hinum karllægu orðamynd- unum íslensks máls, eiga erfitt verk fyrir höndum. Mestu máli skiptir að þjóðin sjálf (hún þjóðin) skilji hvað fyrir þessum manneskjum vakir og reyni eftir fremsta megni að veita þeim aðstoð sína. Framtíð íslensks tungumáls er í húfi. Viljum við afkarlavæða það – eða munum við sætta okkur við að þurfa að gleyma því og snúa okkur að öðru tungumáli þar sem öll sautján kyn- in sitja á sömu jafnréttisþúfunni? Þessa er hollt að minnast á nýju ári. Eftir Sighvat Björgvinsson »Mestu máli skiptir að þjóðin sjálf skilji hvað fyrir þessum manneskjum vakir og reyni eftir fremsta megni að veita þeim að- stoð. Framtíð íslensks tungumáls er í húfi. Sighvatur Björgvinsson Höfundur var ritstjóri fyrir hálfri öld. Karllægt manneskjumál Ég hef alltaf undr- ast það þegar fram- bjóðendur trana sér fram hjá flokkum sem þeir eiga litla málefna- lega samleið með. Málefnaskrár og landsfundarályktanir sem ítrekaðar hafa verið hvað eftir annað af grasrótum viðkom- andi flokka virðast ekki í hávegum hafðar hjá sumum þeim sem þó ætla sér frama hjá flokkunum, jafnvel oddvitasæti! Og þegar svo viðkomandi er inntur nánar eftir málefnalegri afstöðu til að staðfesta samleið með flokknum en svörin verða ýmist útúrsnún- ingur eða hreinlega sneitt hjá að svara, þá er ljóst að framboðið er á fölskum forsendum. Frambjóðand- anum gengur eitthvað allt annað til en að þjóna kjósendum/grasrót við- komandi flokks og virða vilja þeirra og málefnastöðu. Hildur Björnsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist nú eftir oddvitasæti flokksins í borginni. Ég hef lengi haft þann orðróm í eyrum mínum að Hildur þessi sé alls ekki með þeim í liði sem vilja halda Reykjavíkur- flugvelli óskertum á sínum stað og því lék mér forvitni á að staðfesta afstöðu hennar í þessum efnum. Nú er það staðreynd að afstaða xD í flugvallarmálinu hefur verið alger- lega afdráttarlaus eins og staðfest hefur verið í áraraðir á lands- fundum flokksins, þ.e. að flugvöll- urinn skuli látinn í friði á sínum stað. Auk þess nýtur xD þeirrar sérstöðu í flokkaflórunni að kjós- endur hans eru einarðastir allra kjósenda í þessu máli, með yfir 90% fylgni með vellinum. Hins vegar á það vafalaust stóran þátt í lánleysi flokksins í borgarpólitíkinni mörg undanfarin kjörtímabil hversu léleg fylgni forystusauða hans þar hefur verið við þennan skýra vilja kjós- enda og grasrótar flokksins. Hér verður að nefna sérstaklega þau Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur og Gísla Martein Baldursson, sem tóku sér beinlínis fullt leyfi til að traðka á landsfundar- samþykktum flokksins og töldu sig óbundin af þeim! Er furða að illa gangi að vinna traust kjósenda á ný, til að tryggja flokknum fyrra forystuhlutverk hans í borginni? Þarf flokkurinn virkilega fleiri Hönnu- birnur og Gíslamarteina í framvarð- arsveit sína? Er ekki kominn tími til að efla trúverðugleika flokksins í borginni með nýrri forystusveit sem kjósendur geta treyst til að framfylgja málefnaskrá sinni? Víkur nú sögunni aftur að hinni nýju „vonarstjörnu“ Sjálfstæðis- flokksins, Hildi Björnsdóttur. Nú á aðventunni beindi ég til hennar spurningum um þetta mál á fésbók- inni. Í fyrstu atrennu eyddi hún færslu minni af veggnum sínum! En þar sem ég er þeirrar skoðunar að frambjóðanda til pólitísks for- ystuhlutverks eigi ekki að líðast slík undanbrögð greindi ég frá þessari framkomu hennar á fésbók- arvegg mínum, og þá loks fengust viðbrögð hjá konunni, þar sem hún sagði: „Sæll Þorkell, gaman að heyra frá þér. Við sjálfstæðismenn höfum í landsfundarályktun komið okkur saman um þá afstöðu að flugvöllurinn verði áfram í Vatns- mýri þar til annar jafngóður eða betri staður hefur fundist. Við þá niðurstöðu hef ég ekkert að at- huga.“ Gott svar svo langt sem það nær en lýsir þó fremur afstöðu flokksins en hennar eigin svo nú fýsti mig að kafa aðeins dýpra í málið með Hildi, m.a. með vísan í þá staðreynd að hún hafði sett sig upp á móti þingsályktunartillögu Njáls Trausta Friðbertssonar og fimmtán annarra þingmanna úr flestum þingflokkum, um þjóðar- atkvæði um framtíð flugvallarins. Því svaraði hún svona: „Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík, ég starfa í umboði borgarbúa og fer með hagsmuni Reykjavíkur. Það væri sérkennilegt, og hreinlega andstætt þeim hagsmunum sem mér ber að gæta í störfum mínum, ef ég samþykkti að afsala skipu- lagsvaldi í Vatnsmýrinni frá borg- inni til annarra.“ Nú komu fleiri með spurningar til hennar á þess- um þræði mínum en hún lét ógert að svara þeim. Ég tók því saman nokkrar mikilvægar spurningar sem eftir stóðu, bæði frá mér og fleirum, í nýjan þráð til þessa nýja frambjóðanda í oddvitasæti xD í höfuðborginni okkar, í því skyni að fá staðfest hver hennar raunveru- lega afstaða er í þessu máli. En hún Hildur Björnsdóttir kaus að eyða þessari færslu minni, eins og fyrra sinnið! Eftirfarandi spurn- ingar um Reykjavíkurflugvöll standa því ósvaraðar af hennar hálfu: Telur þú að landsmenn búsettir utan borgarmarkanna (með vísan í síðara svar hennar hér að ofan, innsk.) eigi ekkert að fá að segja um flugvöllinn, þótt hann sé í eigu þeirra og hafi mikla þýðingu fyrir öryggishagsmuni þeirra? Telur þú að borgin hafi sýnt ábyrgð gagnvart þessum öryggis- hagsmunum þjóðarinnar í fram- göngu sinni þegar neyðarbrautinni var lokað? Munt þú sem borgarfulltrúi/ borgarstjóri beita þér fyrir því að slá skjaldborg um flugvallarsvæðið, þar með talið veita grið fyrir há- hýsum á áhrifasvæði vallarins (og þar með fyrir vindröstum sem af þeim hljótast, innsk.), meðan hann er í rekstri? Munt þú sem borgarfulltrúi/ borgarstjóri stuðla að áframhald- andi veru flugvallarins í Vatnsmýri, fari svo að athuganir leiði ekki í ljós aðra jafn góða eða betri stað- setningu fyrir hann? Þess utan benti ég Hildi á að sveitarfélög hafa skipulagsskyldu, með vísan í fyrra svar hennar hér að ofan, en að „valdið“ væri í raun hjá ríkinu. Því svaraði hún ekki. Framboð á fölskum forsendum Eftir Þorkel Á. Jó- hannsson »Er furða að illa gangi að vinna traust kjós- enda á ný, til að tryggja flokknum fyrra forystu- hlutverk hans í borg- inni? Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugmaður. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.