Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kalda stríðið
er í huga
fjöldans
hér að færast í hill-
ur sögunnar nærri
landhelgisstríðum,
hernámi Breta og
öðrum merkum
bautasteinum sem
fjær eru í tíma, eins
og hin sögulega
barátta vopnlausrar íslenskrar
þjóðar fyrir bættri þjóðréttar-
legri stöðu. Þá var í fyrstu horft
til hreinnar undirokunar þess
ríkis sem þjóðin hafði lotið – og
áður ríkjasambandi og þar áður
öðru ríki, allt frá árinu 1262.
Þjóðfrelsiskempur, með Jón
Sigurðsson fremstan á þeirri
mynd sem þjóðin geymir, hver
með sínum hætti, í hjarta sínu.
Þar nærri standa skáldin sem
tvinnuðu lagaleg og söguleg rök
í tignarleg kvæði sín, þar sem
tilfinningalegu rökin héldu
neistanum lifandi í fátæku
landi, svo varð síðar dulítill eld-
ur og loks að bálinu sem dugði.
Þegar horft er til baka verður
ekki endilega séð að trúin og
vonin í bland við fátækt og sí-
felld áföll, sem virtust sum al-
gjörlega óyfirstíganleg, hafi
endilega átt að geta byggt und-
ir þá sannfæringu, að baráttan
sú gæti fengið farsælan endi.
En þannig fór. Í þessu sam-
hengi er það í senn dapurlegt
og skrítið að nú, löngu eftir að
sigur vannst, skuli vera til
flokkar sem byggja tilverurétt
sinn á því að það sé hrein mein-
loka að þjóðin geti til lengdar
fengið að ráða mestu um sín
mál sjálf. Og það þegar svo vill
til að ekki skiptir máli á hvaða
mælikvarða er litið, alls staðar
er Ísland og þjóðin sem þar býr
í hópi þeirra sem best spila úr
sínum spilum.
Hitt er annað mál að auðvitað
er ekki sjálfgefið að núverandi
óskastaða sé erfiðislaust sett á
til eilífðar. Það verður að halda
vel á og tryggja samstöðu þjóð-
ar um að bægja þeim öflum frá
sér sem eiga ekki annað erindi
við þjóðina en að draga úr henni
kjark og heilbrigða trú á fram-
tíð sjálfstæðrar þjóðar í veröld,
sem vissulega á það til að vera
váleg.
Það er stundum fast að því
hallærislegt þegar einstakir
forystumenn flokka láta eins og
að áhrif þjóðarinnar aukist og
styrkist í réttu hlutfalli við ann-
arra forræði yfir henni. Þetta
var forðum orðað svo, að far-
sælasta leiðin til að tryggja
fullveldi lítillar þjóðar væri að
fórna því!
Brenndir talsmenn lélegs
málstaðar forðast nú að færa
stefnu sína í þessa öfugmæla-
mynd, sem illa dugði. En viljinn
og boðskapurinn eru óbreyttir.
Heimsmyndin hefur breyst
frá þeim tímum þegar sú óskrif-
aða regla gilti, að Bandaríkin
og Nató gætu, ef þau vildu, átt
síðasta orðið þegar
hitnaði í kolunum.
Nokkur dæmi
undirstrika þennan
veruleika, þegar á
hann reyndi.
Loftbrúin til Berl-
ínar stóð í tæpt ár
frá júní 1948.
Truman, harðsnú-
inn forseti úr röð-
um demókrata, brást ekki og
braut tilraun Kremlverja á bak
aftur. Nikita Krútsjoff hrökkl-
aðist niðurlægður frá, þegar
hann var gerður afturreka með
tilraunir til að koma upp eld-
flaugum á Kúbu. John Ken-
nedy, ungur forseti demókrata,
var fastur fyrir.
Pútín gerði sér lítið fyrir og
kastaði eign Rússlands á Krím-
skaga. Vaklandi bandarískur
forseti úr röðum demókrata og
leiðtogar ESB sem klúðrað
höfðu málum í Úkraínu höfðu
enga burði til viðbragða. Mis-
heppnaðar efnahagsþvinganir
hafa reynst Íslendingum dýr-
keyptar. Núverandi forseti
demókrata og naumur þing-
meirihluti hans njóta lítils
trausts, sem er hættulegt.
Kannski telja menn að slík þró-
un skipti okkur litlu eins og
komið er.
Albert Jónsson, lengi ráð-
gjafi forsætisráðherra um
utanríkismál og síðar sendi-
herra vestan hafs og austan,
skrifar fasta pistla um mál á
sérsviði sínu. Gagnlegt er að
grípa niður í þann nýjasta:
„Rússland er ekki og verður
ekki stórveldi í líkingu við Sov-
étríkin og eftir fall þeirra skipti
Keflavíkurherstöðin ekki máli
fyrir þjóðaröryggisstefnu
Bandaríkjanna. Enda stóð til að
leggja stöðina niður að mestu
leyti fljótlega eftir að Sovét-
ríkin voru horfin. Henni var
ekki lokað fyrr en 2006, en það
réðst af stefnu og aðgerðum ís-
lenskra stjórnvalda.
Litlar líkur eru á því að
Bandaríkjaher hafi aftur fasta
viðveru á Íslandi á friðartímum.
Áhugi hersins á Íslandi kvikn-
aði á ný á árinu 2014 af því að
þá kom rússneskur kafbátur út
á Norður-Atlantshaf og í ná-
munda við landið í fyrsta sinn í
mörg ár. Áhuginn nú hefur leitt
til tímabundinnar viðveru á
Keflavíkurflugvelli, einkum
kafbátaleitarflugvéla. Aðallega
hefur verið um þjálfun og æf-
ingar að ræða því umferð rúss-
neskra kafbáta og önnur rúss-
nesk umsvif hafa verið lítil í
námunda við Ísland. Þar til í ár
hafði enda fátt borið til tíðinda í
hernaðarlegum öryggismálum
Íslands eftir kalda stríðið og
ekkert nýtt gerst í þeim efnum.
Nú virðist hins vegar að Kefla-
víkurflugvöllur sé meðal nýrra
útstöðva í ýmsum löndum fyrir
tímabundna viðveru lang-
drægra sprengjuflugvéla
bandaríska flughersins.“
Það skiptir enn máli
fyrir þróun mála í
veröldinni að
treysta megi á styrk
forseta Bandaríkj-
anna. Því er ekki að
heilsa nú}
Flest er breytt, ekki allt
Þ
etta ár hefur reynt á samstöðu
þjóðar, reynt á náttúruna og sam-
félög um allan heim. En það hefur
líka reynt á pólitíkina, á Alþingi
og ríkisstjórn sem oft og tíðum
hefur verið býsna ósamstiga, sér í lagi í
stórum og mikilvægum verkefnum er varða
framtíð þjóðarinnar.
Þetta var árið þar sem forsvarsfólk Vinstri
grænna tók ákvörðun um að breyta íslenskri
pólitík. Sumum þar innanbúðar kann að þykja
það sérstök vegsemd en fyrir þau okkar sem
hafa meiri framtíðarsýn fyrir íslenskt sam-
félag en það eitt að breyta flokkapólitíkinni
var þetta árið þar sem stigið var skref til baka
en ekki til framþróunar. Þessi breyting birtist
í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Vinstri
grænna við Sjálfstæðisflokk sem starfar á
hægri væng íslenskra stjórnmála og stendur fyrir frjáls-
hyggju en ekki félagshyggju.
Það er því rétt sem einn stofnenda og fyrrverandi ráð-
herra Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, segir í nýút-
kominni bók sinni, að réttast væri að Vinstri græn
breyttu nafni sínu þannig að þau tækju út orðin vinstri
og græn, því hvort tveggja hefur fengið að víkja fyrir
hinum svokallaða pólitíska stöðugleika sem leiðir ekki til
framþróunar íslensks samfélags heldur stöðnunar. Stóru
málin sem Vinstri græn voru stofnuð um, sem skiptu að
sögn þeirra sköpum um þátttöku flokksins í síðustu rík-
isstjórn, hafa nú verið færð öðrum flokkum fyrir það eitt
að leiðtogi flokksins fái áfram að sitja í stjórnarráðinu.
Meint afsökun stjórnarsamstarfsins á síðasta
kjörtímabili, að hér hafi ríkt stjórnarkreppa,
er rækilega hrakin með áframhaldandi sam-
starfi við íhaldið. Þetta var engin stjórnar-
kreppa og það vissu þau vel sem innan stjórn-
málanna störfuðu, enda var ásetningur
forsvarsmanna Vinstri grænna ætíð sá að
komast nú loks í samstarf með fyrirheitna
flokknum í Valhöll. Eftir situr félagshyggju-
fólk, sem hugsar og starfar frá miðju til
vinstri, og klórar sér í kollinum yfir því hvað
hafi orðið um metnaðinn og stóru orðin.
Langstærsta verkefni stjórnmálanna er
ekki að viðhalda pólitískum stöðugleika held-
ur samfélagslegri velferð. Þeim samfélögum
sem leggja áherslu á jöfnuð farnast best. Það
næst aðeins með alvöru aðgerðum þar sem
tekjum og útgjöldum ríkisins er beitt með
jöfnuð að leiðarljósi. Þá verðum við án tafar að bregðast
við stærstu heilsufarsvá samtímans, geðrænum áskor-
unum, sem varað var við að myndu aukast í heimsfar-
aldri. Þar duga engin smáskref og því slæmt að ekki
fékkst samþykki stjórnarliða fyrir tillögum samstiga
stjórnarandstöðu við afgreiðslu fjárlaga um að fjár-
magna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Geðheilbrigði
verður að njóta forgangs næstu misseri og við getum
gert þar bragarbót með samstöðu stjórnar og stjórnar-
andstöðu. Þar höfum við verk að vinna og skulum gera
þetta saman. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Við höfum verk að vinna
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
við handritasamkomulag þjóðanna.
Landsbókavörður Norðmanna,
Aslak Sira Myhre, er ákaflega
óánægður með svörin sem fengist
hafa frá Árnasafni. Hann orðar það
þannig að hann samþykki ekki nei
sem svar. Kveðst hann ætla innan
tíðar til Kaupmannahafnar og ræða
málin betur við stjórnvöld og yfir-
menn Árnasafns. Bendir hann á að
handritin sem óskað er eftir að lánuð
verði varði norska sögu en ekki
danska og séu aðeins í Árnasafni
fyrir þá sögulegu tilviljun að Nor-
egur og Danmörk voru í konungs-
sambandi fyrr á tíð.
Ekki eru allir í Danmörku sama
sinnis og stjórnendur Árnasafns.
Þannig hefur Christian Juhl, þing-
maður Enhedslisten og talsmaður
flokksins á sviði norræns samstarfs,
lýsti stuðningi við óskir Norðmanna
og ætlar að taka málið upp við
menntamálaráðherra Dana. Hann
vill að Kaupmannahafnarháskóli,
sem fer með yfirstjórn Árnasafns,
endurskoði afstöðu sína. Lán á skjöl-
um og munum á milli Norður-
landanna sé mikilvægur þáttur í
menningarsamstarfi þeirra. Minnir
hann á að ekki er langt síðan Svíar
afhentu Dönum elsta handrit Jót-
landslaga, Jyske Lov frá 1280, til
langtímavistar. Það hafði verið varð-
veitt í Svíþjóð í um þrjú hundruð ár.
Telur Juhl það fordæmi sem vert sé
að fylgja.
Norðmenn vilja forn
handrit frá Dönum
Morgunblaðið/Hari
Handrit Norðmenn vilja geta sýnt á heimavelli gersemar eins og Fríssbók
og Konungsskuggsjá, en þessi miðaldahandrit eru varðveitt í Danmörku.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Á
rnasafn í Kaupmanna-
höfn hefur synjað Lands-
bókasafninu í Ósló um
langtímalán á nokkrum
skinnhandritum frá miðöldum sem
varða sögu Noregs. Var ætlunin að
þau yrðu á nýrri fastasýningu sem
unnið er að í safninu. Norðmenn eru
ósáttir við þetta og ætla ekki að láta
málið niður falla. Hafa þeir óskað
eftir frekari viðræðum um það. Frá
sjónarhóli Dana snýst málið um að
vernda handritin, hafa þau aðgengi-
leg til rannsókna – og síðast en ekki
síst að skapa ekki fordæmi sem gæti
gefið kröfugerð um endurheimt
margvíslegra menningarminja frá
öðrum þjóðum aukinn byr í seglin.
Handritin heim
Forsaga málsins er sú að
snemma á síðasta ári fóru Lands-
bókasafnið norska og þáverandi
menntamálaráðherra landsins, Abid
Raja, að grennslast fyrir um mögu-
leika á því að fá lánuð ellefu til tólf
miðaldahandrit sem varðveitt eru
annars vegar í Konungsbókhlöðu í
Kaupmannahöfn og hins vegar í
Árnasafni. Konungsbókhlaða hefur
markað þá stefnu að heimila lang-
tímalán handrita til allt að fimm ára.
Erindi Norðmanna var því tekið vel
innan þeirra marka. Þar eru fimm
handritanna. En annað var uppi á
teningnum í Árnasafni. Var sagt að
langtímalán kæmi ekki til greina þar
sem hin gömlu skinnhandrit væru
viðkvæm og gætu borið skaða af því
að vera á sýningu lengur en þrjá
mánuði. Þá væri það rannsóknunum
á handritunum til trafala ef þau
væru ekki aðgengileg fræðimönnum
á sínum stað.
Anna Metta Hansen, safnvörð-
ur við Árnastofnun, viðurkenndi þó í
samtali við danska ríkisútvarpið á
dögunum að innan stjórnar safnsins
væri einnig horft til þess að mál af
þessu tagi hefði fordæmisgildi jafnt
fyrir Dani sem aðrar þjóðir, svo sem
Englendinga, Þjóðverja og Frakka,
sem glíma við kröfur um skil menn-
ingarminja utanlands frá. Og Íslend-
ingar gætu þá sett fram sams konar
óskir varðandi handrit sem skrifuð
voru á Íslandi á miðöldum og enn
eru varðveitt í Árnasafni í samræmi
Meðal þeirra handrita Árna-
safns sem Norðmenn fýsir í eru
Konungsskuggsjá og Fríssbók.
Hið fyrrnefnda er talið samið í
Noregi 1250 til 1260 og er mik-
ilvæg heimild um líf og störf,
hugmyndir og viðhorf þrettándu
aldar manna. Efnið er sett fram
sem samtal föður og sonar. Á
Vísindavef Háskólans segir að
ritið sé skrifað í yfirveguðum og
jarðbundnum stíl sem veki
traust lesandans og fræðir
hann um þekkingu þess tíma,
hvort sem er um sjómennsku
eða siglingar, hirðmennsku eða
konungsvald, samskipti eða sið-
fræði. Fríssbók er nafn á hand-
riti frá fyrsta áratug 14. aldar.
Geymir það sögur norskra kon-
unga á miðöldum, Heimskringlu
og Hákonar sögu Hákonarsonar.
Það er skrifað með sérlega fal-
legri rithönd og er óvenjuvel
varðveitt að því leyti að bókfell-
ið hefur haldið sínum upp-
runalega ljósa lit.
Eru merk að
efni og útliti
EFTIRSÓTT HANDRIT