Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar
hátíðar viljum við þakka fyrir ánægjuleg
viðskipti á árinu sem er að líða
Rut og Silja
Gleðilega hátíð
Opnum aftur 3. janúar
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Gleðilegt nýtt ár,
þökkum viðskiptin
á árinu sem er
að líða
Vefverslun
selena.is
Opið gamlársdag kl. 11-13
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s: 781-5100
Lokað gamlársdag og
nýársdag. Opnum aftur
mánudaginn 3.jan.
Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnu ári
Gleðilegt nýtt ár!
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Guð blessi ykkur öll
Fjölskylduhjálp Íslands hefur aðstoðað 2400 heimili
með matvæli og fl. í desember 2021 og er enn
að með ómetanlegum stuðningi landsmanna og
fyrirtækja í landinu. Stuðningur Kaupfélags
Skagfirðinga gerði gæfumuninn annað árið í röð.
Við þökkum ykkur af heilum hug
fyrir hönd samferðafólks okkar sem
minna mega sín í okkar þjóðfélagi.
Með kærleikskveðjum,
Stjórn og sjálfboðaliðar
Fjölskylduhjálpar Íslands
2400 heimili fengu mataraðstoð
í desember 2021
Neyðarstjórn velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar hefur verið
virkjuð vegna fjölda starfsmanna
sem eru í einangrun og sóttkví.
Segjast borgaryfirvöld leggja allt
kapp á að skerða þjónustu sem
minnst.
Alls eru 64 starfsmenn velferð-
arsviðs Reykjavíkurborgar í ein-
angrun og 77 í sóttkví. Langflestir
vinna við umönnun af ýmsu tagi; í
heimaþjónustu, búsetukjörnum,
gistiskýlum og annarri þjónustu
sviðsins. Regínu Ásvaldsdóttir
sviðsstjóri segir stöðuna erfiða á
nokkrum heimilum vegna mann-
eklu. Jafnframt megi gera ráð fyrir
að næstu daga þurfi að forgangs-
raða þeim sem þurfa mesta umönn-
un og aðhlynningu af skjólstæð-
ingum heimaþjónustu, ef fram
heldur sem horfir. Að sögn Regínu
er nú biðlað til sumarstarfsmanna
og tímavinnustarfsfólks auk þess
sem auglýst hefur verið eftir starfs-
fólki í bakvarðasveit velferðarþjón-
ustu.
Í síðustu viku þurfti að loka
skammtímavistheimili fyrir fötluð
börn í nokkra daga en stjórnendur
velferðarsviðs leggja áherslu á að
halda úti eins órofinni þjónustu og
hægt er, miðað við aðstæður.
Á velferðarsviði Reykjavíkur-
borgar starfa um 3.400 starfsmenn
á um 100 starfsstöðvum, þar af eru
70 sólarhringsstofnanir, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Fjöldi borgarstarfsmanna í einangrun og neyðarstjórn virkjuð
Morgunblaðið/Eggert
Neyðarstjórn Regína Ásvaldsdóttir er
yfir velferðarsviði Reykjavíkurborgar.