Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Hinrik Norðfjörð
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
✝
Védís Bjarna-
dóttir fæddist
16. október 1931.
Hún lést 20. des-
ember 2021.
Hún ólst upp á
Laugarvatni, dótt-
ir hjónanna Þor-
bjargar Þorkels-
dóttur sjúkra-
nuddara og
Bjarna Bjarnason-
ar skólastjóra.
Bróðir hennar var Þorkell
hrossaræktarráðunautur, d.
24. maí 2006.
Védís lauk námi við Íþrótta-
kennaraskóla Íslands á Laug-
arvatni árið 1951. Næstu ár
kenndi hún íþróttir á Laugar-
vatni, í Kvennaskólanum í
Reykjavík og við Íþróttaskóla
Jóns Þorsteinssonar.
Hún fór í ársnám til Eng-
lands í íþróttaskóla og einnig
til Danmerkur í húsmæðra-
skóla.
Védís giftist 20. maí 1956
Vilhjálmi H. Pálssyni íþrótta-
kennara, f. 30. maí 1929. Börn
þeirra eru: 1) Þorbjörg, f. 24.
júlí 1957, sérkennari í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands. Sonur
hennar er Vilhjálmur Þór
Gunnarsson, f. 8. febrúar
1988, framkvæmdastjóri.
Hún var virk í félagsstarfi og
sinnti ýmsum ábyrgðar-
störfum. Var formaður hesta-
mannafélagsins Grana, for-
maður sunddeildar Völsungs,
sat í stjórn Slysavarnadeildar
kvenna á Húsavík, söng í
kirkjukór Húsavíkurkirkju og
Sólseturkórnum. Hún tók þátt
í leiksýningum leikfélags
Húsavíkur og stjórnaði ýmsum
viðburðum. Hún var frum-
kvöðull að kvennaleikfimi á
Húsavík og kenndi hópum
leikfimi og blak í áratugi.
Einnig var hún sundþjálfari
hjá íþróttafélaginu Völsungi
og hélt sundnámskeið víða um
land. Helsta áhugamál Védísar
voru hestar og allt sem tengd-
ist þeim. Hún keppti í kapp-
reiðum á unga aldri og tók af
og til þátt í mótum á fullorð-
insárum. Hún hélt vinsæl
reiðnámskeið í mörg ár á
Húsavík fyrir börn og full-
orðna. Hún tók virkan þátt í
uppbyggingu fjölskyldufyrir-
tækisins í Saltvík og sinnti þar
m.a hlutverki matráðs í hesta-
ferðum í mörg ár, komin á eft-
irlaunaaldur.
Útför Védísar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 30.
desember 2021, klukkan 14.
Streymt verður frá athöfn-
inni á facebooksíðu Húsavík-
urkirkju.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Maki: Kristín
Björg Hrólfs-
dóttir, f. 26. októ-
ber 1990, tölv-
unarfræðingur. 2)
Anna Karólína, f.
3. ágúst 1959,
framkvæmdastjóri
hjá Íþrótta-
sambandi fatlaðra.
3) Bjarni Páll, f. 3.
apríl 1967,
íþróttakennari og
ferðaþjónustubóndi í Saltvík.
Maki: Elsa Björk Skúladóttir,
f. 20. júní 1972, deildarstjóri
stoðþjónustu í Borgarhóls-
skóla. Börn: a) Karen, f. 6.
janúar 1992, sálfræðingur.
Maki: Styrmir Hansson, f. 28.
apríl 1981, ferðaráðgjafi.
Börn: Hekla Ýr Fannarsdóttir,
f. 19. apríl 2014, og Elsa Guð-
rún Styrmisdóttir, f. 10. ágúst
2021. b) Iðunn. f. 21. maí 1999,
nemi í HR. c) Arna Védís, f. 7.
júlí 2000, nemi í HÍ. d) Sigrún
Anna, f. 26. júlí 2005, nemi í
Framhaldsskólanum á Laug-
um.
Védís og Vilhjálmur hófu
búskap á Húsavík árið 1956 og
bjuggu þar alla tíð. Hún starf-
aði sem íþróttakennari við
skólana þar, barna-, gagn-
fræða- og framhaldsskóla.
Engin orð ná að lýsa þeim
kærleik sem hefur streymt frá
þér, elsku móðir mín, alla mína
ævi.
Ótakmörkuð og skilyrðislaus
ást á fjölskyldunni þinni, hlýja
og opinn faðmur sem var nógu
stór fyrir alla þá sem þér þótti
vænt um og þeir voru margir.
Á lífsins vegferð hefur verið
ómetanlegt að trúa á hið góða,
að sýna kjark til að velja eigin
leiðir og að vera sannur sjálfum
sér. Að sýna öðru fólki virðingu
og að meta litlu augnablikin.
Þetta kenndir þú mér og svo
margt margt fleira.
Allar góðu samverustundirn-
ar verða vel geymdar minning-
ar. Höfðabrekkuárin þar sem
við börnin hlupum milli húsa og
stefnan tekin í Höfðabrekku 14
þegar kleinubakstur stóð yfir.
Hestaferðir og ævintýri á
Landrovernum með hestakerr-
una á tímum holóttra malar-
vega. Útilegur og bíltúrar út í
sveit með kaffi og meðlæti. Tíu
tíma keyrsla á Laugarvatn í
Landrovernum, fóruð með okk-
ur börnin hvert sumar á þínar
heimaslóðir, þar sem hjarta þitt
sló.
Það voru ekki aðeins menn
sem nutu kærleika móður
minnar. Hún elskaði hestana
sína og svo sterk voru tengslin
að hestarnir vissu hvar aðstoð
var að fá þegar þeir lokuðust
úti einn vetrardaginn. Það er
mörgum eftirminnilegt þegar
mamma arkaði frá Höfða-
brekku upp í hesthús, í snjó-
sköflum og hríðarkófi með þrjá
hesta á eftir sér. Þeir komu að
dyrum heimilisins og sóttu að-
stoð. Vildu sitt hey og vissu
hvar hjálp var að fá.
Kraftur, frumkvæði og seigla
einkenndu móður mína sem tók
að sér fjölbreytt verkefni í
samfélaginu og lagði mikið til
með drifkrafti sínum og metn-
aði. Hennar hlutverk sem bak-
hjarl pabba í hans krefjandi
verkefnum var líka stærra en
margur veit. Það var mikið líf
og fjör í þeirra lífi og okkar
allra. Þegar hestafyrirtækið í
Saltvík hóf störf hélt fjörið
áfram og næg verkefni í boði
þegar komið var á eftirlauna-
aldurinn. Hún naut ómældrar
virðingar þreyttra knapa víða
að úr heiminum fyrir bestu
pönnukökur í heimi.
Samverustundir fjölskyld-
unnar í tengslum við hestaferð-
ir og íþróttastarf voru ómet-
anlegar. Ekkert var henni
dýrmætara en barnabörnin og
hún fylgdist með þeim í lífi og
starfi. Allt til síðasta dags var
fylgst með íþróttaviðburðum í
blaki þar sem sonardæturnar
tóku þátt og áhuginn á íþrótt-
um gaf þeim pabba báðum
margar góðar stundir. Það var
alltaf talað um Védísi og Villa í
sömu setningu enda mjög sam-
rýnd hjón og samstiga í leik og
starfi, allt fram á síðasta dag.
Þau hafa dansað saman gegn-
um lífið og sameiginleg áhuga-
mál gerðu daglegt líf skemmti-
legt og margbreytilegt, alla
ævi.
Þegar fór að halla undan
fæti var risið upp, aftur og aft-
ur. Engin uppgjöf og alltaf
haldið áfram með bros á vör.
Að síðustu var tíminn kominn,
vegferðin hafin á nýjar slóðir.
Elsku mamma mín, ég er þakk-
lát fyrir allar okkar samveru-
stundir. Þú ert umhyggjusam-
asta manneskja sem ég hef
kynnst og við fjölskyldan þín
munum halda þeim eiginleika á
lofti og hugsa vel um uppá-
haldið þitt, Villa Páls.
Takk fyrir allt, guð blessi
þig.
Anna Karólína Vilhjálms-
dóttir (Anna Lína).
Í dag kveð ég eina af mínum
helstu fyrirmyndum, okkar
hjartkæru Védísi Bjarnadóttur
frá Laugarvatni. Mín allra
fyrsta minning um hana er þeg-
ar hún og Villi frændi komu
fyrst saman til Húsavíkur, svo
stórglæsileg eins og kvik-
myndastjörnur. Ég man enn í
dag hversu glæsileg hún var í
fallegum kjól með peysu á
herðunum. Slíka tísku hafði ég
smástelpan aldrei séð fyrr.
Védís var skólagengin frá Dan-
mörku og Bretlandi, íþrótta-
kennari og hestakona mikil.
Hún var sannarlega heimskona
í mínum augum.
Síðan þá hefur hún verið
órjúfanlegur hlekkur í mínu lífi.
Fátækleg orð segja lítið um allt
það sem hún hefur verið mér
og minni fjölskyldu alla tíð. Ég
á margar minningar um elsku
Védísi. Ég man að ung að aldri
fékk ég að fara með henni á
æskustöðvar hennar á Laug-
arvatni, stað sem ég leyfi mér
að segja að hafi verið henni
kærastur af öllum stöðum. Það
var mikil upplifun að fá að
dvelja með henni á fallegu
heimili Bjarna föður hennar og
Önnu. Védís var einstök, tók
þátt í öllum viðburðum fjöl-
skyldunnar, stórum sem
smáum, og ef hún var ekki
sjálf mætt á svæðið þá hringdi
hún frá Húsavík til að taka
þátt í gleðinni og samgleðjast.
Védís bar umhyggju fyrir öllu
sínu fólki, var vakin og sofin
yfir velferð annarra. Þau hjón-
in hafa alla tíð verið einstak-
lega samrýmd og fjölskyldan
öll. Ég er virkilega þakklát
fyrir hversu mikill samgangur
hefur verið á milli fjölskyldu
minnar og þeirra alla tíð og
allar þær góðu minningar sem
við eigum saman. Sú hlýja og
umhyggja sem Védís hefur
gefið af sér hefur endurspegl-
ast í hennar afkomendum.
Undir það síðasta urðum við
að láta okkur nægja að tala
saman í myndsíma og var það
mér dýrmætt að sjá fallega
brosið hennar og veifið.
Að leiðarlokum þökkum við
fyrir trygglyndi, allan kærleik-
ann og alla hennar gæsku.
Minningar um elsku Védísi
munum við varðveita í hjörtum
okkar. Við erum þakklát fyrir
allar samverustundirnar og
allt það sem hún hefur gefið
okkur.
Hjartans þakkir fyrir allt og
allt.
Elsku Villi, Bjarni Páll,
Obba, Anna Lína og fjölskyld-
an öll, innilegar samúðarkveðj-
ur.
Sigurveig (Didda),
Pétur og fjölskylda
Védís Bjarnadóttir