Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu það huggulegt heima yfir hátíðarnar Engin tímamörk á skiptimiðunum okkar 30. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.09 Sterlingspund 174.96 Kanadadalur 101.75 Dönsk króna 19.822 Norsk króna 14.78 Sænsk króna 14.377 Svissn. franki 141.99 Japanskt jen 1.1325 SDR 182.07 Evra 147.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.0576 skipti við Birgi á vettvangi Dagmála fyrr á árinu þar sem í ljós kom að hann hefur ekki sérstaklega mikinn áhuga á flugvélum. Í léttum dúr sagði hann farþegaþotur aðeins vera „rútur með vængi“ en benti svo á að það væri í raun „ekki gott í kvikum rekstri að taka of mikið ákvarðanir með hjartanu eða af áhuga eða hé- góma. Þetta er svo mikill tíkalla- bisness að maður þarf að vera mjög kaldrifjaður í ákvarðanatöku.“ Á hálendinu með fjölskyldunni Birna Ósk Einarsdóttir hefur á síð- ustu árum gegnt lykilhlutverki á vettvangi Icelandair Group sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs. Og þótt félagið hafi um langt skeið verið á markaði er óhætt að segja að engin lognmolla hafi verið í kringum félagið síðustu árin. „Í þau fjögur ár sem ég hef verið með félag- inu hefur ein krísan elt aðra,“ útskýr- ir hún. Hún segir að einn af hápunktum ársins hafi verið þegar kórónuveiran gaf eftir á fyrri hluta árs og tækifæri gafst til að sækja fram. „Við komumst aftur af stað. Við byrjuðum aftur að fljúga og það gekk ofsalega vel í sumar […] það var ótrúlega skemmtilegt fyrir flug- félagið að fá að vera flugfélag aftur. Og alveg stórkostlegt að taka þátt í því eftir mjög erfiðan tíma.“ Á persónulega sviðinu segir hún að það hafi verið frábært að hafa fengið tækifæri til að ferðast með fjölskyld- unni, bæði erlendis og um hálendi Ís- lands. Það hafi verið kærkomið eftir allan þann fókus sem hún hafi þurft að setja á starfsemi flugfélagsins. Birna Ósk er hins vegar að skipta um starfsvettvang og tekur í kom- andi viku við spennandi starfi hjá dótturfélagi Maersk sem rekur hafn- ir í ríflega 50 löndum. Segir hún að það tilboð hafi verið með þeim hætti að ekki hafi verið hægt að hafna því. Flyst hún til Hollands af þessum sök- um á nýju ári. Bókanastaðan segir sína sögu Þremenningarnir segja ýmis teikn uppi um að nýtt ár muni fela í sér spennandi tækifæri fyrir íslenskt við- skiptalíf og nefnir Edda að á vett- vangi bankanna sé athyglisvert að fylgjast með því hversu þróttmikið athafnalífið sé, þrátt fyrir veirufar- aldurinn. Flestir mælikvarðar sýni að árið hafi farið betur en margar spár gerðu ráð fyrir. Birgir og Birna Ósk segja sömuleiðis að bókanastaða flug- félaganna vitni um ákveðna bjart- sýni. Segir Birgir að út úr bókunum viðskiptavina megi lesa ákveðnar væntingar um það hvenær fólk trúi því að faraldurinn gefi eftir. „Í vor“ segir hann þegar hann er spurður út í hvað tölurnar vitni um. Í þættinum var farið vítt og breitt en hann er aðgengilegur öllum áskrif- endum á mbl.is. Komin gegnum stærsta skaflinn Dagmál Edda Hermannsdóttir frá Íslandsbanka, Birgir Jónsson hjá Play og Birna Ósk Einarsdóttir hjá Icelandair Group í settinu í gær þar sem farið var yfir stöðuna og rætt vítt og breitt um íslenskt viðskipta- og athafnalíf. Margar áskoranir » Sammála um að mörg fyrir- tæki standi frammi fyrir stórum úrlausnarefnum í kjöl- far faraldurs. » Vont sé að sjá að staða Landspítalans hafi ekki verið löguð nægilega að stöðunni sem er uppi. » Mörg tækifæri til þess að gera rekstur ríkisins og stofn- ana þess skilvirkari. - Álitsgjafar Dagmála eru bjartsýnir á að nýtt ár feli í sér mörg tækifæri fyrir íslenskt samfélag - Bókanastaða flugfélaganna vitnar um bjartsýni - Mörg tækifæri til að bæta rekstur ríkisins DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Miklar væntingar eru um það í ís- lensku viðskiptalífi að botninum sé náð í baráttunni við kórónuveiruna og að birta muni til á nýju ári. Þetta er samdóma álit þriggja gesta Dagmála sem mættu í settið til þess að ræða árið sem er að líða og hvað líklegt sé að nýtt ár beri í skauti sér. Í upphafi þáttar var þeirri spurn- ingu beint til gesta, eins og oft við áramót, hvað hefði staðið upp úr á árinu sem er að líða, jafnt á opinbera sviðinu og því persónulega. Skráning og barnsfæðing Edda Hermannsdóttir, forstöðu- maður markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka, var fyrst til svars og nefndi í því sambandi skráningu Ís- landsbanka síðastliðið sumar. „Það var gríðarlega stór áfangi, ekki síst fyrir starfsfólkið sem vann að þessu dag og nótt, og mikill áfangi að fara að hluta úr ríkiseigu og á markað.“ Edda hefur hins vegar staðið í stórræðum á fleiri sviðum en þeim sem tengjast bankanum því skömmu fyrir skráningu hans eign- aðist hún sitt þriðja barn. Það var líflegt í Kauphöll Íslands í ár og Birgir Jónsson nefndi einmitt skráningu flugfélagsins Play á mark- að sem hápunktinn á árinu hjá sér. Hann viðurkennir einnig að hann hafi ekki órað fyrir því fyrir sléttu ári að hann ætti eftir að standa í stafni flug- félags örfáum mánuðum síðar. Það hafi hins vegar orðið raunin og verk- efnið sé bæði stórt í sniðum og skemmtilegt. Hann viðurkennir að viðfangsefni tengd Play hafi tekið all- an hans tíma og því sé ekki frá miklu að segja á persónulega sviðinu. Minntist þáttastjórnandi á sam- STUTT « Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins úthlutaði í gær 8 milljónum króna til verkefna sem talin eru geta eflt mennt- un í iðn-, verk- og tækninámi. Sjóðurinn var stofnaður árið 2016 í þeim tilgangi að skapa farveg sem styðji við og þrói framfaramál tengd iðnaði. Málarameistarafélagið hlut 1 milljón til þess að þýða, prenta og dreifa kynn- ingarbæklingi sem á að tryggja að allir verkkaupar taki út vinnubrögð mál- ara eftir samræmdum viðmiðum. Eirík- ur Ástvald Magnússon og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hlutu 2 milljónir til að greina stöðu námsgagna við kennslu varðandi rakaöryggi bygginga. Qair Ice- land hlaut 2,5 milljónir til að rannsaka laga- og reglugerðarumhverfi á Íslandi fyrir vetnis- og rafeldisframleiðslu og starsgreinahópur fyrirtækja í prentiðn- aði innan SI hlut 2,5 milljónir vegna fræðsluátaks um sjálfbærni pappírs- og prentiðnaðar. Úthluta til framfara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.