Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Ekki láta gæludýrið fara í jólaköttinn 40 ÁRA Valdís ólst upp í Mosfellsbæ en býr á Selfossi þessa dagana. Hún er með BSc-gráðu í framleiðslustjórnun frá Copenhagen Business School og hönn- unartækni frá TEKO og BEC Design í Danmörku. Valdís starfar sem rekstrar- stjóri á Risinu vínbar á Selfossi, er með lítið saumaverkstæði og er liðveitandi hjá Kópavogsbæ. „Stærsta verkefnið er samt að koma Vegdísi á markaðinn, en það eru smáhýsi á hjólum. Það er verið að klára frumgerðina og mig langar að koma húsunum á markað í sumar. Ég stunda mikið sjósund og elska að fara í bíó,“ segir Valdís um áhugamál sín. FJÖLSKYLDA Systur Valdísar eru Nína, f. 1976, og Hugrún, f. 1978. For- eldrar Valdísar eru Hjalti Garðar Lúðvíksson, f. 1951, landbúnaðarvélaverk- fræðingur, og Ólafía Jóna Eiríksdóttir, f. 1954, leikskólakennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Valdís Eva Hjaltadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Sittu róleg/ur og hugsaðu um það sem vekur hjá þér vellíðan. Vertu opin/n fyrir því sem makinn hefur að segja. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú hefur ástæðu til þess að vera í góðu skapi og ættir að njóta þess sem lengst. Láttu aðra um að finna lausn á sínum málum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú hefur það réttilega á tilfinn- ingunni að draumar þínir séu að rætast. Langi þig í einhvern hlut skaltu hinkra við og meta hvort löngunin er bara tíma- bundin. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Samkeppnin ræður ríkjum í vinnunni. Samstarf gæti leitt til góðrar af- komu. Allir þurfa að axla sína ábyrgð. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú átt annríkt þessa dagana. Félagi þinn þarfnast þín í kvöld. Tjáskipti verða að vera skýr, nákvæm og nógu ítarleg til að ekkert fari milli mála. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú ert á öndverðum meiði við meirihlutann og þarft á öllu þínu þreki að halda til að standa fast á þínu. Ekki skipu- leggja ferðalag í dag. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er allt eitthvað laust í reipunum hjá þér. Þolinmæði er dyggð, það muntu sjá næstu vikurnar. Ástarsamband siglir hraðbyri í strand. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þetta er góður dagur til að taka til hendinni. Stattu vörð um einka- lífið, það gerir það enginn nema þú. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þegar þú talar við aðra skaltu ganga úr skugga um að þeir skilji þig. Fé- lagslífið tekur of mikinn tíma frá þér. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Raðaðu verkefnum þínum nið- ur og hafðu í huga hvernig þú vilt að út- koman verði. Mistök eru til að læra af þeim. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Metnaður þinn er vakinn og verður mikill næstu sex vikurnar. Notaðu tímann til tiltektar og viðgerða á meðan næði gefst. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það eru ýmsar nýjungar að banka upp á hjá þér og þér finnst erfitt að sinna þeim öllum í einu. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. geta verið mjög mismunandi. Starfið er skemmtilegt og lifandi og snýst mikið um mannleg samskipti.“ Helsta áhugamál Björns hefur alltaf verið golfið en svo hefur hann einnig stundað stangveiði frá unga aldri. „Ég er í nokkrum golfhópum og spila talsvert golf yfir sumarið. Ég fer reglulega í silungsveiði og Sigrún konan mín er aðeins farin að koma Hann fékk þá vinnu hjá Auði Capital sem breyttist í Virðingu sem Kvika síðan keypti. „Ég var fyrstu árin í verðbréfa- miðlun en um það bil sem ég fer til Lúxemborgar hef ég verið í einka- bankaþjónustu. Ég aðstoða ein- staklinga að ávaxta sitt fé og ýmis- legt annað sem tengist fjármálum þeirra en þarfir þeirra og aðstæður B jörn Knútsson fæddist 30. desember 1971 í Malmö í Svíþjóð en ólst upp í suðurbæ Hafnar- fjarðar. Hann gekk í Öldutúnsskóla. „Ég eignaðist vini þar sem mynda náinn vinahóp í dag. Við hittumst reglulega og förum saman í veiði, golfferðalög og fleira. Ég stundaði golf frá barnsaldri, sem byrjaði með því að ég var kylfu- sveinn hjá pabba mínum hjá Golf- klúbbnum Keili og svo meðlimur í GK frá árinu 1979. Ég komst í ung- linga- og karlalandsliðin og eyddi flestum sumrum í keppnisgolfi til 25 ára aldurs.“ Björn varð stúdent frá Fjölbrauta- skóla Garðabæjar 1990 og fór í há- skólagolf í Bandaríkjunum og út- skrifaðist sem líffræðingur frá University of Lousiana 1995. Hann kláraði meistaranám í sjávarútvegs- fræði frá HÍ 1997 og fór svo aftur í háskólanám síðar og kláraði viðskiptafræði frá Háskólanum á Bif- röst 2003 og löggildingu í verðbréfa- miðlun. Síðar fór hann í bókhalds- nám og er viðurkenndur bókari. Björn starfaði við vöruþróun hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eftir háskólanám en fór svo að vinna í bankakerfinu nokkrum árum síðar. Hann hefur starfað í markaðs- viðskiptum og eignastýringu síðustu 22 ár og er nú hjá Kviku eigna- stýringu. „Ég ætlaði ekkert inn á þá braut að vinna í bankakerfinu, en það æxl- aðist þannig. Það höfðu orðið breyt- ingar hjá Sölumiðstöðinni og það var auglýst eftir verðbréfamiðlara hjá Ís- landsbanka. Ég sótti um og fékk starfið af því ég hafði mikil tengsl við fólk víða um land úr sjávarútveg- inum. Mér fannst þetta skemmtilegt starf og eftir að hafa verið í þessum bankabransa í eitt ár ákvað ég að fara aftur í háskólann og fór í við- skiptafræði. Þannig byrjaði þetta.“ Björn vann síðan hjá MP verð- bréfum, flutti svo út til Lúxemborgar 2004 með fjölskyldu sinni og hóf störf hjá Kaupþingi. Eftir hrunið stofnaði hann ásamt samstarfsfélögum eigið fyrirtækið í eignastýringu. Eftir tæp níu ár í Lúxemborg ákvað fjöl- skyldan að flytja aftur til Íslands. með mér í veiði. Ég fæ mikið út úr útiveru og er duglegur að hreyfa mig. Ég stunda aðeins fjallgöngur og hef gengið Fimmvörðuháls nokkrum sinnum og á nokkur fjöll í kringum höfuðborgarsvæðið. Ég fæ reglulega hugmyndir að nýjum áhugamálum en núna er ég að reyna að ná al- mennilegum tökum á að spila á píanó. Mest hef ég gaman af að eyða Björn Knútsson, viðskiptastjóri hjá Kviku eignastýringu – 50 ára Fjölskyldan Stödd á Skólavörðustíg á liðinni Þorláksmessu. F.v.: Björn, Róbert, Eygló María, Sigrún og Aldís Anna. Hvergi nærri hættur í golfinu Veiðimaðurinn Björn við Hlíðarvatn, en hann fer mikið að veiða þar. Hjónin Björn og Sigrún. Í dag eiga hjónin Hjördís Gréta Trausta- dóttir leikskólakennari og Hafsteinn Ingvarsson, fv. starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja, 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau voru gefin saman 30. desember 1961 af séra Árelíusi Níelssyni. Þau eiga heima í Baugholti 2 í Keflavík og hafa búið þar síð- an 1966. Þau eignuðust þrjú börn og eiga 10 barnabörn og sjö langafa- og lang- ömmubörn. Fjölskyldan óskar þeim til hamingju á þessum tímamótum. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.