Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
2012
2021
HJÁ OKKUR FÁST
VARAHLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA
st’ al og
Stál og stansar
tíma með fjölskyldunni, ferðast með
mínu fólki um Ísland og erlendis. Við
hjónin spilum oft golf saman og erum
nú farin að taka krakkana með í það.“
Fjölskylda
Eiginkona Björns er Sigrún Þor-
gilsdóttir, f. 11.6. 1973, sölustjóri hjá
Opnum kerfum. Þau gengu í hjóna-
band 2002 en hafa verið saman frá
1994. Þau búa í Setbergi í Hafnar-
firði. Foreldrar Sigrúnar eru Eygló
Tómasdóttir, f. 9.6. 1951, þjónustu-
fulltrúi, og Þorgils Sigurþórsson, f.
21.4. 1950, vélsmiður. Þau búa á
Akranesi.
Börn Björns og Sigrúnar eru
Eygló María, f. 29.9. 1995, viðskipta-
og tölvunarfræðingur, þjónustustjóri
hjá DK hugbúnaði; Róbert, f. 31.8.
2004, framhaldsskólanemi í Flens-
borgarskóla, og Aldís Anna, f. 2.4.
2007, gagnfræðaskólanemi í Set-
bergsskóla.
Systkini Björns: Sigurveig Knúts-
dóttir, f. 14.8. 1953, d. 11.9. 2015,
myndlistarkona í Reykjavík;
Sæmundur Knútsson, f. 1.8. 1954, d.
29.8. 2021, hjúkrunarfræðingur og
kennari, síðast búsettur í Reykjavík;
Kári Knútsson, f. 22.12. 1958, lýta-
læknir í Reykjavík; Steinunn Hildi-
gunnur Knúts Önnudóttir, f. 23.7.
1965, sviðslistakona og doktorsnemi í
Svíþjóð. Hálfsystir Björns samfeðra
er Sólveig Knútsdóttir, f. 11.9. 1948,
sjúkraliði í Reykjavík.
Foreldrar Björns voru Anna Þóra
Þorláksdóttir, f. 5.6. 1931, d. 22.1.
2017, bókasafnsfræðingur, síðast bú-
sett í Reykjavík, og Knútur Björns-
son, f. 1.5. 1930, d. 26.8. 2014, lýta-
læknir, síðast búsettur í Hafnarfirði.
Leiðir Önnu og Knúts skildi 1986.
Björn
Knútsson
Guðrún Runólfsdóttir
útgerðarkona, spítalahaldari og húsfreyja í Vestmannaeyjum
Sveinn Jónsson
trésmiður í Vestmannaeyjum
og kaupmaður í Reykjavík
Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir
matreiðslukennari og húsfreyja á
Skálum og síðar í Reykjavík
Björn Sæmundsson Brimar
útgerðarmaður á Skálum á Langanesi
Knútur Björnsson
lýtalæknir, bjó í Hafnarfirði
Kristín Guðbrandsdóttir
húsfreyja í Heiðarhöfn og víðar
á Langanesi og á Þórshöfn
Sæmundur Aðalsteinn Illugason
bóndi í Heiðarhöfn og víðar á
Langanesi, síðar trésmiður á Þórshöfn
Gunnþóra Margrét Þórarinsdóttir
húsfreyja á Ytri-Bakka og Akureyri
Óli Guðmundur Árnason
bóndi á Ytri-Bakka
í Kelduhverfi, síðar
bókbindari á Akureyri
Sigurveig Guðný Óladóttir
húsfreyja á Akureyri
Þorlákur Jónsson
bæjarfógetafulltrúi á Akureyri
Sigurveig Sigurðardóttir
húsfreyja íÆrlækjarseli í
Öxarfirði
Jón Gauti Jónsson
bóndi á Gautlöndum í Mývatnssveit og formaður Kaupfélags N-Þingeyinga
Ætt Björns Knútssonar
Anna Þóra Þorláksdóttir
bókasafnsfræðingur, bjó í Reykjavík
„ÉG VERÐ Á UNDAN ÞÉR UPP Á SLYSÓ!“ „ER LÖGGAN ENN Á EFTIR OKKUR?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að horfa á sólarlagið
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF!
MAUL
MAUL
MAUL
MAUL
MAUL
AÐ BORÐA HNETUR FYRIR
FRAMAN ÍKORNANN …
næææs
ÉG RÆÐI EKKI VIÐ
ÓÞJÓÐALÝÐ!
Á ÉG AÐ VÍSA ÞEIM
Á DYR?
ÉG GERI ÞAÐ!
Engin gáta var í síðustu viku, þar
sem laugardaginn bar upp á
aðfangadag. Nú ber hann upp á
gamlársdag, svo að ég hef tekið
þann kost að birta gátuna í dag en
halda mig síðan við laugardaginn á
nýju ári. Eins og endranær er gátan
eftir Guðmund Arnfinnsson:
Vegur þetta virðist mér.
Vafalaust á fæti þér.
Langt og mjótt á landi hér.
Líka fremst á skeifu er.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Um tá nú tipla fer.
Á tánum ég er.
Tá er tangi hér
Tá skeifa ber.
Guðrún B. svarar:
Táið liggur tæpt við hyl
og táhosan var sleip.
Þar myndar táin tjarnaskil.
Í tá af skeifu greip.
Bergur Torfason segir að svarið í
dag verði þá svona:
Hér er vísast vegur tá,
vanta á fætur má ei tá,
á Langanesi löng er tá,
líka fremst á skeifu er tá.
Sigmar Ingason á þessa lausn:
Skeifan traust á hófnum, tána hefur
fremst.
Táin getur líka verið vegur sem þú kemst.
Finna má á fótum mínum heilan tug af
tám.
Teygja nesin út í hafið tær með klettum
hám.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Tá er vegur virðist mér.
Vafalaust er tá á þér.
Langt nes tá á landi hér.
Líka tá á skeifu er.
Þá er limra:
Tröllvaxið nef, sem á Tótu er
við tær hennar strýkst, en sem beturfer,
þá leigði hún kellu
með kraftadellu,
sem kippti því upp á herðar sér.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Árs og friðar óska vil
eðal góðum vinum,
gátunum sem gera skil,
og gjarnan líka hinum:
Ligg ég þarna lon og don.
Lambaspörð þar megum sjá.
Þar er illra vætta von.
Víst það flýtur sjónum á.
Hermann Óskarsson yrkir:
Tunglið í trjánum
töltir um garðinn minn,
skynmynd á skjánum,
skundar um gróðurinn.
Að lokum þingvísa frá 1918:
Sjálfstæðis þeir sungu vers
svo að hvein í grönum;
að því loknu langs og þvers
lágu fyrir Dönum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það er mörg táin