Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
Afmælisminning
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
✝
Vigdís Sigurð-
ardóttir fædd-
ist í Reykjavík 30.
desember 1936.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum í
Reykjavík 25. júlí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Rebekka
Ágústsdóttir vef-
ari, f. 24.3. 1899 í
Hafnarfirði, d. 7.8.
1981, og Sigurður Ólafsson
byggingarverkfræðingur, f.
30.12. 1901 í Reykjavík, d. 5.1.
1970. Bræður Vigdísar voru
Ágúst Gunnar, f. 12.8. 1928 í
Reykjavík, d. 27.3. 1948, og
Ólafur Valur skipherra, f.
12.12. 1930 í Reykjavík, d. 13.6.
2017. Hálfbróðir
hennar samfeðra
var Grétar Aldan
prentmynda-
smiður, f. 4.12.
1926 í Danmörku,
d. 17.12. 1994.
Maki Vigdísar
var Gylfi Már Guð-
bergsson, land-
fræðingur og pró-
fessor við Háskóla
Íslands, f. 18.10.
1936 á Siglufirði, d. 1.6. 1998.
Þau giftust 28.9. 1956. For-
eldrar hans voru Andrea
Helgadóttir húsmóðir, f. 14.2.
1914, og Guðberg Kristinsson,
verkamaður og múrari, f. 7.7.
1909. Barn Vigdísar og Gylfa
er Ágúst Gunnar landfræð-
ingur, f. 17.12. 1958. Eiginkona
hans var Bergljót Sigurðar-
dóttir, f. 14.6. 1962, myndlist-
armaður, en þau skildu. Börn
þeirra eru a) Elínborg, sveinn í
kjólasaumi og bókavörður f.
9.9. 1989, eiginmaður Unn-
steinn Barkarson og barn
þeirra er Sigurður, f. 10.12.
2019; b) Höskuldur tölv-
unarfræðingur, f. 26.9. 1994,
heitkona hans er Halldóra El-
ínborg Björgúlfsdóttir skólarit-
ari.
Vigdís varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1956. Framan af starfsævinni
vann hún sem tækniteiknari og
við verslunarstörf og rak meðal
annars í nokkur ár litla gjafa-
vöruverslun fyrir jólin á Elli-
og dvalarheimilinu Grund. Frá
árinu 1973 og þar til hún fór á
eftirlaun vann hún sem tal-
símavörður á Talsambandi við
útlönd hjá Pósti og síma.
Útför Vigdísar fór fram 26.
ágúst 2021.
Vigdís, eða Vigga Sig. eins
og við kölluðum hana, var í
hópi 96 stúdenta sem braut-
skráðust frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1956. Við höfð-
um mörg verið saman í skóla
frá byrjun skólaskyldu en á
menntaskólaárunum hnýttum
við varanleg vináttubönd og
þroskuðumst í margvíslegu fé-
lagslífi, undirbúningi að Jóla-
gleði, á málfundum Framtíðar,
ortum í Skólablaðið, lékum í
Herranótt, fórum í Selsferðir
og héldum glæsilega Aðaldans-
leiki í Sjálfstæðishúsinu. Þegar
við höfðum aldur til urðu innan
hópsins níu hjónabönd sem
flest entust ævilangt. Ein
hjónanna voru Vigdís og Gylfi
Már Guðbergsson. Þau giftust
árið 1956 og við tóku námsár í
háskóla, fyrst við Háskóla Ís-
lands þar sem Gylfi Már nam
landfræði en Vigdís frönsku og
forspjallsvísindi. Sonurinn,
Ágúst Gunnar, fæddist í des-
ember 1958 og upp frá því
sinnti Vigdís fyrst og fremst
heimili og fjölskyldu en vann
jafnframt ýmis verk í tækni-
teiknun heima við. Hún aðstoð-
aði einnig bekkjarsystur sína
Guðlaugu Einarsdóttur í Bók-
sölu stúdenta og rak jólaversl-
un á Hjúkrunarheimilinu
Grund. Á sjöunda áratugnum
bjó fjölskyldan um tveggja ára
skeið í Madison í Wisconsin í
Bandaríkjunum þar sem Gylfi
Már var við meistaranám. Á
þessum tíma var nokkur fjöldi
Íslendinga við nám þar og í
sama húsi bjuggu Nína Gísla-
dóttir og Óttar P. Halldórsson
en Nína og Vigdís voru æsku-
vinkonur auk þess sem Nína
var náfrænka Gylfa Más. Öll
voru þau samstúdentar 1956.
Fjölskyldan flutti aftur til
Bandaríkjanna árið 1970 og bjó
þá eitt ár í St. Paul í Minnesota
þar sem Gylfi Már var við
framhaldsnám.
Vigdís talaði ensku, dönsku,
þýsku og frönsku. Þess vegna
var til hennar leitað árið 1973
þegar forsetarnir Nixon og
Pompidou funduðu í Reykjavík
og sinna þurfti símaafgreiðslu
erlendra blaðamanna á fund-
arstaðnum á Kjarvalsstöðum. Í
framhaldi af því aðstoðaði hún
við sumarafleysingar á talsam-
bandi við útlönd. Það starf
lengdist ár frá ári og 1976 hóf
hún þar fullt starf sem hún
sinnti fram til ársins 2004.
Vigdís var syni, barnabörn-
um og börnum margra vina
stoð og stytta. Hún var mikil
hannyrðakona, saumaði kross-
saum í dúka og púða og prjón-
aði alls kyns fatnað og teppi
fyrir börn í fjölskyldunni og
vinahópnum. Þegar börnunum
fækkaði prjónaði hún enn og
gaf prjónlesið til Rauða kross-
ins.
Þegar árin færðust yfir,
börnin fullorðin og ævistarfi
lokið, sótti stúdentahópurinn
aftur saman og endurnýjaði
fyrri vináttu. Þar tók Vigdís
fullan þátt, í mánaðarlegum
súpum, vorferðum um landið og
haustferðum til nágrannalanda.
Samvera hennar með þessum
hópi varð öllum til mikillar
ánægju.
Við söknum hennar.
Sveinbjörn
Björnsson.
Vigdís
Sigurðardóttir
✝
Helena María
Ágústsdóttir
fæddist í Reykjavík
23. maí 1964. Hún
lést á heimili sínu
Stillholti 2 Akranesi
15. desember 2021.
Foreldrar hennar
voru hjónin Hildig-
ard María Vil-
hjálmsdóttir, fædd
Grabst, frá Dort-
mund í Þýskalandi,
f. 24. febrúar 1943, d. 26. janúar
1973, og Ágúst Guðmundsson, f.
15. júlí 1944.
Eiginkona Ágústs er Erna K.
Þorkelsdóttir, f. 8. júní 1947, á
hún þrjá syni.
Bróðir Helenu Maríu er Ingv-
ander Leó, f. 27. mars 2016, móð-
ir hans er Ylva Dís Knútsdóttir.
Helena María og Sævar bjuggu
á Patreksfirði, Ísafirði og Tálkna-
firði til ársins 1991 er þau slitu
samvistir og Helena María flutti
ásamt börnunum til Akraness.
Helena María lauk gagnfræða-
prófi frá Héraðsskólanum á
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp ár-
ið 1981 og fór þá fljótlega að
vinna almenn þjónustustörf.
Fyrst eftir flutninginn á Akra-
nes vann hún utan heimilisins en
fljótlega versnaði heilsan og varð
hún að hætta því. Frá þeim tíma
markaði heilsufarið oft líf hennar
og átti hún í miklum veikindum
þegar andlát hennar bar að.
Útförin fer fram frá Akranes-
kirkju í dag, 30. desember 2021,
klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni á
vef Akraneskirkju, www.akra-
neskirkja.is.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
ar, f. 18. júlí 1965,
eiginkona hans er
Heiður Sigurðar-
dóttir, f. 7. maí 1971,
eiga þau þrjá syni
og eru búsett á
Hornafirði.
Helena María hóf
sambúð 1984 með
Sævari Árnasyni, f.
24. september 1957,
og eignuðust þau
tvö börn: Hildi Mar-
íu, f. 20. febrúar 1986, og Ágúst
Inga, f. 10. ágúst 1987.
Hildur María á tvö börn: Sævar
Þór, f. 3. október 2007, og Helenu
Maríu, f. 18. október 2013, faðir
þeirra er Eggert Björnsson.
Ágúst Ingi á einn son: Alex-
Á kveðjustund
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hjartans þakkir elsku Helena
María fyrir samfylgdina og allar
góðu stundirnar og símtölin.
Megi ferð þín til ljóssins og
kærleikans færa þér frið.
Pabbi og Ingvar bróðir.
Kveðja til ömmu
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt elsku Helena
amma.
Alexander Leó,
Helena María,
Sævar Þór.
Elsku Helena María, bestu
þakkir fyrir áratuga tengsl og
vináttu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl þú í friði.
Erna og Heiður.
Helena María
Ágústsdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts bróður okkar, mágs
og föðurbróður,
JÓHANNS ÍSLEIFSSONAR.
Þakkir eru færðar starfsfólki Landakots-
spítala þar sem Jóhann dvaldist lengi
síðustu misserin.
Ólafur Ísleifsson
Örn Ísleifsson Guðrún Þóra Magnúsdóttir
Ólafur Örn Arnarson
Páll Ágúst Ólafsson Karen Lind Ólafsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
JÓNS BJARNARS INGJALDSSONAR,
Grensásvegi 60.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Sóltúni 2
fyrir hlýhug, elskulegheit og góða umönnun.
Ólafur Viðar Ingjaldsson Ragnhildur Ísleifsdóttir
Guðmann Ingjaldsson Eygló Þóra Guðmundsdóttir
Ágúst Ólafsson Sigríður Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför elsku pabba okkar,
tengdapabba, afa, langafa og langalangafa,
GEORGS FRANZSONAR,
fv. garðyrkjubónda í Laugarási,
síðast til heimilis í Grænumörk 3,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Árbliks, vaktkvenna í Grænumörk,
heimahjúkrunar HSU og lyflækningadeildar HSU.
Jón Þór Þórólfsson Hafdís Héðinsdóttir
Erla B. Norðfjörð
Hjördís María Georgsdóttir Gunnar Einarsson
Ragnheiður Lilja Georgsd.
Eiríkur Már Georgsson
Heiðrún Björk Georgsdóttir Ólafur H. Óskarsson
Íris Brynja Georgsdóttir Steinar Halldórsson
og fjölskyldur
Elskuleg eiginkona mín,
KRISTÍN INGIBJÖRG TÓMASDÓTTIR
ljósmóðir,
andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Barmahlíð föstudaginn 24. desember.
Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju
laugardaginn 8. janúar. Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu
nánustu aðstandendur viðstaddir útförina en streymt verður frá
athöfninni. Hægt er að nálgast streymið á youtube.com undir
Reykhólakirkja.
Fyrir hönd aðstandenda,
Máni Sigurjónsson
Ástkær faðir okkar,
GUTTORMUR ÞORMAR
verkfræðingur,
Eikjuvogi 5,
lést á Droplaugarstöðum að morgni
jóladags 25. desember.
Margrét Þormar
Sigrún Þormar
Stefán Þormar