Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 Vel fór á með stjörnunum Nicole Kid- man og Javier Bardem á rauða dregl- inum þegar kvikmyndin Being the Ricardos var frumsýnd í Los Angeles fyrr í þessum mánuði. Þau fara með hlutverk hjónanna Lucille Ball og Desi Arnaz sem framleiddu og léku í sjónvarpsþáttum vinsælum I Love Lucy um miðja síðustu öld. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Aaron Sorkin. Simran Hans, gagnrýnandi The Observer, hrósar Kidman fyrir frammistöðu hennar, en bendir á að Kidman og Sorkin virðist lítinn áhuga hafa á grínhæfileikum Ball og þeim mun meiri áhuga á alvarlegum hlið- um hennar. Peter Bradshaw, gagn- rýnandi The Guardian, gefur lítið fyr- ir frammistöðu Kidman með þeim orðum að hún láti „létta kómedíu líta út fyrir að vera erfiðisvinna“. Manohla Dargis, gagnrýnandi The New York Times, setur spurningar- merki við leikaravalið þar sem Kid- man og Bardem séu augljóslega of gömul fyrir hlutverkin. Hvorki afkáraleg leikgervi né tæknilausnir, sem eiga að yngja ásjónu þeirra á skjánum, bjargi málum. Being the Ricardos fær dræmar viðtökur rýna AFP Frumsýning Nicole Kidman og Javier Bardem glöð á rauða dreglinum. Nashyrningarnir í Þjóðleikhúsinu Eftir Eugène Ionesco í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. „Það getur brugðið til beggja vona með óumdeilda nútímaklassík á borð við Nashyrn- ingana , eins og dæmin sanna. Ekki síst absúrdverkin, sem oftar en ekki draga það versta fram í túlkendum sem telja ólíkindi texta og atburða gefa þeim sjálfdæmi og frítt spil í úrvinnslunni. Í öllum aðalatriðum hefur Benedikt Erlingsson og hans fólk leitað í leik- ritinu sjálfu og axlað þá ábyrgð að koma því skýrt og skemmtilega til skila. Og það tekst. Áleitin og skáldleg sýn Ionescos brýtur sér enn og aftur leið inn í huga áhorfandans.“ Dýrið gengur laust Sunnefa í Tjarnarbíói Eftir Árna Friðriksson í samstarfi við leikhópinn Svipi í leikstjórn Þórs Tulinius. „Árni Friðriksson fer, í samvinnu við leikhóp- inn Svipi, þá leið að segja nokkurs konar ef-sögu í heimildaleikriti sínu þar sem sett er fram tilgáta um það hvernig hlutirnir gætu mögulega hafa verið og Sunnefu liðið á ólíkum æviskeiðum. […] Undir styrkri leikstjórn Þórs Tulinius býður leikhópurinn áhorfendum upp á rannsóknar- og frásagnarleikhús eins og það gerist best.“ Hver fær að segja söguna? Leiksýningar ársins Leiklistargagnrýnendur Morgunblaðsins, Silja Björk Huldudóttir og Þorgeir Tryggvason, sáu um 35 sýningar á árinu sem brátt er liðið. Hápunktar ársins spanna allt frá dramatísku uppgjöri hjóna til syngjandi fagga með viðkomu í absúrdisma, aftökum og sænsku Smálöndunum þar sem góðmennskan blífur. Njála á hundavaði í Borgarleikhúsinu Leikgerð eftir Hjörleif Hjartarson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. „Lá ekki alltaf í loftinu að úr því að Hund- ur í óskilum var hættur að vera „bara“ hljómsveit og orðinn einhvers konar kabarett-tvíeyki (kabadúett?) og hirð- trúðar Borgarleikhússins að þeir myndu fyrr eða síðar taka Brennu-Njáls sögu til meðferðar? […] Það er engin leið að rekja í sundur eða greina prósentuhlutföllin milli háðs og harms, alvöru og gríns, fimi og flippaðs kæruleysis. Hvar endar ástin og virðingin og vægðarlaus kaldhæðnin tekur við? Alls staðar og hvergi. Þetta er hristur og hrærður kokteill og uppskriftina veit enginn nema þeir kumpánar, og nú líka Ágústa Skúladóttir leikstjóri og samverka- kona þeirra eftir að þau gerðu Nýja svið Borgarleikhússins að goðorði sínu. […] Njála á hundavaði er mikil og góð skemmtiveisla hjá þeim Ágústu, Eiríki og Hjörleifi. Þessi mikla saga liggur vel við grínhöggi frá sjónarhóli nútímans, en hún er líka spegill fyrir okkur til að skopast að eigin glóruleysi. Það er erfitt að ímynda sér annað en Hundinum muni dveljast þarna nokkur misseri við að kæta mann og annan.“ Af taðskegg- lingum og eggjanarfíflum Haukur og Lilja – Opnun í Ásmundarsal Höfundarverk: Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Samsetning leiktexta: Leikarar og María Reyndal leikstjóri. „Alúð og framúrskarandi vinna Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur og Sveins Ólafs Gunnarssonar blasir við í sýningunni. […] Haukur og Lilja – Opnun er látlaus, skýr og fallega formuð leiksýning um samband sem er mögulega á síðustu metrunum. Allavega ef þau kom- ast ekki á næstu orkustöð til að fylla á tankinn. Nær- andi og kæfandi samband, vissulega vanafjötrað en kannski býr það einhvers staðar enn yfir gömlu mögu- leikunum. Elísabet Kristín Jökulsdóttir er alltaf að minna okkur á töfrana. Við getum ekki án þeirra verið, en við getum líka verið viss um að þeir eru þrátt fyrir allt til.“ Út í kvöld Emil í Kattholti í Borgarleikhúsinu Eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur. „Þessi væntumþykja er yfir og allt um kring í fallegri uppfærslu Borgarleikhússins á skemmtilegum uppátækjum Emils. Sýningin er umfangsmesta leikstjórnarverkefni Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur til þessa og sýnir að hún á fullt erindi í það starf. Greinilegt er að nostrað hefur verið við persónusköpun í litríku persónu- galleríi verksins, fjölmennar senur iða af lífi og sýningin í heild er með risastórt hjarta.“ Með risastórt hjarta Góðan daginn faggi í Þjóðleikhúsinu Eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur í leikstjórn Grétu Kristínar. „Umburðarlyndi er vissulega gott, en það felur auðvitað í sér að eitthvað þurfi að „umbera“. Og að þurfa að umbera sjálfan sig getur auð- veldlega endað í taugaáfalli úti í hrauni, hvað sem öllum gleðigöngum og lagaumbótum líður. Fyrir utan að vera bráðskemmtileg kvöld- stund yfir drykk á fornfrægum skemmtistað tekst Góðan daginn faggi að minna okkur á þetta og vonandi hrista smá upp í frjálslyndri sjálfsánægjunni.“ Brosa, jákvæðni … Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 FITUEYÐING með fituleysandi efni! Við byrjum nýja árið með nýrri meðferð: n Eyðir fitufrumumámeðferðarsvæði n Varanlegur árangur 30% kynningar afsláttur Góður árangur án mikils inngrips. Sprautumeðferðmeð fituleysandi efni brýtur niður fitufrumur á meðferðarsvæði og skilar góðum varanlegumárangri án alvarlegs inngrips.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.