Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
England
Chelsea – Brighton................................... 1:1
Brentford – Manchester City.................. 0:1
Staðan:
Manch. City 20 16 2 2 51:12 50
Chelsea 20 12 6 2 43:14 42
Liverpool 19 12 5 2 50:16 41
Arsenal 19 11 2 6 32:23 35
West Ham 19 9 4 6 34:25 31
Tottenham 17 9 3 5 22:20 30
Manch. Utd 17 8 4 5 27:25 28
Wolves 18 7 4 7 13:14 25
Leicester 18 7 4 7 31:33 25
Brighton 18 5 9 4 17:18 24
Crystal Palace 19 5 8 6 27:27 23
Aston Villa 18 7 1 10 24:28 22
Southampton 19 4 9 6 20:29 21
Brentford 18 5 5 8 21:25 20
Everton 17 5 4 8 21:29 19
Leeds 18 3 7 8 18:36 16
Watford 17 4 1 12 22:35 13
Burnley 15 1 8 6 14:21 11
Newcastle 19 1 8 10 19:42 11
Norwich City 19 2 4 13 8:42 10
_ Manchester United og Burnley mætast í
kvöld en leik Everton og Newcastle hefur
verið frestað.
B-deild:
Coventry – Millwall ................................. 0:1
- Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik-
mannahóp Millwall.
Blackpool – Middlesbrough ................... 1:2
- Daníel Leó Grétarsson lék fyrstu 73.
mínúturnar með Blackpool.
Blackburn – Barnsley .............................. 2:1
Staða efstu liða:
Bournemouth 24 13 7 4 38:20 46
Fulham 23 13 6 4 51:19 45
Blackburn 24 13 6 5 43:28 45
WBA 24 11 8 5 30:18 41
Middlesbrough 25 11 6 8 29:24 39
Huddersfield 24 10 6 8 31:29 36
QPR 22 10 5 7 33:28 35
Stoke City 22 10 5 7 26:21 35
Nottingham F. 24 9 7 8 32:27 34
Coventry 23 9 7 7 29:27 34
Millwall 23 8 9 6 25:24 33
Sheffield Utd 22 9 5 8 29:28 32
Blackpool 25 8 6 11 26:32 30
Luton 22 7 8 7 31:27 29
Preston 22 7 7 8 24:28 28
C-deild:
Morecambe – Crewe ............................... 1:2
- Jökull Andrésson var ónotaður varamað-
ur hjá Morecambe.
Tyrkland
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Adana Demirspor – Ankaraspor........... 3:2
- Birkir Bjarnason var ekki í leikmanna-
hópi Adana Demirspor.
>;(//24)3;(
Svíþjóð
Guif – Malmö........................................ 28:31
- Daníel Freyr Ágústsson varði þrjú skot í
marki Guif en Aron Dagur Pálsson komst
ekki á blað í markaskorun.
Þýskaland
Sachsen Zwickau – Rosengarten ...... 25:24
- Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði þrjú
mörk fyrir Sachsen Zwickau.
Alþjóðlegt mót karla
Leikið í Póllandi:
Túnis – Holland ................................... 28:33
- Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
Pólland – Japan ................................... 28:27
- Dagur Sigurðsson þjálfar Japan.
_ Holland 2, Japan 2, Túnis 2, Pólland 2.
E(;R&:=/D
Rúmenía
Bikarinn, 8-liða úrslit, fyrri leikur:
Targoviste – Phoenix Constanta....... 56:77
- Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 18 stig
fyrir Phoenix, tók 9 fráköst og átti 2 stoð-
sendingar á 30 mínútum.
Spánn
B-deild:
Alicante – Gipuzkoa............................ 87:91
- Ægir Már Steinarsson skoraði 17 stig
fyrir Gipuzkoa, tók fjögur fráköst og gaf
fimm stoðsendingar á 27 mínútum.
NBA-deildin
Orlando – Milwaukee ....................... 110:127
Miami – Washington ........................ 119:112
Toronto – Philadelphia..................... 109:114
Houston – LA Lakers ...................... 123:132
Minnesota – New York ........................ 88:96
New Orleans – Cleveland ................ 108:104
Golden State – Denver......................... 86:89
Sacramento – Oklahoma City ......... 117:111
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Blue-höllin: Keflavík – Njarðvík ......... 17.45
Í KVÖLD!
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Englandsmeistarar Manchester
City eru með átta stiga forskot á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu eftir sigur gegn nýlið-
um Brentford á Community-
vellinum í Brentford í gær.
Leiknum lauk með 1:0-sigri City
en Phil Foden skoraði sigurmark
leiksins strax á 16. mínútu.
Kevin De Bruyne átti þá frábæra
sendingu frá hægri á Foden sem var
einn og óvaldaður í vítateig Brent-
ford og hann stýrði knettinum af ör-
yggi í netið af stuttu færi úr teign-
um.
City er með 50 stig í efsta sæti
deildarinnar en Brentford er með 20
stig í fjórtánda sætinu.
_ Foden skoraði sitt fimmta mark
í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í
gær en fjögur af þessum fimm mörk-
um hafa komið á útivelli.
_ Manchester City hefur unnið
síðustu tíu deildarleiki sína í röð og
er þetta í fjórða sinn sem liðið vinnur
tíu leiki í röð eða meira síðan Pep
Guardiola tók við liðinu.
Þá reyndist Danny Welbeck hetja
Brighton þegar liðið heimsótti
Chelsea á Stamford Bridge í Lund-
únum en leiknum lauk með 1:1-
jafntefli.
Romelu Lukaku kom Chelsea yfir
strax á 28. mínútu með skalla á nær-
stönginni eftir hornspyrnu Mason
Mounts.
Það virtist allt stefna í sigur
Chelsea þangað til í uppbótartíma
síðari hálfleiks en Marc Cucarella
átti þá frábæra fyrirgjöf frá vinstri
eftir mikla pressu Brighton-manna.
Danny Welbeck stökk hæst í teign-
um og hann stangaði boltann í
vinstra hornið, óverjandi fyrir Edu-
ard Mendy í marki Chelsea, og loka-
tölur því 1:1 í Lundúnum.
Chelsea er með 42 stig í öðru sæti
en Brighton í því tíunda með 24 stig.
_ Ekkert lið í ensku úrvalsdeild-
inni hefur fengið fleiri stig en
Brighton eftir mörk skoruð í upp-
bótartíma.
_ Chelsea hefur tapað 11 stigum
það sem af er tímabili í leikjum þar
sem liðið hefur komist yfir.
Meistararnir
með gott forskot
- Chelsea tapaði dýrmætum stigum
AFP
10 Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City eru á miklu skriði
þessa dagana og hafa nú unnið tíu leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.
Helgi Sigurðsson hefur verið ráð-
inn aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í
knattspyrnu. Helgi, sem er 47 ára
gamall, tók við ÍBV árið 2019 en
hann lét af störfum eftir síðasta
tímabil eftir að hafa komið liðinu
upp í efstu deild. Hann var ráðinn
þjálfari 2. flokks karla hjá Fjölni
um miðjan nóvember en hefur látið
af störfum í Grafarvogi. Helgi tek-
ur við stöðu aðstoðarþjálfara Vals-
manna af Srdjan Tufegdzic sem lét
af störfum á dögunum þegar hann
var ráðinn þjálfari sænska B-
deildarfélagsins Öster.
Aðstoðar Heimi
á Hlíðarenda
Morgunblaðið/Eggert
Valur Helgi Sigurðsson verður að-
stoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar.
Albert Guðmundsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, er undir smá-
sjánni hjá ítalska félaginu Lazio frá
Róm, samkvæmt frétt stóra íþrótta-
fjölmiðilsins Gazzetta dello Sport.
Albert verður laus undan samningi
sínum við AZ Alkmaar í Hollandi í
vor og hefur ekki viljað framlengja
hann. Gazzetta dello Sport segir að
Lazio sé tilbúið til að kaupa Albert
af AZ í janúarmánuði. Hann hefur
ennfremur verið orðaður við bæði
skosku stórveldin, Celtic og Rang-
ers, í skoskum fjölmiðlum að
undanförnu.
Albert orðaður
við Lazio
Morgunblaðið/Eggert
Ítalía Albert Guðmundsson gæti
farið til Lazio strax í janúar.
Matthías Vilhjálmsson, knatt-
spyrnumaður úr FH, hafnaði á dög-
unum tilboði um að gerast aðstoðar-
þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins
Vålerenga.
Matthías staðfesti þetta í samtali
við 433.is í gær og sagði þar að hann
hefði rætt málin við Vålerenga en
ákveðið að hafna boðinu þar sem
hann hefði þá þurft að leggja skóna á
hilluna. „Það áttu sér stað samtöl en
ég vil halda áfram að spila fótbolta.
Ég hef klárað UEFA B-gráðuna og
ætla að halda áfram með þetta, ég
þarf svo að finna út úr því hvort ég
vilji fara út í þjálfun af fullum krafti,“
sagði Matthías í samtali við 433.is.
„Ég lít á þetta sem flotta viður-
kenningu fyrir mig að fá svona boð.
Þetta var mjög stórt tækifæri fyrir
mig en ég vil halda áfram að spila fyr-
ir FH og ná árangri þar,“ bætti fyrir-
liðinn við.
Matthías lék í áratug í norsku
knattspyrnunni og þar af tvö síðustu
árin með Vålerenga áður en hann
sneri aftur til FH fyrir síðasta tímabil
en alls á hann að baki 137 leiki í efstu
deild með FH þar sem hann hefur
skorað 44 mörk.
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliði Matthías Vilhjálmsson er lykilmaður í liði Hafnfirðinga.
Matthías hafnaði
tilboði frá Noregi
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu
mætir Spáni í fyrsta skipti í fimm-
tán ár eftir þrjá mánuði, nánar til-
tekið 29. mars, en í gær var staðfest
að þjóðirnar myndu mætast í vin-
áttulandsleik á Spáni.
Íslenska liðið mun leika annan
vináttuleik á útivelli þremur dögum
áður, 26. mars, en ekki liggur fyrir
hverjir mótherjarnir verða. Þann
dag leika Spánverjar við Albaníu,
sem er einmitt með Íslandi í riðli í
Þjóðadeild UEFA í sumar.
Síðast þegar þjóðirnar mættust
varð óvænt niðurstaða á Laug-
ardalsvellinum, 1:1, haustið 2007 í
undankeppni EM. Þá stefndi allt í
íslenska sigur eftir að Emil Hall-
freðsson skoraði í fyrri hálfleik en
Andrés Iniesta náði að jafna fyrir
Spánverja á 86. mínútu. Þeir fóru í
lokakeppnina og urðu Evrópu-
meistarar í fyrsta sinn sumarið
2008.
Ísland hefur alltaf veitt Spáni
harða keppni í níu viðureignum
þjóðanna frá 1982 til 2007. Spán-
verjar hafa aldrei skorað fleiri en
tvö mörk, tvisvar hafa liðin skilið
jöfn, og árið 1991 vann Ísland fræk-
inn sigur, 2:0, á Laugardalsvell-
inum, í undankeppni EM. Þá skor-
uðu Þorvaldur Örlygsson og
Eyjólfur Sverrisson en það var
fyrsti leikur landsliðsins undir
stjórn Ásgeirs Elíassonar.
Landsleikirnir í mars verða þeir
fyrstu á árinu þar sem Arnar Þór
Viðarsson getur teflt fram sínu
sterkasta landsliði. Tveir þeir
fyrstu verða gegn Úganda og Suð-
ur-Kóreu í Antalya í Tyrklandi dag-
ana 12. og 15. janúar.
Fyrsti leikur við
Spán í fimmtán ár
Morgunblaðið/ÞÖK
2007 Emil Hallfreðsson fagnar
markinu gegn Spánverjum.