Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
✝
Ragnheiður
Kristín Páls-
dóttir fæddist í
Reykjavík 24. des-
ember 1930. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu við Sléttuveg
16. desember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Páll
Jónsson, stór-
kaupmaður í
Reykjavík, f. á Hryggstekk í
Skriðdalshreppi í S-Múl. 17.4.
1892, d. 20.8. 1938, og Stefanía
Ásmundsdóttir, f. á Krossum í
Staðarsveit á Snæfellsnesi 4.9.
1896, d. 10.10. 1980. Föðurfor-
eldrar voru Jón Ísleifsson, bóndi
á Hryggstekk, Þingmúla, kenn-
ari og vegaverkstjóri, og kona
feðra, f. 8.3. 1918, d. 20.6. 1996.
Fósturbróðir Ragnheiðar er Sig-
urgeir Hilmar Friðþjófsson, f.
27.3. 1946.
Fyrri eiginmaður Ragnheiðar
var Þorgrímur Einarsson, f.
19.8. 2021, d. 23.9. 2015, þau gift-
ust árið 1952 en skildu eftir um
10 ára hjónaband. Seinni eig-
inmaður Ragnheiðar var Eggert
Jochum Víking, f. 9.9. 1924, d.
21.8. 1990. Þau giftust 19.8. 1964
en leiðir skildi árið 1981. Börn
þeirra: Páll Víkingur Eggerts-
son, f. 17.3. 1965, d. 12.8. 1968 og
Ástríður Guðrún Eggertsdóttir,
f. 14.3. 1968, maki Skúli Þórðar-
son, 25.5. 1971. Börn þeirra eru
Ragnheiður Skúladóttir, f. 29.9.
1995 og Þórður Skúlason, f. 25.8.
2000. Sambýlismaður Ragnheið-
ar síðustu æviárin var Bragi
Guðmundsson, f. 3.1. 1926, d.
4.10. 2013.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 30. des-
ember 2021, klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
hans Ragnheiður
Pálsdóttir hús-
freyja, dóttir Páls
Pálssonar í Þing-
múla, prests og
málleysingjakenn-
ara. Þau bjuggu síð-
ar á Eskifirði. Móð-
urforeldrar voru
Ásmundur J. Jóns-
son frá Lýsudal í
Staðarsveit og kona
hans Kristín Stef-
ánsdóttir frá Krossum, þar sem
Ásmundur tók við bústjórn árið
1894.
Systkini Ragnheiðar: Helga, f.
30.4. 1924, d. 21.2.1979, Jón Guð-
leifur, f. 15.3. 1928, d. 13.4. 2008,
Ragnheiður, f. 15.10. 1926, d.
19.2. 1930, Kristín, f. 26.1. 1935,
d. 19.5. 1994 og Friðrikka, sam-
Að fara í pössun til ömmu á
Hjaltabakka þýddi ótakmarkað
magn af Nesquik- súkkulaðimjólk
og Hrísmjólk með karamellusósu.
Stundum var ég send í búðina neð-
ar í götunni með smá innkaupalista
og pening sem dugði jafnvel fyrir
tveimur vídeóspólum frá vídeóleig-
unni á móti. Það er ef Leiðarljós
var ekki á dagskrá og sjónvarpið
þá laust. Ekki mátti vera með há-
vaða og læti ef Leiðarljós var í
sjónvarpinu, þá varð maður þá að
stytta sér stundir með því róta í
gömlu dóti og máta fötin hennar
ömmu. „Má ég eiga þetta þegar ég
verð stór?“ var iðulega svarað ját-
andi þegar spurt var um skart og
kjóla. Þegar ég fletti í gegnum
gömul myndaalbúm frá 7. og 8.
áratugnum vildi ég óska þess að
fleiri föt frá ömmu hefðu varðveist,
enda alla tíð einstaklega smart og
skvísuleg til fara. Tískuvitið og ein-
stakur stíll ömmu einkenndi hana
alltaf. Hún var ekki eins og hinar
ömmurnar; í nælonsokkabuxum og
með barmnælur, heldur í gallabux-
um og litríkum peysum. „Þú átt svo
unglega ömmu“ var eitthvað sem
ég heyrði oft. Þegar minnið var far-
ið sat ástin á tísku og hönnun eftir
og maður gat alltaf stólað á hrós
frá ömmu fyrir smart klæðaburð.
Ég hugsa að ást mín á varalitum sé
líka frá ömmu komin, enda var
hann alltaf mikilvægastur áður en
stigið var út fyrir hússins dyr. Síð-
ustu árin var það orðið að rútínu
hjá okkur að ég gaf ömmu hand-
snyrtingu og naglalökkun um helg-
ar á meðan hún sagði mér frá
amstri dagsins. Hún valdi sér lakk
eftir lýsingu, enda sjónin nánast
farin, svo var passað vel upp á að
leyfa lakkinu að þorna. Það var
alltaf stutt í daðrið hjá ömmu og
ástarráðin misgóð. „Áttu kærasta?
Það er best að vera ekkert að flýta
sér, bara leika sér fyrst.“ Þeir kær-
astar sem hún var kynnt fyrir voru
allir „fallegustu menn sem hún
hafði séð,“ daður sem ég hafði ekki
roð við. „Áttu kærasta? Hvað gerð-
ist, stal ég honum af þér?“ Minnið
var nánast alveg farið undir lokin,
en húmorinn og gleðin þó alltaf til
staðar. Þegar ég kom að heim-
sækja hana vorum við ekki amma
og barnabarn heldur oft samstarfs-
konur á hjúkrunarheimilinu þar
sem hún bjó. „Hvað ert þú gömul?
– 26 – Ég líka!“ Hún nennti þó ekki
að vinna þar mikið lengur, var í leit
að annarri vinnu, kannski eitthvað
á skrifstofu. Huggunin var þó sú að
maður þurfti að hafa litlar áhyggj-
ur af því að henni leiddist. Í hennar
huga var hún alltaf nýkomin heim
eftir annasaman dag þar sem hún
hitti margt og merkilegt fólk.
Heilabilunin veitti henni því ákveð-
ið frelsi til að upplifa og hitta alla þá
sem henni sýndist. Lífið með
ömmu einkenndist af gleði og
spaugi, hún hafði mikinn húmor
fyrir sjálfri sér og öðrum. Sam-
verustundanna verða sárt saknað.
Eins og amma sagði: See you la-
ter alligator!
Þín, Heiða.
Ragnheiður Skúladóttir.
Samskipti okkar ömmu ein-
kenndust af miklu gríni og glensi.
Við amma höfðum líkan húmor og
fannst henni gaman að taka þátt í
öllum þeim prakkarastrikum sem
mér datt í hug. Grínið frá mér
beindist þó oft að henni en hún var
alltaf skjót að svara fyrir sig á
skemmtilegan og hnyttinn hátt. Í
seinni tíð eftir að ég fékk bílpróf
varð það yfirleitt mitt hlutverk að
sækja ömmu heim í mat og skutla
henni svo aftur heim seinna um
kvöldið. Í þessum bílferðum áttum
við tvö alltaf notalegt spjall saman.
Ég er ævinlega þakklátur fyrir það
einstaka samband sem við amma
áttum og mun ég aldrei gleyma
hlýju hennar og skemmtilegu frös-
um sem fengu alla í herberginu til
að brosa.
Þórður Skúlason.
Heiða var falleg kona alla sína
ævi, í tæp 91 ár. Hún var fyndin og
skemmtileg og það lýsti af henni,
hvert sem hún fór. Heiða veiktist
ung af berklum og var nærri fimm
ár á berklahælinu Vífilsstöðum og
síðan á Reykjalundi. Hún stóð í
baráttu við sjúkdóminn á sínum
mótunarárum, frá 14 ára til 19 ára
aldurs. Heiða fór síðan að vinna
fyrir Samband íslenskra berkla-
sjúklinga og kynntist vel öllu for-
ystufólki SÍBS. Hún var róttæk í
skoðunum alla tíð, eins og átti við
um marga forgöngumenn SÍBS.
Sjálf hefur hún sennilega mótast á
Vífilsstöðum í þessum efnum sem
og öðrum.
Móðir Heiðu var Stefanía á
Krossum í Staðarsveit, bóndi þar
eins og formæður hennar höfðu
verið, kona fram af konu. Stefanía
var þekkt í sinni sveit, vinsæl og
mikil hjálparhella. Faðir hennar
var Eskfirðingur, Páll Jónsson,
bróðir Arnfinns skólastjóra í Aust-
urbæjarskólanum, þannig að stutt
var í róttæknina. Páll hafði farið til
náms í Leipzig og var þar samtíma
þjóðþekktum Íslendingum á árun-
um eftir fyrri heimsstyrjöld. Páll
lærði viðskipti og tónlist, en veikt-
ist ungur af berklum og dó rúm-
lega fertugur að aldri, þegar Heiða
var aðeins sjö ára gömul. Heiða
eignaðist þrjá menn, Þorgrím leik-
ara, Eggert Víking leigubílstjóra
sem hún eignaðist Pál og Addý
með og loks kom Bragi til sögunn-
ar, verkfræðingur, bridgespilari
og sagnamaður.
Ég kynnist Heiðu fyrst við
morgunverðarborðið í Hjalta-
bakka 6, en Björk bjó þá hjá þeim
mæðgum, Heiðu og einkadóttur-
inni Addý. Mér hafði verið kippt
inn fyrir og þegið gistingu hjá
ungri, glæsilegri konu, 23 ára gam-
alli, sjálfur fráskilinn þriggja
barna faðir, tæplega fertugur að
aldri. Ég hafði ætlað að laumast út
snemma á sunnudagsmorgni, en
þá beið Heiða með kaffi á könn-
unni og hvað við gátum spjallað.
Að lokum spurði hún hvort nokkuð
mætti bjóða mér í mat þá um
kvöldið, hún ætlaði að vera með
læri. Það var erfitt að standast
þetta boð og ekki varð aftur snúið.
Heiða varð fyrir mér einn af
grunnstólpunum í sambandi mínu
og Bjarkar, var mér ómetanlegur
stuðningur alla tíð, rétt eins og
Kristín yngri systir hennar,
tengdamóðir mín blessuð, sem féll
frá aðeins 59 ára gömul.
Maður er seint eða aldrei tilbú-
inn að kveðja þá sem næst manni
standa. Þannig er það með okkur
Björk gagnvart Heiðu, áhrifavaldi
í lífi okkar. Okkur fannst hún eiga
heilmikið eftir og það var alltaf
gaman að koma til hennar. Aldrei
kom í hugann „æi, ég hefði ekki átt
að fara“ því þrátt fyrir minnis-
skerðingu hélt hún sínum persónu-
einkennum, fegurð og glaðbeitni.
Við fórum ætíð ríkari af fundi
hennar. Heiða átti góða daga á fal-
legu hjúkrunarheimili og fékk
þakkarverða umönnun þessi síð-
ustu ár.
Við minnumst Heiðu með mik-
illi eftirsjá, en af ennþá meira
þakklæti fyrir hennar dýrmæta
hlut í sambandi sem enn varir,
tæpum 35 árum eftir morgunverð-
inn í Hjaltabakka.
Við vottum Addý og fjölskyldu
innilega hluttekningu.
Blessuð sé minning Heiðu
frænku.
Björk Vilhelmsdóttir og
Sveinn Rúnar Hauksson.
Heiða frænka, litla systir pabba,
hefur nú lagt upp í sína hinstu för,
síðust fimm barna Páls Jónssonar
frá Eskifirði, d. 1938, og Stefaníu
Ásmundsdóttur frá Krossum í
Staðarsveit, d. 1980.
Heiða var rammpólitísk heims-
kona, höll undir vinstri vænginn og
var umhugað um velferð allra
þeirra sem minna máttu sín. Hún
hafði næmt auga fyrir listum og
menningu, var bókhneigð og lét sig
þjóðfélagsumræðuna varða, ekki
síst þegar allaballar áttu í hlut.
Heiða var einstaklega falleg kona,
alltaf vel tilhöfð og smart og fylgd-
ist vel með á því sviði sem öðrum.
Fram að unglingsárum ólst hún
upp á Krossum ásamt systkinum
sínum og börnum Maríu móður-
systur sinnar. Lífið var ekki alltaf
auðvelt og áskoranirnar margar:
Heiða missti föður sinn ung, hún
tókst á við erfið veikindi á ung-
lingsárum og dvaldi þá langdvöl-
um á Vífilsstöðum, fjarri fjölskyldu
sinni í sveitinni. Og síðar missti
hún fyrsta barnið sitt, Pál Víking,
f. 1965, d. 1968, aðeins þriggja ára
gamlan en hann glímdi við erfið
veikindi frá fæðingu. Þetta var
henni alla tíð þungbært. Sama ár
fæddist ljósið í lífi hennar, einka-
dóttirin Addý (Ástríður Guðrún),
sem hún umvafði ást og kærleika.
Samband þeirra mæðgna var alla
tíð einstaklega náið og gott og er
missir Addýjar mikill. Heiða var
ákaflega stolt af tengdasyninum
Skúla sem reyndist henni ómetan-
leg stoð og stytta. Þá voru barna-
börnin tvö, Heiða og Þórður, henni
afar kær og þau alltaf natin að
sinna ömmu sinni.
Heiða var okkur Jónsbörnum
náin frænka og dýrmætur vinur:
Alltaf með opinn faðminn, alltaf
tilbúin að hlusta og veita um-
hyggju og ást sem henni var svo
eðlislæg. Hún hafði áhuga á öllu
sem bræðrabörnin voru að sýsla,
hvort sem það var vinna eða nám.
Heiða var ekki bara föðursystir
heldur einstök vinkona þar sem
aldur skipti ekki máli og gott að
ræða við hana um lífið og þær
áskoranir sem við vorum að takast
á við á hverjum tíma. Hún kynntist
bæði mökum okkar og elstu börn-
um vel. Hún hafði ljúfa lund, ein-
staka nærveru og viðmót sem end-
urspeglast í því að Heiða, eða tanta
Heiða, eins og hún sagði sjálf, á
stóran sess í huga allra. Viðhorf
hennar til lífsins er okkur gott
veganesti og við lánsöm að hafa
fengið að njóta samfylgdar við
hana.
Elsku Addý, Skúli, Heiða og
Þórður, missir ykkar er mikill en
ljúfar minningar um einstaka konu
lifa.
Heiðar, Sigríður, Ásmundur,
Bjarndís, Páll, Stefanía,
Bjarni og María Jónsbörn.
Okkur hjónin langar að minnast
góðrar konu og þakka henni fyrir
yndislega viðkynningu undanfarna
áratugi. Kynni okkar af Heiðu, en
það var hún alltaf kölluð, hófust
þegar sonur okkar Skúli kynntist
og kvæntist einkadóttur og eina
barni Heiðu, henni Ástríði eða
Addý eins og hún er ævinlega köll-
uð.
Heiða var mjög lagleg kona, blíð
og barngóð og dýrkaði hreinlega
barnabörnin sín tvö, nöfnu sína
Ragnheiði og Þórð. Stolt hennar af
þeim skein úr andliti hennar þegar
hún horfði á þau. Hún var stolt af
sínu fólki og mátti svo sannarlega
vera það.
Það fór ekki mikið fyrir Heiðu,
hún var dama af gamla skólanum,
lítillát, nægjusöm og hélt sig frek-
ar til hlés. En hún var ekki skoð-
analaus, hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum ef því var
að skipta. Hún var mikill dýravin-
ur og var kattareigandi alla tíð.
Heiðu þótti afskaplega vænt um
sveitina sína, Krossa á Snæfells-
nesi, og fróðlegt var að heyra hana
segja frá lífinu í sveitinni fyrrum
þar sem nægjusemi og dugnaður
fólksins tryggði þeim afkomu og
það var ekki síst sterkum konum í
ættinni að þakka.
Við viljum að leiðarlokum þakka
Heiðu fyrir elsku hennar í okkar
garð og þakka henni fyrir árin sem
við áttum með henni og fjölskyld-
unni og vottum Addý og öðrum
ástvinum innilega samúð.
Blessuð sé minning góðrar
konu.
Elín og Þórður.
Ragnheiður
Kristín Pálsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kær mágkona og vin-
kona, Ragnheiður Pálsdótt-
ir, er horfin á braut.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni
af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum,
er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Ég þakka þér fyrir ein-
staka samfylgd sem spann-
ar næstum 80 ár.
María
Bjarnadóttir.
Útför í kirkju
Hvernig á að
standa að undir-
búningi útfarar?
utforikirkju.is
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær unnusti minn, faðir, sonur okkar
og bróðir,
ALMAR YNGVI GARÐARSSON,
lést þann 19. desember.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 3. janúar kl. 13.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfninni einnig streymt
í gegnum YouTube undir slóðinni Almar Yngvi. Hlekk á streymi
má einnig nálgast á mbl.is/andlat
Við hvetjum vini til að minnast Almars og skála fyrir honum.
Ásta Steina Skúladóttir
Eiríkur Skúli Almarsson
Margrét Ormsdóttir Jóhann Helgi Hlöðversson
Elísabet Ögn Jóhannsdóttir Kári Einarsson
Sigurbjörn H. Jóhannsson Ólöf Helga Jónsdóttir
Daníel Aron Davíðsson Berglind Rut Bragadóttir
Hanna Lind Garðarsdóttir Ólafur Thors
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og bróðir,
ÁRNI BYRON PÉTURSSON,
Hjarðarhaga 62, Reykjavík,
andaðist 21. desember. Útför verður frá
Neskirkju mánudaginn 3. janúar klukkan 13.
Þau sem koma að útförinni þurfa að framvísa gildu og neikvæðu
covid-prófi.
Athöfninni verður streymt á www.sonik.is/arnibyron
Ingibjörg Axelsdóttir
Árni Árnason Njarðvík Helga Árnadóttir
Stefanía Anna Árnadóttir Njarðvík
Axel Árnason Njarðvík Sigþrúður Jónsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Hallgrímur (Peter) Njarðvík Njörður P. Njarðvík
Kristín Anna Karlsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÚLFUR ÞÓR RAGNARSSON,
Básbryggju 51,
lést á jóladag, 25. desember.
Útför hans verður auglýst síðar.
Karl Ágúst Úlfsson Ágústa Skúladóttir
Inga Úlfsdóttir Ragnar S. Ragnarsson
Linda Rán Úlfsdóttir Sigurður Ingi Jónsson
og fjölskyldur
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
SÆUNN MÝRDAL SIGURJÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði
10. desember. Kveðjuathöfn hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Steinunn Einarsdóttir Halldór Runólfsson
Þorsteinn Einarsson Guðrún H. Eiríksdóttir
Þórir Einarsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn