Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 Það er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir handboltamann- inum Ómari Inga Magnússyni sem var í gærkvöld útnefndur íþróttamaður ársins. Framganga hans með gamla stórveldinu Magdeburg eftir að hann kom þangað sum- arið 2020 hefur verið mögnuð eins og rakið er í greininni um kjörið hérna á síðunni. Fáir sáu þetta fyrir þó Ómar væri alltaf efnilegur hand- boltamaður. Ekki síst eftir að hann missti nánast af heilu tíma- bili áður en hann fór til Þýska- lands, eftir að hafa fengið höfuð- högg, og var lengi að hrista af sér afleiðingar þess. Þýska 1. deildin er lang- sterkasta deild heims í handbolt- anum og ekki heiglum hent að vinna sér sæti í einu af bestu lið- um hennar, hvað þá að skara fram úr eins og Ómar hefur gert hjá Magdeburg. Sérstaklega þar sem hann er skytta og er alls ekki með stærstu mönnum. Líkamlegir burðir í þýsku deildinni eru miklir og margir firnasterkir varnar- menn. Markaskor Ómars, og ekki síst stöðugleikinn, er því eftir- tektarvert en útsjónarsemin er líka hans stóra tromp, enda leggja fáir upp jafnmörg mörk fyrir samherja sína og Selfyss- ingurinn knái. Nú er bara að vona að Ómar blómstri með íslenska landslið- inu þegar það mætir til leiks á Evrópumótinu í Ungverjalandi 14. janúar. Hann á enn eftir að springa alveg út á þeim vettvangi en hefur nægan tíma til þess, enda aðeins 24 ára gamall. Til hamingju með þessa stóru viður- kenningu, Ómar Ingi Magnússon. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, var kjörinn þjálfari ársins 2021 af Samtökum íþróttafréttamanna. Nor- egur varð heimsmeistari undir hans stjórn á dögunum, fékk brons á Ól- ympíuleikunum og varð Evrópu- meistari í árslok 2020. Þórir hlaut 131 stig. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurverðlaunahaf- anna í kringlukasti á ÓL í Tókýó, varð annar með 68 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu karla, varð þriðji með 37 stig. Þórir kjörinn þjálfari ársins AFP Sigrar Þórir Hergeirsson er þjálfari heims- og Evrópumeistara. Kvennalandslið Íslands í hópfim- leikum sem varð Evrópumeistari í byrjun desember varð fyrir valinu sem lið ársins 2021 í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Hópfimleika- landsliðið fékk langflest stig í kjör- inu, 125 talsins. Karlalið Víkings í knattspyrnu, sem varð Íslands- og bikarmeistari, hafnaði í öðru sæti með 63 stig og kvennalið KA/Þórs í handknattleik sem varð fjórfaldur meistari á tíma- bilinu 2020-21 varð í þriðja sæti með 56 stig en þessi þrjú lið skáru sig mjög úr í kosningunni. Hópfimleika- landsliðið best Ljósmynd/Fimleikasambandið Bestar Evrópumeistarar Íslands í hópfimleikum árið 2021. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var í gærkvöld útnefnd- ur íþróttamaður ársins 2021 í hinu árlega kjöri Samtaka íþróttafrétta- manna sem að þessu sinni var lýst í beinni sjónvarpsútsendingu RÚV. Ómar er tíundi handknattleiks- maðurinn sem hlýtur þessa nafnbót á þeim 66 árum sem kjörið hefur farið fram en samtals hefur hand- knattleiksfólk nú þrettán sinnum orðið fyrir valinu hjá samtökunum. Ólafur Stefánsson var kosinn fjór- um sinnum, 2002, 2003, 2008 og 2009 og þau Sigríður Sigurðardóttir (1964), Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010) og Aron Pálmarsson (2012) hafa fengið viðurkenninguna. Ómar hefur átt frábært ár með liði sínu Magdeburg í þýsku 1. deild- inni, bestu deild heims í handknatt- leik karla. Hann varð markakóngur deildarinnar 2020-21, þrátt fyrir að vera að komast aftur í gang eftir fyrri hluta tímabilsins, eftir langvar- andi meiðsli, og var ennfremur framarlega í stoðsendingum. Hann skoraði 274 mörk í 38 leikjum og átti 91 stoðsendingu. Hann er áfram meðal marka- hæstu leikmanna deildarinnar í vet- ur, er sem stendur fjórði hæstur með 103 mörk í 16 leikjum, og jafn- framt einn sá hæsti í stoðsendingum þar sem hann er þriðji með 63 slík- ar. Evrópu- og heimstitlar Ómar var í lykilhlutverki með Magdeburg þegar liðið vann Evr- ópudeildina í vor og varð heims- meistari félagsliða í haust með sigri á Barcelona í úrslitaleik. Þá hefur Magdeburg verið nánast ósigrandi á yfirstandandi tímabili en liðið vann fyrstu fimmtán leiki sína í þýsku deildinni þar sem það er með örugga forystu, og er ósigrað og efst í sínum riðli í Evrópudeildinni. Ómar lék með íslenska landslið- inu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar 2021 og er á leið með því á Evrópumótið í Ung- verjalandi í janúar 2022. Hann hefur leikið 56 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 150 mörk. Ómar er 24 ára gamall, leikur sem örvhent skytta og spilar sitt annað ár í Þýskalandi. Hann er upp- alinn á Selfossi, fór þaðan 17 ára gamall í Val og síðan tveimur árum síðar til Danmerkur þar sem hann lék með Aarhus og Aalborg. Ómar og Kolbrún í sérflokki Eins og sjá má á stigatöflunni hér til hliðar munaði ekki miklu á Ómari og Kolbrúnu Þöll Þorradóttur, hóp- fimleikakonu úr Stjörnunni, en þau tvö voru í nokkrum sérflokki í kjör- inu. Kolbrún var í lykilhlutverki í sigri íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu í Portúgal í byrjun desember og var valin í úrvalslið mótsins. Kraftlyftingakonan Kristín Þór- hallsdóttir úr ÍA varð síðan í þriðja sæti en hún hóf alþjóðlegan feril sinn með glæsibrag á árinu þegar hún fékk fyrst brons á heimsmeist- aramótinu í klassískum kraftlyft- ingum og varð síðan Evrópumeist- ari og setti um leið þrjú Evrópumet. Alls fengu 25 íþróttamenn at- kvæði í kjörinu að þessu sinni, 15 karlar og 10 konur, og heildarniður- stöðuna má sjá hér til hliðar. Ómar bestur árið 2021 - Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021 - Markakóngur í bestu deild heims og átti magnað ár með Magdeburg - Tíundi handboltamaðurinn Ljósmynd/Mummi Lú Íþróttamaður ársins Ómar Ingi Magnússon með verðlaunagripinn sem tekinn var í notkun árið 2006 og var afhentur í 16. sinn í gærkvöld. 1. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur, Magdeburg .......................... 445 2. Kolbrún Þöll Þorradóttir, hópfimleikar, Stjörnunni ............................ 387 3. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar, ÍA............................................... 194 4. Martin Hermannsson, körfuknattleikur, Valencia................................ 150 5. Aron Pálmarsson, handknattleikur, Aalborg ........................................ 143 6. Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar, Ármanni.................................. 122 7. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna, Kristianstad............................ 114 8. Bjarki Már Elísson, handknattleikur, Lemgo ........................................ 109 9. Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handknattleikur, KA/Þór ............................... 93 10. Kári Árnason, knattspyrna, Víkingi.......................................................... 85 11. Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur, Antwerp Giants ................... 48 12. Aldís Kara Bergsdóttir, skautar, Skautafélagi Akureyrar.................... 40 13. Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir, ÍR ......................................................... 32 14. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar, Fjölni ........................................................ 31 15. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna, Bayern München.................... 26 16. Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar, Stjörnunni .................................. 24 17. Haraldur Franklín Magnús, golf, Golfklúbbi Reykjavíkur .................... 22 18. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf, Golfklúbbnum Keili.......................... 13 19. Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir, ÍR ............................................ 10 20. Már Gunnarsson, sund, ÍRB.......................................................................... 8 21. Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur, Haukum..................................... 7 22.-23. Alfons Sampsted, knattspyrna, Bodö/Glimt ........................................ 6 22.-23. Baldvin Þór Magnússon, frjálsíþróttir, UFA ....................................... 6 24.-25. Anton Sveinn McKee, sund, Toronto Titans ........................................ 1 24.-25. Róbert Ísak Jónsson, sund, Firði ........................................................... 1 Íþróttamaður ársins – stigin Spjótkastarinn Einar Vilhjálmsson var í gærkvöld tekinn inn í Heiðurs- höll ÍSÍ en að vanda var tilkynnt um nýjan meðlim í höllinni um leið og Samtök íþróttafréttamanna heiðr- uðu íþróttamann ársins. Einar var í fremstu röð spjótkast- ara í heiminum á árunum 1983 til 1992. Hann varð sjötti á Ólympíu- leikunum 1984 og keppti á leik- unum 1988 og 1992, sigraði á heimsleikunum 1988 og vann tug móta á mótaröðum Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins. Einar var kjörinn íþróttamaður ársins 1983, 1985 og 1988. Hann er 23. íþróttamaðurinn sem tekinn er í Heiðurshöll ÍSÍ en faðir hans, Vil- hjálmur Einarsson, var sá fyrsti sem tekinn var inn árið 2012. Einar í Heið- urshöll ÍSÍ Afreksmaður Einar Vilhjálmsson var í fremstu röð í heiminum. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.