Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel Sími 555 3100 www.donna.is Góð á erlendum ferðalögum, í flugvélum og á flugvöllum 10 stk. verð kr. 720 C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Fyrrverandi sendiherra Kína á Íslandi, Wang Ronghua, hefur staðið fyrir útgáfu bókar sem hef- ur að geyma safn íslenskra ljóða í kínverskri þýð- ingu hans sjálfs. Bókin kom út 8. desember síðast- liðinn í Kína og var gefin út í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá því að stofnað var til stjórnmálasambands milli Íslands og Kína. Wang Ronghua byggir þýðingu sína á enskri þýðingu Bernards Scudders, Icelandic Poetry 870-2007. Vilhjálmur Gíslason, sem var Wang innan hand- ar við útgáfuna, segir hann mikinn aðdáanda Ís- lands. „Það sem ég dáist mest að við Wang eru ljóðin hans, hann er mikið skáld. Ég þýddi nokkur ljóð eftir hann og Matthías gerði það líka,“ segir hann og á þá við Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgun- blaðsins. Wang gegndi stöðu sendiherra árin 1998-2002 og vinátta þeirra Matthíasar og Vilhjálms hefur haldist æ síðan. Kynni þeirra hófust í tengslum við þýðingar Matt- híasar og Vilhjálms á ljóðum Maós. Vilhjálmur var eitt sinn beðinn að lesa upp ljóðaþýð- ingar sínar í Gerðubergi og þar var staddur Wang sem síðan spurði Vilhjálm hvort hann vildi þýða ljóð sín. Wang sneri þeim yfir á ensku og Vil- hjálmur þýddi þau síðan á íslensku með stuðlum, höfuðstöfum og rími. Ljóð Wangs voru birt í Les- bók Morgunblaðsins á sínum tíma, til dæmis ljóðið „Óður til Guðríðar Þorbjarnardóttur“ sem Vil- hjálmur þýddi með fornyrðislagi. Breið flóra íslenskra skálda Í þessari nýju útgáfu á kínversku sem Wang stendur fyrir er að finna sýnishorn ljóða allt frá árinu 870 til 2007. Stiklað er á stóru í íslenskri bókmenntasögu og mörg af okkar helstu skáldum í gegnum aldirnar eiga ljóð í bókinni. „Þetta er mjög breið flóra, margir nútímahöfundar og gömlu snillingarnir líka. Svo þetta er mjög breitt sýnishorn af ljóðlist á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Meðal eldri skálda sem ljóð eru þýdd eftir má nefna Gretti Ásmundarson, Kolbein Tumason, Hallgrím Pétursson, Vatnsenda-Rósu, Jónas Hall- grímsson, Grím Thomsen, Matthías Jochumsson, Kristján Jónsson Fjallaskáld, Stephan G. Steph- ansson, Hannes Hafstein, Theodóru Thoroddsen, Jón Trausta, Huldu, Jón Helgason, Halldór Kiljan Laxness, Stein Steinarr, Jón úr Vör og Jakobínu Sigurðardóttur. Ljóðasafnið hefur einnig að geyma ljóð Sig- urðar Pálssonar, Jóns Helgasonar, Vilborgar Dagbjartsdóttur og Þorsteins frá Hamri. Auk þess eiga nokkur núlifandi ljóðskáld ljóð í þessari kínversku útgáfu og má þar til dæmis nefna Braga Ólafsson, Gerði Kristnýju, Gyrði Elí- asson, Sigurbjörgu Þrastardóttur, Matthías Jo- hannessen og Þórarin Eldjárn. „Þessi þýðing er náttúrlega ægilegt þrekvirki. Þetta er mikil kynning á íslenskri menningu í Kína og þetta er lesið því Wang er þekktur þar í landi,“ segir Vilhjálmur um sendiherrann fyrrverandi, sem er prófessor við listaháskóla þar. Þykir Wang drengur góður „Ég dáist að því hvað Wang er óþreytandi við að kynna Kínverjum allt sem er íslenskt. Þetta kem- ur beint frá hjartanu af því hann hefur áhuga á þessu, þetta er ekkert í pólitískum tilgangi. Hann féll alveg fyrir íslenskri menningu. Þá hefur hann hjálpað íslenskum rithöfundum að gefa út bækur þarna. Wang spáði mikið í veðrið á Íslandi og Matthías þýddi ljóð um íslenska storminn eftir hann,“ segir Vilhjálmur og bætir svo við: „Ef ég ætti að lýsa Wang þá er besta lýsingin að hann sé drengur góður og þá á ég við gömlu lýs- inguna úr Hávamálum. Hann stendur við hvert sitt orð og ég hef aldrei heyrt hann tala illa um nokkra sálu.“ Þýðandinn Wang Ronghua er fyrrverandi sendiherra Kína á Íslandi. Hann hefur þýtt ljóð margra af helstu skáldum íslenskrar bókmenntasögu og kom vegleg bókin út fyrr í mánuðinum. Þýðingin ægilegt þrekvirki - Þýðing á íslenskum ljóðum frá 870 til dagsins í dag komin út í Kína - Wang Ronghua, fyrrver- andi sendiherra, þýðir úrval ljóða - Wang sagður óþreytandi við að kynna íslenska menningu Kápan Ljóðasafnið nýja með verkum ís- lenskra skálda er hátt í 400 blaðsíður. Þýðing Ljóð eftir Braga Ólafsson í bókinni. Ljóðin eru í aldursröð. Vilhjálmur Gíslason Matthías Johannessen Theodóra Thoroddsen Vilborg Dagbjartsdóttir H andverks- og listafólk hefur verið áberandi í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ og hrottaleg morð á svæðinu, sem tengjast menningar- fólki og fjallað er um í spennusögunni Þegar nóttin sýnir klærnar eftir Ólaf Unnsteinsson, stinga í stúf við annars friðsælan ævintýraheim, en hafa ber í huga að ekkert er heilagt í skáldsögum. Ferðamenn eru víða auðveld bráð og þekkt er að víða er okrað á túr- istum með ýmsum brögðum. „Nátt- úrubrölt Iðunnar“ hljómar vel sem markaðsátak með gróða í huga en er auðvitað ekkert annað en svívirðileg brella til að blekkja túrista og aðra sem falla í freistni. Engu að síður er þetta hryggjarstykki bókarinnar og vel til fundið sem slíkt, en úrvinnsl- an fer gjarnan út og suður og út í móa og missir því marks. Gamlir skólafélagar úr Mosfellsbæ hittast á ný á forn- um slóðum og Gustur leiðir hópinn í rannsókn á dular- fullu mannshvarfi. Ævintýrabækur Enid Blyton koma upp í hugann og ósjálfrátt verður Gustur að Finni en lengra nær samanburðurinn ekki, því ólíku er saman að jafna. Ævintýraheimurinn breytist fljótt í hrollvekju, blandaða fantasíu, vísindaskáldsögu, íróníu og dulræn- um atburðum, huldufólki, álfum og vofum, þar sem eng- um er hlíft án sýnilegrar ástæðu. Á svipstundu er Gustur orðinn nokkurs konar Sherlock Holmes, en hvort Olgeir rannsóknarlögreglumaður er spegilmynd Geirs eða Grana í Spaugstofunni verða lesendur að skera úr um. Þegar öllu er á botninn hvolft er ýmislegt sem plagar hin fjögur fræknu, ískistugengið svokallaða úr gaggó. Þau eiga í ákveðnum erfiðleikum og þótt glitti reglulega í húmorinn er raunveruleikinn annar og dekkri. Morðin í Mosfellsbæ leysa ekki þann vanda. Írónía „Ævintýraheimurinn breytist fljótt í hrollvekju, blandaða fantasíu, vísindaskáldsögu, íróníu og dulræn- um atburðum, huldufólki, álfum og vofum, þar sem eng- um er hlíft án sýnilegrar ástæðu,“ segir um bókina Þeg- ar nóttin sýnir klærnar eftir bók Ólaf Unnsteinsson. Hrottaleg morð í Mosfellsbæ Glæpasaga Þegar nóttin sýnir klærnar bbbnn Eftir Ólaf Unnsteinsson. Hringaná 2021. Kilja, 259 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Tónlistarkonan Britney Spears segir að öll þau nær 14 ár þegar faðir hennar var fjárhaldsmaður hennar og tók ákvarðanir um öll hennar málefni hafi gert hana hrædda við tónlistarheiminn. Í langri færslu á Instagram út- skýrir Spears ástæður þess að hún sé ekki reiðubúin til að stíga þegar aftur inn í heim tónlistarinnar, eftir að dómstóll ákvað í nóvember síðastliðnum að faðir hennar ætti að hætta að höndla með hennar mál. „Ég vildi vera góð en það er ófyrirgefanlegt hvað þau gerðu hjarta mínu,“ skrifar hún. „Í 13 ár bað ég um að fá að flyja ný lög og endurgera mín gömlu … og í hvert sinn var svarið „nei“.“ Hún segir fjárhaldsmannskerfið hafa verið sett upp til að niðurlægja og brjóta sig niður. Spears segist óttast tónlistarheiminn Britney Spears

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.