Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 RARIK ohf | www.rarik.is Starfsfólk RARIK óskar viðskiptavinum, samstarfsfólki sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með von um gott og orkuríkt ár. Við munum eins og áður leitast við að svara orkuþörf viðskiptavina yfir hátíðarnar, með öruggum hætti – Gleðilega hátíð. Getur þú hugsað þér hátíðirnar án rafmagns? Ekkert banaslys hefur orðið í flugi hér á landi það sem af er ári né á íslenskt skráðum loftförum annars staðar. Ekkert banaslys varð í flugi hérlendis á síðasta ári. Ef litið er til síðustu tíu ára þá voru árin 2014, 2016, 2017 og 2018 án banaslysa í flugi. Hins vegar létust tveir einstaklingar í flugslysi árið 2012 og sömu sögu er að segja frá árinu 2013. Árið 2015 létust þrír í tveimur flugslysum og 2019 biðu fjórir bana í tveimur flugslysum. Ekkert banaslys í flugi í ár Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um að ógilda þá ákvörðun Skipu- lagsstofnunar að uppsetning kláfs í hlíðum Eyrarfjalls á Ísafirði skuli háð mati á umhverfisáhrif- um. Fyrirhugað er að setja upp kláf til að flytja fólk frá rótum Eyrar- fjalls og upp á topp fjallsins, sem gnæfir yfir Ísafjarðarkaupstað. Í öðrum áfanga er ætlunin að byggja veitingahús á Eyrarfjalli og í þeim þriðja að byggja sjálf- bærar gistieiningar eða hótel á toppi fjallsins. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var sú, að á grundvelli fyrirliggj- andi gagna kynni þessi fram- kvæmd að hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif og því skyldi hún háð mati á umhverfis- áhrifum. Um sé að ræða nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir þeg- ar á heildina sé litið. Samanstandi þær af byggingu byrjunarstöðvar við þéttbýlismörk á Ísafirði, upp- setningu um 1.400 m langra kláf- víra og burðarmasturs um miðja vegu upp Eyrarfjall og síðan byggingu endastöðvar, veit- ingasalar og hótels fyrir 60-70 gesti á toppi fjallsins. Séu fram- kvæmdirnar að mestu leyti á óröskuðu svæði í hlíðum Eyrar- fjalls og uppi á fjallinu í mikilli nálægð við þéttbýlið á Ísafirði. Eyrarkláfur ehf. kærði þessa nið- urstöðu til úrskurðarnefndarinnar og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi en því hafnaði nefndin eins og áður sagði. Kláfur í umhverfismat Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Hugmyndin er að kláfurinn liggi upp á Eyrarfjall ofan við bæinn. - Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun Skipulagsstofnunar Skeljungur IS ehf. veitti á dögunum 400 þúsund kr. styrk til Menntasjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Guðríður Sigurðardóttir, formaður sjóðsins, tók á móti styrknum frá Unni Elvu Arnardóttur, forstöðu- manni innri og ytri þjónustu Skelj- ungs. Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Í starfi þeirra fyrir Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur hafa þær kynnst fjölda hæfileikaríkra kvenna sem þurfa að leita til nefndarinnar sökum bágs efnahags en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðn- ing til að afla sér meiri menntunar, að því er fram kemur í tilkynningu. Styrkja Mæðra- styrksnefnd Styrkur Unnur Elva Arnardóttir, t.v., afhendir Guðríði Sigurðar- dóttur styrkinn góða. Vegagerðin hefur lagt fram mats- áætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats á færslu hringvegar um Mýrdal. Jafnframt hefur verið útbúin vefsjá fyrir um- hverfismatið. Matsáætlunin er að- gengileg á vef Skipulagsstofnunar og er hægt að veita skriflegar um- sagnir til 27. janúar 2022. Í inngangi áætlunarinnar segir að til skoðunar sé að færa hringveg um Mýrdal. Aðdragandi verkefnis- ins sé orðinn langur og hafi jarð- göng um Reynisfjall verið til um- ræðu í áratugi. Drög að matsáætlun voru auglýst fyrir ári. Í heild bárust 367 umsagnir og athugasemdir um drögin, þar af um 320 í gegnum vefsjá, sem brugðist hefur verið við í matsáætlun, segir í inngangi Vegagerðarinnar. Matsáætlun vegna vegar um Mýrdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.